Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 E R L E N T „Þetta er ekkert grín, þetta er ekki sambæri- legt viö þaö aö sjá Elvis i stór- markaönum“ Þátttakandi á þingi í Boston þar sem saman kom fólk, sem numið hefur verið á brott af geimverum og skilað aftur. Fílaöi enginn Ei- senstein? í nýju tölublaði rússneska tímarits- ins Argúmentíj ý faktíj kemur fram að fyrrum Sovétleiðtogar horfðu mikið á bannaðar vestrænar kvik- myndir. Og kvikmyndasmekkurinn er lýsandi. Gorbatsjov horfði á klassískar Hollywood-myndir, Júríj Andropov hélt mest uþp á The God- father og allar Bond-myndirnar (An- dropov var áður yfirmaður KGB) og Leoníd Brezhnev hafði mest gaman af blóðríkum myndum á borð við Dirty Harry, Rocky, Jaws, Taxi Dri- ver, Rosemary's Baby, Magnum Force og The Deer Hunter. Setjiö öryggiö á oddinn Öryggisverðir og blaðamenn í föru- neyti George Bush Bandaríkjafor- seta á ráðstefnunni í Ríó á dögun- um fengu hvorir sitt hótelið til ráð- stöfunar. Athygli vekur að alla jafna eru herbergin á þessum hótelum leigð út einn og einn klukkutíma í senn til skyndikynna. Blautlegt partí Sameiginlegu partii piparsveina- klúbbs og piparmeyjaklúbbs á Flór- ida lauk snögglega á dögunum þeg- ar húsið brotnaöi. Húsið stóð á stöngum skammt undan ströndu og þegar meira en 150 manns voru far- in að stiga trylltan dans innan dyra brotnaði húsið í tvennt og gestirnir runnu í sjóinn. Aðgrunnt er og mun engum hafa orðið meint af volkinu. H/a skæöur Maður nokkur gerir sér að leik að hringja í konur í Kaliforníu og segj- ast vera að gera könnun fyrir skó- framleiðanda nokkurn. Eftir að hafa fengið gefinn upp aldur, heimilis- fang, skónúmer og uppáhaldsskó- tegund lofar hann þeim 40 pörum af skóm á árinu ef þær vilji eyöileggja þá gömlu meðan hann blði í síman- um. Alls hafa um 40 konur fallið í gildruna, en óljóst er hvað mannin- um gengur til með þessu. Leiðindabolti í Málmhaugum Evrópumótið í fótbolta stend- ur nú sem hæst í Málmhaugum í Svíþjóð, en það verður þó að segjast eins og er að risið er ekki mjög hátt. Sem er sérkennilegt, því fræðilega ætti baráttan að vera harðari en í Heimsmeistara- keppninni. í undanúrslit EM komast aðeins átta þjóðir, en í HM, þar sem 24 þjóðir komast að, eru 13 Evrópuþjóðir. Það segir kannski sína sögu að Svíar tóku forystuna í upphafi keppninnar, en í dag nægir þeim jafntefli gegn Englendingum til að komast í undanúrslit. Og Frakkar—sem menn höfðu reitt sig á til þess að bjarga keppninni frá tómum leiðinlegheitum — hafa verið sem svefngenglar á vellinum, enda geispuðu menn í stúkunni. En hvemig stendur á þessum afar leiðinlega fótbolta? Þrátt fyrir að yfirleitt sé töluverður munur á frammistöðu liða í EM og HM - - lið gjörbreytast á skemmri tíma en tveimur árum — hefur þróunin í boltanum ver- ið mjög svipuð. Menn voru svo- lítið súrir þegar rangstöðugildr- um var beitt lon og don sem tak- tík á HM á Spáni 1982, en hin seinni ár hefur varnarspila- mennska orðið allsráðandi. í HM á Ítalíu 1990 voru að meðal- tali skoruð 2,2 mörk í leik og hafði hlutfallið aldrei verið lægra, en í EM tveimur ámm áð- ur var markahlutfallið nákvæm- lega hið sama. Reyndar hefur reglunum verið breytt nokkuð í von um að fjölga mörkunum, en það eru nú einu sinni þau sem halda áhuga