Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PKESSAN 9. JÚLl' 1992 í Þ R Ó T T I R 33 Karl Löve sendibílstjóri, KRingur og forystumaöur múrar- anna, þótt hann hafi bara veriö handlangari. Upplausn Sovétrikjanna og leppríkja þeirra mun hafa mikil áhrif á þáttöku íslendinga í alþjóðlegum mótum í íþróttum. Enn einu sinni virðist breytt heimsmynd ætla að hafa áhrif á knattspymuna. Þann 15. júlí verður dregið í Evrópukeppn- inni í knattspymu en ljóst er að margt er nú breytt. Fjölmargar nýjar þjóðir em komnar inn og má þar nefna Færeyjar, Eistland, Lettland, Litháen, Ukraníu, Ge- orgíu, Króatíu, Slóvemu og Isra- el. Þar sem aðeins er gert ráð fyrir að 32 lið hefji keppni í Evr- ópukeppni meistaraliða og Evr- ópukeppni bikarhafa er ljóst að það verður að hafa forleiki til að útkljá hverjir komast inn. Liðunum er nú skipt í þrjá flokka og em íslensku lið- in í 2. flokki þar sem em 16 lið. Þessi lið verða dregin á móti liðunum sem koma ný inn. Þau 16 lið sem em í 1. flokki komast beint áfram. Þá liggur lyrir að þessir forleikir verða í miðju íslandsmóti, en fýrri leikurinn verður 19. ágúst en sá síðari 2. september. Það em misjafriar líkur til að liðin lendi í þessum forleikjum, líkumar hjá Val em 54 prósent, hjá Víkingi 46 prósent og minnstar hjá Frömmumm, eða 12 prósent. Ef liðin em svo óheppin að lenda í þessu komast þau kannski ekki í Evrópu- Þess má geta jt er að UEFA borgi liðunum ein- hveijarbætur. „Rífekki eins mikinn kjaft eftir að ég varð dómari(< „Það má vel vera að ég brúki kjaft á vellinum en það hefur minnkað í seinni tíð. sérstaklega eftir að ég fór á dómaranám- skeiðið," segir Karl Löve, radd- sterkasti stuðningsmaður KR- liðsins. Það fer ekki framhjá neinum þegar Karl er á vellinum. Hann og félagar hans em kallaðir „múraramir". Þeir láta duglega heyra í sér á áhorfendastæðinu og ekki er allt fallegt sem þeir kalla inn á völlinn. Sumt er svo ljótt að þeir hafa verið kallaðir fyrir stjóm knattspymudeildar KR og fengið áminningu fyrir kjafthátt. MAGNUS VER MEÐ LLJONASAMNING? SKÖLLÓTTUR OG FEITUR Þaö er útlit fyrir aö forráöamenn ítalska liðsins Lazio komi til meö aö fá meira af Paul Gascoigne en þeir sóttust eftir. Gazza, eins og hann er kallaöur, hefur nefnilega lítiö sem ekk- ert hreyft sig í rúmt ár og bara safnað fitu. Aö eölisfari er hann feitlaginn og frægur fyrir súkkulaöiást sína. Hann virö- ist hafa lagt þann skilning í samninginn aö ítalirnir hafi borg- aö 550 milljónirnar eftir vigt.Spekingar I bresku blööunum segja að Gazza komi til meö aö endast stutt í ítölsku súper- deildinni þar sem nánast ómennskar kröfur eru gerðar. Þá hefur komiö í Ijós að Gazza er ekki sá næmasti þegar kemur aö því aö læra tungumál. Eftir ársnám í ítölsku getur hann enn aöeins sagt „mamma mía“. Ummál upp- handleggs Magnúsar Vers er 55 sentimetrar. Lesendur geta boriö sig sam- an viö Magn- ús meö því aö klippa út rauöa hringinn á blaösíöunni hér á móti og stinga síöan hendinni í gegn- um gatiö. Um síðustu helgi voru mættir hér á landi fulltrúar fyrirtækis- ins TKO Entertainment Group, sem sérhæfir sig í afþreyingar- efni fyrir sjónvarp. Þetta íyrir- tæki hefur nú veðjað á krafta- karla og ætlar að semja við tíu til tólf kraftajötna um að taka þátt í nokkrum Grand Prix-mótum á hverju ári. Fyrirtækið hefurþeg- ar samið við Sky TV um