Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 13 Lilja var meðlimur safnaðar Votta Jehóva í fimmtán ár. Hún var rekin, stóð eftir það uppi vinalaus; útskúfuð úr fjölskyld- unni og söfnuðinum. í viðtali sínu við PRESSUNA segir hún frá mannvonsku undir gunnfána trúarinnar og vonast til að frásögn sín veki fólk til umhugsunar um lífsviðhorf þau sem Vottar Jehóva hafa tileinkað sér. Fyrir skömmu var viðtal í PRESSUNNI við fyrrum safn- aðarmeðlim Votta Jehóva í Nor- egi, en hann hefur gefið út bók þar sem hann segir frá mann- vonsku og fomeskjulegu hugar- fari í innra h'fi safnaðarins. Lilja var meðlimur Votta Jehóva á Is- landi í fimmtán ár og hefúr svip- aða sögu að segja. Hún mátti líúð horfa á sjónvarp, ekki fara í kvikmyndahús og bænahald og bíbhulestur voru daglegt brauð. Hún upplifði það að fara fyrir „dómstól", var gerð útlæg úr söfnuðinum og hunsuð af fjöl- skyldu sinni. Verst finnst henni þó hvað börnin hafa þurft að þola. Hún óskar að halda nafhi sínu leyndu svo samskipún við þau versni ekki umfram það sem orðið er og er því kölluð Lilja. DREGIN FYRIR DÓMSTÓL ,Ég byijaði í þessu sextán ára og fannst félagsskapurinn ágæt- ur í fyrstu. Eg fylgdi í fyrstu systkinum mínum, því ég var ekki mjög trúuð, en var afar hrifin af súák sem var upptenn- andi í söfnuðinum og miklar vonir bundnar við. Við bytjuð- um að nema, sem kallað er, en ég lagði ekki mikla rækt við námið, lærði ekki ritningarstafi og annað sem úl þurfú, og hélt míhu striki. Það var því allt fra upphafi liúð á mig sem „lélegan pappír" og samskipti mín við strákinn illa liðin,“ segir Lilja. Grannt var fylgst með þeim en þegar unglingarnir þóttu vera helst úl of mikið saman var talið að þau sútnduðu ósiðlegt aútæfi. Þá tók dómnefnd þriggja öld- unga í taumana og átti að skera úr um málin. „Það voru ekki bara við tvö heldur allur vina- hópurinn sem var kallaður fyrir, því þeir töldu sig þurfa vitna við.“ GRÓFLEGA BROTIÐ Á EINKALÍFTNU „Þeir spurðu afar nærgön- gulla spuminga og þetta voru hræðilegar yfirheyrslur," segir Lilja. „Þeir vildu úl dæmis fá að vita hvort hann hefði snert bijóst mín og hefði snert mig víðar. Það var farið út í virkileg smáatriði og það er rétt að það komi fram að þeir vom búnir að ákveða fyrirfram að eitthvað hefði gerst. Ég vissi á þessum tíma ekki almennilega úl hvers var ætlast af mér, ég var bara unglingur, og ekki einu sinni skírð inn í söfnuðinn. Sannleik- urinn er sá að Vottar hafa afar sú'fa siðferðiskennd og em mjög uppteknir af hinni holdlegu fýsn. Samkvæmt hugmyndum þeirra mega karlmaður og kona aldrei vera tvö ein saman fyrir giftingu. Ég var hrædd og mér leið illa, en varð samt ekki þok- að. Ég verð að segja að mér fannst það þá — og finnst það enn — að þeir hafi noúð þess að spyija eins og þeir gerðu. Efúr þetta hafði ég alltaf óbeit á þess- um mönnum sem tróðu sér svo gróflega inn í einkalíf mitt. Þetta olli miklu fjaðrafoki inni í söfn- uðinum og ég var send af landi brott í nokkra mánuði.“ ÞVINGUN (XI KARLAVELDI Lilja var fremur úlfinninga- lega bundin félagsskapnum en að hún væri móttækileg fyrir hinni trúarlegu innræúngu. ,J>ar sem fjölskylda mi'n var öll í þessu og vinahópurinn tengdist þessu tapaði ég vinskap við alla aðra sem ég hafði þekkt áður,“ segir Lilja. Um tvítugt giftist hún inn í söfnuðinn, ekki þó æskuásúnni, og var eiginmaður hennar mjög trúaður. „Ég var ákaflega ósjálfstæð í hugsun á þessum tíma, gafst upp og lét undan þrýsúngi, því maðurinn minn var heiftarlega trúaður þrátt fyrir að vera ákaflega