Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 Eyvindur Ólafsson hjá Bílasölu Suðurnesja FALSAÐIIWFN A VDŒA QG SKIIDABfflAH mmmk MILiJQHIIB Eyvindur Ólafsson bílasali hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur fyrir um- fangsmiklar falsanir og svik. Eyvindur Ólafsson rak Bílasölu Suöurnesja í eitt og hálft ár og hefur nú veriö dæmdur fyrir um- fangsmikil fjársvik á tímabilinu. Ljósmynd: Víkurfréttir. Úlfúð vegna ráðningar skólastjóra í Hafnarfirði Miklar deilur eru í uppsigl- ingu í Hafnarfirði vegna þeirrar ákvörðunar Ólafs G. Einarsson- ar menntamálaráðherra að setja Eggert Levy í stöðu skólastjóra Víðistaðaskóla. Meirihluti skólanefndar hafði mælt með Magnúsi Jóni Ámasyni, kennara og bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lags, kennarar höfðu lýst yfir stuðningi við Magnús og í bæj- arstjórn hafði stuðningur við hann verið samþykktur, en sjálf- stæðismenn sátu hjá. Samkvæmt heimildum blaðs- ins em skólamenn í Hafnarfirði æfir vegna málsins. Er helst talið að þessi ákvörðun Ólafs sé til- komin fyrir tilstilli Ellerts Borg- ars Þorvatdssonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna. Ellert sótti fyrir nokkmm árum um stöðu skólastjóra við Lækjarskóla, en fékk ekki. Hann er nú skólastjóri Arbæjarskóla, þar sem Eggert er kennari. 167 milljóna króna gjald- brot Faxalax Þrotabú Faxalax hf. í Vogum hefur verið gert upp. Lýstar kröf- ur í búið námu alls 167 milljón- um króna. Þar af námu forgangs- kröfur 784 þúsund krónum og fengust greiddar. Ein krafa utan skuldaraðar var fyrir hendi frá ís- landsbanka upp á 93 milljónir króna vegna afurðalána. Upp í þetta telst að 37 milljónir hafi verið greiddar, en 28 milljónir þar af fela í sér tjón vegna laxa er sluppu. íslandsbanki leitar nú eftir þessari upphæð með mála- ferlum gegn Reykvískri endur- tryggingu. Almennar kröfur í þrotabú Faxalax hljóðuðu upp á 73,3 milljónir króna og fékkst ekkert upp í þær. Einu eignir búsins töldust ónýt ker og bátur, sem kom í hlut Framkvæmda- sjóðs. í síðustu stjóm Faxalax sátu Sveinn Snorrason formaður, Jónas Aðalsteinsson, Ólafur I. Skúlason, Sigurður Eyjólfsson og Sigurður Garðarsson, en til vara þeir Lýður Friðjónsson í Kók og Gunnar Haraldsson. PRESSAN sýknuð af kæru Hrafns til Siðanefndar Siðanefnd Blaðamannafélags íslands hefur fellt úrskurð í kæm Hrafns Gunnlaugssonar til nefndarinnar vegna skrifa í PRESSUNNI og í Helgarblað- inu. Niðurstaða nefndarinnar varð að PRESSAN hefði ekki brotið siðareglur, en hins vegar taldist SigurðurA. Friðþjófsson, ritstjóri Helgarblaðsins, hafa brotið siðareglurnar og væri brotið alvarlegt. Hrafn kærði PRESSUNA vegna palladóms undir fyrir- sögninni „Alafoss kvikmynda- gerðar". Benti siðanefndin á að slíkir dómar og sambærileg dálkaskrif hefðu lengi tíðkast í íslenskum blöðum og að hver sá sem væri áberandi í þjóðlífinu, hvað þá umtalaður og umdeild- ur, mætti eiga von á að um hann væri fjallað á þennan hátt. Um- fjöllun Helgarblaðsins var á hinn bóginn af nefndinni talin „sam- felld allshetjarárás" á