áhorf- enda. Fremsti sóknarmaður má vera samsíða aftasta vamar- manni án þess að teljast rang- stæður, nú ber að vísa varnar- mönnum af velli ef þeir bijóta á sóknarmanni eftir að hann er kominn í gegnum vömina og á auðan sjó og markmenn mega ekki höndla boltann nema einu sinni í hverri sókn. Samt sem áð- ur em engin merki þess að bolt- inn hafi breyst til hins betra. Það var helst að menn vonuðust til þess að Frakkar hefðu tileinkað sér „nýja boltann", en þess hafa líúl merki sést enn. Margir telja að fleira þurfi úl og hafa verið nefndar hugmyndir eins og stækkun marksins (markmenn hafa stækkað í tím- ans rás), afhám rangstöðureglna (sem hafa gefist vel vestanhafs) og að harðar verði tekið á brot- um innan eigin vallarhelmings. Til að gera illt verra vantar í keppnina menn eins og Englend- inginn Paul „Gazza“ Gascoigne, Platini ekki mikið hress. Skotann Mo Johnston og Þjóð- veijana Rudi Völler og Lothar Matthaus. Á hinn bóginn er vert að fylgjast með ungum og upp- rennandi foringjum á borð við Frakkann Jean-Pierre Papin, Hollendinginn Dennis Berg- kamp og Svíann Tomas Brolin, sem þegar hefúr sýnt hvað í hon- um býr. Og kannski maður eigi — þrátt fyrir allt og allt — ekki að kvarta undan markaleysi. Vilji maður sjá markaregn er nóg að fylgjast með 4. deildinni hér heima, þar sem Reynir úr Sand- gerði sigrar Árvakur 19-0, Er Evrópubandalagið gjörsamlega húmorlaust apparat? oiana var via aa Njarðvík Erni 12-1 og Aftureld- ing Hvatbera 9-1. Prófmál gegn faxsendingum Á Englandi hefur lögmaður nokkur, Jeremy Teare að nafni, stefnt þremur fyrirtækjum vegna svonefndra ruslfaxa eða óum- beðinna faxsendinga. Teare heldur því fram að menn hafi ekki leyfi úl að senda auglýsing- ar á tækið; það sé einungis æúað þeim, sem hafi beint erindi við sig. Hann krefst þess að látið verði af sendingunum og að hvert fyrirtækjanna greiði sér jafhvirði 500 íslenskra króna fyr- ir pappírsnotkun og svertu. Hann segir sendingamar bijóta í bága við lög um óleyfilega notkun á eignum annarra, hann eigi ljós- ritunarpappírinn og svertuna sem fyrirtækin hafi notað sem hráefhi í auglýsingar. Austur- Þjóðverjar vilja burt Það er orðið nokkuð langt síðan nýjar tölur um sjálfs- morðsúðni vom birtar í hinum nýju sambandsnkjum Þýska- lands, þar sem áður var Aust- ur-Þýskaland. Þetta er varla nein úlviljun, því ffamtíðin er vægast sagt óglæsileg fyrir „Ossíana". Því er kannski engin furða að margir vilji komast burt, en hvert vilja þeir þá fara Austur- Þjóðveijamir sem ekki haldast lengur heima? Ofarlega á blaði em vita- skuld lönd þar sem er mikil hefð fyrir því að taka á móú út- lendingum — Bandaríkin, Kanada, Nýja-Sjáland og Ástralía. Þeir em líka til sem eiga furðulegri drauma og spyrja um ríki á borð við Kambódíu, Laos, Mongólíu og Qatar. Og Island. Fyrir stuttu komu þrír ungir Austur-Þjóðverjar á skrifstofu Raphaels-Werke í Schwerin. Þá langaði að flytja úl íslands. Samkvæmt greininni í Siiddeutsche Zeitung var svar- ið einfalt. Að höfðu samráði við ræðismannsskrifstofu ís- lands gat stofnunin tilkynnt ungu mönnunum að til íslands kæmust þeir ekki nema með tvennum hætti. Annaðhvort kvæntust þeir íslenskum kon- um ellegar yrðu þeir sér úú um vinnu í fiskvinnslu. I næsta mánuði taka Bretar við forsæú í ráðherranefnd