Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 ÁMUNDI ÁMUNDASON. Á hann aödáanda sem sem greiðir hon- um alltaf atkvæöi? GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR. Kvennalistakon- ur misstu ráöstefnu út úr höndunum á sér. AMUNDI FEKK ATKVÆÐI Athygli vakti á flokksþingi Alþýðuflokksins að Ámundi Ámundason, framkvæmda- stjóri Alþýðublaðsins og fyrrum ráðherrarótari, fékk eitt atkvæði í formannskjöri. Það hefur hann reyndar líka fengið á undanföm- um flokksþingum. Víst þykir hins vegar að Amundi greiðir sjálfum sér ekki atkvæðið, að minnsta kosti ekki að þessu sinni, því hann mun lít- ið hafa setið þingið og alls ekki þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Það er því ljóst að Ámundi á einhvem aðdáanda í flokknum sem vill gera hann og engan ann- an að formanni. Því má svo bæta við að annar maður fékk stuðning þar sem hann átti kannski síst von á. Það var Glúmur Baldvinsson, há- skólanemi og sonur Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Glúmur fékk fáein atkvæði í kjöri for- manns framkvæmdastjómar. RÁÐSTEFNA GEKK KONUM ÚR GREIPUM í fyrra stóð til að halda mikla kvennaráðstefnu á íslandi, að frumkvæði þeirrar frægu kvennabaráttukonu Betty Fri- edan sem hingað kom í heim- sókn fyrir nokkrum ámm. Kvennalistakonur beittu sér mjög við undirbúning ráðstefn- unnar og var Guðrún Agnars- dóttir, fyirum þingkona, fram- kvæmdastjóri undirbúnings- nefndar. Svo kom babb í bátinn; það fengust ekki nógu miklir peningar, það heyrðust gagnrýn- israddir um að hinum einfaldari framkvæmdaþáttum — eins og til dæmis að kanna með bókanir í flug og á hótel — hefði ekki verið sinnt nægilega vel, en þeim mun meira talað af mikilli hug- sjón. Lyktimar urðu þær að ráð- stefnan var ekki haldin hér og verður ekki, heldur var hún færð til írlands og fer þar fram 9. til 14. júlí í sumar undir yfirskrift- inni „New Visions of Leaders- hip“. Er búist við um 400 þátt- takendum. Ljóst er að þar hafa íslenskar kvenfrelsisbaráttukon- ur misst spón úr aski sínum. Ein- hvem þátt eiga þó íslenskar kon- ur enn í ráðstefnunni, því Vigdís Finnbogadóttir er annar vemd- ari hennar, ásamt stöllu sinni og kollega, Mary Robinson ír- landsforseta. FJANDAFRIÐUR STÓRKAUPMANNA Kannski hefur tekist að ein- hverju leyti að berja í brestina sem mynduðust hjá stórkaup- mönnum í vetur þegar sem mest gekk á í baráttu þeirra við Versl- unarráðið. Meðal þeirra sem þá gerðu uppreisn gegn formanni Félags íslenskra stórkaupmanna, Birgi Rafni Jónssyni, vom Jón Sigurðarson í íslenskum sjávar- afurðum og Ævar Guðmunds- son í Seifi hf. Eitthvað virðist uppreisnarandinn hafa dalað hjá þeim félögum. Að minnsta kosti ákváðu þeir nýlega að halda áfram sem fulltrúar stórkaup- manna f tveimur mikilvægum stjómum, Jón í stjóm Vottunar hf. og Ævar í framkvæmdastjóm Vinnuveitendasambandsins. Þetta er að líkindum táknrænt fyrir að nú sér fyrir endann á hörðum og býsna persónulegum átökum meðal verslunarmanna. NÓG AÐ DEILA UM HJÁ KVIKMYNDA- GERÐARMÖNNUM Það dregur enn og aftur til tíð- inda í heimi kvikmyndagerða- F Y R s T F R E M S T Það eiga mörg íslensk tryllitæki eftir að blikna son, ritari en hann þjónar jafn- framt sem gjaldkeri. við hliðina á Stórfæti þeg- ar hann kemur til landsins síðar í vikunni frá Færeyjum. Stórfótur er banda- rískur að uppruna, tryllitæki sem á uppruna að rekja til miðvesturríkja Banda- ríkjanna