Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLÍ 1992 37 LÍFIÐ EFTIR VINNU Hamur í ham LOKSIIMS SA Danmerkurvinir og aðdáendur danska bjórsins, Grön Tu- borg, geta nú tekið kæti sina. Ölgerðin Egill Skallagrims- son hefur nefnilega hafið bruggun á þessum danska drykk og verður hann kominn i verslanir ÁTVR fyrir lok þessa mánaðar. Samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum voru menn frá Tuborg-verksmiðjunni i Danmörku hæst- ánægðir með íslenska bruggið. Við skulum bara vona að islenskir Danmerkurfarar verði sammála Dönunum um bragðið, en efsvo illa skyldi fara að þeir væru það ekki (sem við teljum óliklegt), geta þeir alltaf huggað sig við flöskuna. Hún er nákvæmlega eins og sú sem Grön, framleiddur i Danmörku, er tappaður á. Sigurjón Kjartansson erhárprúði söngvar- inn í Ham, sveifluhljómsveit í þyngri kantin- um. „Þetta er rokksveit1' segir Siguijón. „Við fömm í gang af alvöru nteð haustinu en við höfum verið uppteknir við fyrirbæri sem heit- ir FunkstraBe, sem meðal annars er með lag á Bandalögum 5.“ Annars fer Ham í ham í kring- um ífumsýningu á Sódómu Reykjavík í septem- ber. „Við komum ffam í myndinni og svo sem ég þessa svokölluðu „atmosphere" tónlist við hana." Sigurjón sat í tvo mánuði við þá iðju sína. Hann fæst þó við sitthvað fleira en að spila rokk- tónlist og hirða parrukk sinn. „Ég var í síðustu viku að leika óhamaðan skipverja í sjónvarpsmyndinni „Fisknum", sem Óskar Jónasson er að gera fyrir Ríkissjónvarpið,'' segir Sigurjón, sem reyndist að eigin sögn ágætur til sjós. Auk hans lék með- al annars þriggja metra sérsmíðaður þorskur. „Það er erfitt að segja hvor kemur betur út í myndinni." Hvergang! ARNA MATT samanstendur af Söngparinu Óttari Proppé og Björk Guð- mundsdóttur, af því þau eru hest Birgi Baldurssyni á trommur, harin er á heimsmœli- kvarða Jóhanni G. Jóhannssyni og Arna Kristjánssyni á gítar. Jóhann er svo skemmtileg- ur og Arni sannaði það með Silfurtónum að hann ergítarsjéní Ester Ásgeirsdóttir á bassa, hún er efnilegust Jón Ólafsson á hljóm- borð, því hann hefur gott afþví að lœra aföllum hinum. FÆR A Útsendarar næturlífs- tímaritsins Project X ffá New York vom á vappi hér í vetur og birtist ferðasagan í nýjasta tölublaðinu þeirra. Björk sykurmoli er á forsfðu og er þar að auki tileinkuð opna í miðju blaði. Þekktir gestgjafar á borð við Bjama Breiðfjörð, Siggu Völu og Dóm Einars er sérstaklega getið fyrir dágott framlag sitt til skemmtanahalds og það verður að segjast eins og er að ákaflega vel er af „heims- borginni" Reykjavík látið. Það fór vart á milli mála þegar Julie Jewels og DJ Keoki vom stödd hér ásamt fylgdarliði í vet- ur. „Þú finnur ekki ísbimi eða mörgæsir á Islandi né heldur eskímóa eða snjóhús. Það sem þú hins vegar fínn- ur er vel falin heimsborg stútfull af yndislega norræn- um fyrirbæmm sem öll heita Þór, Björk eða Inga og slá ekki hendinni á móti tíu kokt- eilum eða svo,“ segir frökenin í inngangi sínum. Jewels heldur áfram að telja upp kosti landsins og lætur meira að segja vel af náttúru lands- ins sem hún kynntist heilan eftir- miðdag. Hún gefur gleðihúsinu Ingólfscafé A plús í einkunn. í opnu blaðsins, undir yfírskriftinni „Búsing við Björk" (Boozing with Bjork), segir Keoki ffá ferð sinni á tónleika með Sykurmolunum vestra. Hann fer ekkert í grafgötur með hrifningu sína á söngkonunni og dansinum og vodkanu og fólk- inu og dansinum og stemningunni og... Austurlandi af því þar er svo gott veður Malbikuðum vegum malarvegimir eru að verða þjóðarskömm Þremur Frökkum þar getur þjóðin sýnt afstöðu sína í verki með því að borða