störf og persónu Hrafns, þar sem bæði upplýsingaöflun og úrvinnslu hefði verið áfátt. Eyvindur Ólafsson, bílasali í Bílasölu Suðumesja, hefúr verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi af Sakadómi Reykjavíkur. Hann er dæmdur fyrir umfangsmiklar falsanir og svik sem hann beitti til að svíkja út um 14 milljónir króna. Hjörtur O. Aðalsteinsson sakadómari kvað dóminn upp. Svikin áttu sér stað frá því í ágústmánuði 1989 þar til í maí- mánuði 1991. Á þeim tíma ritaði Eyvindur í heimildarleysi nöfn fjölda fólks sem útgefenda, framseljenda og ábekinga á víxla. Einnig notaði hann þessi nöfn sem greiðendur og ábyrgð- armenn á skuldabréf. Þá falsaði hann nafnritun vitundarvotta á nokkur skuldabréf og notaði síð- an alla þessa pappíra í viðskipt- um. Akærði þótú hafa framið stór- felld svik, en það kom honum til refsilækkunar að hann játaði brot sín hreinskilnislega. Eyvindur hafði áður hlotið dóm, meðal annars fyrir fjársvik árið 1989, en þá fékk hann 45 daga skil- orðsbundinn ■ fangelsisdóm. Honum var nú gert að greiða há- Úlfar Nathanaelsson: Við- skipti hans og Eyvindar eru tekin fyrir í dómnum. ar upphæðir í skaðabætur auk málsvamarlauna veijanda síns. SETTUR í FARBANN Rannsókn á málum Eyvindar hófst í ágúst 1991 eftir að Símon Ólason hdl. kærði athæfi hans til rannsóknarlögreglunnar. í upp- hafi var talið að um falsanir væri að ræða á 20 viðskiptabréfúm en þegar leið á rannsóknina fjölgaði þeim mjög. Við yfirheyrslur játaði Ey- vindur strax að hafa falsað nöfn á skuldabréf á þessu eina og hálfa ári sem um ræðir. Bar hann því við, við yfirheyrslur, að hann hefði verið undir áhrifum áfengis og lyfja á þessu tímabili. Eyvindur stofnaði Bílasölu Suðumesja í mars 1989 og var með umboð fyrir Bfiaborg og Svein Egilsson. Við yfirheyrslur sagði hann að reksturinn hefði í fyrstu gengið vel, en það virðist ekki hafa staðið lengi. Strax í árslok 1989 er allt komið í óefni. Þá fóru vixlar að falla á Eyvind vegna, að því er hann sagði, not- aðra bifreiða sem hann hafði sjálfur keypt. Þá sagðist hann hafa skaðast vegna Bflaborgar- gjaldþrotsins en sjálfur var hann úrskurðaður gjaldþrota 8. júlí 1991. A meðan á rannsókn málsins stóð þótti RLR vissara að fara frarn á farbann á Eyvind og með úrskurði sakadóms frá 12. des- ember 1991 var það samþykkt allt til 5. febrúar síðastliðins. Far- bannið var framlengt í tvígang, allt til 6. maí síðastliðins. Þegar enn var beðið um ffamlengingu farbannsins var það kært til Hæstaréttar, sent aflétti farbann- inu með úrskurði 20. maí. LENTI í VANDRÆÐUM MEÐ OKURLÁN Ljóst er að falsanir og svik Ey- vindar vom oft í þeim tilgangi að ffamlengja rekstur hans eftir að komið var í óefni. Lenti hann meðal annars í viðskiptum við Pál H. Pálsson, sem þekktur er af margs konar lánaviðskiptum. Eyvindur afhenti Páli 400.000 króna skuldabréf sem Páll ætlaði að kaupa með affóllum. Eyvind- ur bar því við að hann hefði aldrei fengið neina peninga í sinn hlut úr þeim viðskiptum en sagði að Egiíl Eyjjörð hefði farið með skuldabréfið til Páls. Skuldabréfið