Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 PRESSMf Útgefandi Blaðhf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14, sími 64 30 80 Faxnúmer: 643089 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifmg 64 30 86 (60 10 54), tæknideild 64 30 87, slúðurlína 64 30 90. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Þrjótur en ekki þjóðhetja í PRESSUNNI í dag er fjallað um Guðna í Sunnu og fyrir- tæki hans, Flugferðir-Sólarflug. Það hefur komið í ljós að ekkert bjó á bak við goðmynd tjölmiðla af Guðna. Hann var ekki Pálmi í Hagkaup ferðaiðnaðarins. Honum tókst ekki að lækka verð neytendum til hagsbóta. Ef verðið hefur lækkað vegna ferða Sólarflugs er það sökum þess að ferðimar vom niðurgreiddar með íjármunum þeirra hundraða sem misstu spamaðinn fyrir sumarftíinu sínu í hendumar á Guðna. í PRESSUNNI í dag kemur fram að ekkert bjó á bak við þetta fyrirtæki Guðna. Hlutaféð var 100 þúsund krónur. Hvaða maður sem var hefði því getað lagt fyrir einhverja smáupphæð, keypt hlutafélag og hafið stórkostlegan rekstur. Galdurinn fólst í að auka sífellt umfangið. Að greiða ferðimar sem famar em í dag með innágreiðslum á ferðir morgundags- ins. Þegar eftirspumin minnkar síðan hrynur spilaborgin. 1.440 manns hafa misst af sumarffíinu sínu. Þrátt fyrir að mörg teikn hafi verið á lofti um hvert steftídi hjá Guðna hreyfði samgönguráðuneytið ekki litlaputta til að reyna að koma í veg fyrir að almenningur tapaði fé í svikam- yllunni. Starfsmenn ráðuneytisins gáfii út yfirlýsingar um að þar sem Guðni hefði lagt inn tryggingu væri yfir engu að kvarta. Það mátti skilja á þeim að almenningur hefði því ekk- ert að óttast. Nú þegar Sólarflugi hefur verið lokað kemur í ljós að trygg- ingin dugir rétt fyrir því að koma strandaglópum aftur heim. Þeir 1.440 sem höfðu greitt inn á ferðir sínar fá ekki neitt. Sólarflugi var lokað einungis hálfu ári eftir gjaldþrot Ver- aldar. I því gjaldþroti tapaði fólk einnig fé. Og ekki svo ýkja löngu áður fór Amarflug á hausinn og skildi stóran hóp fólks eftir með verðlausa farseðla sem forráðamenn fyrirtækisins höfðu narrað inn á það í tengslum við hlutafjárútboð. Þegar horft er yfir þetta svið er erfitt að skilja hvers vegna samgönguráðuneytið finnur ekki hjá sér þörf til að herða eftir- lit með ferðaskrifstofixm. Ef forráðamönnum þeirra tekst aftur og aftur að hafa fé af fólki er um vandamál að ræða sem glíma þarf við. Það gengur ekki að starfsmenn ráðuneytisins bendi á einhverjar reglur sem settar hafi verið — og skiptir þá engu þótt þær séu harðari en reglumar sem giltu áður — ef þessar reglur duga ekki til að vemda fólk fyrir svikulum forráða- mönnum ferðaskrifstofanna. Og á sama tíma og starfsmenn samgönguráðuneytisins ættu að leggja nótt við dag við að skoða hvað hefur farið úrskeiðis ættu starfsmenn viðskiptaráðuneytisins að velta því fyrir sér hvemig standi á því að maður getur keypt hlutafélag með 100 þúsund króna hlutafé og stofnað til tugmilljóna-viðskipta. V I K A N ÓÞARFT ÞING Tímasóun vikunnar var flokksþing Alþýðuflokksins. Það þurfti ekki að halda á fjórða hundrað manns innilokuðum í íþróttahúsi í blíðskaparveðri til að kjósa Jón Baldvin formann, Jóhönnu varaformann og Guð- mund Áma ekki neitt. Þau þurftu heldur ekki að hírast und- ir sturtuhausum til að hætta að vera ósammála um eitthvað sem þau eru enn ósammála um, þrátt fyrir sturtuna. Það þurfti heldur ekki að loka hluta dag- skrárinnar fyrir fjölmiðlum og því síður að opna hann aftur. Sá hluti fór í að bíða eftir Jóni og Jóhönnu. En kannski þurfti Jón Baldvin að hóta að segja af sér svo að þingfulltrúar kæmust loksins út undir bert loft. VIGDÍS OG FÍDEL Par vikunnar er auðvitað Vig- dís Finnbogadóttir og Fídel Ca- stró. Það var engin tilviljun að eina heimboðið sem Vigdís fékk skyldi vera frá öðmm þjóð- höfðingja sem hefur þjónað ey- þjóð sinni vel. Vigdís er náttúr- lega þekktasti