Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ1992 Guðni Þórðarson hjá Flugferðum-Sólarflugi HQTAFBAM REKSTRILÖNGH EFTIRAO FORSENDDRNAR VORU RROSTNAR Margt bendir til þess að rekstri Flugferða-Sólarflugs hafi verið haldið gangandi löngu eftir að ljóst varð að fyrirtækið væri komið í þrot. í ljósi þess að fyrirtækið er eignalaust og með hlutafé langt undir því lágmarki sem sett er í dag vakna spurningar um réttmæti rekstrarins. Nú þegar ferðaskrifstofu- rekstri Guðna Þórðarsonar er lokið vakna margar spumingar um hvemig að honum hefur ver- ið staðið. Ekki síst í ljósi þess að þetta er f annað skipti sem Guðni siglir í strand með slíkan rekstur eftir að hafa byggt upp umsvifa- mikla starfsemi. í bæði skiptin hefur fjöldi fólks skaðast vegna óvæntrar lokunar og slíkt vekur óhjákvæmilega upp spumingar um heiðarleika forsvarsmanna fyrirtækisins. Þegar fyrirtækið fór í þrot sendi Guðni frá sér íréttatilkynn- ingu sem sagði að orsakir stöðv- unarinnar væm „minnkandi eft- irspum vegna íjaðrafoks í fjöl- miðlum, harðari samkeppni vegna lækkunar fargjalda í áætl- unarflugi og almennur samdrátt- ur vegna versnandi efnahags- ástands í þjóðfélaginu". Astæða er til að draga í efa að þetta séu hinar raunverulegu ástæður þess hvemig komið er. TVÖFÖLDUN SÆTA- FRAMBOÐS STÓÐST EKKI Eftir mikla velgengni Flug- ferða-Sólarflugs í fyrra var rekst- ur fyrirtækisins þaninn vemlega út. Hljóðuðu áætlanir ferðaskrif- stofunnar upp á sætaframboð sem nam 24.000 sætum. Ef gert er ráð fyrir að meðalverð þessai'a sæta sé um 20.000 krónur hefði þetta átt að skila veltu upp á 480 milljónirkróna. Þetta sætaframboð þýddi nán- ast tvöföldun ffá því í fyrra, en þá vom Flugferðir-Sólarflug með tvö flug til Kaupmannahafnar og eitt til London á viku. Mörgum þótti bjartsýni hjá Guðna að stækka þetta mikið við Guðni Þórðarsc? segist tapa aleigunni á endalokum Flugferða sig, því það þýddi að tilvera hans var orðin mikil ögmn við Flug- leiðir. Urðu ýmsir til að vara Guðna við vegna þess að Flug- leiðir myndu aldrei sitja að- gerðalausar í svo augljósri sam- keppni. Kom það líka á daginn að Flugleiðir buðu upp á mun lægra verð en hafði tíðkast hjá þeim áður. FORSENDUR REKSTRAR- INS BROSTNAR FYRIR LÖNGU Þegar hins vegar slitnaði upp úr samstarfi milli Guðna og Halldórs Sigurðs- sonar hjá Atlants- flugi 29. a p r í 1 v a r ð ljóst a ð forsendur fyrir rekstri Guðna vom gersamlega brostnar. Guðni hafði sett upp plön um 4 til 6 flug á viku í allt sumar. Vitað var innan ferðaskrifstofu- heimsins að til að þetta gengi upp þyrfú hann um 80% sæta- nýtingu eða á ntilli 18.000 og 20.000 sætí. Strax í janúar mun Guðni hafa gert sér ljóst að þetta gengi ekki. Þá fór hann fram á breytíngar á samningi sínum við Atlantsflug, meðal annars vegna þess að hann hafði ekki getað lagt fram tilskildar tryggingar gagnvart flugfélaginu, hvorki í formi pen- inga né tryggra skuldabréfa. Tveimur dögum fyrir fyrsta flugið, 29. apríl, slitnaði síðan upp úr á milli Guðna og Atlants- flugs. Var annaðhvort að hrökkva eða stökkva fyrir for- ráðamenn Atlantsflugs vegna þess að svo virtist sem þeir fengju engar tryggingar fyrir greiðslu fyrsta flugsins og það var talið ótækt þar sem svo stór viðskiptavinur áttí í hlut. Þá tók við tímabil sem kostaði Guðna mikla peninga. Hann fékk Atlanta-flugfélagið til að fara tvær eða þijár ferðir fyrir sig á Tri Star-breiðþotu félags-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.