Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLÍ 1992 Sigríður Gísladóttir, hótelstjóri á Búðum Þolum þetta ekki stundinni lengur Það virðist mikil tíska þetta sumarið að fara út á land, setja upp tjald og detta í það. Þeim sem búa nálægt frægum óróasvæðum er ekki skemmt og yfirvöld standa ráðþrota. Mikil læti voru í grennd við Hótel Búðir á Snæfellsnesi um síðustu helgi. Hótelhaldarar þar hafa nú fengið leyfi til að tak- marka aðgang að tjaldstæðinu þar vestra. Sigríður Gísladóttir hótelstjóri segir að fólk þar sé búið að fá sig fullsatt af ágangi. Um síðustu helgi safnaðist fjöldi fólks saman á nokkrum útivistarsvæðum landsins og varð atgangurinn slíkur, að um- sjónar- og eftirlitsmenn viðkom- andi svæða fengu lítt ráðið við mannsöfnuðinn, sem að venju gerði nokkum óskunda. Var tal- að um að þama hefði farið ffam eins konar generalprufa fyrir verslunarmannahelgina. Talið er að meira en þúsund ungmenni hafi safnast saman á Þingvöllum. Ölvun var áberandi og ólæti, þótt reyndar sé allt fyll- erí bannað í þjóðgarðinum. Sömu sögu er að segja úr Húsa- felli. Þar kom gríðarlegur fjöldi saman, staðarhöldumm að óvör- um. Búðir á Snæfellsnesi fóm heldur ekki varhluta af ferða- gleði unglinga. Þar komu saman nokkur hundruð ungmenni að sögn hótelhaldara á Búðum, og var framferði þeirra slíkt að allt ætlaði um koll að keyra. Starfsfólk á Búðum hefur áð- ur orðið að verja náttúm staðar- ins fyrir fjölmennum en alls óvæntum samkomum. Síðustu verslunarmannahelgi söfnuðust um þrjú þúsund manns þar sam- an, þótt engin útihátíð hefði ver- ið auglýst á staðnum. I kjölfar atburðanna um síð- ustu helgi var hótelhöldumm á Búðum endanlega nóg boðið. Að fengnu samþykki umhverfis- ráðuneytis og náttúruvemdar- ráðs gáfu þeir út fréttatilkynn- ingu þess efnis, að ákveðið hefði verið að takmarka aðgang að tjaldstæðum á Búðum um óákveðinn tíma, vegna „áber- andi ölvunar, háreysti, illrar um- gengni og aksturs utan vega“, eins og segir í tilkynningunni. Þar fær enginn að tjalda lengur nema með leyfi Sigríðar Gísla- dóttur hótelstjóra. PRESSAN hafði samband við hana og bað hana að tjá sig um ástandið sem gjaman skapast þar um helgar. Síðustu verslunarmanna- helgi var mikill og óvœr mann- söfnuður saman kominn á Búðum. Hvernig var ástandið þá? „Afur slæmt. Sú hreinlætisað- staða sem við höfum hér á Búð- um var hvergi nægjanleg til að anna þessum mikla ágangi. Að- staðan er miðuð við hótelgesti og þau tjaldstæði sem hér em, en mannfjöldinn hér var mörgum sinnum meiri en gert er ráð fyrir í skipulagi svæðisins. Af þeim sökum var gífurlegt msl um allt svæðið. Að auki var mikil ölvun og umhverfisspjöll þó nokkur. Sem betur fer urðu þó engin stórslys. Svo virtist sem fólk vaknaði smám saman til vitund- ar um ástandið, mörgum tók að blöskra umgengnin og meiri friður færðist yfxr þegar líða tók á hclgina." Er nóg að takmarka aðgang að tjaldstœðunum, til að koma 1 ve8 fyrir að fólk safnist sam- an þar sem eftirlit er í lág- marki? „Nei, ég er ekki þeirrar skoð- unar. Sjálf vil ég loka tjaldstæð- unum algerlega, þegar slíkur mannsöfnuður er væntanlegur og hef staðið í miklu stappi við