útflytjandi ís- lenskrar menningar, en Castró bjó til og flutti út kúbönsku bylt- inguna, þótt fáir vildu taka við henni. En hann er sjarmör og hefur næmt auga fyrir konum. FAX VIKUNNAR Guðna í Sunnu ætlar að takast það sem fáir bisnissmenn geta leikið eftir. Að setja fyrirtækið sitt á builandi kúpuna án þess að gera það gjaldþrota. Og þó á hann ekki nema fáein borð og stóla upp í flugferðimar sem aldrei verða famar. Guðni er líka kurteisari en aðrir baráttumenn í bransanum. Hann labbaði sig upp í samgönguráðuneyti, sagð- ist ætla að loka sjoppunni og sendi svo ftéttatilkynningu á faxi til útvarpsins um að hann væri hættur, áður en hann læsti á nef- ið á viðskiptavinum sem vom komnir til að borga. Þetta er þjónusta sem hefði getað komið sér vel fyrir Veröld. En sá er munurinn á Guðna og Svavari. Veröld varð gjaldþrota. Með stæl. HVERS VEGNA Má ekki rukka ríka sjúklinga fyrir matinn? RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR SVARAR „Það er afar mikilvægt að við höldum fast við þau gmnnvið- horf sem mér finnst vera aðals- merkið í íslensku heilbrigðis- kerfi, það er að ekki þurfi að taka upp peningaveskið við dyr sjúkrahússins. Þessum málum er skipað með misjöfnum hætti í öðmm löndum og nægir að benda á hversu ólfkt menn hafa það. Eins og flestum er kunnugt tíðkast háar greiðslur fyrir sjúkrahúsþjónustu Vestanhafs en á Norðurlöndum og í löndum Vestur-Evrópu gilda svipuð við- horf og á íslandi um sjúkrahús- þjónustu, að hún standi fólki til boða óháð efnahag þess. Það er mikill munur á því að vera í vinnu og ganga til læknis þegar heilsan bilar eða því að vera lasinn heima hjá sér og svo því að leggjast inn á sjúkrastofn- un. Við að leggjast inn á sjúkra- hús verða mjög miklar félags- legar breytingar hjá sjúklingi og fjölskyldu hans. Állt tal um að það verði spamaður matarkosm- aðar heimiíisins þegar einn fjöl- skyldumeðlimur leggst á sjúloa- hús er skondið, því það er svo margt annað sem fer úr skorð- um. Auk þess er það nú svona og svona að mæla út úr fjöl- skyldunni einn meðlim hennar. Vegna þessa sem ég hef hér nefnt er ég almennt á móti því að taka upp fæðisgjald á sjúkrahús- um. Ríkur á að borga meira en fátækur í sameiginlega sjóði sem sótt er fjármagn í til félagslegra þátta, þaðan sem hann þiggur þjónustu þegar á þarf að halda. Til dæmis þegar hann verður það veikur að hann þarf á sjúkra- húsumönnun að halda. Nei, nkur á ekki að borga fyrir fæðið. I sjúkrarúminu skulum við hafa alía jafna. Reyndar væri ffóðlegt að heyra frá fylgjendum slflcra hugmynda hvar ætti að draga línuna; borgar — borgar ekki. Næstu vangaveltur, ef þessu yrði komið á, yrðu eflaust að ríkur ætti að fá betri mat af því hann borgar fyrir fæðið. Ég vil jafha kjör gegnum skattakerf- ið, að þar beri hinn ríki þyngri byrði og matið á þeim sem síður eru aflögufærir komi fram við skattfrelsismörkin. Svo þarf að gera skurk í að sækja tii þeirra sem hafa það bullandi gott en sleppa við að greiða skatta, en það fólk myndi heldur ekki greiða fyrir fæði sitt í slíku kerfi sem spurt er um.“ Ríkur á ekki að borga fyrir fæð- ið. I sjúkrarúm- inu skulum við hafa alla jafna. Næstu vanga- veltur yrðu ef- laust þær að rík- ur ætti að fá betri mat því hann borgar fyrir fæðið. Kjör á að jafna gegnum skattakerfið U VEfcÐUA AAAÞUfí. AB V5P.A V0NDu£ TÍL A© G£TA HAFT HA* ötrrr? þAP Bí L-'tcA FÆC-T At> VFtíA CVÓStAR o&- SP,fA-X HAFA ÞA* G-0TT £W þÁ /AAeMft. AÐ V5G/I t LÍFSIPrVMf' V® AeeSK'AÐA frí.£MÞÍN<7A serA Pláa í FTARLÆFiA/'a STT/tAN KE/VhaV H£yi?5u v’p eeiAAA Etfyí’iR AÐ LAF&A ! ORATÍK'A.'éó' -pLd A/W AF FFAST UfA AÞ ÞÚ VÍTÍP NoKKUP FlÆRv ViD EÍ.tAf'A Aí> FAP-A ; 1 ViÞ ERtAfA A£> iVAL&AiT JÁ UGG\ fAÍNN 5AP EIL FRF:’tt í HFLViTÍ fiHNA SANNlFURAHN o(r pó FnNÞÁ Ei?F'5AR.A Afi HÁFA FUNPÍP HANN ] E-N PiÁ VAPST Arp SEG-Jh Aí> V’R V/5-^Vv/Vt ALL5 ÍHFLVÍTi/

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.