Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 09.07.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLÍ 1992 41 LfFIÐ EFTIR VINNU VEITINGAHIÍS Betri skemmtistadur en matarmusteri CAFÉ ÓPERA ★★★ Heistu kostir: Lífleg og oftast örugg þjónusta, góðar innréttingar, að mestu gallalaus eldamennska og fjöl- skruðugur matseðill. Helstu gallar: Skortur á fínleika og öryggi í eld- húsinu, fábreytilegur vínseðill og oft löng bið eftir borði. Café Ópera er sjálfsagt glað- asta veitingahúsið í Reykjavík. 1 fyrsta lagi vegna þess að það er nánast alltaf fullt. Það getur nefnilega verið óttalega niður- drepandi að vera einn átta gesta í stórum veitingasal. I öðru lagi em innréttingamar á Café Ópem glaðar. Veitingasalurinn er fúllur af dóti; máluðum trémyndum. blómum og kimum og svo er pí- anóleikari hangandi á einum veggnum. í þriðja hangir enn í loftinu sá andi sem júgóslav- neski þjóninn, Maria, og Ingi Þór (nú veitingastjóri á Ömmu Lú) bjuggu til á þeim tíma er Bjami Óskarsson rak staðinn. I ljórða lagi er Café Romance næsti bær við Ópem. Það er því auðvelt að lengja máltíðina þar yfir kaffi og koníaki — jafnvel fram á rauða nótt. Nú er Herluf Clausen, banka- stjórinn í Bröttugötu, hæstráð- andi á Ópem enda á hann staðinn eins og svo margt annað í Reykjavík. Það fer ekki framhjá neinum sem þangað kemur. Herluf þjónar þó ekki til borðs heldur situr vanalega við eitt þeirra og stendur í samningavið- ræðum við einhvem viðskiptafé- lagann; oftast Birgi Hrafnsson eða Val Magnússon. Herluf — og reyndar Valur einnig - - hafa yfir sér svo sérstaka ám eftir skrautlega sögu í viðskiptalífinu að hvomgur getur talist góð inn- rétting á veitingastað og enn síð- ur skemmiatriði. Annar galli við viðmótið á Óperu er að þeir sem taka við pöntunum eiga til að lofa all- rækilega upp í errrúna á sér. Borð sem er pantað klukkan hálf tíu er ekki laust fyrr en klukkan langt gengin ellefu. En sérstakur kost- ur á móti er sá að Ópera tekur við matargestum fram yfir miðnætú og hefur lengi gert. Þeir sem vinna fram eftir á föstudögum og þurfa versla íyrir helgina, koma bömunum í pössun, baða sig og róa sig niður, geta því borðað á Óperu. Á matseðli Ópem em 78 rétt- ir. Seðillinn er því eins langur og á kínverskum stað. Og þar kenn- ir allra grasa. Matarstfll Ópem er álíka kraðakslegur og innrétting- amar. Það er bæði kostur og löst- ur. Kosturinn er sá að menn með ýmiss konar hungur geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gallinn er sá að flesta réttina er hægt að fá betri annars staðar, þar sem mat- reiðslumenn hafa einbeitt sér að fágun ákveðinnar matreiðslu- hefðar. Til að gefa hugmynd um mat- seðilinn á Ópem má nefna að þar er hægt að gazpacho og borscht súpur, grísahjörtu, lundabringu og kolkrabba í forrétt, krabba, kálfakjöt, sólkola, rjúpu, hrein- dýr, skarf og saltfisk í aðalrétt. Og svo auðvitað allt annað sem búast má við á matseðlum. Meira segja gamla standarda eins og rækjukokteil. Af velheppnuðum réttum má nefna djúpsteiktan humar að jap- önskum hætti sem forrétt (kr. 1.070) og marineraðan lamba- vöðva með lakkríssósu (kr. 970). Þó gaman sé að sjá bæði gazpac- ho og borscht á matseðh er hvor- ug þessara súpa feiknargóð á Ópem. Meðal góðra aðalrétta em fjömlamb með humarhölum (kr. 2.080), hickory-reyktar nautahryggssneiðar (kr. 2.200) og grillað heilagfiski