Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLÍ 1992 r Y R S T & F R E M S T Tfu manns sóttu uni stöðu framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs. Stjórn sjóðsins hefur sveipað þagnarhjúp um málið, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum PRESSUNNAR var meðal umsækjenda engin önnur en Bryndís Schmm, ráðherrafrú með öðru. Þetta vakti ekki síst alhygli í ljósi þess að Bryndís hefur marglýst yfir að það sé fullt starf að vera ráðhen'afrú og hefur ekki gefið sér tíma fyrir margt annað undanfarið. Blaðið reyndi að ná tali af Bryndísi til að forvitnast um hvort álagið hafi ntinnkað, en hún var þá stödd í flugvél á leið frá Ítalíu til Finnlands ásamt eiginmanni sín- um. Meðal annarra umsækjenda má nefna Laufeyju Guðjónsdótt- ur sem sér um innkaup á erlend- um nryndum fyrir Sjónvaipið og hefur setið í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs. Leiða rná lík- ur að því að Hrafni Gunnlaugs- syni stjómarmanni og fóstbróður hans Friðrik Þór Friðrikssyni væri það ekki á móti skapi að Laufey hreppti stöðuna. Auk Bryndísar keppir hún meðal annan'a við Björn Björnsson, auglýsingateiknara og fyrrum starfsmann Stöðvar 2, og Sig- TíikynnifH, »<und Öm tiwtóidK »«ii» «« A r n - «S twía »«f kt. 14Ö753-2379 m#m úirgir Sícókwaw, Vöfiíarsötu kt, 121170-4199. Amar Urðarhoht 30, kt. 200562-2169- Sáuurður HóJmor Karteaon, tmm&Sto ■ kl, 060261-2459. övsr SiourAaaon, ÞóruUtö 4, tt. 110263-2289. Maonés fönertœoft, Haínargötu IO.mmbi kl 090949-4419. Sgurve*g týsutoa kl. 310182-4349. kt, 25Ó«5Ö-2893, Þorbjöm Asftnmámon. Tómas, kt 281047-6639. Óii íétomn Pmmtsoo, Sargarhtó kt 0807524929. Trysffw*»a»« 4ðaJ»írr fct 010750-3509. m Kr. Kmtírntsöo, Ö«sta«evöf kt. 111053-5029. <3eír omrsson, Háateínswr k». 180684-5039. Ingóffur Ö£ál8&on. ftjúputeííí 36, kl. 300371-5664. Jáhenr, S. Ótetsíwm. WjarOaföOtu 5. kt. 160984-2439. Pm&? tyrm Serry, itetðorfrvmrími kt 2410594Í349. Höioi Utfsaon, Aíftsmýti ÍO, kt. 011245-3909. OjamOór H. Svemssöo, TjawOarsCfsait 4, fct, 030957-4853. Óisf Giwnm, iMnsrgötú 28, fct. 0907S3-7329. Hsfiiðí Steíosrasor., Riómrte* 36, kt grímsson hægri hönd Sveins Ein- arssonar dagskrárstjóra á Sjón- varpinu. Eftir hefðinni sóttist Oskar Nafnleyndar einnig eftir stöðunni. Auk Flrafns Gunnlaugssonar sitja í stjórn Kvikmyndasjóðs Ragnar Arnalds, sem er formað- ur, Edda Þórarinsdóttir, Lárus Ýmir Óskarsson og Friðbert Pcilsson. Búast má við að stjóm- in skili sinni tillögu eftir helgina, Leið á uppvaskinu og hætt að vera ráðherrafrú? Bryndís Schram vill fá að stýra Kvik- myndasjóði. en það er menntamálaráðhen'a, Ólafitr G. Einarsson, sem á síð- asta orðið. Enginn veit hvern hann ræður — nema hvað það verður næstum örugglega ekki sá sem stjómin mælir með. Auglýst eftir hluthöfum LÖGMNG HF. tOOFWÆtH 0® íZíphoit' 5«, stmt msmra. Lögfræði- og innheimtuþjónustan Lögþing hf., óskaði eftir því í Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag, að nafngreindir einstaklingar hefðu samband við fyrirtækið. Er- indi fyrirtækisins