Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNÍ 1992 íslenskar kvikmyndir pressan fékk til liðs við sig hóp kvikmyndagerðarmanna, gagnrýnenda og áhuga- fólks um kvikmyndir til að velja bestu og verstu íslensku bíómyndirnar. Börn náttú runnar eftir Fríðrík Þór Friðriksson er besta ís- lenska kvikmyndin að áliti dómnefiidar sem PRESSAN fékk til liðs við sig til að skera úr um hveijar væru bestu og verstu leiknu íslensku bíómyndimar. Börn náttúrunnar sigraði með miklum yfirburðum og reyndar voru tvær myndir í nokkrum sérflokki, hún og Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson. Hrafh er líka höfundur Hvíta víkingsins, sem fékk langflestar tilnefhingar í flokki lélegustu myndanna. Athyglisverður hlýt- ur að teljast árangur Kristínar Jóhannesdóttur, en mynd henn- ar, Á hjara veraldar, er í svipuðu sæti á listunum yfir bestu og verstu myndir. Dómnefndarmenn slógu ýmsa vamagla. Nokkrir töldu að besta mynd sem íslenskur leikstjóri hefur gert væri alls ekki á listanum, Annar dans eftir Lárus Ými Óskarsson, en hana gerði hann í Svíþjóð, á sænsku og telst því til sænskra kvik- mynda. Margir áttu í erfiðleikum með að nefha fimm góðar myndir, en varð ekki skotaskuld úr að nefna fleiri en fimm slæmar. Um þær sagði einn dómnefhdarmaður: „Þetta em þær myndir sem hvað verst var að horfa á, halda illa athygli, sund- urlausar og alls ekki minnisstæðar. Svo er stór hópur mynda sem mér er nákvæmlega sama um, sem er eiginlega verra.“ Annar dómnefhdarmaður sagði vandann vera þann að allar ís- lenskar kvikmyndir væm í raun meðalmyndir. Og enn annar sagði ífáleitt að íslenska kvikmyndavorinu væri lokið, hvemig mætti það vera þegar kvikmyndagerðin hér væri rétt að útskrif- ast úr bamaskólanum. Flestallar íslenskar kvikmyndir hlutu tilnefhingu, fleiri þó í flokki slæmra mynda en góðra. Þegar upp er staðið var ekki nema ein leikin íslensk kvikmynd ffá síðari ámm sem enginn lét getið, hvorki að góðu né slæmu. Það var Punktur, punkt- ur, komma, strik eftir Þorstein Jónsson. Það hlýtur að teljast allsérstæður árangur. BESTU MYNDIRNAR BÖRN NÁTTÚRUNNAR Friðrik Þór Friöriksson, 1991 „Mesta kvikmynd íslendinga að því leyti að loksins fær hið sjónræna að leika lausum hala. I fyrsta sinn sem íslendingar losa sig úr viðjurn hinnar epísku frásagnar." „Örlar ekki á sýndarmennsku, einlæg og hlý.“ „Manneskjuleg mynd, einfalt spil sem gengur upp.“ „Heiðarleg saga, sögð á látlausan og til- gerðarlausan hátt. Ein af örfáum íslenskum kvikmyndum sem er gerð af ekta tilfinningu og næmni fyrir alvöm efni.“ , fer lengst mynda á einlægninni." „Falleg, einföld saga, sveipuð léttri dulúð. Jafnvægi milli myndmáls, texta og tónlistar." „Einstaklega vel heppnuð mynd í alla staði, og á eflaust eítir að standa fyrir sínu eftir tuttugu ár.“ „Fallegur, einfaldur og djúpristur mynd- skáldskapur um kveðjustund gamla Islands." ,Mynd sem sannar að það sem er nógu gott fýrir íslendinga er nógu gott fyrir aðra, eða með öðrum orðum að þjóðleg list getur líka verið alþjóðleg." , AHs ekki gallalaus, en heilsteypt og vinn- ur á undir restina.“ HRAFNTNNFLÝGUR Hrafn Gunnlaugsson, 1984 „Vel gerð mynd þótt sagan sé ekki meira en nett smásaga, en myndmálið er gott og frásagnarmátinn skemmtilegur.“ „I raun eina stórmyndin og hæst á henni risið útlitslega séð.“ „Eina íslenska stórmyndin, ótrúlegur memaður lagður í búninga og sviðsmynd. Kemst upp með allt spaghettívestraívafið." „Ég taldi myndina vera tímamótaverk á sínum tíma og upphaf einhvers, sem svo reyndar aldrei varð.“ ,Enn sú besta. Sterk mynd.“ „Mikið stolið og stælt, en gert með tilþrif- um.