Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 E R L E N T Carl Bernstein og Bob Woodward eru enn í blaðamennsku. Bernstein vinnur hjá Time Magazine og Woodward er frétta- stjóri hjá Washington Post. Richard M. Nixon: eftir langa útlegð hefur hann hafist tii fyrri virðingar. í dag eru 20 ár liðin frá því fimm útsendarar endurkosning- amefndar Richards Nixon, þá- verandi Bandaríkjaforseta, voru gripnir glóðvolgir við innbrot í flokksskrifstofur Demókrata- flokksins í Watergate-bygging- unni. Blaðafulltrúi Nixons, Ron- ald Ziegler, eyddi tali um málið og sagði það „þriðja flokks inn- brotstilraun". Út af fyrir sig var það rétt, en það kom Alríkislög- reglunni FBI, þingmönnum og blaðamönnum á sporið um fjölda lögbrota embættismanna Nixons. Watergate-málið náði há- marki rúmum tveimur árum síð- ar, eða hinn 9. ágúst 1974 þegar Nixon varð fyrsti og eini forseti Bandaríkjanna, sem knúinn var til afsagnar. Ella er sennilegt að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt að ákæra yrði gefin út á hendur forsetanum og hann settur ffá völdum. STJÓRNKERFIÐ STÓÐST PRÓFRAUNINA Bandaríkjastjóm beið vissu- lega mikinn hnekki fyrir vikið, en eftir á að hyggja varð málið þó frekar til þess að sýna styrk bandarískra stjómarhátta, því sýnt var fram á með óyggjandi hætti að í Bandaríkjunum er eng- inn hafinn yfir lög. Þrátt fyrir að einstakir embættismenn hefðu gerst sekir um spillingu og lög- brot gátu stofhanir ríkisins kom- ið þeim írá án þess að þurfa að seilast utan valdsviðs síns, eins og vafalaust hefði verið nauð- synlegt í flestum ríkjum öðrum. Watergate-hneykslið gerði líka fféttamenn að fféttaefhi, því það er alls óvíst að nokkur hefði orðið nokkurs vísari um málið ef ekki hefðu komið til rannsóknar- blaðamennimir Bob Woodward og Carl Bemstein hjá The Wash- ington Post. Segja má að þeir hafi búið til nýja tegund blaða- mennsku: rannsóknarblaða- mennskuna. Þeir undirstrikuðu jafnframt það hlutverk fjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi að vera gagnrýnir á stjómvöld, þora að spyija óþægilegra spuminga og veita stjómvöldum það aðhald, sem stjórnarandstaðan veitir ekki. Þrátt fyrir það var vitaskuld illt til jDess að vita að Nixon og menn hans skyldu komast jafn- langt og raun bar vitni. Til að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig voru alls kyns lagahömlur lagðar á forsetaemb- ættið, kveðið var mun skýrar en áður á um valdsvið einstakra rík- isstofnana. Þessar aðgerðir, sem áttu að endurvekja traust borgar- anna á stjómkerfinu, virðast þó hafa dugað skammt til þess ama, því enda þótt annað Watergate- mál hafi ekki skotíð upp kollin- um virðast Bandaríkjamenn búnir að fá sig fullsadda á at- vinnupólitíkusum sínum og þunglamalegu ríkisbákni, eins og stuðningurinn við Ross Perot ber glöggt vitni um. Watergate-málið snerist fyrst og ffemst um fyrrgreint innbrot og þátt forsetans í yfirhylmingu tilraunar til að hlera kosninga- skrifstofur demókrata. En í það blönduðust fleiri vafasamar at- hafnir: ólögleg ffamlög í kosn- ingasjóði, peningaþvottur, fyrir- greiðsla gegn framlögum í kosn- ingasjóði, víðtækar hleranir, inn- brot tíl meintra óvina forsetans, neðanbeltíshögg á pólití'ska and- stæðinga og hindranir í vegi op- inberrarannsókna. FLOKKSPÓLITÍSK ÁHRIF SKAMMÆ Áhrif Watergate-málsins á bandaríska pólitík vom þó skammvinnari en margur hugði. Það tafði sveiflu tíl hægri, sem hefði getað fært repúblikönum langþráðan meirihluta í þinginu, en sveiflan kom samt, þótt sex árnm síðar væri. I kosningunum haustið 1972 vann Nixon stórsigur gegn hin- um vinstrisinnaða demókrata George McGovem, þrátt fyrir að þá þegar væm Watergate-böndin farin að berast að Hvíta húsinu. Árangurinn í þinginu sama ár var hins vegar mun slakari en efni stóðu tíl, í þingkosningun- um 1974 unnu demókratar stór- sigur og 1976 vann demókratínn Jimmy Carter forsetakosning- amar. Það var jafnframt í síðasta sinn sem demókratar nutu Wat- ergate, því 1980 var Watergate hætt að skipta máli í flokkapólit- íkinni og Ronald Reagan rúllaði Jimmy Carter upp með jteim af- leiðingum að Hvíta húsið er enn í höndum repúblikana og ekki ósennilegt að það verði það áffam næstu fjögur ár. En fyrir utan að bjarga þing- meirihluta