Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLÍ 1992 21 E R L E N T Þegar Unterwe- ger slapp úrfang- elsinu barst hann á eins og spjátr- ungur, kom fram í ótal sjónvarps- viðtöium og lét taka af sér mynd- ir, vöðvastæltum og tattóveruðum. Núorðið er hann ekki kallaður annað en ,Jack kyrkjari" í dag- blöðunum í Vínarborg. En það er ekki langt síðan hann var ljúf- Iingur menningarvitanna í borg- inni, sem nú eru heldur skömm- ustulegir. Hann hafði reyndar orðið uppvís af því að myrða konu og var dærndur fyrir það í ævilangt fangelsi 1976. En í fangelsinu skrifaði hann nokkrar bækur og eina skáldsögu sem náði talsverðri hylli; bókina kall- aði hann Hreinsunareldurinn eða ferðalag ífangelsi. Farin var mikil herferð ti! að fá Jack Unt- erweger lausan, rétt eins og þeg- ar franskir menningarvitar börð- ust fyrir frelsi Jean Genets fyrir 40 árum og Norman Mailer fyrir frelsi morðingjans Jack Henry Abbotts fyrir einum tíu árum. Báðir höfðu þeir skrifað bækur í tukthúsinu; Genet braut aldrei af sér framar, Abbott lagði strax út á glæpabrautina aftur. Unterweger gekk hnarreistur út úr fangelsinu í maí 1990. Hon- um var mikið hampað og vel- gengni hans var dæmalaus. Hann seldi kvikmyndaréttinn að bókinni sinni fyrir einar 8 millj- ónir íslenskra króna. Leikhúsin sýndu eftir hann verk sem fjöll- uðu um lífið bak við múrana. Hann veitti ótal viðtöl og var eft- irsóttur í sjónvarpi. Hann var tal- inn fyrirtaks dæmi um það hvemig glæpamaður gæti aðlag- ast samfélaginu — ef hann að- eins fengi tækifæri til. Hann bað- aði sig í frægðinni. Hann lé' taka af sér myndir, tattóveruðum og vöðvastæltum. Hann var alltaf óaðfinnanlega klæddur, en þó dálítið spjáUungslegur, í dýrum jakkafötum og litríkum silki- skyrtum. Hann keyrði um í sportbíl og á númeraplötunni stóð,JACKl“. I sléttu og felldu andliti hans mátti þó oft greina þreytumerki eftir langar nætur, stundum með- al spássíufólks og — vændis- kvenna. Því Unterweger virðist aldrei hafa getað staðist heim vændiskvennanna, áður en hann var fyrst handtekinn fyrir morð hafði hann þegar verið ákærður fyrir að hafa misþyrmt vændis- konum. VÆNDISKONUR FINN- AST MYRTAR Þetta er umhverfi sem hann þekkir ffá bemsku. Unterweger fæddist 1950,sonurausturrískrar vændiskonu og bandarísks her- ntanns sem hann hitti aldrei. Afi hans sem var drykkjusjúkur ól drenginn upp með aðstoð frænku, sem einnig var vændis- kona. Á unglingsárum varð hann melludólgur, þjófur og ofbeldis- maður sem skemmti sér við að Stuð í Scala Það er ekki seinna vænna að panta miða í Scala-óperuna í Mílanó ef menn hyggja á Italíuför á næsta ári, því á fjölunum verður „stóra tenór- atríóið", Luciano Pavarotti, Placido Domingo og Jose Carreras. í La Scala verða fjórar nýjar uppfærslur auk áframhalds frá síðasta ári á Don Giovanni eftir Mozart og Fals- taff eftir Verdi. Pavarotti, sem ekki hefur sungið í Scala síðastliðin fjög- ur ár mun bæði syngja í Pagliacci og Don Carlo, þó svo miðað við vöxtinn ætti hann vafalaust betur heima í Falstaff. ganga f skrokk á fólki. I desember 1974 læsti hann svo Margarete Schafer, 18 ára gamla vændiskonu, inni í bíl og neyddi hana til að fara úr fötun- um. Síðan misþyrmdi hann henni og kyrkti hana með brjóstahaldara. Unterweger notaði æsku sína sem efnivið í sögur sínar og sjálfur útskýrði hann glæpinn með svofelldunt orðum: „Á þessu augnabliki dauðans sá ég í anda móður mína og ég vissi að ég yrði að drepa.. Þá tóku að finnast myrtar vændiskonur víða í Austurríki. Sú fyrsta nálægt Graz. Það var Briinnhilde Masser, 39 ára, sem