hval- kjöt, hrátt eða steikt Ódýrum bðaleigubflum til að komast burt úr bæn- Parma-skinkunni á ónatan Livingstone máf engu síðri en á Ítalíu t l I ICELAI LOUNGING WITH JOHN LURIE TEA W I-T H THE SUGARCUBiS l E A R N A L L A B 0 mwM GEUffKEY BEi , , Á blaðsíðu 40 má sjá þau Lindu Pétursdóttur og kærast- ann hennar, Les. Hann er mað- urinn sem tókst það sem aðrir þráðu; því allir vildu Lindu hreppt hafa. Klám eða erótík, nekt í bíói eða blaði Kynlífið er illskil- greinanlegt fyrir- brigði og yfirleitt allt sem hefur eitthvað „sexappH". Þannig veltir Dóra Takefusa þvi fyrir sér hvort hún sé naktari í blaði eða biói á blaðsiðu 39. Og Kristján Múminpabbi Fra klin veltir fyrir sér hvenær rómantík verður erótik eða jafnvel klám á blaðsíðu 38. PoPParaslaOur Á sumrin fylgja erjurnar fólkinu úr bæn- um og út í sveit. Hjá poppurunum er keppt á sveitaböllunum. Þeir telja hversu margir koma til sín og ekki slður hversu margir koma til hinna. Sálin hans Jóns míns og Stjórnin keppa um sumarmeistaratitilinn á sveitaböllum og á blað- síðu 40 má sjá stöðuna eftir fyrri umferð. va\\t búínn e>æ\ker\ Á blaösíðu 38 glímir Skúli Hansen viö að galdra fram veislumat úr því sem eftir er í ískápnum eftir helgina. Og á blaösíðu 41 er fjallaö um mat- inn, þjónustuna og umhverfiö á Café Óperu. Alveg sama þótt maður hætti á að komast að því að ættingjar manns séu hrútleiðinlegir mann fram af manni og upp til hópa ljótt fólk og ófélegt — ættarmót eru í tísku, líka hjá þeim íslend- ingum sem eru svo ættsmáir að í reynd hljóta þeir að skilgrein- ast sem ættlausir. Maður nokkur sem ók vestan af Barðaströnd til Reykjavíkur um helgina keyrði fram á hvorki fleiri né færri en fimm ættarmót. Fínt er að flengjast landshoma á milli til að komast á ættarmót í fjarlægum firði eða dal, hitta þar nokkra búandkarla úr ætt- inni sem ekki lögðu f að flytja á mölina í stríðinu, taka af þeim ljós- mynd; fínast er jró að koma frá út- löndum á ættarmótið — þá er maður eitthvað svo import- *ant. Á ættarmótum for- framaðri ætta er boðið upp á áfengi, hjá almúgafólki er týpískt íslenskt kaffihlaðborð (sem er hvorki inni né úti, heldur viðvar- andi ástand) nánast regla — hið síðartalda hlýtur að teljast æski- legra, enda eru mörg dæmi um ætt- armót sem hafa náð að leysast upp í alkóhóli og verða ekki endurtek- in. Ættfræði er hins vegar ekki í tísku; það er alveg nóg að vera á ættarmóti og hafa ekki hugmynd um hvers vegna maður er þar. Handapat, fmgramál, bendingar sem eiga að senda umhverfinu skilaboð, að nota puttana eins og upphrópanir; að rétta upp þumal og meina með því að allt sé sko í fína lagi, að setja hann niður til að segja að þetta sé nú út úr kú. Að setja þumalfingur og vísifingur í O svo úr verði ókei. Písmerkið gamla sem fór að sjást aftur jregar hippa- tíminn var rifjaður upp á fullu gasi. Tillært fingramál úr svert- ingjaglæpamyndum; að heilsa með steyttum hnefa (eins og maður vilji segja k „yo man!“), að hefja • löngutöng á loft úr krepptri lúku („fuck you“- eða „up yours"- merkið) — að gefa frá F sér slikar bendingar í umferðinni ber vott um ljótt og leiðinlegt upplag, og yfirleitt þarf maður að vera frekar hallærislegur til að nota svona merkja- mál. tefío/ „ViÍko*uin eiCfUM eJzki aAIteAjoAÍ IftAiA. j&jfiAétti á aúuuutai eia Uewtili. 'Uii eicjiun aA LeAjaAÍ IflAiA luú iem- ihipÍiA. máii. Vii dceutiA ctS elSii ho+tuA iAiji oiS iama JmaS ocf, haAÍavutiA. á QlcuuttLaA., acj. IfÍAUH. tfóSan laA Iioa iem oiS cjeitun Itiii cÍAe*uji ie*tt eAu tíu til tuitucfu áAuttt tf*tcyii e*t oiS. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.