Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNÍ 1992 1 ‘VC’lsLCÍ'lAsC'ts DINNER Alli hárgreiöslumeistari Sinéad O’Connor því ég þyrfti ekki að ræða um hárgreiðslu við hana Baldur Öxdal Halldórsson kæmi með villibráð og sína rómuðu eftirrétti Júpíters til að spila fyrir mig, því það er ein skemmtileg- asta hljómsveit sem ég hef heyrt í lengi Iman til að auka aðeins á villi- bráðina Örn Árnason til að syngja fyrir mig, því hann er svo fjölhæfur og skemmtilegur Thor Vilhjálmsson til að fara með andlegu málefnin fyrir okkur Ómar Ragnarsson til að festa uppákomuna á filmu Alli vill helst hafa kvöld- verðinn í íslenskri náttúru eða á Mont Martre í París Nú sé ég eftir æskuvinunum. Nú veit ég að ég hefði átt að halda smásambandi við þá þótt þeir væru bölvaðir hænuhausar og létu eiginkonumar komast upp með að banna sér að fara á fyllerí annað slagið. Núna sitja helvítin nefnilega til skiptis hver heima hjá öðrum, þamba bjór og horfa á fótboltann í sjónvarpinu. Ég sit einn eftir, á ekki sjónvarp og varla fyrir bjór. Þetta sýnir manni að það er annað fólk sem skiptir máli í lífinu; vinirnir, ættingjamir og hin mannlegu samskipti. © Á Hressó síðastliðið föstudagskvöld. Nú á föstudaginn spila þar Todmobile. OUDÚREYDI- MÖRKINNI FJQR A HRE55Ó Það var mikið fjör í klúbbi Listahátíðar á Hressó föstudags- kvöldið síðastliðið (kannski meira fjör en hefur yfirleitt verið á Listahátíðinni sjálfri). Þetta kvöld lék þar Bogomil Font ásamt hljómsveit, það er Sig- tryggur Baldursson Sykurmoli og vinir hans. Públíkumið var óneitanlega dálítið annað en venjulega stundar Hressó, að meðaltali líklega svona tíu árum eldra; þama sáust nafntogaðir menningarvitar, listamenn, ráð- herra úr ríkisstjóm íslands og svo pabbi og mamma hans Sig- tryggs. Þau hafa líklega getað glaðst yfir því að heyra drenginn sinn spila tónlist sem brúar allt kynslóðabil, ekki bara hart nú- tímarokkið, heldur gamla slag- ara, sömbur og léttan dansdjass. Og klúbburinn starfar áfram núna um helgina, þrátt fyrir að Á laugardag hefst í Reykjavík óháð listahátíð sem haldin er undir yfirskriftinni „Loftárás á Seyðisljörð" og stendur til 28. júní. Á hátíðinni koma fram um það bil 500 listamenn úr öllum listgreinum sem nöínum tjáir að nefna. Hátíðin verður haldin út um allan bæ, en miðpunktur atburða verður þó í Héðinshúsinu vestast á Vesturgötunni. Þar verður dag- skrá alla dagana nema 22. og 23. júní. Nú á laugardaginn klukkan tvö hefst hátíðin og þá verða opnaðar sjö myndlistarsýningar í bænum; í Geysishúsinu, Djúp- inu, á 22, í Hlaðvarpanum, Gall- erí Bergsstöðum og á Kaffi Splitt. Uppákomur verða á öllum þessum stöðum í tengslum við opnun sýninganna. Rokktónleik- ar verða á laugardagskvöldið í Héðinshúsinu, kvikmyndasýn- ingar í MIR-salnum og áfram mætti lengi telja. Klukkan tvö á sunnudag verð- ur bamadagskrá í Héðinshúsinu. Þar verður leikritið um Dimma- ekki hafi viðrað fyrir gleði og glaum úti í Fógetagarðinum. Á ftmmnidagskvöldið spilar meðal annars Risaeðlan, en líka Þrí- homið, en það eru slagverks- meistaramir Áskell Másson, Guðmundur Steingrímsson og Steingrímur Guðmundsson. Á föstudagskvöldið leikur sú stór- vinsæla hljómsveit Todmobile, limm sýnt, brúðuleikhús verður og fleira. Aðgangur er ókeypis. Dagskráin er mjög viðamikil og fjölbreytt og