Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNI 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 39 Einar Páll Tamimi laganemi Hvað ætlar þú að gera um helgina, Einar? „A föstudaginn œtla ég að drekka í mig íþróttavið- burði dagsins. Fylgjast með tveimur leikjum í Evrópu- keppninni í knattspyrnu í sjónvarpinu. Síðan œtla ég að renna ásamt mínum mönnum í Stjörnunni í Garðinn og sœkja þar eins og þrjú stig. Loks œtla ég síðla kvölds að lioifa á leik í úrslitakeppni NBA-körfu- boltans í beinni útsendingu. A laugardaginn œtla ég að gera úttekt, alfarið frœði- legs eðlis, á nœturlífi Reykjavíkur. A sunnudag- inn cetla ég að reyna að vinna upp eitthvað af þeim svefhtíma sem glataðist á föstudag og laugardag. “ Hann Benóný Ægisson, forstjóri í klúbbi Listahátíðar, er þaulvanur að skipuleggja stórtónleika með mörgum hljómsveitum, frægum og ófrægum. Hann stýrir félagsmiðstöðinni Fellahelli sem árlega gengst fyrir Rykkrokki í Breiðholtinu. Nú færir Benóný ögn út kvíamar og stend- ur fýrir tónleikahaldi á Lækjartorgi á laugardaginn ffá klukkan þrjú síðdegis og fram yfír kvöldmat. Hljómsveitimar sem koma ffam munu vera hver annarri yngri og efnilegri: Þama er Sororicide, þeir teljast konungar íslenska dauðarokks- ins, og kollegar þeirra í dauðarokkinu, In Memoriam, Gor, Cremation, Cranium og Extermination. Einnig leika íslenskir tónar - - þeir spila víst ekki þjóðlagatónlist — Lipstick Lovers, sem eru ungir og efnilegir rokkarar, og loks er það rúsírian í pylsuendanum: Kolrassa krókríðandi, kvennahljómsveitin góða úr Keflavfk sem sigraði í Músíktilraunum nú Tl L STYRKTAR FRAKKAR, ENCLEND- INCAR, HOLLENDINC- AR EDA ÞJÓDVERJAR? Hverjir verða Evrópumeist- arar í fótbolta? Það eru átta lið í keppninni, bestu landslið Evr- ópu. Þjóðverjar eru varla jafn- sterkir og í heimsmeistara- keppninni fyrir fjórum árum, þá vantar til dæmis snillinginn baráttuglaða, Lothar Mattháus. Hollendingar, núverandi Evrópumeistarar, mæta með helstu skrautfjaðrir ítalsks fótbolta; Ruud Gullit og Marco Van Basten, en líka nýbakaðan Spánarmeist- ara, Ronald Koe- man. Frakkar und- ir stjóm Michels Plat- ini hafa verið nánast ósigr- aðir síðustu ár, þótt reyndar hafi þeir átt nokkuð erfitt upj>- dráttar síðustu mánuðina. En það er víst að fyrirliði þeirra, Jean Pierre Papin, á eftir að skora allnokkur mörk. Eng- lendingar spila varla jafn- skemmtilegan fótbolta og ofan- talin þrjú lið, en geta þó farið langt ef þeir ná upp baráttuanda og stemmningu. Hins vegar eru lið Skota, Svía og fyrrum Sovétríkja varla líkleg til stórafreka og varla heldur frændur okkar Danir, sem fengu að vera með í keppninni á síðustu stundu. I lið þeirra vantar meðal annars Michael Laudmp, sem er í langvarandi fylu. Sjónvarpið sýnir mikinn f ó t b o 11 a næstu tvær vikumar og hætt við að ís- landsmótið hér heima kunni að falla í skuggann. í dag, fimmtudag, leika Danir og Englendingar í beinni útsend- ingu, á föstudag Hollendingar og Skotar og þvínæst Samveld- ismenn og Þjóðverjar. Á sunnudag keppa svo erkifjend- ur, fyrst Frakkar og Englend- ingar og síðan Svíar og Danir. BARIR • Grjótiö í Hafnarstræti hefur nú starf- aö um nokkurra vikna skeið og virðist bara ganga prýöilega. Barinn er eins konar athvarf þungarokkara og flest kvöld leika hinar og þessar grúppur í þyngri kantinum listir sínar. Skömmu eftir að staðurinn var opnaður fannst mér að vfsu sem dósatónlistin væri engan veginn nógu þung, en nú orðið er ekki hægt aö kvarta undan slíku. Metallica glumdi þróttmikil úr hátölur- unum og síðhæröir leðurmenn hristu makkann í takt. Þetta kvöldiö var hljómsveitin Exizt á sviði og kom skemmtilega á óvart, náði upp mikilli stemmningu og voru |oó flestir gestim- ir nýkomnir af tónleikum Iron Maiden og vandlátir eftir því. Áfengisúrvalið á bamum er prýöilegt, en ég myndi láta vera aö biöja um einhverja kerlinga- drykki eins og Dubonnet og annað þess háttar. Slíkt yrði vafalaust litiö jafnmiklu homauga og ef maður bæði bandið að spila eitthvað meö Barry