með hvít- lauk (kr. 1.550)% Kokkamir á Ópem er sleypari í kjötréttum en fiskinum. Það er einsog kjötið eigi betur við hrað- ann í eldhúsinu og auðveldara sé að hafa marga kjötrétti í takinu í einu. Eins virðist þá vanta fín- leikann sem fiskurinn krefst. Það sést einnig á íburðarmiklum rétt- um sem vilja verða að kaosi í stað þess að leika fínlega sinfón- íu á bragðlauka gestsins. Annar galli við eldhúsið er að réttur sem var góður í gær getur verið ómerkilegur í dag. Það vantar öryggið í eldamennskuna. Eins er það næstum ófyrirgefan- legt að veitingahús sem leggur jafn mikið upp úr steikum og Ópera gerir geti ekki haft þær steiktar að óskum gestsins. Þetta á reyndar við um mörg önnur veitingahús. Það er alltof algengt að kokkar annað hvort taki ekki mark á óskum gestsins, ætli sér að hafa vit fyrir honum eða viti einfaldlega ekki hvenær kjöt- sneið er orðin meðalsteikt og hvenær hún hættir að vera hrá- steikt. Um vínseðilinn á Ópem er fátt að segja. Þar er ekki margt um óvenjugóð vín. Á honum má þó finna vín sem standa undir rétt- unum sem koma frá eldhúsinu. Gestur sem fer inn á veiúnga- hús sem býður upp á jafnfjöl- breyttan matseðil og Ópera gerir getur ef til vill ekki búist við að fá þar sælkeramat. Innréttingam- ar á staðnum gefa líka fyrirheit um að þar eigi frekar að aðstoða fólk við að skemmta sjálfu sér yfir borðum en að slá það út af laginu með flugeldasýningu á diskunum. Og ef þetta er mark- miðið hefur það náðst á Café Ópem. Kaffið er meira að segja gott. Verðlag á Ópem er í takt við Grillið, Holtið, Naustið og aðra slíka staði. Hægt er að fá forrétti frá 690 krónum upp í 1.070, fisk- rétti fyrir 1.180 úl 1.760, kjötrétti frá 1.680 til 3.100 og eftirrétti fyrir 660 til 840. Þá em á seðlin- um barnaréttir sem kosta 450 krónur. Reyndar er margt fleira á mat- seðlinum utan þess sem flokkast sem for- eða aðlréttir; til dæmis pöstur og salöt. Svo náttúmlega steinasteik- umar sem lögðu grunninn að vinsældum Ópreu á sínum úma en enginn virðist fá sér lengur, enda er skemmtilegra að fara út að borða en út að elda. Vinsælustu Áætlaður fjöldi áhorfenda nj UJ 1 w o o p O 1|P o b b b o o b o o o o o o o o o o o o 1.1 Simpson-fiölskvldan G 2.! Samheriar S __________ 3.-4.1 Ástir & undirferli S I Hver á að ráða? G ■„ . -.0 Sl Ganaur lifsins D fi.-7.l Katirvoru karlar G 1 Stanlev oq konurnar D S0 m 8 Firua oafeitG 110 9.10.1 Fvndnar fiölskvldumvndir GWl I Óqnir um óttubil S 11.1 Upp. uppmiri sálD 0 n 17.1 Nevðarlinan S 13.1 A Norðurslóðum D 14.-18.1 Laaanna verðir S '\ff l Mæðqur i morqunbættlG Q I Rosanne G I Staupasteinn G l Svsturnar D 19 I ÞorpararG 20.-24.I Z G Gamanþáttur D Drama S Spennuþáttur ____.j r 0 Jjðlskyldulif; í Ijósaskiptunum; Kæri Jón; Svartnætti ð VinœhKttt frítmhaM'fopttiri rínm/am) samkvæmt..könmin..Galkia...luJJún SJÓNVARP —OUEJI ■■■■■■■ — 18.00 Þvottabirnirnir 18.30 Kobbi og klíkan 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Fjölskyldulíf 19.25 Læknir á grænni grein. Lokaþáttur. 20.00 Fréttir 20.35 Blóm dagsins. Maríulykill (trimula Stricta) 20.40 Til bjargar jörðinni. 1:10 Fyrsti þátturinn af bandarískri þáttaröð um umhverfismál. Þættirnir voru teknir upp út um allan heim og í þeim sést allt það stórkostlegasta sem maðurinn hefur af- rekað í mengun umhverfisins. Maryl Streep sér um að leiða okkur milli drullupollanna. 