við fólkið er ekki gefið upp. Með starfsemi Lögþings í huga þurfa menn þó varla að geta sér til um að þarna eru skuldunautar þess á ferð. ^ Framkvæmdastjóri Lögþings hf. er Guðjón Kristbergsson, Kelduhvammi 3, en stofnendur eru: Arni Már Jensson, stjómarformaður, Fjölnisvegi 16, kt. 230459- 3049. Iðunn Angela Andrésdóttir, með- stjórnandi, Fjölnisvegi 16, kt. 051051- 2519. Sigurberg Guðjónsson, meðstjórn- andi, Hverafold 134, kt. 110347- 2519. Pétur Ivarsson, varamaður í stjórn, Fjölnisvegi 16, kt. 140870-6099. Bjarney Njálsdóttir, Hverafold 134, kt. 070947-4479. „Það er kominn tími til áð Halldór Jónatansson fari að reka Landsvirkjun með einhverju lagi og láti fátækt fólk og fyrirtæki á strönd- inni í friði.“ fyrirtæki sitt með einhvetju lagi og láti fátækt fólk og fyrirtæki á ströndinni í friði. Ef eðlilegar greiðslur fyrir rafmagnið standa ekki undir stórframkvæmdum Landsvirkjunar geta þeir bara borgað þær úr eigin vasa. Sam- kvæmt skattskýrslum hefur Halldór að minnsta kosti laun á við þrjá kjaradómsbætta þing- menn og ætti því ekki að verða skotaskuldúrþví. Annars er það hálf-leiðinlegt fyrir undirritaðan að þurfa að draga fram í dagsljósið þátt Hall- dórs Jónatanssonar í Bíldudals- hmninu. Sömu menn og nú vilja ræða málið við Landsbanka- menn en fá ekki; þ.e. þingmenn Vestfjarða, gengu einmitt hvað vaskast fram í því að berja á Halldóri fyrir okrið þegar dregið var fram hverslags sæld væri að frysta fisk í Esbjerg. Nú þegja þeir hins vegar þunnu hljóði yfir þætti Landsvirkjunar og vilja skamma Landsbankann. Það er því eðlilegt að spyija þessa menn hvort það sé sök bankans þótt hann hafi nauðbeygður þurft að lána Bflddælingum fyrir raf- magninu sínu. Atti hann að láta þá híma í myrkri, ófæra um að frysta nokkum fisk? Nei, það er kominn tími til að þingmenn Vestfjarða halda þræði í byggðapólitík sinni og láti Halldór og félaga hjá Lands- virkjun heyra það. AS Telur þú að ríkið eigi að bjarga hraðfrystihúsi Bíldudals frá gjaldhroti? Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunnar Landsvirkjunar-púkinn fitnar á frystihússaokrinu HANNES H. GISSURARSON lektor „Nei. Fólk á að búa þar sem það vill á eigin kostnað og ábyrgð. Ríkis- valdið hefur það hlutverk að setja þjóðfélaginu al- mennar leikregl- ur en á ekki beita sérstökum aðgerðum í hvetju nýju tilfelli. Eitt hugsanlegt afbrigði af byggðarstefnu stjómvalda væri þó að losa fólk úr byggðagildr- um með því að kaupa eignir þess og gera þeim þannig kleift, að flytjast til annarra svæða þar sem meiri atvinnu er von. Ég vil leggja áherslu á það að lokum, að ég tel óviðeigandi að þjóð- kirkjan sé misnotuð á kostnað skattborgaranna eins og í þessu máli.