og hefur ferðast um heiminn siðustu tíu ár og sýnt listir sínar. Það er áttunda kynslóðin af Stórfæti sem kemur hingað til landsins með The Inter- national Thríll Show. Hann hefur 540 snúninga Ford-vél og dekkin eru af stærðinni 165x108x62. Enginn smákroppur það. Stórfótur er að sjálfsögðu hápunktur sýningar The International Thríll Show, þótt hópurinn sé einn- ig þekktur fyrir lagni sína við að aka fjórhjólaökutækjum á tveimur hjólum. Til dæmis er einn áhættuleikaranna í James Bond-myndinni Diamonds are Forever úr þessum hópi. manna og að þessu sinni hjá framleiðendum. Nýlega var haldinn aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleið- enda og kom þar til umræðu inn- taka nýrra félaga. Reglur sam- bandsins segja til um að fullgild- ur meðlimur þurfi að hafa fram- leitt minnst eina leikna kvik- mynd í fullri lengd, en jafhffamt þurfa þeir sem óska inngöngu að greiða sérstakt inntökugjald sem ekki er í lægri kantinum. Gjald þetta mun vera 200 þúsund krónur en félagið mun ekki vera á flæðiskeri statt fjárhagslega og fæstir sjá nauðsyn jress að hafa gjaldið svo hátt. Ásdís Thoroddsen sótti um inngöngu nú í ár, en umsókn hennar var hafnað af meirihluta stjómar á þeim forsendum að hún gat ekki reitt fram umrædda upphæð. Þrátt fyrir það skilar mynd hennar, Ingaló, inn gjöld- um til sambandsins. Það virðist mörgum innan geirans að verið sé að mismuna fólki og að treginn við að hleypa nýjum meðlimum inn tengist flokkadráttum meðal kvik- myndagerðarmanna og stafí af því að ákveðinn hópur vilji ekki missa meirihluta í sambandinu, en það hefur meðal annars rétt til að tilnefna fulltrúa í stjóm Kvik- myndasjóðs sem lengstum hefur verið Hrafn Gunnlaugsson. Það er einnig álit manna að þeg- ar félagsleg samstaða er ekki meira en þetta sé það varla til að auka veg og virðingu kvik- myndagerðar út á við. í stjóm Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sitja til tveggja ára Hrafn Gunnlaugs- son, formaður, Snorri Þórisson, varaformaður, og Ari Kristins- DÍANA LÍKA Á ÍSLENSKU í dag kom út í Bretlandi ein- hver umtalaðasta bók síðari tíma, bók sem var orðin heims- ffæg áður en hún var einu sinni komin í hendur lesenda. Það munu hafa verið biðraðir, en færri fengu eintak en vildu, því mikið var búið að selja af bók- inni í forsölu. Þetta er náttúrlega Diana — Her True Slory eftir Andrew Mortení blaðinu The Sunday Times hafa birst kaflar úr bók- inni þar sem er sagt frá hjóna- bandsógæfu Díönu Spencer prinsessu, þunglyndi og sjálfs- vígstilraunum. Sagt hefur verið að Díana hafi verið með í ráðum við samningu bókarinnar, en áhugi á henni virðist ekki hafa minnkað að marki þótt komið hafi í ljós að Morten hafi ekki átt samtöl við Díönu. Þeir fjölmörgu íslendingar sem hafa áhuga á kóngafólki þurfa varla að bíða lengi eftir bókinni, því nú hefur Almenna bókafélagið tryggt sér útgáfu- réttinn að henni. Hún verður þýdd í snatri og er stefnt að því að hún komi út eftir svona mán- uð. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR. Fyrst engin veröur kvennaráöstefnan hér verndar hún ráðstefnu á írlandi. BIRGIR RAFN JÓNSSON. Er uppreisnin gegn honum aö fjara úr? JÓN SIGURÐARSON. Tilbúinn aö sættast viö Birgi? ÁSDÍS THORODDSEN. Átti ekki 200 þúsund krónurtil aö borga félagsgjöld. HRAFN GUNNLAUGSSON. FormaöurSambands kvikmyndaframleiöenda, sem fyrr. DÍANA SPENC- ER. Bókin um hana kemur líka út á íslensku. Heldurðu að Jón Bald- vin hafi kosið þig, Ámundi? „Nei, það var Bjami Pétur Magnússon.