Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNÍ 1992 41 ♦ ♦ FULLTAF FROKKUM Listamenn frá Frakklandi setja mikinn svip á Listahátíð núna um helgina. Svokallað Théatre de l’Unité kemur hingað með tvær sýningar. Önnur er fyr- ir fáa útvalda, þá áttatíu sem ná sér í miða á Súkkulaði-Mozart, sem er eins konar kaffiboð með Mozart og einhverjum samtífna- manna hans. Á laugardaginn bregður leikflokkurinn sér svo út á götu, gengur fylktu liði niður Bankastræti, Austurstrætið og að Tjöminni. Allt er það hluti af leiksýningu sem kallast Brúð- kaupið. í Borgarleikhúsinu er svo fyrri sýning dansflokks Maguy Marin á sunnudagskvöldið. Sú ber yfír- skriftina May B og byggist á skrifum Samuels Beckett. Síðari sýning Maguy Marin er svo á þriðjudagskvöldið. Cortex heitir hún og mun vera nýjasta verkið úr smiðju þessa nafntogaða danshöfundar. Kuran Swing í öllu sínu veldi. PINULITIO CAMALDACS OC RAFMAONS- LAUST „Við spilum dálítið gamal- dags músík, í anda áranna 1940 til 1955, og við höldum þeim stfl einnig í frumsömdu lögunum," segir Björn Thoroddsen, gítar- leikari og einn meðlima hljóm- sveitarinnar Kuran Swing. Kuran Swing er án efa ein sér- stæðasta hljómsveit landsins, þótt ekki væri nema fyrir þá stað- reynd að sveitin brúkar engin rafmagnshljóðfæri við spilerí sitt, heldur notast þeir félagar við kassagítara, kontrabassa, fiðlur, mandólín, banjó og fleira þess háttar. Hljómsveitina skipa, auk Bjöms, þeir Olafur Þórðarson, Þórður Högnason, Magnús Ein- arsson og Szymon Kuran. Nú í júm' er væntanlegur á markaðinn geisladiskur með lögum eftir hljómsveitarmeðlimi og einnig gömlum lögum eftir Jón Múla Arnason, Sigfús Halldórsson og Hallhjörgu Bjarnadóttur. Bjöm segir að þeim hafi verið mjög vel tekið á tónleikum og er bjartsýnn á að diskinum verði ekki síður vel tekið. Enda ekki ástæða til að ætla annað, þar sem tónlistin er mjög áheyrileg og víst að þeir sem em þreyttir á sí- byljunni og vilja hlusta á eitt- hvað nýtt og skemmtilegt taka Kuran Swing fagnandi. Á sunnudaginn ætla þeir fé- lagar að skemmta gestum Fóget- ans eins og þeim einum er lagið. Forvitnilegt. Théatre de i’Unité: Brúðkaup í Bankastrætinu. BÍÓPOPP Næstkomandi þriðjudag er 16. júní. Samkvæmt hefðinni verða tónleikar í Laugardalshöll- inni þennan ágæta dag. Að þessu sinni verða það þó ekki erlend poppa í höllinni heldur innlend. Kvikmyndafyrirtækið Art Film ætlar nefnilega að taka upp bíó í storstirni sumar og í því bíói þarf að poppa á íslensku og því datt þeim það snjallræði í hug að halda veglega tónleika í samvinnu við Listahá- tíð, taka herlegheitin upp og gera bíó úr öllu saman. Þetta hefur ýmsa kosti í för með sér fyrir okkur; miðinn kostar ekki nema skitinn þúsundkall og öllum gefst tækifæri til að verða ódauðlegir í bíómynd. Það er því kannski vissara að fara varlega í búsið svo fólk eigi ekki á hættu að verða sér til skammar frammi fyrir álþjóð á hvíta tjaldinu. En. Þarna ætla að poppa hljómsveitimar Síðan skein sól, Ný- dönsk, Sálin hans Jóns míns, Todmobile, Bubbi Morthens og kannski fleiri. Mikið gott. BIOIN SPOTSWOOD LAUGARÁSBÍÓI Sjálfsagt er óhætt að segja að þessi mynd sé heföbundin bresk raunsæismynd með góðum húmor. Þær eru að minnsta kosti orðnar nokkuð margar síöan