Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNI 1992 35 VEKSTU MYNDIRNAR HVITI VlKINGimiNN Hrafn Gunnlaugsson, 1991 „Ótrúleg vonbrigði." „Orðin heldur þunn súpa frá Hrafni. Hryllilega illa leikin." „Sundurtætt víkingasápa, þar sem leik- stjóranum er ofviða að leikstýra einum ein- asta leikara." „Dýr mistök.“ „Sundurlaust handrit, lélegur leikur — pínlega vond mynd.“ „Hlálegur rembingur og rándýrt fúsk. A skilið að komast í hóp versm mynda sem gerðar hafa verið.“ „Stórslys.“ OKKARÁMnJJ Hrafn Gunnlaugsson, 1982 „Sameiginlegt einkenni á öllum þeim verstu — leiðindaegóflipp." „Rugl.“ ,JEinfaldlega leiðinleg mynd.“ „Ósmekklegt bull frá upphafi til enda.“ „Ótrúlega tilgerðarleg." „Svona okkar á milli, misheppnað verk fiá upphafi.“ MORÐSAGA Reynir Oddsson, 1977 „Ótrúlega vond mynd og illa tekin.“ ,Afenn kunnu þetta einfaldlega ekki.“ J raun varla hægt að telja hana til kvik- mynda." „Áreiðanlega ein versta kvikmynd sem gerð hefur verið í veröldinni." „Afspymuléleg." SKELABOÐ TIL SÖNDRU Kristín Pálsdóttir, 1983 „Misheppnaðist, þrátt fyrir góðar mein- tngar. „Ógurlega vond mynd.“ „Kvenímyndin sem prjónar í gegnum alla kvikmyndina og á að vera dulræn hlýtur að vera með litlausari persónum í kvikmynda- sögunni." „Ofboðslega leiðinleg og tilgerðarleg." EINS OG SKEPNAN DEYR HilmarOddsson, 1986 .Jnnantómt bull og tóm leiðindi. Sjaldan íyrirhitt eins óintressant persónur." , J>reytuleg og missti marks." „Samhengislaust rugl.“ .Jriaður beið í ofvæni eftir einhverju sem gerðist aldrei.“ „Stórir og miklir brestir í handriti. Mynd- ræn ífásögn gengurekki upp.“ ÁHJARAVERALDAR Kristín Jóhannesdóttir, 1983 „Máski myndrænt listaverk, en sem kvik- mynd: leiðinleg, leiðinleg, leiðinleg..." „Einhver þau langdregnustu leiðindi sem ég hef augum litið.“ „Óskiljanleg öllum nema leikstjóranum." „Ofhlaðin." „Tilgerðarleg mynd sem þóttist vera miklu merkilegri en hún var.“ HVÍTIRMÁVAR Jakob Magnússon, 1985 „Mistök." „Stuðmenn eins og þeir geta verstir verið.“ „Margar myndir í einni og allar vondar." , J>að fer svo mikið fyrir leikmyndinni að annað gleymist." ,£g man ekki lengur af hverju mér fannst hún vond á sínum tfma...“ FOXTROTT Jón Tryggvason, 1988 „Illa skrifaður, illa útfærður, amerfkamser- aður hasar. „Dæmi um útþynnta og innihaldslausa of- beldismynd samkvæmt amerísku „morð á vegum úti“ formúlunni, sem verður jafn- ffamt leiðinleg og hlægileg í íslensku um- hverfi." „Mynd sem sannar að íslenskir kvik- myndagerðarmenn eiga ekki að reyna að búa til þrillera í amerískum stíl.“ GULLSANDUR Ágúst Guömundsson, 1984 „Mynd sem lagði af stað með óskaplega háleit markmið en féll á eigin bragði og tókst ekki að halda utan um hlutina. Útkoman er langdregin lognmolla. Ákaflega leiðinleg mynd.“ ,JDæmi um höfundarmynd þar sem ekkert ertil ffásagnar." „Litlaus og leiðinleg. Það gerist ekkert í kvikmyndinni." „Hallærisleg." LÖGGULÍF Þráinn Bertelsson, 1985 , Afar vond." „Þó að fýrsta „líf‘-myndin hafi gengið vel, var óþarfi að endurtaka leikinn tvisvar." „Vidaus, bamaleg og leiðinleg." „Vitnisburður um íslenskan aulahúmor og þar að auki illa gerð mynd.