Evrópu- bandalagsins. Af þessu tilefni settust starfsmenn breska utan- ríkisráðuneytisins á rökstóla og veltu því fyrir sér hvemig mætti halda upp á þennan atburð. Sú hugmynd varð ofan á að efna til sýningar á skopmyndum eftir teiknara, höfunda mynda þar sem skopið er oftar en ekki á kostnað Evrópubandalagsins. Þar fer einna fremstur í flokki teiknarinn Peter Brookes. Þegar embættismennimir sáu mynd- imar eftir Brookes runnu hins vegar á þá tvær grímur. Þeir sáu fyrir sér að kollegar þeirra, hinir virðulegu Evrókratar, yrðu upp úl hópa sármóðgaðir. I snarhasú var hætt við sýninguna. Teiknar- fresta brúðkaupinu Hinn forboðni húmor. anum Brookes þóttu þetta hin verstu úðindi og sagði hann: „Ef skortur á kímnigáfú er forsenda fyrir aðild að Evrópubandalag- inu, þá ættum við að hugsa okk- urumtvisvar!“ Samkvæmt nýút- kominni bók Andrews Morton, Diana: Her True Story, var Díana prinsessa af Wales nærri búin að ffesta brúðkaupinu á síð- ustu stundu, vegna áhyggna af sam- bandi mannsefnis síns og gamallar kærastu hans, Ca- millu Parker-Bowles. Skömmu fyrir brúðkaupið komst hún að því að Karl Bretaprins hefði gef- ið Camillu gullhálsmen með upphafsstöfúm hennar. Eins og Umbœtur án umbótastefnu EFTIR WAN RUNNAN Hinn 4. júní voru liðin þijú ár frá fjöldamorðunum á Tienan- men- torgi. Þess varð ekki vart að þessi dagur ylli neinu upp- námi í Kína. En þótt fólkið sem er öfugu megin við byssuhlaup- in hafi hægt um sig þýðir það ekki endilega að algjör stöðnun ríki. Miklar breyúngar era í upp- siglingu handan Múrsins mikla. Kína verður engin undantekn- ing í þeirri söguþróun sem hefúr gerbreytt Austur-Evrópu og Sovétríkjunum gömlu. í Kína er nú tími „friðsamrar þróunar" í átt úl lýðræðis og aukins efna- hagsfrelsis. Þessar breytingar verða hratt, þrátt fyrir að íhalds- samir leiðtogar Kommúnista- flokksins klifi á því að þetta sé liður í samsæri sem eigi upptök sín á Vesturlöndum. Um þetta eru augljós teikn á lofti. Þótt Deng Xiao-ping for- dæmi öll frávik frá kommún- ismanum er hann í raun höfund- ur og hvatamaður þessarar ífið- „Deng hefur reyndar eitt tromp á hendi, Zhao Ziyang, umbótasinnann sem neyddist til að segja afsér emb- ætti forsœtisráðherra vorið 1989. “ sömu þróunar. Það var hann sem opnaði Kína fyrir vestrænni tækni og fjármagni. Það var snemma í vor að Deng kom í fyrsta sinn ífam opinberlega eff- ir atburðina á Tienanmen-torgi. Þá heimsótti hann Guandong- hérað í grennd við Hong Kong þar sem ffjálslyndi í efnahags- málum er meira en víðast úðk- ast. Þótt harðlínumenn ráði ferð- inni í forystu flokksins verður í ljósi sögunnar litið á þessa heimsókn sem þáttaskil í þessari ffiðsömu þróun. Hún verður tal- in upphafið að endalokum valdaeinokunar Kommúnista- flokksins. Samt er sú stund ekki rannin upp að valdakerfið viðurkenni að þessi þróun sé að eiga sér stað, enda þótt líklegt sé að flokksþingið næsta haust sam- þykki efnahagsumbætur sem munu hraða henni talsvert. Eins og sakir standa er sennilegt að miðstjómarvald færist í auknum mæli út til einstakra héraða, þótt enn haldi forgamlaður Komm- únistaflokkurinn um stjómar- taumana. Samhliða aukinni valddreifingu veikjast tök hans þar til að lokum rennur upp úmi hins endanlega valdaafsals — og þá fylgir markaðsbúskapur- inn