Pressan - 02.07.1992, Side 35

Pressan - 02.07.1992, Side 35
FIMMTUDAGUR MttSSAM 2. JÚLÍ 1992 35 LÍFIO I t T I R VINNU BARIR • Þegar íslenskir drykkjusiðír berast í tal er yfirleitt reifuð taumlaus drykkja og hamslaus hegöan henni samfara. Þetta er vitaskuld sú hlið, sem menn helst taka eftir, en yfirleitt held ég að drykkja sé litlu meiri eða verri en geng- ur og gerist í hinum vestræna heimi. Fyrir nokkrum árum, þegar ekkert fékkst á börum eða í ríkinu nema brennsi og sjenni, fór einhver skríll að reka gífurlegan áróður fyrir því að (s- lendingar færu að temja sér „rauðvíns- menningu", eins og hún væri eftirsókn- arvert takmark í sjálfri sér (alkóhólismi og skorpulifur er hvergi algengari í Evr- ópu en einmitt í rauðvínsmenningar- ríkjunum). Og þegar baráttan um bjór- inn stóö sem hæst þurfti maður að hlusta á fráleitt sífur um að þjóöin myndi breytast í „roligdanskere" við það eitt að geta drukkið löglegan bjór. Tók einhver eftir því aö þetta hefði gengiö eftir? Mönnum hafa nefnilega yfirsést þau augljósu sannindi aö drykkju manna veröur ekki stjórnaö. En þrátt fyrir það vil ég gera tillögu um breytta drykkjusiði. Það er fyrir löngu kominn tími á þaö aö venjulegt fólk flykkist á bari að lokinni vinnu og fái sér eins og einn ískaldan og glerharðan Dry Martini áöur en það heldur heim á leið í kvöldmatinn. Slíkt yrði börum landins mikil lyftistöng, félagslíf fólks utan vinnu og heimilis myndi aukast til muna og vafalaust yrði þetta til þess aö minnka streitu í þessu þjóðfélagi hraöa og spennu. nmvjtiitia Þorvaldur Þorsteinsson Danska nektardansmærin Mette Larsen, sem í sumar ætlar að túra með Skriðjöklum um landið, háttaði sig fyrir gesti Sjallans á Akureyri síðastliðið fimmtudagskvöld og hljóp berrössuð um allan staðinn. Samkvæmt því sem okkur er tjáð fór allt hið besta fram og Mette, Skriðjöklarnir og gestirnir skemmtu sér afar vel. En eyðum ekki dýr- mætu myndaplássi í eitthvert meiningar- laust kjaftæði. PRESSAN/GT Akureyri TRIP A5E ANUM Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir mannfræðingur Hvað ætlar þú að gera um helgina, Ingibjörg? „Eg œtla að eyða helginni á Akureyri með fjölskyld- unni. Aföstudaginn fer ég sennilega í sund og sóla | mig í góða veðrinu. A laug- ardaginn œtla ég út að j horða — ég er ekki húin að | j ákveða hvaða veitingastað- I j ur verður fyrir valinu—pg j síðan œtla ég á hall. A r sunnudaginn flýg ég aftur I l suður og um kvöldið er ég j jj að hugsa um að fara í híó í 1 og sjá Wayne’s World. “ myndlistarmaður (Ibbí talar) „Þetta er skilaboða- skjóðan hjá Ibbí og Þorvaldi. Talaðu í hana þegarþú hefur heyrt píphljóðið og þú hefur skilið eftir skilaboð til okkar. TakkfyrirT POPPIÐ • Stálfélagiö. Við segjum það enn og aftur; þeir eru að verða húshljómsveit Grjótsins. Ekki þaö að þaö sé svo slæmt í sjálfu sér. Hljómsveitin er ágæt. í kvöld ætla þeir að stilla upp og svoleiðis og djamma smá fyrirgesti og reyndar með gestum líka. A föstu- dags- og laugardagskvöldið verður síðan full keyrsla á þeim strákum. Það er líka gaman að skoöa bindasafnið við barinn. • Loöin rottaverðuráTveimurvinum á föstudagskvöldið. Þessi ástsæla gleðisveit. En. Á laugardaginn er sko 4. júlí og þá er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Rottumenn færa sig þá að sjálfsögöu