Local Hero var frumsýnd. Og Spotswood er ekki versti fulltrúi þessara mynda. Síður en svo. GRAND CANYON BÍÓBORGINNI Ágæt mynd fyrir þá sem geta þolað sjálfbirgingslega fullvissu amerískra millistéttar-vinstrimanna um ágæti eigin skoöana. Þótt öllum sé Ijóst aö nútíminn er trunta eru ekki allir tilbúnir aö kaupa niöursoðnar skyndi-analýsur þessa hóps. Þeir sem ekki geta það eiga sjálfsagt bágt með að sitja undir myndinni. ★★ dag; á sunnudag Breiðablik og lA í Kópavogi og Víkingur og FH í Stjömu- gróf. Við spáum því að allir plokki stig af öllum, línur skýrist ekkert í þessari umferð. MÁLÞING • Halldórsstefna. Miklir gáfumenn koma saman til að skeggræða verk Nóbelskáldsins, taka til við umræðuna í Háskólabíói á föstudagskvöldiö og tala mestalla helgina. Af útlendingum sem þarna leggja orð í belg má nefna Régis Boyer frá Frakklandi, Rory MacTurk frá Englandi, Hubert Seelow frá Þýskalandi og sjálfan Peter Hall- berg frá Svíþjóð. Það troða líka upp Is- lendingar, til dæmis Árni Bergmann, Steinunn Sigurðardóttir, Halidór E. Laxness og Helga Kress. ÓKEYPIS • Friðrik Þór Friöriksson. Á óháðri listahátið verður rakinn ferill Friðriks Þórs og myndimar hans sýndar í MlR- salnum við Vatnsstíg. Þar gefst manni færi á að sjá (ókeypis) Rokk i Reykja- vík, Hringinn og Brennunjálssögu á laugardag, Kúreka norðursins og Skytturnar á sunnudag, en á mánu- dag Eldsmiðinn og sjónvarpsmyndim- ar Englakroppa og Flugþrá. Var maö- ur ekki alveg búinn að gleyma þeim kafla í ferli Friðriks? • Þaö rignir og tekur því varla að fara í bíltúr, líklega alveg eins gott að fara með börnin eftir nádegi á sunnudag, þegar allir eru aö farast úr eirðarleysi, vestur í Héöinshús. Þar verður dag- skrá fyrir börn: Leikfélagið Augnablik sýnir sérdeilis hugljúfa útgáfu af Dimmalimm, það verður líka brúöu- leikhús og Friðrik Erlingsson les úr verðlaunabók sinni Benjamín Dúfu. Héöinshúsið sun. kl. 14. SJÓNVARP • Hugvitsmenn. Tómas Edison var ekki mannvinur, heldur einrænn ná- ungi, hálfgerð skepna, sem kom fram við samstarfsmenn sína af mestu grimmd (annað var maður látinn lesa í Æskunni í eina tíðl). í þessari banda- rísku heimildamynd verður fjallað um hann, en líka manninn sem þróaði hljómboröstækni nútímamúsíkanta og manninn sem fann upp leysigeisla- tæknina. Sjónvarpið fim. kt. 20.35. • John Lennon. Árið 1972 var Lenn- on að spila með hljómsveit sem hét El- ephant’s Memory, hann var ógnar pól- itískur, söng um Angelu Davis, kúgun kvenna, framgöngu Englendinga á Noröur- Irlandi, hvers kyns óréttlæti hvarvetna. Sumum fannst hann frekar leiðinlegur á þessum árum, en svona var hann, þessi eirðarlausa sál — sí- fellt að finna sér ný viðfangsefni sem hann varð svo fyrstur manna til aö fá leið á. Þetta ár hélt hann fræga tón- leika í Madison Square Garden i New York—það er sjálfsagt að horfa, enda kom þessi höfuðsmiður poppsins alltof sjaldan fram á sviði, varla eftir að Bítl- arnir hættu að halda tónleika 1966. Sjónvarpið lös. kl. 23.25. • Frakkland-England. Einn af stór- VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 Harley Davidsort and the Marlboro Man 2 FX 2 3 The Fisher King 4 Switch 5 Regarding Henry 6 Not without my Daughter 7 Ricochet 8 Memories of Midnight 9 Doc Hollywood 10 Mortal