í kjölfarið. Dauði einhvers af gamal- mennunum átta sem stjóma Kommúnistaflokknum getur líka valdið straumhvörfum. Þegar þeir taka að hverfa vakna áleitnar spumingar um eiginleg völd flokksins? Getur hann fundið einhvem sem er nógu aðsópsmikill úl að viðhalda þeim? Eða hrynur öll byggingin úl grunna jafnskjótt og hrörleg- ar aðalpersónumar eru á bak og burt? Þama hefur Deng reyndar eitt tromp á hendi — Zhao Ziayng, umbótasinnann sem neyddist úl að segja af sér embætú forsæús- ráðherra vorið 1989. Enn hefur Deng þó ekki fundið hjá sér hvöt til að notast við Zhao og þrátt fyrir margvíslegan orðróm er ekki víst að það verði nokk- um úma. En við dauða Dengs verður Zhao Ziyang affur sá kínverskur stjómmálamaður sem mest er tekið eftir. Hlutverk hans gæti orðið ekki ósvipað hlutverki Dengs eftir dauða Maós. Zhao getur talið sér tvennt úl tekna sem gæú hjálpað honum til að gerbreyta Kommúnista- flokknum. I fyrsta lagi nýtur hann stuðnings þorra Kínveija og í öðru lagi getur hann gert úl- kall til leiðtogahlutverksins í ljósi þess að hann er fyrrum for- sæúsráðherra. En auðvitað mun Kommún- istaflokkurinn ekki breytast af sjálfsdáðum. Því er nauðsynlegt að Vesturlandabúar og Kínveij- ar sem búa í úúöndum þrýsú á um aukin mannrétúndi. En við- skipú Vesturlanda við Kína ættu að vera óhindrað. Það eru ein- mitt þau sem knýja áffam hina fríðsamlegu þróun. Ég er sam- mála þeirri úllögu Bush forseta að Bandaríkin ættu affur að setja Kína í hóp þeirra þjóða sem njóta bestra kjara í viðskiptum, en þó með því skilyrði að gert verði átak í mannréttindamál- um. Höfundur er forseti samtaka sem berjast fyrir lýðræöi iKína. Hann var einn nafntogaðasti kaupsýslu- maður Kínverja áður en hann neyddist til að flýja land eftir fjölda- morðin á Tienanmen-torgi ijúni 1989. fram hefur komið í PRESSUNNI hefur bókin valdið miklu írafári á Breúandi, en þar er meðal annars upplýst um fimm misheppnaðar sjálfs- morðstilraunir prins- essunnar. Talið er að hún hafi veitt Morton aðstoð við samningu bókarinnar, beina eða óbeina. Að sögn Mortons ákvað Dí- ana þó að ganga að altarinu effir hughreysúngar systra sinna, sem gerðu líúð úr gjöf Karls. ,J>etta gengur svona, Duch. Það er of seint að snúa við,“ er hermt að þær hafi sagt við hana, en Duch er gælunafn Díönu innan fjöl- skyldunnar. Morton hefur enn- fremur effir góðum vini Díönu að kvöldið fyrir brúðkaupið hafi hún sagt að sér liði eins og lambi, sem leitt væri úl slátrunar. „Ég vissi það og gat ekkert gert við því.“ Samkvæmt bókinni hefúr Dí- ana verið úlfinningalega svelt frá bamæsku, en reynt að bæta úr því með því að dekra viðstöðu- laust við syni sína, Vilhjálm og Hinrik. Fæðing Hinriks er sögð hafa markað upphaf endaloka hjónabandsins, því Karl ku hafa viljað eignast dóttur öðru ffemur. Prinsinn og prinsessan era sögð lifa aðskildu lífi og noti ekki einu sinni sama bréfsefnið lengur. „Annars vegar telur Dí- ana sig skuldbundna krúnunni og þjóðinni, en á hinn bóginn þráir hún hamingjuna, sem hún á ófundna enn.“ Sérfræðingar í málefhum kon- ungsfjölskyldunnar telja skilnað þeirra Díönu og Karls ólíklegan, en sumir benda þó á að prinsess- an hafi ekki lofað sér neitt eftir júlí, sem er mjög óvenjulegt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.