“ Ámundi Ámundason er fram- kvæmdastjóri Alþýöuflokksins. Hann fékk eitt atkvæði í kosningum til formanns flokksins á flokksþing- inu um síðustu helgi. L í T I L R Æ Ð I af sparnaöarh ugmynd Mér skilst að geðveikir af- brotamenn hafi verið á vergangi á íslandi alltof lengi. Þetta er þeim mun undarlegra þegar haft er í huga að geðveikir afbrotamenn virðast aðeins ör- fáir á íslandi, en aðgerðir heil- brigðismálaráðuneytisins til að skjóta skjólshúsi yfir þessa ógæfumenn hljóta að miðast við þann fjölda sjúklinga sem þarfnast hælisvistar. Nú er semsagt verið að inn- rétta á Sogni fyrir „5-10“ geð- veika afbrotamenn og gefur ótvírætt til kynna að „5-10“ sé sá fjöldi sem á við þennan vissa krankleika að stríða á íslandi. Það hefur bara ekki fengist á hreint hvort geðveikir afbrota- menn á biðlista séu fimm eða tíu. Kannski eru þeir bara ein- faldlega sjö og hálfur. En á dögum spamaðar og samdráttar í heilbrigðisgeiran- um virðist manni þó skipta tals- verðu máli hvað þessir sjúkling- ar eru margir því nú er verið að innrétta Sogn í Ölfusi með milliveggjum úr skotheldu gleri sem kosta fimmtíu milljónir og þyrfti kannski að vera á hreinu hvað glerbúrin eiga að vera mörg svo hægt sé að svara eftir- spum um sjúkrarými og þurrka biðlistann út. Samkvæmt ummælum heil- brigðisráðherra í Morgunblað- inu 24.7.1991 er talið að árlegur rekstrarkosmaður við Sogn verði um 150 milljónir og því talið fullvíst að þegar Sogn kemst í gagnið verði það ekki rekið íyrir minna en 200 millj- ónir. Það er semsagt ljóst að hér er það stórhugur sem ræður ferð- inni en ekki spamaðaráform. Svo málið sé nú einfaldað ögn kostar það 20 til 40 milljón- ir á ári að hýsa hvem geðveikan afbrotamann, en fer eftir því hvort tala þessara forgangssjúk- linga á íslandi er fímm eða tíu. Umsvifin á Sogni eiga sér stað þegar spamaðarherferð heilbrigðismálaráðherra er í há- marki og markmiðið er að spam 30 milljónir á mánuði til ára- móta svo Ijóst er að til þess að hægt sé að hýsa geðveika af- brotamenn á mannsæmandi hátt verður að lengja biðraðir ann- arra sem eiga líf sitt undir því að FLOSI ÓLAFSSON komast í aðgerð eða á spítala. Og vert að benda á að ef beð- ið heföi verið með glerskilrúm- in á Sogni hefði mátt, fýrir and- virði þeirra, þurrka út langan biðlista þeirra sem bíða eftir hjartaaðgerð. Margur hyggur að í sjúkra- húsmálum á Islandi jaðri við neyðarástand. En þegar neyðin er stærst þá erhjálpinnæsL Frá því er skýrt í Morgun- blaðinu 10. júm' síðastliðinn að í vetur hafi yfirmaður í borðsal mötuneytis Borgarspítalans varpað fram spánnýnri spamað- arhugmynd við starfsmannaráð- ið. Og nú mun hagræðingardeild heilbrigðismálaráðuneytisins hafa tekið þessa aðferð í gagnið. Spamaðarhugmyndin er fólgin í því að hætta að láta mjólk standa á borðum mötu- neytisins en stilla henni þess í stað upp við hliðina á kaffí- könnunni. Helst er að skilja á frétt Morgunblaðsins að við það að mjólkin er færð að kaffikönn- unni gerist þess ekki lengur þörf að hella henni niður að aflokn- um málsverði. Við þetta sparast umtalsverð- ir fjármunir og ætti að geta komið Sighvati vel svo hægt sé að hraða því forgangsverkefni að setja skothelda glerveggi umhverfis sjúklingana á Sogni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.