Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9.JÚLÍ 1992 ... vera glaður í lund á föstudaginn langa. „Það er afskaplega hvimleitt.“ Hvem hefur ekki einhvern tímann langað til að keyra yfir á rauðu ljósi seint um kvöld eða eldsnemma morguns þegar allt er kyrrt og ekkert kvikt er sjáan- legt í kílómetra radíus. En maður heldur aftur af sér, því það er eitt af því sem bannað er. Það er líka bannað að reykja í bíó og fara í ríkið fyrir tvítugt. Það má held- ur hvorki sitja öryggisbeltislaus í bíl þótt maður þoli ekki öryggis- belti, né kaupa eins margar flöskur af áfengi og mann lang- ar í fríhöfninni. „Um leið og íslendingum er sagt að gera eitthvað, eins og þvo sér áður en þeir fara út í sundlaugina, fara þeir að æpa um boð og bönn,“ segir Guð- mimdw Andrí Thorsson rithöf- undur. Líklega er eitthvað til í því. Við viljum helst ekki láta segja okkur fyrir verkum, en er- um engu að síður ansi dugleg við að setja boð og bönn. Þau geta verið í formi laga og reglna, eins og bannið við reykingum, eða óskráðra reglna sem við setj- um okkur sjálf, algerlega óum- beðin. Það stendur til að mynda hvergi að ófrísk kona megi ekki reykja eða fá sér í glas, en geri hún það er hún litin homauga af öllum í kringum hana. Það telst heldur ekki viðeigandi að hlaupa á náttkjólnum út í sjoppu. EKKI MEÐ HEILL ALMENNINGS í HUGA Allir sem PRESSAN tal- aði við voru sammála um að einhver boð og bönn þyrftu að vera í þjóðfélag- inu og það væri gömul viska að menn ættu að hlýða lögum sem em í samræmi við vilja þjóð- arinnar. Spumingin er svo aftur hvemig eigi að finna hann út þennan þjóð- arvilja. Þingmenn eiga að fara að vilja kjósenda sinna og gæta hagsmuna þeirra, en þeir gera það ekki alltaf. Nýjasta dæmið um það er mál Þorgeirs Þorgeirs- sonar og tilvist 108. greinar hegningarlaganna. í þeirri grein er hagsmuna almennings ekki gætt, heldur valdhafa. Þá setja sérhagsmunahópar gjaman fram kröfur, sem eru engum í hag nema þeim sjálfum. Sem dæmi má nefna löggjöf sem seg- ir að það þurfi tiltekna mennt- un til að geta sinnt tilteknu starfi. „Þessi Iöggjöf er ekki sett með heill almennings í huga,“ segir GuÖmundur Magnússon þjóð- minjavörður. Sama má kannski segja um lög sem skikka menn í ákveðin stéttarfélög og skylda þá til að greiða í tiltekna lífeyris- sjóði. Þetta er reyndar mál sem erfitt er að ráða við, en er þó stjórnast af reglum „Líf fólks stjórnast í ríkara mæli af óskráðum reglum en það gerir sér grein fyrir. Reglum um rétta hugsun, lífemi, framkomu, litaval og svo framvegis, „ segir Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur. „Eg hef á tilfinningunni að allir séu að breytast í sérfræðinga um aðra. Þeir vilja hafa vit fyrir öðrum og eiga þann draum æðstan að verða lögskipaðir eftirlitsmenn hinna. Eg er alls ekki viss um, að ein- staklingsfrelsið sé meira núna en á einveldistímum. Það er kannski minna um skráðar regl- ur, en þeim óskráðu hefur fjölg- að. Það má lítið bregða út af til að eintaklingurinn sé litinn hom- auga. Hneykslunarstig íslend- inga er ótrúlega lágt. Þetta sýna vel niðurstöður könn- unar þar sem kemur fram að fjöldi fólks aðhyllist dauða- refsingu. Það er varla hægt að ganga lengra,“ segir Matthías Viðar. „Hér áður var það fá- mennur hópur embættis- manna sem takmarkaði frelsi fólks, en nú eru bönnin fleiri. Þeim er haldið við á óbeinan hátt í skóla og fjölmiðlum og sá sem fer út af sporinu er sjálfkrafa dæmdur. Það gerist ekki með lagaboð- um, heldur er það almenningur sem sér um eigin stjóm.“ ... tjá hug sinn á prenti. „Meiðyrðalöggjöfin ógnar mannréttind- um og málfrelsi. Þessi lög voru sett til að vernda lítilmagnann fyrir ofstopafullum yfirgangi, en hafa reynst mörgum skálkan- um skjól.“ „Reglur um tjáningafrelsi mættu vera rýmri.