Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLI 1992 15 Áður Innkaupasamband bóksala nú IB-Blaðadreifing: Þegar Guðmundur H. Sigmundsson, fjölskylda og meðeigendur stofnuðu IB-Blaðadreifingu hf. voru eignir Innkaupasambands bóksala lagðar fram sem hlutafé. Seinna var nafni Innkaupa- sambandsins breytt, hlutafé þess í IB-Blaða- dreifingu selt fjölskyldunni en gamla fyrirtækið sett eignarlaust á hausinn. MEBSKUJI Gamla bóka- og blaðadreif- ingarfyrirtækið Innkaupasam- band bóksala hf. er nú starfrækt í Reykjavík undir nýju nafni eft- ir að eigendur félagsins höfðu losnað við 30 milljóna króna kröfur með því að koma eignum þess yfir á nýtt fýrirtæki en láta það gamla fara á hausinn. Arki- tekt þessarar eignatilfærslu er Guðmundur H. Sigmundsson, titlaður bóksali, sem sjálfur er nýstiginn upp úr persónulegu, en eignarlausu, þrotabúi upp á 70 milljónir króna að núvirði. Auk gjaldþrota hans og gamla Innkaupasambandsins hafa að minnsta kosti þrjú önnur hluta- félög Guðmundar farið í gegn- um gjaldþrotameðferð að und- anförnu; Tölvuland, Bókabúð Braga hf. og Sigmundsson hf. FORSPRAKKIBJÖRGUN- ARAÐGERÐANNA SJÁLF- UR í SKIPTUM Innkaupasamband bóksala hf. var upphaflega stofnað 1956, en á síðari tímum komst það í meirihlutaeigu Guðmundar og fjölskyldu og tók eiginkona Guðmundar, Ragnhildur Bend- er, við framkvæmdastjóm fyrir- tækisins, en bróðir hennar. Axel Bender, varð stjómarformaður. Þetta mun hafa verið snemrria árs 1989. Þá var fyrirtækið illa statt og ljóst er að nýir eigendur tóku við miklum skuldum. Um leið rak Guðmundur Tölvuland og Bókabúð Braga við Lauga- veg og gekk reksturinn þar sömuleiðis illa. Guðmundur var persónulega úrskurðaður gjaldjjrota í maí 1990 og á svipuðum tíma hófust aðgerðir til að „bjarga" Inn- kaupasambandinu. I júní 1990 var stofnað fyrirtækið IB- Blaðadreifing hf. í stofnsamn- ingi kom fram að hlutaféð væri 10 milljónir og að þar af legði Innkaupásamband bóksala hf. 4.5 milljónir. Hlutafé þetta greiddi Innkaupasambandið með því að leggja fram eignir upp á 10.6 milljónir og láta nýja félagið yfirtaka skuldir upp á yf- ir 6 milljónir — mismunurinn var 4.5 milljónir. Þar með var gamla Innkaupasambandið skil- ið eftir eignarlaust og búið að ráðstafa hluta skulda þess til nýja félagsins. BIRGIMR, BÍLAR OG BÚN- AÐUR UPP Á 10.6 MILLJ- ÓNIR Skuldimar sem nýja félagið yfirtók voru 2ja milljóna króna yfirdráttur á tékkareikningi í Landsbankanum, 3.5 milljónir í víxlum samþykktum til Lands- bankans og 650 þúsunda króna skuld við Ingvar Helgason hf. vegna Nissan bifreiðar. Við- skiptin í Landsbankanum munu hafa farið fram í útibúinu í Mjóddinni, hjá Bjama Magmís- syni, sem PRESSAN hefur nokkrum sinnum áður fjallað um af öðmm tilefnum. Eignimar, sem gamla félagið lagði í hið nýja, voru „birgðir erlendra blaða“, sem metnar vom á 2.85 milljónir, sendibif- reið og fólksbifreið upp á sam- tals 1.6 milljónir og svo tölvur, tæki, búnaður og dreifikerfi sem metið var á 6.15 milljónir. Auk þess sem Innkaupasam- bandið gamla var með þessu móti skráð fyrir 45 prósentum hlutafjár í nýja félaginu var Hilditr Guðmundsdóttir, tvítug dóttir Guðmundar, skráð fyrir 1.2 milljónum eða 12 prósent- um og Ragnhildur Bender, eig- inkona Guðmundar, skráð fyrir 300 þúsundum eða 3 prósent- um. Þá var samstarfsfólk Guð- mundar, Hörður Reginsson og Margrét Ragnarsdóttir skráð fyrir samtals 1.8 milljónum króna eða 18 prósentum. Hvorki Ragnhildur, Hildur, Hörður né Margrét lögðu fram krónu til íyrirtækisins í reiðufé. Þeirra framlag var allt metið í búnaði eða þekkingu. Ragnhild- ur lagði þannig fram hugbúnað og tæki, Hildur skrifstofuáhöld, tæki og búnað, Hörður skrif- stofuáhöld, tæki og búnað og Margrét lagði fram „markaðs- ráðgjöf og erlend viðskiptasam- bönd.