var síðan sett í inn- heimtu og til að komast út úr þeim vandræðum falsaði hann 550.000 króna skuldabréf til greiðslu skuldarinnar. Þá viður- kenndi Eyvindur að í lok maí 1991 hefði hann í heimildarleysi veðsett biffeið í sinni vörslu til tryggingar greiðslu á skuldabréf- inu. BLANDAÐISTINN í VIÐ- SKIPTIÚLFARS OG ROLFSHF. Þá er ljóst að Eyvindur hefúr að nokkru blandast inn í um- fangsmikil svik í kringum fyrir- tækið Rolf hf„ en sagt hefur ver- ið ffá rekstri þess í PRESSUNNI. Eyvindur falsaði að öllu leyti tilkynníngu um eigendaskipti á biffeiðinni M-457 af tegundinni Mazda 626 árgerð 1988. Hann dagsetú úlkynninguna 15. ágúst 1989 og skráði nafn áðumefnds Egils Eyfjörðs sem kaupanda fýrir hönd Rolfs hf. Um leið fals- aði hann nöfn vitundarvotta. Þetta var gert í því skyni að þinglýsa á biffeiðina skuldabréfi að upphæð kr. 600.000 útgefnu 30. október 1989 af Rolf hf. Þetta skuldabréf var afhent Bfia- borg til greiðslu hluta kaupverðs biffeiðar sem Ey vindur tók í um- boðssölu. Útgefendur og ábyrgðarmenn skuldabréfsins vom Egill og Úlfar Nathanaels- son, en þeir virðast ekki hafa vit- að af veðsetningunni. bigurður Mar Jonsson D E B E T , Jóhannes er einlægur í því sem hann gerir hjá Neyt- endasamtökunum og tekst margt vel. Vinna hans hjá samtökunum er hugsjón, ekki síður en venjulegt starf, og hann vinnur einlægur að markmiðum sínum,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsam- taka bænda. „Stærsú kostur hans er auðvitað sá að hann var að hætta að reykja, þannig að Neytendasamtökin em nú reyklaus vinnustaður. Annars er hann góður í sam- vinnu og ekki hægt að kvarta yfir því,“ segir María Ingvadóttir, hagfræðingur og varaformaður Neyt- endasamtakanna. „Hann hefur óbilandi orku. Er alltaf að,“ segir Elva Björk Benediktsdóttir hjá Neytenda- samtökunum. ,Jóhannes er ákaflega þægilegur og líf- legur í umgengni og fiekar glaðsinna. Hann tekur gagn- rýni mjög vel, sem er góður kostur, og er áhugasamur í starfi,“ segir Guðmundur Sigurðsson, yfirviðskipta- fræðingur hjá Verðlagsstofnun. K R E D I T „Hann er of oft bundinn í fordóma um land- búnaðarmál og lætur fara frá sér yfirlýsingar sem mótast af því. Hann tekur ekki mið af þeim breytingum sem átt hafa sér stað á síðustu tím- um,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. Hann vill að við séum iíka alltaf að. Svo er erfitt að ná í hann,“ segir Elva Björk Benediktsdóttir. „Kappið er stundum meira en forsjáin. Hann getur orðið of fljóthuga og með of mörg járn í eldinum. Það hefur leitt til þess að hann er stundum dálítið stressaður,“ segir Guðmundur Sigurðsson. „Hann er búinn að losa sig við sígarettuna og þannig stærsta ókostinn. En svo er hann auðvit- að í vitlausum flokki,“ segir María Ingvadóttir. Jóhannes Gunnarsson Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur farið fram á það viö samgönguráöuneytið að rannsakað verði hvort viðskiptahættir Flugferða-Sólarflugs skömmu fyrir lokun feröaskrifstofunnar hafi verið óeðlilegir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.