nær USA og verða á Suöumesjunum og spila í Þotunni. Sú þota er samt ekkert á leiðinni til Amríku í tilefni dagsins. Nei nei. Þetta er virðu- legt veitingahús á Suðurnesjum. • KK er nýkominn frá Mallorku hress og endurnærður. Nú um helgina verð- ur hann og bandið hans á Púlsinum en það verður í siðasta sinn í bili sem hann skemmtir á höfuðborgarsvæð- inu. Karlinn er að leggja land undir fót og ætlar að æða blúsandi um landið ásamt sínu fríða föruneyti næstu vikur. • Frjósemisblús. Rjómatertukarlinn Sigurður Ólafsson á Hressó heldur mikla teiti þann 4. júlí. Vinir Dóra ætla að spila með munnhörpuleikaranum Sigurði Sigurössyni og Hirti Howser, Sjón ætlar aö flytja frjósemisdrápu og Sveinbjörn Beinteinsson kveöur. Það vill segja hann segir ekki bless heldur fer hann meö rfmur eöa flytur þær. Árshátíöartónlistin veröur í höndum MÖK-tríósins en það skipa þeir Tóm- as M. Tómasson, HilmarÖrn Hilmars- son og Guðlaugur Óttarsson. Það verður líka fluttur frjósemisgjörningur en það ætla þær Katrín Ólafsdóttir og Margrét Gústavsdóttir aö gjöra. Hilmar Örn verður veislustjóri en hann er bisk- up gnostísk- kaþólsku kirkjunnar yfir íslandi. Einar ðrn Benediktsson verö- ur heiðursgestur en hann mun því miður verða fjarstaddur. Frjósemi, öl og grillmatur. Ef það er ekki eitthvað til að dunda sér við í góða veðrinu og sumarfríinu þá má ég hundur heita. FH Vlf* THY Galleríið hans Knúts Bruun við Tryggvagötuna er örugglega eitt flottasta — ef ekki bara það flottasta—-á landinu. Ógnarstórt og mikið. Á laugardaginn klukk- an fjögur opna þar samsýningu þrír kunnir myndlistarmenn; Grétar Reynisson, Jón Axel Björnsson og Sigurður Örlygs- son. A sýningunni, sem stendur út júlímánuð, sýnir hver þeirra Sumir yngjast með árunum, en yngispiltur þessarar viku hefur á hinn bóginn svo sannarlega látið á sjá. Barnslegt sakleysið var reyndar farið að dvína þegar Ásmundur Stefánsson Iét undan framagirninni í fyrsta skipti með þeim sérkennilega hætti að bjóða sig fram í stjórn Framtíðarinnar, málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík. Engan hefði þá órað fyrir hvað framtíðin myndi raunverulega bera í skauti sér. Æskumaðurinn jakkafataklæddi og bindisvafði breyttist í fremur ótót- legan verkalýðsforingja með rytjulegt skegg, sem aldrei myndi hnýta á sig bindi þó að líf lægi við. nokkur stór og kröftug verk sem ugglaust koma til með að njóta sín vel á veggjum Listmunahúss- ins. I salnum á annarri hæðinni verða lika til sýnis og sölu verk eftir íslenska samtímalistamenn. Ekki galið að kíkja þama inn á röltinu í góða veðrinu. Grétar, Siguröur og Jón Ax- el. Alit stór nöfn í íslenska myndlistarheiminum í dag. • Frumskógaredda heitir sveit sem við kölluðum víst Frumskógargreddu um daginn, enda finnst okkur þaö miklu betra nafn. En það veröur ekki á allt kosið. Það er náttúrlega ekki nema maðurinn á Grjótinu, sem sagði okkur aö bandið yröi þar á sunnudaginn, hafi bara verið svona hræðilega teprulegur og ekki þorað að segja g-ið. Við von- um það. VEITINGAHÚS • í einu elsta húsi Hafnarfjarðar er veitingastaðurinn Fjörukráin. Og viö ætlum ekkert að vera að draga þaö að segja að maturinn á Fjörukránni er hreint frábær. Og ekkert tiltakanlega dýr heldur. Staðurinn er smekklegur og vinalegur aö innan, út um allt eru fallegir