“ FJOLSKYLDAN OG LAGAR KEYPTU FÉ GAMLA FÉLAGSINS Síðari hluta sama árs vom þijú hlutafé- lög tengd Guðmundi og Ragnhildi úrskurðuð gjaldþrota; B. Braga hf„ Tölvuland hf. og Sigmund hf. Á meðan þrotabú Guð- mundar og hlutafélaganna þriggja vom til meðferðar vom fleiri breytingar í undirbúningi hjá hjónunum. Næsta verkefni á dagskrá var að breyta nafni gamla fyrirtæk- isins til að halda gamla nafninu og viðskiptavildinni að baki þess í ömggri höfn. Það var gert í desember 1990 og þá var nafn- inu breytt úr Innkaupasambandi bóksala hf. í Innkaup og sala hf. í september 1991 barst hluta- félagskrá yfirlit um hlutafé í IB- Blaðadreifing hf. Þá kom í ljós að 4.5 milljóna króna hlutur Innkaupasambandsins gamla var horfinn og hann ekki skráð- ur á nafn Innkaupa og sölu. 3 milljóna króna hlut hafði eignast Raymond Darking Barwick, 700 þúsunda króna hlut Amtek hf„ sem stofnað var í mars 1990 meðal annars af Tölvulandi, 300 þúsunda króna viðbótarhlut hafði Hildur Guðmundsdóttir eignast og sömuleiðis Hörður Reginsson og loks hafði nýja fé- lagið sjálft bætt við sig 200 þús- unda kióna hlut. Eftir því sem næst verður komist er Raymond þessi lög- fræðingur í Englandi og eigin- maður Margrétar, en hún er skráð til heimilis í Englandi. Þá er Hörður í fjölskyldutengslum við Guðmund og Ragnhildi, er með sama heimilsfang og þau. Hildur, Hörður og Ragnhildur em nú til samans með 33 pró- sent í fyrirtækinu og Margrét og Raymond með 36 prósent. FIMM ÞROTABÚ OG KRÖFUR Á ANNAÐ HUNDRAÐ MILLJÓNIR I janúar 1991 urðu skiptalok í persónulegu þrotabúi Guð- IB-Blaðadreifing er starfrækt á jarðhæðinni á Suðurlands- braut 32. Þegar starfsmenn urðu Ijósmyndara Preesunnar varir var í skyndi dregið fyrir glugga fyrirtækisins. mundar H. Sigmundssonar og fundust engar eignir upp í kröf- ur sem verða að teljast háar þeg- ar um einstakling er að ræða. Þær vom á upphafsdegi skipta 63,1 milijónir króna eða um 70 milljónir að núvirði. I kjölfarið fylgdu skiptalok í þrotabúum hlutafélaganna þrig- gja, sem áður vom talin upp. I engu tilfellanna fundust eignir upp í kröfur. Þær vom tæpar 4 milljónir að núvirði í bú Tölvu- lands, og tæplega 20 milljónir í bú B. Braga hf. en vegna þess að allt er í hers höndum á sýslu- mannsskrifstofunni í Reykjavík tókst ekki að afla upplýsinga um heildarkröfur í þrotabú Sig- mundssonar hf. En þar með var gjaldþrota- hrinunni ekki lokið, því enn var eftir að afgreiða gamla Inn- kaupasambandið, sem nú hét Innkaup og sala hf. Það hlutafé- lag var úrskurðað til gjaldþrota- skipta í febrúar 1992 og tók það Sigríði Logadóttur bústjóra ekki langan tíma að klára dæmið. Aðeins 4 mánuðir liðu að skiptalokum og þá var ljóst að engar eignir voru fyrir hendi upp í heildarkröfur upp á 30 milljónir króna. Nú er fyrirtækið IB-Blaða- dreifing hf. rekið á Suðurlands- braut 32 og mun reksturinn ganga vel, enda óþægilegar skuldir horfnar. I sama húsnæði er rekstur Amtec hf. sem Tölvu- land tók þátt í að stofna í febrúar 1990, nokkm áður en Tölvuland var úrskurðað gjaldþrota. Til- gangur Amtec og Tölvulands var hinn sami; sala á tölvum og tölvubúnaði ásamt viðgerðum og annarri þjónustu. Stefán Ól- afur Kárason stjórnarmaður í Tölvulandi er nú stjórnarfor- maður og framkvæmdastjóri Amtec. Friðrik Þór Guðmundsson uuuruarcibm 17.05.83: Tölvuland hf. stofnað. 15.01.88: B. Braga hf. stofnað. 15.10.88: Sigmundsson hf. stofnað. 21.04.89: Nýr meirihluti Guðmundar í Innkaupasam- bandinu. 21.05.90: Guðmundur Sigmundsson úrskurðaður gjaldþrota. 28.06.90: IB-Blaðadreif- ing hf. stofnað. 23.10.90: B. Braga hf. úr- skurðað gjaldþrota. 20.12.90: Tölvuland hf. úrskurðað gjaldþrota. 20.12.90: Sigmundsson hf. úrskurðað gjaldþrota. 31.12.90: Innkaupasam- bandið gamla breytist í Inn- kaup og sölu ht'. ??.09.91: Eignarhalds- breytingar á IB-Blaðadreif- ingu hf. 29.01.91: Skiptalok í þrotabúi Guðmundar Sig- mundssonar. 13.09.91: Skiptalok í þrotabúi Tölvulands hf. 19.09.91: Skiptalok þrotabúi B. Braga hf. 20.11.91: Skiptalok f þrotabúi Sigmundsson hf. 03.02.92: Innkaup og sala hf. úrskurðað gjaldþrota. 09.06.92: Skiptalok í þrotabúi Innkaupa og sölu hf.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.