var kyrkt í október 1990. Tveim- ur mánuðum síðar fannst Heide Hammerer kyrkt nálægt Breg- enze. Hún var 31 árs. I mars 1991 Elfriede Schrempf, 35 ára gömul kona, sem fannst í skógi við Graz. Þvínæst Sabine Moitzl, 25 ára, Sylvia Zagler, 23 ára, og Karin Eroglu-Sladky, 25 ára — allar fundust þær kyrktar í V ínar- skógum vorið 1991. Af sjöundu vændiskonunni, hinni 32 ára gömlu Reginu Prem hefur hvorki sést tangur né tetur síðan hún hvarf í Vínarborg í apríl 1991. Hann hringdi í blöðin og hélt fram sakleysi sínu og gekk meira að segja svo langt að hringja í sjálfan lögreglu- stjórann. Lögreglan taldi einsýnt að konumar hefðu verið myrtar af sama manninum. Hún leitaði að flökkumorðingja; á endanum bárust böndin að Jack Unterwe- ger. Hann var yfirheyrður tví- vegis, en tókst að leggja fram íjarvistarsannanir. Framburður vitna var fullur af þversögnum, lögreglunni varð lítið ágegnt. UNTERWEGER FLÝR MEÐ UNGRI KÆRUSTU En þegar þriðja yfirheyrslan blasti við tók Jack Unterweger LÍKA MORÐ í LOS ANGE- LES Nú tók málið hins vegar nokk- uð óvænta stefnu. Alþjóðalög- reglan Interpol gerði lögregluyf- irvöldum í Los Angeles viðvart um að Unterweger hefði dvalið í borginni írá 11. júní til 16. júlí 1991, eða árið áður. Þangað hafði hann komið til að safna efni og meðal annars fengið að sitja í lögreglubíl sem keyrði um skuggahverfi Los Angeles. Hon- um hafði ekki litist betur á ástandið en svo að hann skrifaði að þar væm hafðar að háði og spotti ungar konur sem leituðu að frægð og frama, en döguðu uppi á götunum, í fátækt, háska og vændi. Þegar nánar var að gáð kom- ust lögreglan í Los Angeles að því að líklega hafði Unterweger lagt sitt af mörkum til þessa ástands. Það vom einkum þrjú tilfelli sem skáru í augu: Shann- on Exley, 35 ára, sem fannst myrt í runna 20. júní; Irene Rodriguez, 33 ára, sem fannst í austurhluta borgarinnar 30. júní; og Peggy Jean Booth, 26 ára, sem fannst í kjarrgróðri vestan borgarinnar 10. júlí. Allar vom þær vændiskonur sem störfuðu á götum úti. Allar vom þær kyrktar í nærfatnaði og alltaf vom ummerkin mjög svip- uð því sem var í morðunum í Austurríki, svo keimlík að ólík- legt er að um tilviljun sé að ræða. OG í TÉKKÓSLÓVAKÍU Unterweger sat í bandarísku fangelsi í þrjá mánuði meðan embættismenn þráttuðu um hvar mál hans skyldi rannsakað. Austurríkismenn höfðu betur og 27. maí var Jack Unterweger framseldur til heimalandsins og settur í fangelsi í Graz. Hann hef- ur ekki enn verið ákærður fyrir morðin í Los Angeles. Rann- sóknin þar heldur áfram, en að líkindum verður hann aldrei dreginn fyrir dóm í Kalifomíu. 1 Austurríki segja nefnilega lög að ekki megi framselja menn til landa þar sem dauðarefsing er í gildi. Hins vegar geta Austurríkis- menn ákært þegna landsins fyrir glæpi sem em framdir á erlendri gmnd. Sú regla gæti komið að notum í enn einu morðmálinu, því lögregluyfirvöld í Vín hafa nú til rannsóknar mál tékkneskr- ar vændiskonu sem var myrt í september 1990. Þá var Unter- weger einmitt staddur í Prag í þeim erindagjörðum að viða að sérefni um vændi. Unterweger flúði til Flórída ásamt 18 ára unnustu sinni. Þar var hann handtekinn. Stuttu síðar kom á daginn að líklega hafði hann einnig framið morð í Bandaríkjunum. upp á því að flýja land. Lögregl- unni þótti að þar væri komin ær- in vísbending um sekt Uterwe- gers. Hneykslið hvellsprakk í austurrísku pressunni. Unterwe- ger hringdi í ritstjóra blaða og hélt fram sakleysi sínu, hótaði jafnvel að fyrirfara sér. Hann hringdi meira að segja í lög- reglustjórann í Vínarborg. 