góð- ur maður. Ég lét skírast og að auki er það gæðasúmpill að gift- ast inn í söfnuðinn þótt það sé ekki skylda. í raun áttaði ég mig ekki fyrr en ég var föst í neúnu. Mér var bannað að horfa á sjón- varp, því þar gat ég séð ofbeldi eða kynlíf, ég mátú ekki fara á bíó og alls ekki á skemmústaði. Það var farið með bæn fyrir hvem matmálsú'ma og ég var á allan hátt þvinguð, því það er á ábyrgð karlmannsins að láta hjónabandið ganga upp og hann ræður öllu sem gerist í nafni þess. Giftingunni er ætlað að endast úl h'fsú'ðar." Lilja segir konur ekki aðeins þvingaðar af eiginmönnum heldur einkennist allt safnaðarlíf af miklu karlaveldi. „Konur mega ekki tala í ræðupúlti og karlmenn gegna öllum ábyrgð- arstörfúm í söfnuðinum. Konur geta verið brautryðjendur en fá aldrei að bera aðra úúa. Það má enginn klæða sig efúr tískunni og alls ekki skera sig úr á nokk- um máta. Þess vegna verða kon- ur að ganga í pilsum sem ná niður fyrir hné og andlitsfarða verður að halda í algeru lág- marki. Ég fór aldrei eftir þessu og gekk í mínum stuttpilsum en eiginmaður minn ávítaði mig fyrir það.“ FÓLK ER HEILAÞVEGIÐ Trúarleg innræúng er megin- markmið safnaðarlífsins. „Öll hugsun og allt lífið snýst um þetta og fólk er gjörsamlega heilaþvegið. Ef manneskja flæk- ist í þetta hefur hún ekki ú'ma fyrir neiú annað en að stúdera, undirbúa sig og ganga í hús. Það era haldnar samkomur þrisvar í viku, þar sem súindað er bæna- hald, söngur og endalausar ræð- ur. Böm þurfa oftast að sitja grafkyrr meðan á þeim stendur en meðlimir eiga allir að vera búnir að lesa sér úl í málgagni Votta, Varðtuminum, vera búnir að strika undir og finna svör í ritningunni. Auk þessa á að ganga í hús og boða trúna. Ef maður sinnir starfmu af krafú fer maður að trúa því sem er sagt og þegar einhver er jafn ósjálfstæður og ég var þá er hann ekki í stakk búinn til að mæta því ofurefli sem hann glímir við, og lætur undan. Það er helst að líkja þessu við fíkni- efni; fólk finnur sér undan- komuleið frá lífinu og er í trúar- vímu. Um leið á það ekki sína eigin hugsun, ekki siú eigið líf.“ Lilja segir Votta Jehóva hafa sfna eigin biblíu, sem er þýðing, og hagræða ritningarstöfiim svo þeir henú boðskap safnaðarins. „Bókstafinn túlka þeir eftir geð- þótta. Til dæmis upplifði ég það þegar Paradís kom ekki árið 1975 eins og þeir höfðu boðað. Það var talsvert áfall fyrir þá, en eftir það hættu þeir að tala um ártöl í sambandi við heimsendi. Öllum neikvæðum skrifum og umfjöllun í fjölmiðlum er tekið fagnandi og þykir sönnun fyrir því að þrengt sé að hinum sann- kristna." Foreldramir sjá um að upp- fræða böm sín frá blautu bams- beini. „Þau trúa að sjálfsögðu sínum eigin foreldram en h'ður fyrir hluú eins og að halda ekki jólin, páskana eða afmælisdaga háú'ðlega. Bömin era hins vegar einangrað fra hefðbundnu h'fi og era afar ofvemduð." REKIN ÚR SÖFNUÐINUM Lilja skildi við mann sinn eft- ir margra ára hjónaband og tvö böm. „Við það var ég rekin úr söfnuðinum. Dómnefndin gerði ítrekaðar úlraunir úl að fá mig í yfirheyrslu, en ég sinnú því ekki vegna fyrri reynslu minnar. Ef maður sýnir iðran og grætur er tekið mildar á málum. Með þessari ákvörðun minni kallaði ég það hins vegar yfir mig að missa alla vini mína og, það sem verra var, fjölskylduna alla. Það talaði enginn við mig og ég var gjörsamlega útskúfúð. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég stóð uppi algerlega ein og hafði ekki í nokkur hús að venda. Ég hafði týnst í fimmtán ár.