“ DÓMNEFND PRESSUNNAR Dómnefndina skipuöu aö beiðni PRESSUNN- AR kvikmyndageröarmenn, gagnrýnendur og áhugamenn um kvikmyndir. Þetta ágæta fólk var mestanpart valið af hendingu, en þó reynt aö foröast aö höfundar mynda fengju aö hafa áhrif. I litlu samfélagi eins og hér verður þó varla komist hjá því hafi starfað viö gerö ein- hverra þeirra mynda sem hér eru nefndar. Hver dómnefndarmeðlimur tilnefndi tíu kvik- myndir, fimm góðar og fimm slæmar. í dómnefndinni voru eftirtaldir: Anna G. Magn- úsdóttir kvikmyndagerðarmaöur, Anna Th. Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Arn- aldur Indriöason gagnrýnandi, Árni Þórarins- son ritstjóri, Ásgeir Friögeirsson ritstjóri, Elísa- bet Ronaldsdóttir kvikmyndageröarmaður, Gísli Einarsson gagnrýnandi, Gunnþóra Hall- dórsdóttir kvikmyndageröarmaður, Hákon Már Oddsson kvikmyndageröarmaour, Hilmar Karlsson gagnrýnandi, Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur, Ingólfur Margeirsson blaðamaður, Jón Þór Hannesson kvikmyndageröarmaöur, Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður, Kári Schram kvikmyndageröarmaöur, Ólafur Angantýsson kvikmyndafræöingur, Sif Gunn- arsdóttir gagnrýnandi, Sigmundur Ernir Rún- arsson fréttamaður, Sigriöur M. Vigfúsdóttir kvikmyndageröarmaöur, Sigurður Snæberg Jónsson kvikmyndagerðarmaöur, Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöfundur, Sæbjörn Valdi- marsson gagnrýnandi, Þorfinnur Ómarsson blaöamaður, Þór Elís Pálsson kvikmyndagerö- armaður. K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Glimrandi einleikur á eigin kropp: Kostir sjálfsfróunar Vesturlandabúar kepptust við að kenna sólósexinu um allt milli himins og jarðar fyrir daga Kinsey-skýrslnanna og ræddu sárasjaldan um kosti sjálfsfróunar. Þegar fyrri Kins- ey-skýrslan leit dagsins ljós ár- ið 1948 ætlaði allt um koll að keyra, því þar kom ffam að það voru ekki bara einmana, sjúkir og blindir sem nutu þess að leika eirtleik á kroppinn sinn. Þeir sem voru í nánum sam- böndum, heilsuhraustir, alsjá- andi og á öllum aldri stunduðu líka sólósex og varð ekki meint af. Nærri hálfri öld síðar mætti halda að viðhorf manna til sjálfsfróunar hefðu tekið stakkaskiptum — í það minnsta á yfirborðinu. Við- horfsbreyting tekur langan tíma og eru fimmtíu ár stuttur tími til að breyta viðhorfi til kynhegðunar svo samræmi sé milli hugar og tilfinninga. Gjaman myndast togstreita vegna nýrrar þekkingar og þess að haga sér í samræmi við vitneskjuna. Ósjaldan hef ég heyrt viðmælendur mína lýsa yfir að sjálfsfróun sé hið besta mál en viðurkenna um leið að það sé kynhegðun sem þeir sjálfir forðist eða finnist óþægileg. í síðustu PRESSU fjallaði ég um hvers vegna sjálfsffóun er enn stundum litin hoinauga af fólki þótt við vitum öll að hún veldur engum skaða, hvorki á sál né líkama. Núna langar mig að tæpa á tilgangi og kostum sjálfsfróunar. Það ætti að ylja þeim um hjartaræt- umar sem hingað til hafa haft blendnar tilfinningar í garð „Lóu Fimmboga". Sjálfsfróun, með eða án sjónrænnar örvunar (blárra mynda t.d.), er að öllum líkind- um ein algengasta kynhegðun- in þar sem kynórar fá að njóta sín. Einleikur á eigin kropp er líka bara notalegt fitl, hættu- laus kynhegðun nú á tímum al- næmis og ein leið af mörgum til að fá fullnægingu. Góð un- aðsstund