víst að öllum ætti að takast að ftnna eitthvað við sitt hæfi. Þama verða gjöm- ingar, leikrit, upplestur, ljós- myndasýningar, kvikmyndasýn- ingar, tónleikar, danssýningar og guð veit hvað. Enginn af listamönnunum sem fram koma á hátíðinni þigg- en á laugardagskvöldið mæta blúsarar með hljóðfæri sín — meðal annarra Vinir Dóra, Chic- ago Beau og Pinetop Perkins. Af þeim sem ffarn koma á sunnu- dagskvöldið er svo helst að nefna KK og hljómsveit, Vasa- leikhúsið og Elísabetu Jökuls- dóttur, sem les upp. ur laun fyrir vinnu sína, en eitt helsta markmið listamannanna er að sýna ffam á nauðsyn þess að listafólk eignist sitt eigið fjöl- listahús. Aðgangur er ókeypis á marga viðburði en á aðra er verði mjög í hóf stillt. Gefinn hefur verið út veglegur bæklingur með dagskrá hátíðarinnar, sem dreift er ókeypis, og ætti fólk að kynna sér hann vel því margt forvitni- legt verður á ferðinni. Sjálfsagt hafa fáir heyrt talað um eyðimerkurhéraðið Kordof- an í vesturhluta Súdans — og sennilega er hægt að telja þá Is- lendinga á fingrum annarrar handar sem hafa komið til Sú- dans. En fárumst ekki yfir því. Þeir sem fylgjast ógurlega vel með í músíkheiminum ættu þó að kannast við Abdel Gadir Sal- im en hann er einmitt frá þessu héraði í Súdan. Og hann er að koma til íslands. Salim leikur á Oud, sem mun vera arabísk lúta, en orðið minn- ir einna helst á upphrópun í teiknimyndasögu! Tónlist hans er mótuð af þeirri tónlistarhefð sem ríkir í héraðinu, sem er und- ir sterkum arabískum áhrifum. Salim tekur þjóðlegar laglínur, mótar effir eigin höfði og útsetur fyrir nýstárlega hljóðfæraskipan; fiðlur, oud, bassa, saxófóna og slagverk. Með þessum bræðingi hefir Salim slegið í gegn í hinum arabíska menningarheimi. Hann vakti fyrst athygli á Vesturlöndum er hann og hljóm- sveit hans léku á tónleikum til styrktar bágstöddum í heiminum í London 1986. Hann var aftur í London 1988 og hljóðritaði þá plötu sem kom út í Evrópu og sló rækilega í gegn. Síðan hefur hann verið eftirsóttur til tónleika- halds í Evrópu og er nú á tveggja mánaða ferðalagi um álfuna. Nú á mánudaginn, 15. júní, verður Salim á sviðinu á Hótel Islandi og ætlar að spila sína óviðjafhan- legu tónlist fyrir Islendinga. Salim og oudið verða á Hótel íslandi með sína sérstæöu og heillandi tónlist. LOFTARAS PLATAN Deep Purple MADE IN JAPAN Nú í sumar eru liðin 20 ár frá því að gömlu brýnin í Deep Purple hljóðrituðu Made in Japan á hljómleika- ferðalagi þar eystra. Nú fæstplatan á diski og þrátt fyrir að efniö sé gamalt er hér á ferðinni ein besta hljómleikaup- taka fyrr og síðar. Hljómgæði upphaflegu upptökunnar spilla ekki fyrirheldur. Smoke on the Water, Highway Star, Child in Time og aðrir standardar hljóma sem aldrei fyrr og gítar- sóló Ritchie Blackmore, orgelsóló Jon Lord, trommusóló lan Paice að ógleymdum lista- söng lan Gillan gera þessa plötu aö einni helstu gersemi rokks- ins. Diskurinn fær 10 af 10. Þarna veröa leikin þrjú verk eftir Þork- el; Pálmasunnudagur fyrir kór, orgel og söngkonu, Hæra fyrir blásarakvin- tett og Usamo, sem er orgelkonsert. Eftir Misti verða flutt tvö verk; tríóið Þrenning og verk fyrir strengjasveit, sem ber ekki minni titil en Til heiðurs þeim er leita á vit þess ókunnuga. Há- teigskirkja lau. kl. 16. 