“ a 1 1 ekki gefið. sjálf- Það sést á því hve viðmælendur PRESSUNNAR vom tví- stígandi þegar þetta bar á góma. Niðurstaða Mannréttinda- dómsstóls Evrópu í máli Þor- geirs varð til þess að margir þeirra minntust á tjáningar- frelsið. Thor Vilhjálmsson rithö- fundur minntist á önnur mál. þar sem vegið hefur verið að ritfrelsi mann, m.a. þegar Hallur Magnússon blaðamaður var sóttur til saka fyrir ummæli sín um Þóri Stephensen í Tímanum. Sjálfur segir Thor: „Eg læt ekki boð og bönn aítra mér ef ... vinna við jtað sem mann lancjar. „JLöggjaf- inn segir að (mS [mrfi til- tekna menntun til aðgeta sinnt tilteknu starfi. Þessi lög eru ekki sett meðíieill almennings í huga." ... reykja.... „Þetta bann fer afskaplega í taugarnar á mér. Það er dæmi um ónauðsynlegt bann." Eg hef á tilfinningunni að all- ir séu að breytast í sérfræð- Inga um aðra það rís gegn geði mínu og samvisku." Hann telur meiðyrðalöggjöfina ógna man- nréttindum og málfrelsi. „Þessi lög vom sett til að vemda lítil- magnann fyrir ofstopafullum yfirgangi, en hafa reynst mör- gum skálkanum skjól.“ STRANGASTA RIT- SKOÐUN í NORÐURÁLFU Astráður Eysteinsson bók- menntafrœðingur bendir á annað atriði, sem tengist rit- frelsinu, ritskoðunina. „Það er athyglisvert, eins og við er- um frjálslynd að sumu leyti, að hér skuli vera ein strang- asta ritskoðun á vissu efni, eins og klámi, sem þekkist í norðurálfu. Bæði Bandaríkja- menn og Þjóðverjar em til dæmis rniklu „siðsamari“ en við, en þó er klám mun að- gengilegra í þeim löndum," seg- ir Astráður. Ekki vildi hann leggja dóm á þetta, en þó taka það sem dæmi um hve mót- sagnakenndir íslendingar em í ýmsum menningarefhum. En það þarf ekki alltaf lög og reglur til að hefta tjáningu manna. Óskráðar reglur geta ver- ið jafn áhrifamiklar og þær skrá- settu. Þannig geta fjölmiðlar jarðað umræðuna um ákveðin málefni með samtryggingu þagnarinnar. Ekki má til dæmis, nema ... taka strætó. „Það er skylda hér að eiga dýran og fi'nan bíl, af því það er ekki boðið upp á almennilegar strætisvagnasamgöngur. betta er bæði óþolandi og heimskulegt." tipla á tánum, ræða dauðann og sjálfsmorð; það eru tabú. Þau voru það aftur á móti ekki um aldamót- in. Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur segir að í dagblöð- um frá þeim tíma sé alltaf skýrt nákvæmlega frá því hvemig menn fóru að því að stytta sér aldur eða hvemig dauða þeirra bar að. ef hann var á einhvem hátt óvenjulegur. Það er ekki víst að brýnast sé að vera með nákvæmar útlistingar á sjálfs- morðsaðferðum í fjölmiðlum, en áreiðanlega væri enginn skaði af því að fjalla opin- skárra um þessi mál en nú er gert. Annað mál er hvort það komi okkur ekki við ef þing- menn em fullir á þingfundum og trufli með því fundinn. Viðmælandi PRESSUNAR hefur orðið vitni að slíku, ásamt fleirum, en sá aldrei sagt frá því í fjölmiðlum. Hér áður fyrr veigraði Jónas frá Hriflu sér aftur á móti ekkert við að segja frá drykkjulátum andstæðinga sinna á veitinga- húsum borgarinnar í Tíman- um. HEUARTAK ÞJÓÐKIRKJUNNAR Hér er ekki ætlunin að deila um það hvort rétt sé að hafa þjóðkirkju. En það er spuming hvort kirkjan komist ekki upp með að hafa meiri áhrif á líf manna en þeir kæri sig um. Guð- mundur Andri talar um að Þjóð- kirkjan hafi heljartak á sumum dögum. „Það er meira að segja verið að segja manni í hvemig skapi maður á að vera,“ segir hann og telur boðið um alvöru- gefni á föstudaginn langa af- skaplega hvimleitt. „Og með því að loka til dæmis sjoppum, er verið að gera manni daglegt líf erfitt." Guðmundur Andri býður reyndar fram lausn á vandamál- inu., Jlún væri sú, að flytja hing- að inn múhameðstrúarmenn í stómm stQ, þannig að við neydd- umst til að taka tillit til þeirra og þá gætu veitingahús og sjoppur verið opin á föstudaginn langa.“ ÁRÁS Á FRIÐHELGI HEIMILISELDHÚSSINS Einu af undarlegustu bönn- um síðari tíma, bjórbanninu, hef- ur loks verið aflétt. Ekki er víst að annað betra taki við, því þegar Guðmundur Bjamason var heil- brigðisráðherra, boðaði hann nýja stefnu í manneldismálum, sem líklega er ennþá í gildi. Stefnan er sú, að allir landsmenn verði orðnir grasætur fyrir alda-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.