Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17. JÚNÍ 1992 9 Alli Rilts BAIIBFALSAflA 0G0NY1A VI1AUPI í SKOLH Þegar eigendur Allrahanda hf. rukkuðu Albert Rútsson um 1,5 milljóna króna skuld bauð hann fyrst ógilda málamyndavíxla frá dæmdum íslenskum fjársvikara á Englandi og síðan falsaða víxla. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú til rannsóknar kæru Allrahanda hf. á hendur Alberti Rútssyni í Bflasölu Alla Rúts, en hann er þar sakaður um Qárdratt og fleiri brot. Er Albert sakaður um að hafa dregið sér 1,5 millj- ónir króna og auk þess hagnýtt í eigin þágu sem svarar 1,4 millj- ónum króna í þýskum mörkum vegna ábyrgða Állrahanda í við- skiptum við þýska fyrirtækið Alga. I kærunni kemur fram að Albert hafi slegið úr og í varð- andi skuld sína við Allrahanda, en boðið fram sem greiðslu ann- ars vegar ónýta og ógilda mála- myndavíxla frá dæmdum ís- lenskum afbrotamanni — sem nú forðast afplánun tveggja ára dóms með vem sinni á Englandi — en hins vegar víxla þar sem greiðandi er tiltekinn Veitinga- húsið Höfðatúni 2 hf., en eig- andi fyrirtækisins segir þessa vfxla falsaða. 40 ÞÚSUND MÖRKINN Á REIKNING BÍLASÖLU ALLA RÚTS Albert tók að sér að hafa milligöngu íyrir Allrahanda við kaup hinna síðamefndu á bif- reiðum og varahlutum af fyrir- tækinu Alga í Þýskalandi, en það voru kaup upp á samtals tæplega 165 þúsund mörk eða um 6 milljónir króna. Létu eig- endur Allrahanda Albert fá tryggingavíxla með ábyrgðar- mönnum fyrir 200 þúsund mörkum eða sem svarar 7,2 milljónum króna á núverandi gengi. Albert fór með þetta til Bjarna Magnússonar í Breið- holtsútibúi Landsbankans og kom til baka með fjórar ábyrgð- ir upp á 200 þúsund mörk. Eig- endur Allrahanda bera fyrir sig að ábyrgðimar hafi verið þetta hærri en kaupin hljóðuðu upp á vegna orða Alberts um að slíkt væri algengt og að þeir fengju úttektarheimild frá Alga upp á mismuninn. Þegar ábyrgðimar höfðu ver- ið greiddar til Alga var send fýr- irspum og kom þá í ljós að mis- munurinn, 40 þúsund mörk, hefði verið lagður inn á við- skiptareikning Bílasölu Alla Rúts hjá Alga. Þennan mismun fengu Allrahandamenn óbeint greiddan með því að Grétar Hansson í G. Hansson hf. sam- þykkti að Allrahanda fengi af- slátt sem honum nemur hjá Alga í gegnum G. Hansson. Eigendur Allrahanda sam- þykktu hins vegar víxla vegna inngreiðslu á ábyrgðimar, en öll viðskiptin við Landsbankann voru í gegnum Albert. Án þess að Allrahandamenn vissu Wóð- ust upp vanskil í Landsbankan- um og fengu þeir fyrir milli- göngu Landsbankans í Breið- holti fjögurra milljóna króna lán hjá Landsbréfum. Af þessari upphæð fóru 2,5 milljónir upp í gjaldfallna víxla og 1,3 milljónir upp í ábyrgðimar. Landsbank- inn sendi öll skjöl til Alberts og einnig alla greidda víxla. ÓNÝTIR 15.000 PUNDA VÍXLAR ÍSLENSKS AF- BROTAMANNS Á ENG- LANDI Síðar kom í ljós að á sama tíma og Albert átti að hafa greitt 2,5 milljónir upp í ábyrgðimar í Landsbankanum hafði hann að- eins gert skil á 1,1 milljón og munaði þar því 1,4 milljónum. Þennan mismun hafði Albert notað í eigin þágu. Hann sam- þykkti að borga 1,5 milljónir króna með peningum eða víxl- um og lét Allrahanda í té þrjá víxla upp á samtals 15 þúsund bresk pund. Voru víxlamir sam- þykktir sem greiðsla með fyrir- vara um að greiðslufall yrði ekki á þeim. Víxlar þessir voru á nafn Ice- landic Horse Sale í Doncaster á Englandi, undirritaðir af Hall- grími Jóhannessyni, en fyrirtæki þetta var með reikning í Royal Bank of Scotland í Doncaster. Sá fyrsti með gjalddaga 1. apríl sl. Hann var ekki greiddur og staðfesti bankinn að fyrirtækið ætti enga peninga í bankanum og endursendi víxlana þegar engin greiðsla barst. í samtali við PRESSUNA staðfesti tals- maður bankans að reikningi Ice- landic Horse