munir sem minna á sjósókn og allt sem henni tengist og á veggjunum hanga fínar myndir frá sjónum. Stemmningin er öll frekar lágstemmd og þjónustan alúðleg og þægileg. Og eins og áöur segir er maturinn hreint afbragð. Sjávarréttafantasía, til dæm- is, kostar ekki nema rétt rúmlega 1,200-kall og er hreint stórgóð þannig að veröið ætti ekki að skapa teljandi vandræði fyrir fólk, stórsteikur eru nátt- úrlega mun dýrari en maöur svitnaöi samt ekkert við aö lesa veröið. Vínúr- val er ágætt, að minnsta kosti gat sá er þetta skrifar ekki séð annað en er þó ekki mikill sérfræðingur í vínum. í tengslum við Fjörukrána er rekið fyrir- bæri sem heitir Fjörugarðurinn og eftir míðnætti er stemmningin þar aftur á móti alls ekkert lágstemmd. Það sem þar fer fram er bara venjulegt ís- lenskt fyllerí. En það finnst nú æði víða og fylleríið á Fjörugarðinum er ekkert verra en annarstaðar og því ágætt sem slíkt fyrir þá sem svoleiðislagað Reykingum í bíó að þær verði að minnsta kosti leyfðar í einum sal af þeim 25 sem eru í bíóunum Gróðurhúsaáhrifum þau auka hitann á íslandi og gera þjóðina bjartsýnni Fimm réttum tölum í iót- tóinu Hefur svipuð áhrif en ekki eins víðtæk Jarðarförum á Hard Rock Það yrði viss tilbreyting frá endalausum afmælissöngvum Að kjaradómur útskýri niðurstöður sínar til dæmis með því að ganga í hús og skýra þær út fyrir fólki | augliti til auglitis Danir og allt sem danskt er; rauðkál, aulahúmör, Uffe Elle- man, drykkjuvísur, Tuborg, An- ton Berg og London Docks. Fyrst slógu Danir í gegn með því að framkvæma í verki það sem enska hefur aðeins dreymt um. Það er að segja „Up yours, Del- ors“ og fella Maastricht-sam- komulagið. Þetta var drauma- staða fyrir þjóð; litli maðurinn sem lætur ekki segja sér fyrir verkum. Davíð gegn öllum Gol- íötum þessa heims. Og síðan kórónuðu þeir Davíðs/Golíats- leikþáttinn með því að fella kvikindið í Evrópukeppninni í fótbolta. Fyrst Frakkland Delors. Síðan Holland, þar sem evr- ópska viðskipta-frjálslyndið á sjálfsagt upptök sín. Og loks sameinað Þýskaland og tilvon- andi drottnara Evrópu. Eftir þetta getur maður öðlast hlut- deild í danska sigrinum með því að sötra Gammeldansk, hlusta á Kim Larsen og sletta pínulítið dönsku. Og ekki er verra ef mað- ur getur dregið einn danskan for- föður fram í dagsljósið. Það gef- ur fullt tilefni til að taka upp smáhreim. Fita. Kannski er ekkert jafn- púkalegt og þessi hvíti vefur. Og gildir einu hvar hann safnast fyr- ir. Á maga, rassi eða læmm. Og ekki er hann skárri á hnakkan- um. Eða á því fólki sem tekst að fitna á bakinu, kinnunum eða puttunum. Ekkert er verra. Nema ef vera skyldi megmn. Það er aumasta ástand mannskepnunn- ar. Aumara en alkinn sem ætlar að hætta að drekka á morgun. Aumara en fjárglæframaðurinn sem slær enn einn víxil sem hann getur aldrei borgað. Aumara en stjómmálamaðurinn sem ætlar að fylgja samvisku sinni en svík- ur hana í hundraðasta sinn. Og þó. Þeir sem hafa pmfað að vera feitir segja það ágætt. Eini gall- inn sé að þeir vilji vera grannir. Ef þessi löngun væri ekki til staðar væri það fínt. Að sömu niðurstöðu hafa sífullir alkar, bí- ræfnir fjárglæframenn og at- vinnupólitíkusar komist. Ef þú getur ekki sigrast á þér þá skaltu sætta þig við þig.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.