með sjálfum sér styrkir ennfremur sjálfsímynd- ina og em það góðar fféttir fyr- ir þá sem álíta að klapp á koll- inn geti eingöngu komið frá öðmm. Svo ég haldi nú áfram að líkja sjálfslfóun við hljóð- færaleik má segja að búkurinn sé hljóðfærið en ásláttartækið geti verið af ýmsum toga. Til dæmis hönd, titrari, vatnsbuna og þar fram eftir götunum. Hvaða ásláttaraðferð er notuð ákvarðast af hugmyndaflugi, löngun og áræði hvers og eins. Svo virðist sem þeir sem em óragir við að njóta lífsins með sjálfum sér eigi líka auðvelt með að njóta ásta með sjálfum sér. Hinir sem gera aldrei nokkum hlut nema þeir haldi í höndina á öðmm eiga stundum erfitt með að skilja hvað er svona gott við að „elskast með sjálfum sér“. Ef þú lítur á sjálfsfróun sem það „næst- besta" er lfldegt að þú lítir nið- ur á sjálfsfróun og fáir þaraf- leiðandi ekki mikið út úr henni. Öðm máli gegnir þegar aðstæður gera að verkum að sjálfsfróun verður valkostur við parakynlífið. Manneskja sem hugsar um sjálfsffóun sem valkost nálgast sólósexið með öðm hugarfari en sá sem finnst það hallærislegt. Reyndar finnst mér lítið vit í að bera ein- leik á eigin kropp saman við kynlíf með annarri manneskju. Þetta er ólflc kynhegðun og hvor um sig góð og gild. Sjálfsfróun gerir okkur kleift að kynnast möguleikum líkamans til að njóta kynferðis- legrar vellíðunar. Allt of marg- ir álíta að sjálfsfróun sé ein- göngu bundin við örvun kyn- færanna, en sjálfsífóun er ekki síður leið til að kynnast eða „kynvæða" önnur svæði lík- amans. Það er ekki að ástæðu- lausu að kynlífsráðgjafar mæla stundum með sjálfsffóun sem þætti í að leysa kynlífsvanda fólks. Til dæmis geta karlmenn með bráðasáðlát lært að hægja á kynsvömn líkamans með því að slaka á í einrúmi og fróa sér. Svo virðist sem þeir sem eru ór- agir við að njóta lífsins með sjálf- um sér eigi líka auðvelt með að njóta ásta með sjálfum sér. Margir fróa sér til að losa um spennu og/eða til að eiga auðveldara með að festa svefh. Þeir sem nota sjálfsfróun á þennan hátt eyða venjulega ekki löngum tíma í athöfhina — em oft innan við fimm mín- útur að „fá það“. Það ætti að vera orðið nokkuð ljóst að sjálfsfróun hefur margskonar jákvæð áhrif, líkamleg og and- leg. Meira að segja hefur lækn- isffæðin tekið sjálfsfróun í sátt, því mönnum er orðið ljóst að líkaminn framleiðir náttúmlegt „verkjalyf ‘ við kynferðislega örvun — svokölluð endorfín. Þeir sem em gjamir á að fá höfuðverk ættu að reyna sjálfs- ffóun (ef aðstæður leyfa!) næst í stað þess að grípa til verkja- lyfja. Þetta er ágætis leið til að slaka á og draga úr spennu. Öðm máli gegnir um þá sem haldnir em óstöðvandi sjálfs- fJóunaráráttu — ffóa sér jafn- vel þótt þá langi ekki til. Svo- leiðis árátta er misheppnuð leið til að draga úr spennu og á lítið skylt við höfuðverkja- lausnina. Sjálfsfróunarárátta er eins og hver önnur árátta sem þarf að meðhöndla, vegna jress að áráttan veldur og viðheldur vftahring vanlíðunar og skömmustu. — En ég ætlaði víst bara að tala um kosti sjálfsffóunar. Það tekur langan tíma að breyta viðhorfum eins og áður sagði. Fyrr en varir er maður kominn út í neikvæða sálma... Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.