Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 42
23. TÖLUBLAÐ. 3. ARGANGUR HAFA SKAL ÞAÐ ER BETUR HLIÓMAR 'IMMTUDAGURINN 11. JUNI Stefán Baldursson skipstjóri HEFUR FUNDIÐ TENGSL MILLI NÝ- Vesttirsk hryö|uverkasamtok RÆNDU ÁRNA JOHNSEN OG KREFJAST ÞESS KVÓTAKERFIÐ AFNUMIÐ að sætta sig við Árna og kvótann, Vestfjörðum og veröi sleppt Arin sem Hemmi var með íþróttaþáttinn og svo síöustu ár þegar hann hefur verið „á tali“ eru verstu ár þorsksins á þessari öld, - segir Stefán Baldursson. ÞINGMENN TAKA UPP ÞJÓNUSTU- GJÖLD Munu innheimta gjöld af þeim sem hafa hag af at- kvæða- greiðslum í þinginu Samkvæmt bráðabirgðaáætlun er gert ráð fyrir að hvert atkvæði þingmanns kosti um 150 þús- und krónur. Öruggur meirihluti fyrir málum fæst þvl á um 4,8 milljónir. LIÐUNAR ÞORSKS- INS OG SJÓN- VARPSÞÁTTA HEMMA GUNN Nýliðun þorskstofnsins mest þegar Hemmi er ekki í sjónvarpinu „sambandið ER EFNA- HAGSLEGT GEREYÐING- ARVOPN“ Segir Boutros Boutros- Ghali, en Sameinuðu þjóðirnar hyggjast kaupa Sambandið og nota það til að brjóta niður efnahag Serbíu og Svartfjallalands New York, 10. júní. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á aukafundi í gær að falast eftir kaupum á Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga til að nota í efna- hagsstríði sínu gegn Serbíu og Svartljallalandi. „Með því að koma Samband- inu fyrir einhvers staðar í Serbíu ætti efnahagur ríkisins að koðna niður innan tíðar. Þetta er mun áhrifaríkara vopn en til dæmis bann á olíuviðskipti eða önnur þekkt meðul. Sambandið er efhahagslegt gereyðingarvopn,“ Veröa aðalskrifstofur Sanv bandsins við Kirkjusand fluttar til Serbíu? segir Boutros Boutros-Ghali, að- alritari Sameinuðu þjóðanna og upphafsmaður tillögunnar um kaug á fyrirtækinu. „Eg var að fá fréttir af þessu og hef því ekki getað tekið af- stöðu til þessa tilboðs frá Sam- einuðu þjóðunum," sagði Guð- jón B. Olafsson, forstjóri Sam- bandsins. „En ég verð að segja að það væri mikill léttir að sjá á eftir Sambandinu eitthvert út í heim,“ bætti hann við. Landssamband íslenskra útvegsmanna Reykjavík, 11. júní. I gær komst upp um ráða- gerðir stjórnar Landssam- bands íslenskra útvegsmanna um að standa fyrir stórkost- legu svindli á íslandsmiðum til að blekkja sérfræðinga Haf- rannsóknastofnunar í þeirri Reykjavík, 11. júní. „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða ein- hvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíð- in hafí gert neitt fyrir okkur. Tii hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um 600 þúsund tonna hámarksafla á þorski fyrir næsta ár. Þessar tillögur Þorsteins eru fjórum sinnum hærri en tillögur fiskifræðinga, sem lögðu til 150 þúsund tonna hámarksafla. von að þeir mæltu með hærri hámarksafla næsta ár en efni standa til. Glöggur hafnarverkamaður í Reykjavík tók eftir því að í um 340 gámum sem stflaðir voru á LIU voru ógrynnin öll af gervi- þorski úr plasti. „Veistu, ég er orðinn dauð- þreyttur á þessari helvítis væmni gagnvart framtíðinni," sagði Þorsteinn, aðspurður um hvort ekki væri óvarlegt að fara jafh- mikið framúr tillögum fiskifræð- inga og raun ber vitni. „Til hvers ættum við að lifa við sult og seyru bara til að eitt- hvert fólk geti haft það flott ein- hvem tímann í framtíðinni? Hvað hefur þetta fólk gert fyrir okkur? Ekki neitt. Akkúrat ekki neitt. Hvers vegna í ósköpunum ættum við því að gera eitthvað fyrir það? Ég spyr.“ Ætlaði Kristján Ragnarsson að blekkja Hafrannsókna- stofnun? „Ég var bara rétt að kfkja í gámana til að athuga hvað væri í þeim. Ég ætlaði ekki að stela neinu eða neitt svoleiðis. Það eina sem ég sá var þessi þorskur. Mér fannst strax skrítið að verið væri að flytja hann úl landsins. Vanalega er þessi fískur fluttur út, skilurðu," sagði Hafþór Ragnarsson hafnarverkamaður í samtali við GULU PRESS- UNA. Fljótlega kvisaðist tilvist þorsksins út og barst síðan til eyma sérfræðinga Hafrann- sóknastofnunar. „Við hefðum getað látist blekkjast ef þessi þorskur hefði komið fram í mælingum okkar. En við látum ekki blekkjast af honum þar sem hann er í Sunda- höfn í vörslu tollstjóraembættis- ins í Reykjavík," sagði Jakob Magnússon, starfandi forstjóri Hafiannsóknastofhunar. „Það stóð afdrei tif að dreifa þorskinum á miðin. Við ætluð- um að nota hann til æfinga fyrir skipstjóra," var það eina sem Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIÚ, vildi segja um málið. Þorsteinn Pálsson leggur til 600 þúsund tonna þorskkvóta „HVERN DJÖFULINN HEFUR FRAMTÍÐIN GERT FYRIR OKKUR?“ Sagði ráðherrann og vildi lítið gefa fyrir verndunar- sjónarmið HUGÐIST DREIFA GERVIÞORSKI UM MIÐIN Ætlaði með því að rugla niðurstöður Hafrannsókna- stofnunar í von um stærri kvóta næsta ár Umboðsmaður hans hérlendis ætlaði að spara sér leigu á flygli Reykjavík, 11. júní. „Mér datt aldrei í hug að það kæmi til þess að maðurinn hætti við að koma. Mér fannst einfaldlega út i hött að láta undan þessum kröfum um að leigja einhvern rándýran flyg- il. Maðurinn getur ekki einu sinni séð hann. Ég sá því enga ástæðu til að verða við svona dillum,“ sagði Finnur Tryggvason umboðsmaður, en hann hugðist standa fyrir tón- leikum með Stevie Wonder hér á landi í sumar. Þegar framkvæmdastjóri Wonders komst að því að Finnur hefði ekki orðið við kröfum um leigu á sérstökum flygli sendi hann Finni bréf og afboðaði komu tónlistaimannsins. ,Mér er svo sem sama. Þótt fólk segði mér að búast mætti við mikilli aðsókn trúði ég því aldrei. En ég ætla ekki að leggja árar í bát. Ég ætla að fá hingað til lands einhvem píanóleikara sem í það minnsta getur séð píanóið,11 sagði Finnur. Bj----------------------- COMBhCAIVlP COMBI CAMP er traustur og gódur félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á fjöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. U COIN/IBhCAIVIP COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfarirl ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og til afgreiðslu strax. TITANhf y TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.