Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNI 1992 23 í SKOÐANAKÖNNUN SKÁÍS FYRIR PRESSUNA VORU ÞÁTTTAKENDUR EINNIG SPURÐIR HVERJIR VÆRU HELSTU GALLARNIR VIÐ AÐ BÚA Á ÍSLANDI. SVÖRIN VIÐ ÞESSARI SPURNINGU VORU EINNIG FJÖLBREYTT, EN SAMT SEM ÁÐUR SKÁRU NOKKUR ATRIÐI SIG ÚR. það staldra furðumargir við sömu þættina þegar þeir hugsa löndum sínum þegjandi þörfina. 1. OF HÁTT VEKÐLAG Það er engum blöðum um það að fletta að það er verðið en ekki veðrið sem er helsti ókosturinn við að búa á Islandi. 211 þeirra sem tóku þátt í könnun Skáís fyár PRESSUNA nefndu of hátt verðlag sem aðalókostinn. Þar af tilgreindu 78 sérstaklega að verðlag á matvælum væri of hátt. Tveir létu það ekki trufla sig en fannst brennivínið hins vegar allt of dýrt. Verðlagið var nefnt af um þriðjungi þátttakenda sem helsti ókostur við að búa á Islandi og fékk um 50 prósentum fleiri tilneíningar en næsta atriði sem nefnt var. 2. 5TREITA OG LÍFS- GÆÐAKAFFHLAUF Um íjórðungurþátttakenda, eða 141, nefndi streit- una sem aðalókostinn við að búa hér á landi. Þar af nefndu 17 lífsgæðakapphlaupið sem aðalóvininn. Ef einhver undrar sig á hvers vegna íslenska þjóðin ætti að vera stressuð getur sá sami rennt yfir þessa upptalningu á ókostum þess að búa á Islandi. Eftir þann lesmr veltir fólk því sjálfsagt frekar fyrir sér hvemig þjóðinni tekst að halda þessari litlu ró sem hún hefur. 3. VFÐFIÐ Þótt Islendingar eyði tíma sínum ekki eins mikið í neitt og að bölsótast út í veðrið þurfti það að sætta sig við þriðja sætið í þessum lista yfir helstu ókosti íslands. 104 þátttakenda nefndu veðrið sem helsta fjanda landans. Lýsingamar voru fjölskrúðugar. Mörgum fannst of kalt, öðmm of mikil rigning og enn aðrir sögðu of lítið af sól. Og fleira var tínt til: Sumrin em of stutt. Skammdegið of dimmt og langt. Hálkan og snjóþyngslin of mikil. 4. 30Ð, 3ÖNN OG SKRIFFINNSKA A meðan tæplega Ijömtíu þátttakendur nefna frjálsræði sem helsta kostinn við Island tilgreina 94 þeirra sem tóku þátt í könnuninni boð, bönn og skrifftnnsku sem helsta ókostinn. Af þeim til- greindu ellefu skriffinnskuna sérstaklega og hafa ef til vill þurft að vera í daglegum viðskipmm við tollstjóraembættið. Hinirnefndu allskonarboð og bönn. 5. EINHÆFT ATVINNULÍF Fimmtíu þátttakendur og einum betur nefhdu ein- hæft atvinnulíf sem versta ókostinn. Þetta hefur lengi verið helsta umkvörtunarefhi fólks á lands- byggðinni, ekki síst í litlum sjávarplássum þar sem byggðinni hefur verið komið fyrir í kringum eina höfh, einn togara, eitt frystihús, einn skóla og eina kirkju. 6. 5LÆMIF VFGIF Hvorki fleiri né færri en 37 nefndu slæma vegi sem helsta ókostinn við Island. Ef til vill vom það at- vinnubílstjórar, ef til vill félagar í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ef til vill fólk sem einfaldlega fannst flest annað í góðu lagi í landinu. Hins ber að gæta að vegimir geta verið ótrúlega vondir og því ekki furða þótt fólk nefni þá til sögunnar. 7. ATVINNULEY5I Eftir að hafa búið við næga atvinnu um langan ald- ur hafa Islendingar nú kynnst atvinnuleysinu á nýj- an leik. Það á líklega við um þá 22 þátttakendur sem nefndu það sem helsta ókostinn við að búa á íslandi. 3. ÓSTJÓRN OG 3KUÐL Tuttugu þátttakendur nefndu óstjóm og bmðl sem helsta ókostinn við landið og þjóðina. Helmingur- inn nefndi óstjóm sérstaklega og hinn helmingur- inn bmðlið. Það er flokkað saman hér í þeirri trú að bmðl hljótist af óstjóm og óstjóm af bruðli. 9. FLÓTTINN ÚF 5VEIT- UNUM Átta nefndu flóttann úr sveitunum sem versta ókostinn við að búa hér á landi. Því miður kemur ekki firam í niðurstöðum könnunarinnar hvort það vom þeir sem flúðu sveitimar eða þeir sem eftir sátu sem sárast sveið þessir flumingar. 10. KLÍKUF Sex af þátttakendum í könnuninni fannst að hér réðu fámennar klíkur öllum sköpuðum hlutum og töldu það slæmt. 11. FÁMENNI Á sama hátt og þremur þátttakenda fannst fámenn- ið stærsti kosturinn við Island nefndu sex aðrir það sem helsta ókostinn og sannast á því að sfnum aug- um límr hver silfrið. 12. 5TÉTT5KIFTING Þótt íslendingar hafi löngum stært sig af stéttlausu þjóðfélagi nefhdu fimm af þátttakendum í könnun- inni stéttskiptingu sem mesta ókostinn við að búa á íslandi. 13. 5VAFT5ÝNI Af lestri þessarar upptalningar er kannski ekki að undra þótt þrír þátttakenda nefndu svartsýni sem stærsta ókostinn við þjóðina. Ef til vill spilar þar mn í að atvinnulífið er talið „á lóðréttri leið til and- skotans", þorskurinn hefur yfirgefið okkur og við vermum nú varamannabekkinn í heimsliði hinna auðugri þjóða. 14. HÆTTA Á ELDG05- UM Tveimur þátttakenda fannst það helsti ókostur landsins að hér væri hætta á eldgosum of mikil. Ef til vill em þeir ættaðir úr Eyjum eða hafa búið í ná- vígi við Kötlu. ANNAD Fleira var nefnt af ókostum við að búa á Islandi. Einn sagði íslendinga vera leiðinlega og hlýmr sá að líða nokkrar kvalir dags dagslega af þeim sök- um. Annar sagði að hér væri of mikið um fordóma en hefur þó sjálfsagt ekki haft þann í huga sem fannst Islendingar svona leiðinlegir. Þriðji sagði Is- lendinga hrokafulla og sá íjórði að þeir lifðu í heimi blekkinga. Enn einn sajgði að öfundsýkin væri hér landlæg og annar að Islendingar væm að dragast aftur úr öðmm þjóðum. Loks nefndi einn þátttakenda að flottræfilshátturinn ætlaði hér allt að drepa. Og þar með lýkur upptalningu á ókostum lands og þjóðar. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.