“ ,Eina mynd Hrafhs sem eitthvað er varið í. Skemmtilega ósmekklega farið með ís- lendingasögumar." ,J4orðri Hrafhs er eftiröpun af spaghetti- vestra, en býsna traustur sem slíkur.“ „Víkingarómantík með algildum skírskot- unum. Skemmtilega blóðug." , jslenskum kvikmyndaleikstjóra tókst að láta hlutina ganga upp svo félli að því hefð- bundna sniði hasarmyndaformúlunnar sem áhorfendur krefiast um allan heim.“ MEÐ ALLTÁHREINU Ágúst Guðmundsson, 1982 , J>ótt húmorinn hafi ekki elst vel, var þetta á sínum tíma eitt það fyndnasta sem sést hafði og fólk hló með iljunum" „Best heppnaða skemmtimynd sem ís- lendingar hafa búið til. íslensk fyndni, ágæt- ur leikur og skemmtileg tónlist." „Besta íslenska gamanmyndin." „Gamanmynd sem hefur þann kost að vera vemlega fyndin.“ „ísiensk fyndni og íslensk tónlist eins og hún gerist hallærislegust og best.“ „Bráðfjörugur poppgamanleikur sem gengur upp efhislega, tónlistarlega, leiklega og kvikmyndalega." „Bráðfyndin mynd sem gerir grín að sjálfri sér og áhorfendanum í góðu.“ „Eina íslenska satíran sem með vitleysu sinni náði upp smáhúmor." MAGNÚS Þráinn Bertelsson, 1989 „Hún er jarðbundin á mjög sannfærandi hátt, tileinkaði sér eðlilegt mál og saklaust og seytlaðist inn.“ ,Einfalt spil á strengi sem við öll þekkjum, ekki endilega djúpa en eðlilega. Einlægni í handriti og sögu.“ „Besta handritið í íslenskri kvikmynd. Kómískt drama sem skopast að dauðanum í ljúfsárri frásögn.“ ,JEinhverra hluta vegna er þetta ekki leið- inleg mynd og sýnir að Þráinn, þrátt fýrir seinni lífs-myndimar, er óvitlaus kvik- myndagerðarmaður.“ ,Einlæg mynd um hversdagslega hluti. Og ekki skorti húmorinn hjá Þráni.“ LANDOGSYNTR Ágúst Guðmundsson, 1980 ,Eina epíska kvikmyndin íslenska. Hinum miklu þjóðflumingum frá bændaþjóðfélagi til borgar lýst á einfaldan og tilfinninganæm- an hátt. Óhemjugóð kvikmyndagerð eftir ís- lenskri skáldsögu.“ ,Ealleg mynd, vel leikin og fagmannleg. Gústi hefur ekki gert annað eins síðan.“ „Myndin sem ruddi brautina, gölluð en ljóðræn og heiðarleg." SKYTTURNAR Friðrik Þór Friðriksson, 1987 „Frábær stemmingsmynd með ógleyman- legu atriði — Cohen- raulinu." „Minnisstæð harmsaga. Friðrik hefur þessa einlægni sem annars virðist skorta í ís- lenskum kvikmyndum." „Brokkgeng en oft tilþrifamikil og eftir- minnileg vegamynd um afvelta sjóara á þurru landi.“ „Hnyttin og vel heppnuð „road-movie“, þrátt fýrir slakan leik á köflum.“ ÁHJARAVERALDAR Kristín Jóhannesdóttir, 1983 , J^yrsta myndin sem hafði inntak og djúpa persónulega túlkun." , J-jóðræn upplifun, þar sem myndmálið er í öndvegi." „Þessi kvikmynd er eitt stórt Ijóð, með öðrum orðum heill ljóðabálkur. Eins og venja er með mikil skáldverk þarf njótandinn að hafa mikið fýrir því að meðtaka verkið, en fær fýrirhöfnina marglaunaða." RYÐ Lárus Ýmir Óskarsson, 1990 ,Júms Ýmir kann að segja sögu í kvik- mynd. Vel útfærð.“ „Vönduð myndræn smíð, þótt ýmislegt megi ftnna að henni.“ „Tiltölulega hrein og bein, án verulegra galla.“ ,Ágæt, þótt ekki nái hún leikritinu." HÚSIÐ Egill Eðvarðsson, 1983 „Góður þriller, þótt finna megi fyrir- mynd.“ „Framvindan, uppbygging sögunnar, heppnaðist. Best lýsta og tekna kvikmynd- in.“ „Skemmtileg flétta milli tímaskeiða, ágæt- is spennumynd." KRISTNIHAI iD UNDIR JOKLI Guðný Halldórsdóttir, 1989 „Mjög vel heppnuð útfærsla á bók Hall- dórs sem nær kímninni og dulúðinni, en stendur eftir sem sjálfstætt verk.“ „Nett mynd með fallega áferð.“ „Virðingarverð og að mörgu leyti vel heppnuð kvikmyndaútgáfa af einni fýndn- ustu skáldsögu okkar tíma.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.