Umhverfisráðuneytið í þeim til- gangi. Hins vegar kemur klausa í lögunum um friðlönd í veg fyrir að unnt sé að loka friðlöndum um lengri eða skemmri tíma. Við hér á Búðum getum hins vegar ekki búið við þetta stund- inni lengur. Síðustu helgi létu unglingar hér á svæðinu svo ófriðlega, að hótelgestir þorðu ekki út fyrir hússins dyr. Þetta gekk meira að segja svo langt, að kófdrukknir unglingar börðu húsið utan og lágu veinandi á gluggum hótelsins, svo ekki sé talað um þá sem lágu eins og hráviði um allt, örvita af drykkju." / hverju felast náttúruspjöll- in aðallega? „Þau felast aðallega í gríðar- legu rusli sem safnast óhjá- kvæmilega saman í slíkri mann- mergð þar sem lítil hreinlætisað- staða er til staðar. Einnig er ekið mikið utan vega og gróður troð- inn niður. Einnig er vert að nefna, að verk Halldórs Ásgeirs- sonar myndlistarmanns, verk sem áttu að undirstrika þá nátt- úrufegurð sem hér er, voru öll eyðilögð.“ Getur þú útskýrt þessa til- hneigingu unglinga, að safn- ast fyrirþar sem síst skyldi? „Eg veit ekki hvað skal segja. Helst gæti ég ímyndað mér að krakkamir safnist saman þar sem þau ganga að því vísu, að ekki verði kallað á lögreglu. Hér stoðar ekki að leita á náðir lög- reglunnar, bæði vegna þess að lögreglumenn hér í nágrenninu eru skyldir þeim sem hingað koma (stór hluti unglinganna er héðan af svæðinu) og erfitt er að fá lögregluaðstoð frá fjarlægari byggðarlögum sökum mann- fæðar og fjárskorts. Svo virðist sem ungmenni, sem ákveða að fara í tjaldferð, geti ekki dvalið í náttúrunni án þess að drekka sig ofurölvi og vaða yfir allt sem fyrir þeim verður. Erlendir ferðamenn, sem hingað koma, skilja ekki þetta tillitsleysi og blöskrar það. Að auki virðist sem ferðamenn hafi verið varað- ir við drykkjulátum íslenskara unglinga og Islendinga almennt, af samlöndum sínum sem hing- að hafa komið. Þetta orðspor hlýtur auðvitað að skapa ffemur napurlega mynd af landinu, þrátt fýrir náttúrufegurð þess.“ Hvernig telur þú að koma megi í veg fyrir slœma um- gengni unglinga um landið? ,,Eg tel að ffæðsla og kynning í skólum kunni að hafa bót í för með sér. Ungu fólki, og reyndar mörgum fullorðnum einnig, verður að skiljast að ferðaþjón- ustan og auknar gjaldeyristekjur eru gífurlega mikilvægar fyrir afkomu þessarar þjóðar, sérstak- lega ef vegur ferðaþjónustunnar eykst á komandi árum.“ Er ekki ástœða til að kvíða komandi verslunarmanna- helgi? , Jú, svo sannarlega. Ef hvorki fæst leyfi til að loka tjaldstæðun- um né aukin aðstoð lögreglu, er afar líklegt að ástandið verði eins og í fýrra." Ett hefur lokun eins tiltekins svœðis einhver áhrif. Leita unglingar þá ekki eitthvað annað í staðinn? „Jú, þar er hætt við því, ef ekki verður gripið til sam- ræmdra aðgerða." Eitthyað að lokum? Já. Ég vil að síðustu taka það fram, að ég er ekki eindreginn andstæðingur útihátíða eða ann- arra fjöldasanikoma. Ef vel er að hátíðum staðið, þ.e. sé eftirlit og hreinlætisaðstaða fullnægjandi og mótsstaður vel valinn með til- liti til náttúrunnar er ekkert að því að fólk komi saman og skemmti sér úti í náttúrunni." Jónmundur Guömarsson LÍTILRÆÐI AfGeysi Ég er ekki alveg klár á því hvað