13. febrúar var gefin út hand- tökuskipun í Graz og Unterwe- ger ákærður fyrir morðið á Brunnhilde Masser og Elfride Schrempf. Um leið kom fram að hann væri grunaður um að hafa myrt hinar vændiskonumar fimm. Þá var Unterweger á leiðinni til Bandaríkjanna. Hann hafði flúið til Gossau í Sviss, þar sem 18 ára gömul unnusta hans, Bi- anca Mrack, starfaði sem þjón- ustustúlka meðan skólinn hennar var í vetrarfríi. Þau keyrðu til Parísar og keyptu sér flugmiða til Miami. Stúlkunni fannst það tilvalinn kostur eftir að hafa séð „Miami Vice“ í sjónvarpinu. Þau leigðu sér ódýra íbúð á Miami Beach. Bianca Mrack fékk sér vinnu sem nektardans- mær og þénaði tæpar 5000 krón- ur fyrsta kvöldið. Fyrir aurana keyptu þau sér rúmdýnu. Laun næsta kvölds sagði hún að hefðu farið í að kaupa notaða ritvél handa Unterweger. Þannig lifðu þau í felum í rúma viku eða þangað til Unter- weger samdi við austurrískt tímarit um að veita einkaviðtal fyrir hálfrar milljónar króna greiðslu. Skötuhjúin fóm íbanka til að fá hluta upphæðarinnar fyr- irffarn. Þar vom þau handtekin. Unterweger var settur í fangelsi, en unnusta hans var send aftur heim, enda var hún ekki sökuð um neinn glæp. Sjálfur heldur Jack Unterwe- ger fram sakleysi sínu. Hann segist vera blóraböggull sem lögreglan noti til firra sig þeim vandræðum að sitja uppi með óleyst morðmál. Og unnustan hans unga, Bianca Mrack, hefur ekki svikið lit. í viðtali við aust- urríska blaðið Krone Zeitung sagði hún: ,Jack er með svo fal- legar hendur. Hann getur verið svo blíður með höndunum sín- um. Eg trúi ekki að hann hafi getað notað þær til að myrða ein- hvem.“ Menningarvitunum í Vín hef- ur heldur betur verið núið um nasir að þama hafi þeir aldeilis veðjað á vitlausan hest. Þeir em reyndar enn til sem tala máli hans og benda á að sekt hans hafi enn ekki verið sönnuð svo óve- fengjandi sé. Þeir em þó fleiri sem kunna því betur að þegja eða afsaka sig með því að þama hafi þeim orðið á í messunni. Öðmm hefði kannski verið betur treystandi til að dæma um hvort rétt væri að sleppa honum úr fangelsi. Gott lifibrauð Líklegast er ekkert starf í veröldinni jafngott og starf Jacks Nicholsons i myndinni Batman Returns. Flestir muna eftir Nicholson í hlutverki Jó- kersins í fyrri myndinni, en í þeirri mynd steindrapst hann í lokin. í nýju myndinni kemur persóna hans alls ekki fyrir, hann tók engan þátt í gerð hennar og kom ekki einu sinni á frumsýninguna. Hins vegar kvað starfssamningur hans frá fyrri myndinni á um að hann fengi tiltek- inn ágóöahlut í öllum Batman myndum, sem gerðar yrðu. Talið er að fyrir nýju myndina muni Nichol- son raka inn um 1,6 milljarði ís- lenskra króna. Demi hneykslar aftur Á sínum tíma fengu margir hland fyrir hjartað þegar leikkonan Demi Moore birtist á forsíðu tímaritsins Vanity Fair á Evuklæðum einum og kasólétt eftir Bruce Willis í þokka- bót. í ágúst geta menn búist við meiru, því þá verður Demi aftur for- síðustúlkan. Enn sem fyrr verður hún nakin... og þó ekki, því lista- maður nokkur var fenginn til þess að mála á hana föt. Ljúflingur menntama og margfaldu Jack Unterweger er austurrískur rithöfund- ur, 42 ára. Ungur var hann dæmdur í fang- elsi fyrir að hafa myrt vændiskonu. í fang- elsinu skrifaði hann bók. Hann varð eftir- læti austurrískra menntamanna sem fengu því framgengt að hann yrði látinn laus. Síð- an þá er Jack Unterweger grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti tíu vændiskon- ur, í Austurríki, Bandaríkjunum og Tékkó- slóvakíu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.