0 Arnaldur Arnarsson hefur verið að læra á gítar frá blautu barnsbeini, hann hefurveriövið nám í Englandi og á Spáni, þar sem hann er nú búsettur. Arnaldur kemur heim til að halda tón- leika á Listahátíð og ætlar meðal ann- ars að frumflytja nýtt verk, Fjórar stemmningar eftir Jón Ásgeirsson. Og hann spilar líka verk eftir Fernando Sor, Bach og Manuel Ponce. Áskirkja sun. kl. 17. LEIKHÚS • Ertu svona kona? er danssýning sem Auður Bjarnadóttir ballettdansari færir upp á stóra sviöinu í Þjóðleikhús- inu í tilefni Listahátíðar. Það veröa flutt tvö verk og dansar Auður í þeim báö- um; hið fyrra er sólóverk sem heitir Þær gætu lifnað viö og fjallar um konu sem þarf að takast á við karlaveldið, en hið síðara, Andinn í rólunni, fjallar um æsku og elli, tíma og tóm, kyrrsetu og ferðalag. Þaö flytur Auður ásamt Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Þjóö- leikhúsið sun. kl. 17. • Mín káta angist. Blönduð dagskrá heitir það víst, vestur i Héðinshúsi, í til- efni óháðrar listahátíðar. Þar ætlar Dofri Hermannsson af flytja leikgerð, kafla úr Mín káta angist eftir Guðmund Andra Thorsson. Eggert A. Kaaber flytur sögukafla eftir Þórberg, Þegar ég varö óléttur. Þarna koma líka fram ungir rithöfundar, sumir efnilegir, aðrir ekki, við getum nefnt Guðmund Andra, Einar Má, Kristínu Ómarsdótt- ur, Margréti Lóu, Þorstein J. Vilhjálms- son, Ara Gísla Bragason og Melkorku Ólafsdóttur. Héðinshúsið sun. kl. 20. MYNDLIST • Loftárás á Seyðisfjörð. ívar Krist- jánsson, Gunnar Þór Víglundsson, Samson, Viktor Guðmundur Cilia, Að- alheiður Jóhannesdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Haukur Halldórsson, Frans Kristinsson, Hjördís Marta Inga- dóttir, Sigurjón Ragnar, Þórir Viðar, Þór Stiefel, Hafdís Helgadóttir, Ása Hauksdóttir. Ofantalin eru kannski ekki frægustu myndlistarmenn á (s- landi, en öll eiga þau verk á sýningum sem tengjast óháðu listahátíðinni með yfirskriftinni sem enginn skilur. Sýning- amar eru til dæmis í Djúpinu, á Tutt- ugu og tveimur, í Geysishúsinu, Hlað- varpanum, Gallerí Ingólfsstræti, Gall- erí Bergsstöðum og á Kaffi Splitt. FÓTBOLTINN • Valur-Fram. Þetta hlýtur að teljast stórleikur fjórðu umferðar íslands- mótsins, þótt að vísu séu leikir þess- ara liða oft hundleiðinlegir og litið skor- að af mörkum. Þessi leikur er raunar ekki fyrr en á þriðjudag, en áöur verð- ur komiö í Ijós hvort Þórsarar halda toppsæti deildarinnar. Þeir leika við Eyjamenn á laugardag, í Eyjum, á Ak- ureyri keppa KA og KR, líka á laugar- 1 2 3 4 1 7 8 9 10 ■ " ,2 ■ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 3^^ 39 40 41 42 43 44 45 1 46 47 ■ 48 49 ■ 50 51 ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT1 lokka 6 flennum 11 brall 12 klæði 13 stærstar 15 áfalls 17 fugl 18 haglendis 20 ellegar 21 topp 23 dá 24 kjötbitar 25 ham- ingjusöm 27 seytli 28 varanleg 29 köggull 32 slór 36 beljaka 37 burt 39 planta 40 okkur 41 gulls 43 flökta 44 fæði 46 miskunnarlausan 48 hásu 49 gimbur 50 hlutaðeigendur 51 hindrar LÓÐRÉTT 1 rauðaldin 2 dynsins 3 op 4 geð 5 sáðlönd 6 hirð 7 gripdeildir 8 þjálfa 9 tutl 10 hemaði 14 flakk 16 stétt 19 her- maður 22 póstum 24 mergð 26 tíndi 27 mild 29 glósa 30 þefa 31 dvergur 33 ótti 34 konunafn 35 terrar 37 áar 39 svipað 41 lappa 42 flýg 45 pinni 47 áköf

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.