Manilow. POPPIÐ • Lipstick Lovers verða í Grjótinu í kvöld. I þeirri sveit eru ungir strákar sem staöráðnir eru í að koma sér áfram og virðast bara svei mér þá hafa alla burði til að ná langt. Fylgist með (>eim. HrmvjjRia Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður „Sko, Óskar er ekki heima, en oftast er hann nú staddur niðrí Hafnarstrœti 19 hjá Lifandi myndum hf, sími 17320. Sé hann ekki þar vandast nú málið. Efþið tímið að hringja ífar- símann þá erþað 98534991, 34991. Annars eru góð ráð dýr efhann svarar ekki þar. Skilja eftir skilaboð þegar tónninn heyrist, það er eiginlega eina ráðið. “ nHBHH • Pinetop Perkins er kominn til iands- ins. Þessi aldni blúsari, 79 ára, lætur engan bilbug á sér finna og tónleika- dagskrá hans er stífari en hjá flestum yngri mönnum. I kvöld og annað kvöld verður Pinetop ásamt Chicago Beau á Púlsinum og blúsar sem aldrei fyrr. Upphitunarhljómsveit veröur Soul to soul sem er íslensk þrátt fyrir nafniö. Soul er auðvitaö borið fram Sól sem er vel við hæfi því Sól hf. styrkir allt heila galleríið. Og jú jú, Vinir Dóra verða Ifka. Eldri myndin eref til vill ekki úræsku SigrúnarStefánsdótt- ur, en þó má merkja að hún er gömul. Það er þó erfiðara að sjá hvor Sigrúnin er eldri; sú í kennslukonu-skokkinum og með niðurgreidda toppinn eða sú með hálsklútinn og sveifl- una í hárinu. En þrátt fyrir miklar breytingar halda meginat- riðin sér; stór gleraugun og brosið. • Sálin hans Jóns míns veröur meö sjómannaball í Firðinum á laugar- dagskvöld. Þeir Fjarðarmenn eru víst búnir aö opna garö hjá sór sem þeir kalla Suðurhöfin, hvorki meira né minna. Nú er því hægt aö sitja úti í rigningunni og það er gott — þá er nefnilega lengur aö klárast úr glasinu. Bragðdaufara kannski. En þetta er allt hið besta mál og sólin hlýtur að koma í Ijós fyrr en seinna. • Todmobile ætlar aö leika á Tveimur vinum á laugardagskvöldið. Um þau í þeirri sveit þarf lítið að segja svosem. Hún er einfaldlega ein sú albesta sem fsland hefur aliö og enginn veröur svik- inn af balli með þeim. Svo fer líka að koma út ný plata með þeim og nýja efniö mun hljóma hjá |>eim vinum. • Amigos nefnist kántríband eitt mikið sem iðkar sitt spilerí á Borgarvirkinu. Kántrífiklar bæjarins mæta í virkiö með hattana sfna og jibbíjæja í takt viö tónlistina. Aö sögn þeirra sem til (jekkja er stemmningin yfirieitt afargóð hjá þessum kúrekum fslands. • Rokktónleikar verða í Héðinshúsinu á laugardagskvöldiö á vegum Loft- árásar á Seyðisfjörð. Þar koma fram Páskar frá Akureyri, fslenskir tónar, Strigaskór nr. 42 og Sirkus Babalú. Þar verða líka Kokkur Kirjan Kvæsir, Ámi Ingólfsson, Valgarður Bragason, Kristján Hreinsson, Tryggvi Hansen og hinn óviðjafnanlegi Eiríkur rauði. Það kostar ekki nema 500-kall inn og það er lítiö fyrir mikla skemmtan. VEITINGAHÚS í kjallara við Laugaveginn er veitinga- staður sem heitir Marinós-pizza og er helst þekktur fyrir að hafa auglýst eftir berbrjósta þjónustustúlkum. Eftir heimsókn á þennan blessaða stað veit maður ekki almennilega hvort maður á að hlæja eða gráta. Gráta peningana sem maður eyddi eða hlæja bara að þessu, því víst er gaman að koma á staöi eins og Marinós-pizzu — á viss- an hátt aö minnsta kosti. Staðurinn er dimmur og drungalegur og ekkert til- takanlega hreinn, þjónustan er frekar fákunnandi og maturinn ekkert sér- stakur. Veröið er aftur á móti skaplegt. Kannski er ekki hægt að búast viö miklu af veitingastað sem sér þá leiö eina til að trekkja aö gesti aö láta topp- lausar fraukur bera pizzurnar á borð — á þannig staö fer maður án mikilla væntinga. S.túlkumar sem báru matinn á borð voru ósköp alúðlegar — og kappklæddar—og vildu þjónusta okk- ur vel. Það vantaði ekki. En petta er ekki rétti staöurinn til að eiga notalega kvöldstund með ástvini. Á svona staði fer maöur til að drekka mikinn bjór, hann er fínn hjá Marinó, og narta í ein- hvem mat meö og )>að skiptir ekki öllu máli hvemig hann er á bragðið. Marin- ós-pizza er staöur til aö vera hálffullur á, tala vitleysu viö