21.40 Upp, upp mín sál. 15:22 ★★ Suðurrikja-tilfinn- inga- rapsódía. 22.35 Grænir fingur. E ★★ Sjarmörinn Hafsteinn Haf- líðason endurfluttur. 23.00 Fréttir. MMTUDAGUR 16.45 Nágrannar. 17.30 Lóa og leyndarmálið. 18.50 Shell-mótið í Eyjum 1992. E 19.19 19.19 20.15 Leigubílsstjórarnir. 1:6 Nýr breskur gamanflokk- ur um leigubílastöð þar sem allir bílstjórarnir eru konur. —. 21.10 Svona grillum við. 5:10 Kokkar blóta sumrinu. 21.20 Laganna verðir. 9:21 ★★ Bandarísk spenna. 21.50 Líkamsmeiðingar Grievious Bodily Harm. ★ Fréttamaður í hlutverki leynilöggunnar og kenn- ari í hlutverki sálsjúka morðingjans. Amerisk. 23.30 Borg vindanna Wirtdy City 1984. ★★ Mynd um káta félaga sem ekki tókst ekki að gera það úr lífi sínu sem þeir ætluðu sér. Einskonar Big Chill— bara verri. Amerisk. ■ ■ ■! ■ —■ jm ■■■■■■ 18.00 Flugbangsar. 18.30 Fiskarnir þrír. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Ævistundir 3:7. Vísindaskáldskapur fyrir aldraða. 19.30 Sækjast sér um líkir. 15:15 20.00 Fréttir. 20.35 Blóm dagsins. Hofsóley (caltna palustris). 20.40 Að duga eða drepast. Sigrún Stefánsdóttir held- ur áfram að sýna okkur að það er líf eftir bú- vörusamninginn. Bændur skera út, sauma og selja túrhestum hrosshár. 21.00 Kátir voru karlar. 6:7. 0 Aðeins einn þáttur eftir af þessum ævafornu og ófyndnu þáttum. 21.30 Matlock. 3:21. ★★ 22.20 J. Edgar Hoover 1897. ★★ Mynd um 55 ára fer- il J. Edgar Hoover. Þar af voru 48 ár innan FBI. Treat Willams er snyrtilegur sem Hoover. Amerísk. 00.10 MC Hammer á tónleikum. Loks fá aðdáendur rapparans MC Hammer að sjá hann utan Pepsi auglýsingar. LAUGARDAGUR 17.00 Iþróttir. Mest fótbolti. 18.00 Múmínálfarnir. 18.25 Ævintýri frá ýmsum löndum. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Draumasteinninn. 19.20 Kóngur í ríki sínu. Enskur húmor. 19.52 Happó. 20.00 Fréttír. 20.35 Lottó. 20.40 Blóm dagsins. Hvað verður það í þetta sinn? 20.45 Fólkið í landinu. Illugi Jökulsson spjallar við Sig- urjón Kjartansson í Ham. 21.10 Hver á að ráða. 17:25. ★ Amerískur ærslaleikur með siðrænum undirtón. 21.35 Ofurmennið Superman 1978. ★★★ Fyrsta myndin um Superman. Bráðskemmileg mynd; örlítið spennandi en roslega fyndin. Marlon Brando í hlutverki pabbans. Amerisk. 00.00 Skálmöld í skuggahverfi Le systema Navarro: Barbes de 1‘aube l’aurore. ★ Enn einn Navarró- inn. Þetta svar Frakka við þeim Taggart og Morse stendur þeim einungis framar í leiðind- um. Frönsk. 17.50 Sunnudagshugvekja. Stjarna þeirra þjóðkirkju- manna. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.30 Ríki úlfsins. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna. 19.30 Vistaskipti. 14:25 20.00 Fréttir 20.35 Spánskt fyrir sjónir. 2:5 Nú er það Spánn með norskum augum. 21.10 Gangur lífsins. 12:22 Mjúk saga um mjúka fjöl- skyldu. 22.00 Einleikur ( sjónvarpssal. Þorsteinn Gauti hamrar Rakhmaninov og Skrjabín á píanóið. 22.20 Autt sæti við borðið Nekdo scházi u stolu 1988. ★★ Mynd um tónlistamann sem langar til Jap- an en veit ekki hvað hann á að gera við börnin á meðan. Tékknesk. 23.55 Listasöfn á Norðurlöndunum. Tvö söfn í Björgvin sem eiga myndir eftir Munch. 16.45 Nágrannar 17.30 Krakkavísa E 17.50 Á ferð með New Kids on the Block. Ekki hljóm- leikamynd heldur teiknimynd. 18.15 Úrálfaríki. 12:13. 18.30 Bylmingur. 19.19 19.19 20.15 Kæri Jón. Breskt spaug. 20.45 Lovejoy. 