demókrata á áttunda áratugnum hafði Watergate þau áhrif að þungamiðja valdsins færðist frá Hvíta húsinu yfir í þingið, þó svo hún hafi aftur sveiflast yfir og sé nú komin langleiðina heim í hlað Hvíta hússins. Frá því Richard Nixon komst tíl valda í ársbyijun 1969 og tíl loka embættisferils síns stóð hann í stöðugu valdatafli við þingið og hafði yfirleitt betur. Harðast var sennilega deilt um Víemam- stríðið, sem demókrat- ar undir forystu Kennedys höfðu komið Bandaríkjunum í, en höf- uðlaus her demókrata í þinginu vildi losna úr án þess að standa við fyrri skuldbindingar við Suð- ur-Víetnama. Þrátt fyrir það snerust deilur Nixons og þingsins ekki síður um ríkisfjármál. Fyrirrennari Nixons, demókratínn Lyndon B. Johnson, hafði hafist handa við smíði bandaríska velferðarkerf- isins og dælt í það peningum, sem ekki voru alltaf tíl og banda- rískir skattgreiðendur eru að hluta enn að greiða. Nixon þóttí demókratar allt of eyðsluglaðir og beittí forsetavaldi tíl að láta vera að notfæra sér heimildir þingsins tíl ríkisútgjalda. Fram að þessu hafði þessu valdi — sem fyrst og fremst var hugsað tíl að hafa stjóm á fjárlagahalla — afar sjaldan verið beitt. Demókratar brugðust ókvæða við, en fengu afar lítíð að gert. Eftír því sem leið á Watergate- málið og forsetaembættið varð veikara fyrir hóf þingmeirihlut- inn skipulegan valdaniðurskurð forsetans, sem enn eimir eftír af, þrátt fyrir að Ronald Reagan og George Bush hafi unnið nokkuð af þeim völdum aftur og beitt neitunarvaldi sínu af stakri snilld tíl að sveigja þingið tíl liðs við sig. En hvað varð um helstu for- ingjana í Watergate-hneykslinu? Richard Nixon situr á friðarstóli sem einn helsti spekingur Bandaríkjanna í utanríkismálum og ritar um þau greinar í blöð og tímarit (þar á meðal PRESS- UNA). Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun tímaritsins Vanity Fair h'ta 2/3 Bandaríkjamanna á hann sem „stjómmálaöldung, sem beri að virða og taka alvar- lega“. Aðrir þeir, sem tóku út dóm fyrir aðild sína að málinu, eru allir löngu lausir — lengsti dómurinn var fjögur ár. Flestir hafa komið ár sinni bærilega fyrir borð síðan, en enginn hefur aftur farið í pólitík.________ Andrés Magnússon. Watergate-hneyksl ið Hér er Watergate-hneykslinu lýst í aðalatriðum frá innbrotinu í Watergate til afsagnar Richards Nixons. □ ~p*r~‘P5 1972 17. júní Fimm menrt, sem allirtengjast CIA, eru handteknir fyrir innbrot í kosningaskrifstofu demókrata í Watergate. 21. júlí Nixon neitar í krafti embættis slns að afhenda Archibald Cox, sérlegum sak- sóknara málsins segulbandsupp- tökur slnar. 15. sept. E. Howard Hunt Jr. og G. Gordon Liddy, starfs- menn Hvíta hússins, eru ákærðir fyrir innbrotið ásamt mönnunum fimm. 20. okt. Cox er rekinn; Elliot Richard- son dómsmála- ráöherra og næstráðandi hans segja af sér. Fimm mánuðum, fyrir forsetakjörið 1972 var framið innbrot í kosningaskrifstofu demókrata í Washington. Einn innbrotsþjófanna var öryggisvörður fyrir Repúblikanaflokkinn og endurkosningarnefnd Noxons forseta. Þegar málið var rannsakað til hlítar voru gerðar opinberar segulbandsupptökur þar sem fram kom að forsetinn hafði samþykkt og fyrir5kipað yfirhyltytingu málsins. 7. nóv. Nixon forseti sigrar forseta- kosningarnar með yfirburðum. 1974 21. mars Haldeman, Ehrlich man, John Mitchell kosningastjóri og fjórir aörir eru ákæröir fyrir yfir- hylminguna og Nixon er nefndur sem einn samsæris- mannanna. 1973 21. mars Nixon og John Dean lögfræði- legur ráðunautur hans ræða um mútur og vernd tíl að halda hylming- unni áfram. 27. júlí Dómsmálanefnd þingsins sakar Nixon um að hafa staðið ( vegi laga og réttar og mælir með ákæru gegn honum. 30. apríl H.R. Haldeman og John Ehrlichman, aðstoðarmenn Nixons, og Rich- ard Kleindienst dómsmálaráðherra segja af sér, en Dean er rekinn. 9. ágúst Nixon segir af sér, Gerald Ford varaforseti tekur við embætti. 25. júní Dean skýrir öldungadeildinni frá því í beinni útsendingu að Nixon og menn hans hafi framið samsæri til þess að hylma yfir málið. 8. sept. Ford forseti veitír Nixon sakaruppgjöf fyrirfram. Heimiidir: ‘TheFmalDays" eftir Bob Woodward og Carl Bemstein, Facts on File; KRTN.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.