dreif- ingu efnis. Hér var gerður samningur við þá Magnús Ver Magnússon, Jón Pál Sigmars- son og Hjalta Úrsus Arnason, en reyndar er samningurinn við Hjalta annars eðlis þar sem hann er enn í keppnisbanni. Þessi samningur gæti þýtt að Magnús Ver veiji ekki titil sinn í keppninni um sterkasta mann heims. ,Jú, þetta eru tvö fyrir- tæki þannig að óljóst er hvort það samrýmist samningnum að taka þátt í keppninni“ sagði Magnús Ver, en fýrsta keppnin í Grand Prix verður um miðjan september—nokkrum vikum á undan keppninni um titilinn sterkasta mann heims. Það er því ólíklegt að Magnús þurfi að fara til Suður-Afríku! Ellert vill allt undir sinn hatt Skömmu eftir að Ellert B. Schram tók við sem forseti ÍSÍ kom hann með tillögu um að íþróttahreyingin yrði sameinuð undir einn hatt, þ.e.a.s. ÍSÍ, UMFÍ og Ólympíu- nefndin. Þetta hefur hins vegar mætt fullkominni andstöðu ann- arra enda fannst mönnum hug- myndin bera keim af því að Ell- ert ætlaði að verða íþróttakóngur Islands. Evrópukeppnin í knattspyrnu LENDA VALUR 0G VfKINGUR IFORLEIK? Hvar eru markakóngarnir? Aðeins eitt mark á markamínútunni Það hefur lítið farið fyrir markakóngum íslandsmótsins í fyrra, þeim Herði Magnússyni og Guðmundi Steinssyni. Hvað veldur? „Ég veit það ekki — ég hef skapað mér færi en ekki nýtt þau“ sagði Hörður og bætti við að hann væri enn að kynn- ast nýjurn meðspilara í f r a m 1 f n u FH, Grétari Einarssyni og hefði þar að auki átt við meiðsli að stríða. — Og svo eru það yfir- frakkarnir. ,Jú, það er leiðinlegt að fá þá á sig í hverjum leik og ég spyr mig oft að því hvað þeir fái út úr leiknum." Þess má geta að Hörð- ur gifti sig um síðustu helgi og kann það að skýra hvers vegna hann skaut yfir markið í víta- spyrnu gegn Akranesi. „Ég byrjaði mótið á því að spila á annari löppinni. Það dug- aði ekki og ég varð að taka mér hvíld. Ég hef verið í sprautumeð- ferð og er byrjaður að æfa þann- ig að ég vona að ég fari að leika aftur fljót- lega,“ sagði Guðmundur Steinsson markakóng- ur f Víkingi. Aður en þetta tímabil hófst var Guðmundur búinn að skora 93 mörk og hef- ur skorað eitt í sumar. Það vantar því aðeins 6 mörk í 100- marka múrinn. ,Jú, ég stefni enn að 100 mörkum, en maður tekur einn leik í einu. Ef það tekst eru þetta bara tvö til þijú ár í viðbót til að taka metið af Inga BirniP í þeim átta umferðum sem búnar eru á íslandsmótinu í knattspymu hefur aðeins eitt mark af 103 verið skorað á hinni margrómuðu markamínútu; það Flestir eru á því aö ívar Ásgrímsson sé dýrasti íslenski körfuknattleiks- maöurinn sem leikur á næsta keppnistímabili en hann kemur til með aö leika og þjálfa hjá Snæ- felli í Stykkishólmi. Þetta er reyndar bundiö viö aö Pétur Guömundsson veröi ekki á kreiki en fá félög hérá landi geta mætt launakröfum hans. ívar er talin fá um 200.000 krónur á mánuði hjá Snæfelli. er 43. mínútunni. Það var mark Einars Þórs Daníelssonar KR- ings gegn Þór á Akureyri. Það mark dugði KRingum til sigurs. Ef einhveijar mínútur eiga að teljast markamínútur eru það 75. mínútan og 78. mínútan. Fimm mörk hafa verið skoruð á þess- um mínútum. Aðrir efnilegir kandidatar eru 18., 44., 45., 67. og 88. mínútumar. A hverri þeirra hafa verið skoruð fjögur mörk í sumar. Eins og sjá má á línuritinu hér að neðan em flest mörk skoruð undir lok hvors hálfleiks. Síð- ustu fimm mínútur fyrri hálfleiks hafa verið skoruð 12 mörk í sumar og sömuleiðis síðustu fimm mínútumar í síðari hálf- leik. Enginn annar fimm mín- útna leikkafli býður upp á þvfiíkt fjör, íýrir utan kaflann ffá 58. til Markamínúturnar Fyrri hálfleikur O - ... .. . ... 