er náttúrufegurð og það- anafsíður er mér ljóst hvemig mikil náttúrufegurð lítur út eða lítil náttúrufegurð. Ég held þetta fari svo ótrúlega mikið eftir því í hvemig skapi maður er hvort maður er saddur eða svangur, ríkur, blankur, skuld- ugur, vel eða illa ríðandi. Mér finnst að á þessu dýrlega sumri blasi dægrin löng við mér meiri náttúrufegurð en orð fá lýst og líklega vegna þess að ég er bæði saddur, ríkur og vel ríð- andi. Núna er alltaf verið að reyna að markaðssetja náttúmfegurð- ina fyrir útlendinga og er víst gengið útfrá þvf sem vísu að þeir séu svangir, blankir og illa ríðandi því augljóslega þurfa þeir sterkari skammt af náttúm- fegurð en ég. Þeir þurfa náttúmundur. Ekkert náttúruundur á ís- landi hefur verið jafn rækilega auglýst eins og Geysir í Hauka- dal. Hvar sem íslenskan auglýs- ingabækling ber fyrir augu trónir þar fremst litmynd af Geysi í Haukadal að gjósa him- inháu gufugosi og er þessi gamli „goshver" fyrir bragðið kallaður eitt af náttúmundmm veraldar. Hins er ekki getið að Geysir hefur í hartnær öld ekki gosið nema á honum hafi fýrst verið framin það sem í dag em kölluð náttúmspjöll og em fólgin í því að létta vatnsfargi af hvemum og setja síðan í hann svolitla sápu. Ég fullyrði að aldrei hefur ein einasta mynd af Geysi í Haukadal verið birt í kynning- arbæklingi um ísland eða aug- lýsingapésa fýrr en búið var að fremja á honum framangreind spjöll. Goðsögnin um Geysi er þess vegna lygi og í hartnær öld hef- ur hann aðeins gosið fýrir at- beina atorkumanna eins og Jóns frá Laug, Sigurðar Greips- sonar og síðast Hrafns Gunn- laugssonar. Þegar þessir menn fféttu að Geysir í Haukadal væri náttúm- undur sögðu þeir sem svo: Náttúruundur er ekki nátt- úmundur nema það sé náttúm- undur. Geysir er ekki náttúm- undur þegar hann gýs ekki, heldur þegar hann gýs. Náttúruvemdarráð virðist hinsvegar á öðm máli því nú hefur verið lagt blátt bann við FLOSI ÓLAFSSON náttúmspjöllum á við þau að láta Geysi gjósa með hefð- bundnum hætti og einsog ferðamönnum hefur verið lofað í litríkum bæklingum. Það flokkast undir náttúm- spjöll að létta vatnsfarginu af hvemum fyrir gos. Náttúmvemdarráð verður að gera sér ljóst að mörg af undr- um veraldrar verða ekki lýðum ljós fyrr en spjöll hafa verið á þeim framin. Tökum til dæmis sardínudós. Einskis unaðar verður af sardínudós notið og ekki skyggnst í leyndardóma hennar fyrr en friðhelgi hennar hefur verið rofin og hún spjöll- uð. Sama má raunar segja um konuna. Kona, sem ekki má spjalla, hefur lítið gildi eða til- gang í mannlegu samfélagi. Eða sviðakjammi. Er hægt að hugsa sér nokkuð tilgangslaus- ara eða hjákátlegra en friðhelg- an sviðakjamma? Hann hefur í mesta lagi, líkt og friðhelg kona, örlítið fagurfræðilegt gildi og búið. Hann hefur hvorki notagildi né næringar- gildi. En um leið og friðhelgi sviðakjammans hefur verið rof- in og hann spjallaður verður hans notið til þeirrar fullnustu sem aðeins sviðakjammi getur veitt. Sama má raunar segja um sardínudósina, konuna og Geysi. „Kófdrukknir unglingar börðu húsið utan og lágu veinandi á gluggum hótelsins.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.