“ Lilja átú erfiú með að fóta sig í lífinu fyrst á eftir. „Ég var þó fullorðin manneskja og átú að standast raunina, en fyrir bömin var þetta hins vegar hræðilegt. Frændsysúdnin grýttu þau með steinum vegna þess að foreldrar þeirra, systkini mín, innrættu þeim að ég væri haldin illum anda. Þau létu af þessari iðju sinni þegar móður minni of- bauð. Fjölskylda mín sagði mér hins vegar að hörmungarnar væra mér að kenna vegna hins andstyggilega lífsmáta rm'ns og rétt væri að það bitnaði jafn- framt á bömunum. Bömin skilja auðvitað ekkert í því af hverju mamma má ekki vera með fún- um í fjölskyldunni. „Hvað hef- urðu gert svona ljótt, mamma?“ spyija þau.“ MANNVONSKA í NAFNI TRÚARINNAR Sex ár era liðin frá því Lilja sneri baki við söfnuðinum, en enn er hún ekki virt viðlits af hluta fjölskyldu sinnar. „Núorð- ið má ég koma á heimili móður minnar en systkini mín heilsa mér ekki enn. Allir fyrrum kunningjar mínir horfa í gegn- um mig því ég telst til þeirra vantrúuðu, sem er í raun verri félagsskapur en morðingjar. Mig hefúr söfnuðurinn „dæmt til dauða“ og þessi endalausa mannvonska er stunduð í nafni trúarinnar og „kærleikans“. Þama talar fólk um ávexú and- ans en hefur dómsvald sem dæmir fólk úl dauða. Auðvitað er þetta bara venjulegt fólk með venjuleg vandamál, fólk sem talin er trú um að það nálgist guð og fullkomnleikan með þessari iðju.“ Þegar böm Lilju fóra að fara úl föður síns um helgar áttu þau það úl að grátbiðja móður sína að fara á samkomur þegar þau komu heim aftur. „Þau vora svo hrædd um að ég myndi deyja þegar heimsendir kæmi. Föð- umum finnst ég vera að eyði- leggja líf barnanna minna og þótti þau andlega svelt. Hann notaði því tækifærið um helgar úl að innræta þeim boðskapinn. Ég veit að ég er ekki sloppin, því bömin mín verða sjálfstæð á unglingsáranum og verða þá að hafa frelsi til að taka eigin ákvarðanir um líf sitt. Ég geri mér grein fyrir því að þau geta átt á hættu að láta stjómast af fjölskyldunni og lent í söfnuðin- um. FER AÐ SJÁ HLUTINA í RÉTTU LJÓSI Vottar Jehóva trúa því að heimsendir sé í nánd og við taki eilíf paradís bæði á jörðu og himni. 144 þúsund manns telja þeir útvalda til eilífrar himna- vistarsem stjórna mun múgi manna sem mun lifa í Paradís á jörðu. Þeir einir sem feta hinn þrönga veg dyggðarinnar munu öðlast eilíft líf en hinir vanfrú- uðu munu farast. Það er því álit- ið tímasóun að stunda nám og íþróttir í þessari jarðvist, — fyrir slíkt sé nægur ú'mi í Paradís. ,J>að er ekki ætlast úl að safn- aðarmeðlimir hugsi sjálfstæú og í heimsku sinni og einfeldni era þeir meðfærilegir og trúa því sem sagt er. Ég var komin í vinnu og hafði unnið mig upp í ágæta stöðu. Þar kynntist ég auðvitað eðlilegu og hressu fólki sem lifði eðlilegu lífi. Ég mátti alls ekki skemmta mér með þessu veraldlega fólki og pukraðist með það. En þama fór ég að sjá hluúna í réúu ljósi þóú ég væri löngu komin með þá úl- finningu að ég væri að kyrkjast og var hreinlega að ganga af göflunum. Eftir öll þessi ár eimir enn eft- ir af innrætingunni því ég vonaði virkilega að Paradís væri að koma og hjónabandið myndi lagast. Ég áttaði mig ekki á ranghugmyndunum og því hversu einangrað líf mitt var. Andlegt álag sem fylgir við- skilnaði við söfnuðinn leiðir oft úl þess að fólk þarf að leita að- stoðar sálfræðings úl að ná sér á súik og það er hræðilegt að fólk skuli þuifa að lenda í slíkum sál- arhremmingum og fornaldar- hugsunarhætú. Að lokum vil ég aðeins segja; Þetta er stórhæúu- legt og alls ekkert saklaust." Telma L. Tómasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.