Thoughts leikjunum í nýbyrjaöri Evrópukeppni í fótbolta. Frakkareru með sérdeilis létt- leikandi og skemmtilegt lið sem hefur verið fádæma sigursælt síðustu ár undir stjórn fótboltasnillingsins Michels Platini. Englendingar leika ekki eins áferðarfallega knattspyrnu, en eru harðsnúnir. Englendingar og Frakkar hafa átt í stríöum síðan snemma á miðöldum; þaö hafa lika Svíar og Dan- ir sem leika síðar um daginn. Sjón- varpið sun. kl. 15. • Falklandseyjastríöiö. Fyrsti þáttur af fjórum í röð heimildamynda sem fjalla um eitthvert fáránlegasta stríð seinni tíma, þegar stjóm hershöfðingj- anna í Argentínu lagði undir sig þetta sker þar sem búa álíka margir og i Hveragerði. En Margrét Thatcher ætl- aði ekki að láta vaða yfir sig, sendi óvígan her á vettvang, og var aldrei, fyrr eða síðar, vinsælli meðal þjóðar sinnar. Stöð 2 sun. kl. 18. LÍKA í BÍÓ • BtÓBORGIN Grand Canypn** Hönd- in sem vöggunni ruggar"* í klóm arn- arins" Leitin mikla" • BÍÓHÖLLIN Ósýnilegi maðurinn" Skellum skuldinni á vikapiltinn" Út í bláinn* Víghöfði"" Leitin mikla** Hug- arbrellur* • HÁSKÓLABÍÓ Myrkfælni* Lukku- BÓKIN JEREMY PAXMAN FRIENDS IN HIGH PLACES Nú þegar búið er að skrifa bók um ísienska kolkrabbann er ekki nema eðlilegt að gripið sé aðeins ofan i þann breska. Bretar eru jú mun þróaðri i kol- krabbafræðum en Is- lendingar, enda með stærri, eldri og rikari kolkrabba. Þetta erbók um þá sem stjórna i raun og veru fyrirþá sem vilja stjórna i raun og veru. Fær 8 af 10 í flókna flokknum. Láki" Kona slátrarans" Refskák" Steiktir grænir tómatar"* • LAUGARÁSBÍÓ Spottswood*" Fólkið undir stiganum* Mitt eigið Ida- ho"" • REGNBOGINN Ógnareöli" Lost- æti***» |-|r 0g ^ Bridge*" Freejack* Kolstakkur**** Léttlynda Rósa*** Homo Faber**" • STJÖRNUBÍÓ Óður til hafsins"* Hook" Strákarnir í hverfinu" Börn náttúrunnar*"" SÖGUBÍÓ Grunaður um sekt*** Mambo-kóngarnir* ... fær filippeyski fánaber- inn sem ætlaði að reka Aquino forseta ígegn með íslettska fánanum. Imyndið ykkur landkymtinguna ef honum hefði tekist ætlun- arverk sitt. VISSIRÞÚ ... að 1,7 milljarða tap Sambandsins og dótturfyrir- tækja þess á síðasta ári jafn- gildir því að á hverjum degi hafí tapast 4 milljónir og 657 þúsund krónur? Ef gert er ráð fyrir að Sambandsmenn vinni aðeins fimm daga vikunnar eins og flestir aðrir hafa þeir tapað um 6 milljónum og 800 þúsund krónum á hverjum vinnudegi. Það eru 850 þús- und krónur á klukkutíma eða um 14.167 krónur á mínútu. Og tap Sambandsins jafngildir jafnframt um 236 krónum á hverri sekúndu. ... að ef 1,7 milljarða tap Sambandsins væri notað til að kaupa íbúðir fyrir dygði það til kaupa á um 212 nýlegum tveggja herbergja íbúðum? ... að ef 1,7 milljarða tapi Sambandsins væri skipt í eitt hundrað króna seðla og þeim staflað upp næði staflinn um 850 metra upp í loftið? ... að ef 1,7 milljarða tapi Sambandsins á síðasta ári væri skipt jafnt á milli allra lands- manna fengi hver um sig 6.538 krónur í sinn hlut? Fjögurra manna fjölskylda fengi þannig 26.154 krónur. FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAQA VIKUNNAR PÓNTUNARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Qrtntásvtgi 10 - þjónar þér allan aólarhringlnn

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.