2 ir .- - HLi 1 15 m 5mörk a Seinni IIIIll nútur30 45 4 hálfleikur 2 1r IIII s II IIII 46 60 m nutur 75 90 63 mínútu. í sumar hafa 13 mörk verið gerð á þessum kafla leiks- ins. Eins og áður sagði hafa verið skomð 103 mörk í sumar. Það em 2,575 mörk í leik að meðal- tali. í Evrópukeppni landsliða var skorað að meðaltali 2,13 mörk í leik. Höröur Magn- ússon: „Yfir- frakkarnir eru leiöinlegir". Gullkorn frá múrurunum • Dómari, vinur minn er heima aö ríöa kon- unni þinni. • Taktu forhúöina frá augunum, helvftiö þitt. • Eyjólfur, gleymduröu aö taka geölyfin? „Ég fer ekki ofan af því að sá kjami sem er á öllum leikjum KR er alltof daufur. Ef maður öskrar er litið svo á að maður sé illa gefinn. Ég er skapstór maður og fæ útrás með því að öskra. Það er aðallega bamanna vegna að ég reyni að stilla mig,“ segir Karl. Það er ekki tilviljun að Karl er KRingur. Hann ólst upp í Kamp Knox þar sem Kaplaskjólsveg- urinn er nú. Hann fæddist því á KR vellinum. Um helgina ■ÍHIHHII 1 . DEILD KA - IBV kl. 20 Báðum liðunum hefur genguð afleitlega í sumar og því má bú- ast við hörkuslag um stigin. 2. DEILD Fylkir - Þróttur R. kl. 20 Efhægt er að kalla annarrar deildar lið veldi þá er þetta slag- ur Reykjavikurvelda. Fylkismenn töpuðu fyrsta leiknum i siðustu umferð og ætla sjálfsagt að rétta kúrsinn. Víðir-ÍBKkl. 20 Annar nágrannaslagur. Þótt Keflvikingar séu með meira en helmingi fleiristig en Víðirgetur reynst erfitt fyrir þá að sækja stig i Garðinn. Stjarnan - ÍR kl. 20 Stjarnan er með 10 stig og ÍR 9. Bæði standa frammi fyrir þvi að þau vantar tilfinnanlega stig ef þau ætla að blanda sér I topp- baráttuna. Bl - Selfoss kl. 20 Botnslagurinn í annarri deild. ■gHRnriaii OLYMPÍUHLAUPIÐ frá iþróttamiðstöðinni í Laugar- dalkl. 11 1 . DEILD lA- Þór kl. 14 Toppslagur. Þór tapaði sínum fyrsta leik I siðustu umferð. Ef Þórsarar tapa þessum lika má búast við að mestur vindursé úr seglunum hjá þeim. 2. DEILD Grindavík - Leiftur kl. 14 Leiftur hefur verið á góðri sigl- ingu og er ekki langt á eftir Keflvikingum og Fylki. Grindvik- ingar eru hins vegar ekki ýkja langt frá botnliðunum tveimur. 1 . DEILD KVENNA Þróttur - Valur kl. 14 Toppslagur I kvennaboltanum. Valsstúlkurnar eru með 12 stig en Þróttara-stelpurnar með 9; reyndar eftir einum leik fleira. EEEnXXXXXI 1 . DEILD Breiðablik - Víkingur kl. 20 EfBreiðablik fær ekki bráðum stig er framtiðin ekki björt hjá þeim. Vikingar eru hins vegar heitir eftir að hafa náð jafntefli gegn toppliðunum Fram og lA. Fram - FH kl. 20 Frammarar misstu toppsætið I siðustu umferð og munu reyna að endurheimta það. FH-liðið hefur verið löðrungað I tveimur siðustu leikjum og getur sjálf- sagt beðið fyrirsér fyrirþennan leik. 1 . DEILD KVENNA Þór-lAkl. 14 Skagastúlkurnar hafa ekki náð sér almennilega á strik i sumar. Þetta gæti þvi reynst þeim erfið- ur leikur þótt Þórsstelpurnar séu i botnbaráttunni. Kvartmíla Annar hluti Islandsmeistara- mótsins fer fram i Kapelluhrauni á sunnudaginn. Sjá viðtal við Sigurjón Haraldsson hérá opn- unni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.