félagana og hlæja hátt. Þannig staðir þurfa svosem líka aö vera til. KLASSÍKIN • Gunnar Kvaran & Gfsli Magnús- son. Gunnar og Gísli eru að komast í hóp nestora íslenskrar tónlistar (þeir eru náttúrlega engir unglingar lengur), enda hafa þeir starfað saman í ein tutt- ugu ár. Hér spila þeir saman, á selló og píanó, verk eftir Bach og Prokofieff og frumflytja nýtt verk eftir Jón Nordal. Islenska óperan fim. kl. 20.30. •• íslenska hljómsveitin. Feðginin Þorkell Sigurbjörnsson og Mist Þor- kelsdóttir eru aðalpersónur á þessum tónleikum íslensku hljómsveitarinnar. Konungar íslenska dauöarokksins, Sororicide. Þeir fara fyrir fríöum hópi hljómsveita á torgi. ♦ ♦ „Þetta er gömul hug- mynd mín til að láta eitt- hvað gott af mér leiða. Félagi minn nefndi við mig Bamaheill og ég setti mig í samband við fólkið þar seint á síðasta ári og það tók mjög vel í hugmynd- ina,“ segir Ingvi Þór Kor- máksson. Nýverið (eiginlega bara rétt áðan) kom út plata með lögum eftir Ingva við Ijóð ým- issa höfunda. Allur ágóði plötu- sölunnar rennur til Bamaheilla. Platan heitir „Þið emð nálægt“ og á henni syngjaEgr'// Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Berg- lind Björk Jónasdóttir. Ljóðin, sem flest fjalla um böm eða tengjast þeim á einhvem hátt, em eftir Hannes Pétursson, Þórarin Eldjárn, Steinunni Sigurðardótt- ur, ísak Harðarson og fleiri. Tónlistin á plötunni er undir miklum suður- amerískum áhrifum og senni- lega er þetta bara fyrsta íslenska platan sem út kemur með frum- saminni Latin-tónlist. Platan verður fyrst um sinn eingöngu seld í símasölu — sem reyndar þegar er hafin og hafa viðtökumar verið afar góðar. Verðið er hóflegt og þeir sem ekki nenna að bíða eftir að hringt verði í þá til að þeir geti lagt góðu málefni lið geta hringt í síma 654260 og fengið plötuna senda um hæl. Að Geysir verði látinn gjósa með öllum tiltækum ráðum, annars er hann svo ferlega til- gangslaus Að pallarnir utan á Lög- bergi verði fjarlægðir það em umhverfisspjöll sem J segja sex Smámyndunum eftir Eng- ilberts á barnum á Hótel Valhöll það besta á góðum bar Að jeppamenn slaki á í umferðinni þeir eiga hana ekki þótt bíl- amir séu karlmannlegir Friðrik Sophusson og Sig- ríður Dúna voru í klúbbi Listahátíðar um síðustu helgi, hann fékk sér bjór og hún létt- vín. Þar voru líka flestallir Sykurmolarnir, kvikmynda- gerðarmenn, valinkunnir lista- menn, fjölmiðlafólk úr yngri kantinum, sendiráðsstarfs- menn, fólk úr tískuheiminum, sem sagt „þekkt andlit" og „at- hyglisvert fólk“, eins og það heitir í Heimsmynd. Klúbbur- inn er því absolútt inni (ólíkt sjálfri Listahátíðinni sem er við það að vera úti) og verður það næstu tvær helgar, meðan honum endist líf. Þegar Júpít- ers, uppáhaldshljómsveit menningarvitans, treður þar upp lokakvöldið getur enginn látið sig vanta — vilji hann á annað borð teljast athyglis- verður. Eftir það taka smápí- umar aftur völdin á staðnum og yngstu og efnilegustu töf- farar bæjarins. Það ágæta fólk hefur verið hrakið á brott í bili... IÍUII Það er eitthvað rosalega kallalegt við laxveiðar. Ein- hver kallamórall sem einkennir laxveiðar og á sér dæmigerðan fulltrúa í Ingva Hrafni Jóns- syni. Þegar ungir menn fara að segja veiðisögur er eins og þeir verði kallar á augabragði, og þegar þeir íklæðast einkennis- búningi laxveiðimannsins — vöðlum og veiðihatti — um- myndast þeir í algjöra kalla. Líka konumar sem eru að „fá hanrí' í öflum stangveiðiþátt- um blaðanna. Þetta umberum við, þjóðin, en reyndar með ögn minni þolinmæði en lengstum. Okkur blöskrar verð á veiðileyfum, en á sama tíma finnst okkur mátulegt á þetta lið að borga hundrað þúsund á dag fyrir að dorga í einhverri ársprænu. Eftir allt eldisbrjál- æðið erum við búin að fá ógeð á laxi til manneldis og finnst hann hversdagslegri matur en soðin ýsa. Yfir okkur er dengt endalausum fréttum af því hvað laxveiðisumarið verði gott, en svo, þegar þeir enginn fær neitt, hugsum við með okk- ur: Gott á þá...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.