Sale hefði verið lokað og fyrirtækið væri, eftir því sem best væri vitað, ekki lengur starfandi. FLÚÐIAFPLÁNUN TVEGGJA ÁRA DÓMS FYRIR FJÁRDRÁTT OG ÖNNUR SVIK Hallgrímur þessi var í júní 1990 dæmdur í Hæstarétti í tveggja ára fangelsi fyrir lang- varandi fjárdrátt, svik, skjalafals og tékkalagabrot. Hann var fundinn sekur um að hafa falsað undirritun Páls SigurÖssonar sem ábyrgðarmanns á fjögur skuldabréf. Þá var hann sak- felldur fýrir að hafa dregið sér sex víxla, samtals upp á 360 þúsund krónur, samþykkta af Sigríði Rut Thorarensen fyrir hönd verslunarinnar Blazer, og sex tékka útgefna af henni fýrir hönd Blazer, með sömu upp- hæðum og gjalddögum og víxl- arnir. Hallgrímur tvöfaldaði þannig upphæðimar og notaði í þágu einkafirma síns, heild- verslunarinnar H. Jóhannesson- ar. Víxlamir komu aldrei fram og var því ekki hægt að sakfella Hallgrím fýrir fjárdrátt hvað þá varðar, aðeins fyrir tékkana. Hallgrímur var og sakaður um að hafa falsað nöfn bræðra sinna, Bjarna og Guðmundar Jóhannessona, til skiptis á átta víxla, en bar því við að hann hefði fengið til þess leyfi hjá jreim. Þessu neituðu þeir og var Hallgrímur sakfelldur. Þá var hann sakaður um að hafa falsað nafnritanir á þrjú skuldabréf, sem hann hafi notað til að blekkja með í lögskiptum, nöfn ofangreindra bræðra sinna, föð- ur síns, sambýliskonu sinnar og nafn Páls Sigurðssonar. Faðir- inn og sambýliskonan sögðu að leyfi hefði verið fýrir hendi, en ekki bræðumir og Páll, og var Hallgrímur sakfelldur fyrir þann hluta. FALSAÐIR VÍXLAR FRÁ VEITINGAHÚSINU HÖFÐATÚNI2 HF. Einhver fleiri atriði komu til kasta Hæstaréttar og var Hall- grímur að endingu dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar óskil- orðsbundið. Þann dóm hefur hann ekki tekið út, enda staddur á Englandi eftir því sem næst verður komist, þar sem hann rak þar til fýrir skemmstu fýrirtækið Icelandic Horse Sale í Doncast- er. Á íslandi er hann skráður stjómarformaður Kóngsbakka Hestasölu hf., og með honum í stjóm eiginkona hans, Sigur- björg Fr. Gísladóttir. Þá var hann skráður eigandi heildversl- unarinnar H. Jóhannessonar og einn þriggja eigenda sameignar- félagsins Fáka, en bæði þessi fyrirtæki voru afskráð fyrir nokkmm árum. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er útistandandi handtöku- heimild á Hallgrím og komi hann til landsins má hann búast við að verða umsvifalaust hand- tekinn. Þegar þessi greiðsla brást kröfðu Allrahandamenn Albert enn um greiðslu á skuldinni. Bauð hann þá víxla, að minnsta kosti tvo, upp á 500 þúsund hvom. Greiðandi á víxlunum er tiltekinn Veitingahúsið Höfða- túni 2 hf. Á öðram þeirra er út- gefandi Hallgrímur Jóhannesson fyrir hönd Kóngsbakka, en á hinum Veitingahúsið Austur- stræti 12a hf., sem skráð er á að- ila í Vestmannaeyjum. KRAFIST RANNSÓKNAR Á ÞÆTTIBJARNA MAGN- ÚSSONAR ÚTIBÚSSTJÓRA Stjómarformaður og aðaleig- andi Veitingahússins Höfðatúni 2 hf. er Erling Laufdal Jónsson, en Erling fullyrti í samtali við PRESSUNA að víxill þessi væri falsaður og fyrirtækinu óvið- komandi. Víxillinn er með stimpli fyrirtækisins og fyrir hönd þess ritar Hreinn Hjartar- son. Erling sagði Hrein þennan fýrirtækinu óviðkomandi og víst er að þetta nafn kemur hvergi fram í tengslum við fýrirtækið í gögnum Hlutafélagaskrár. Allrahanda hefur, sem áður hefur komið fram, kært Albert til Rannsóknarlögreglu ríkisins og var það gert í byrjun þessa mánaðar. Lögmaður Állrahanda hefur beðið Landsbankann að gera innri rannsókn á þætti Breiðholtsútibúsins í málinu og í kæranni til RLR er sérstaklega óskað eftir því að rannsókn fari fram á hlutdeild útibúsins í mis- ferli Alberts, enda sérstök kæra á hendur útibúinu til athugunar. Friðrik Þór Guömundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.