“ GUÐMUNDUR MAGNUSSON prófessor „Svar mitt er neikvætt þó að ég þekki málið ekki til hlítar. Það hlýtur að ; vera hlutverk viðkomandi banka, að meta hvort vænlegt sé að lána fýrirtæki fé eða ekki. Rík- isvaldið á að móta almenna byggða- og fiskveiðistefnu sem tekur til atvinnulffsins og þjóð- félagsins í heild. Það á hins veg- ar ekki að grípa til sértækra ráð- stafana í ólíkum tilfellum. Menn em oft haldnir þeim misskiln- ingi að þó að fyrirtæki leggi upp laupana, sé allt glatað. Raunin er yfirleitt sú, að nýjir aðilar hefja rekstur á nýjum og oft hag- kvæmari forsendum." Þá er komið í ljós að Halldór Jónatansson og aðrir stjómendur Landsvirkjunar hafa komið Bfldudal á hausinn. Eða hvað á maður að halda? Það er að minnsta kosti nýbúið að draga fram í dagsljósið hvurslags okur- kjör Landsvirkjun hefur boðið sjávarútvegsfyrirtækjunum hringinn í kringum landið. Þau þuifa að borga margfalt meira en samskonar fyrirtæki í Esbjerg á Jótlandi. Og furðar víst engan þótt Hraðfrystihús Bfldudals láti undan okrinu. Það getur einfaldlega ekki gengið að lítil frystihús í fá- mennum byggðai'lögum séu lát- in standa undir virkjun Blöndu, laxveiðiferðum æðstu yfirmanna Landsvirkjunnar og öðrum stór- framkvæmdum þess fyrirtækis. Og er það þeirra sök þótt þessurn sömu stjómendum hafi ekki tek- ist að selja þá raforku sem þeir hafi búið til? Eiga þau að standa sU'aum af sölutúmm til Evrópu? Eiga þau að borga hingaðkomur útlendra álfursta? Nei, það er kominn tími til að Halldór Jónatansson og félagar hans í Landsvirkjun fari að reka GUÐRÚN HELGADÓTTIR Alþingismaður „Svar mitt hlýt- ur að vera nei, en ekki að ór- annsökuðu máli, því ég tel að hér sé um stjórnunar- vandamál að ræða. Til dæm- is stendur næsta byggðarlag við, ísafjörður, styrkum fótum, en á Bolungarvík er sama ástandið og í Bfldudal. Ríkisstjóminni ber að rannsaka rekstrargrund- völl fyrirtækja áður en hún veitir fjármagni til björgunaraðgerða. Ég hef fulla samúð með íbúum Bfldudals en mörg önnur byggðarlög eru í sömu stöðu. Rfldsvaldið getur ekki komið til bjargar fyrr en ljóst er hvort þær 800 milljónir, sem þegar hafa verið lánaðar til byggðalagsins, verði einhvern tímann endur- greiddar. Ég ítreka að ég tel að kvótasamdráttur sé ekki valdur að þessum vanda, heldur sé hér eins og svo víða annars staðar, um stjómunarvanda að ræða. Landsbankinn afskrifaði 1.800 milljónir á síðasta ári og slíkt getur ekki haldið áffam. Rflds- valdið á því ekki að láta til sín taka fyrr en ömggt er, að gmnd- völlur sé fyrir rekstri." BJÖRN GRÉTAR SVEINSSON formaður VMSÍ ,Jvlín skoðun er og hefur alltaf verið sú, að í til- fellum sem þessu sé stjórn- völdum skylt að grípa inn í, þó að það kalli á sér- tækar aðgerðir. Á Bfldudai er einfaldlega of mikið í húfi, til að ríkisstjómin geti setið aðgerðalaus hjá.“ GUNNLAUGUR S. GUNNLAUGS- SON framkvæmdastjóri „Nei, Því ég tel að sá tími ætti að vera liðinn, að ríkisvaldið hafi afskipti af rekstri einstakra fyrir- tækja. Við þurf- um að komast upp úr hjólfari ríkisafskipta og leysa aðsteðj- andi vanda á fijálsum markaði, þ.e. með frjálsum samningum banka og atvinnurekenda. Bankar og önnur fjármálafyrir- tæki eiga að meta lánstraust fyr- irtækja. Þannig minnka líkumar á að fjánnagni sé dælt inn í fyrir- tæki sem eiga enga framtíð.“ BRYNDÍS VILL í BÍÓMYNDIRNAR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.