4:13. ★★ Breskt gaman og spenna í fornsölubransanum. 21.40 Að eilífu For Keeps 1988. ★ Unglingsstúlka (- Molly Ringwald) verður ólétt, missir af æskuár- unum og þarfg að axla ábyrgð fullorðinna. I sjálfu sér merkilegt umfjöllunarefni en árangur- inn er ekki í samræmi við það. Amerísk. 23.15 Skuggi Darkman 1990. ★★ Hörkuspenna með hinum tveggja metra Liam Nesson. Hann er einskonar Fantom of the Opera í hefndarhug. Amerísk. 00.50 Richard Pryor hér og nú Richard Pryor Here and Now 1983. ★★ Richard Pryor á sviði. Nokkrir góðir um drykkjurúta og dópara og líka um Ronald Reagan, ef einhver man hver sá maður var. Amerísk. 09.00 Morgunstund. 10.00 Halli Palli. 10.25 Kalli kanina og félagar. 10.30 Krakkavísa. 10.50 Feldur. 11.15 I sumarbúðum. 11.35 Ráðagóðir krakkar. 12.00 Á slóðum regnguðsins. 3:3 Náttúrulífsmynd. 12.55 TMO mótorsport. E 13.25 VISAsportE 13.55 Leiðin til Singapore Road to Singapore 1940. E ★★ Fyrsta Road-myndin þeirra Bing Crosby og Bob Hope, en ekki endilega sú besta. Þeir sverja af sér konur, halda til Singapore en endurskoða afstöðuna til kvenna þegar þeir rekast á Dorothy Lamour og lái þeim hver sem vill. Amerisk. 15.20 Uppgjörið Home Fires Burning 1989. E ★★ Mynd um fólk með timburmenn eftir seinni heimstyrjöldina. Amerisk. 17.00 Glys. Sépuópera. ★ 17.50 Svona grillum við. E 18.00 Skíðabrettakappinn. ★ 18.40 Addams fjölskyldan. ★ 19.19 19.19 20.00 Falin myndavél. ★ 20.30 Óvænt stefnumót Blind Date ★ 1987. Góð mynd fyrir þá sem geta endalaust hlegið af kímnigáfu Blake Edwards, þá sem geta enda- laust horft upp eftir leggjunum á Kim Basinger og þá sem geta þolað Bruce Willis. Til að hafa virkilega gaman þarftu að uppfylla öll þessi skil- yrði. Amerísk. 22.05 Kvöldganga Night Walk 1989. ★ Kona verður vitni að morði og verður þvi efst á óskalista morðingjanna um næstu fórnarlömb. Gamal- kunnugt efni og úrvinnsla. Amerisk. 23.35 Gipsy Kings. Upptaka af tónleikum á listahátíð. Kveikir í sígaunanum í okkur Islendingum. Bom- boleo. 01.10 Ógnavaldurinn Weels of Terror 1990. E ★ Kyn- ferðisglæpamaður rænir barni og móðir þess fer á stúfana. Kvenkyns-Charles Bronson-mynd. Amerlsk. Vlf> MÆLUM MEP • Fólkinu í lundinu sérstaklega eftir að meðal- aldur umsjónarmannanna var lækkaður niður fyrir fertugt • Að gúrkufréttir verði sérmerktar til dæmis með því að hafa mynd af gúrku efst í hægra horninu á skjánum • Að fréttamenn fari í tíma hjá Gunnari Eyjólfssyni allavega Sólveig Olafsdóttir hjá Ríkissjónvarpinu • Fleiri öryggisþáttum í Ríkissjónvarpið það er ekki nóg að brýna fyrir okkur öryggi í barna- uppeldi, við landbúnaðar- vélar, við störf á sjó. Það þarf að siða okkur enn betur. 09.00 Furðuveröld. 09.10 Örn og Ylta. 09.30 Kormákur. 09.45 Dvergurinn Davíð. Ekki þó Davíð Oddsson. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína og félagar. 11.30 I dýraleit. 12.00 Nýmeti. 12.30 Oliver! 1968. E ★★★★ Klassík. Bresk. 14.50 Indiana Jones og síðasta krossferðin (Indiana Jo- nes and the Last Crusade) 1989. E ★★ Þrátt fyr- ir að myndin bjóði upp á allt sem hægt er að fá fyrir peninga, þá er það Sean Connery sem held- ur henni uppi. 17.00 Listamannaskálinn. Áhrifin af hruni Berlínamúrs- ins á viðkvæmar listamannasálir. 18.00 Falklandseyjastríðið. 4:4 ★★★ Síðasti hluti afar vandaðrar og athyglisverðrar þáttaraðar um stríð Argentinumanna og Breta fyrir tfu árum. 18.50 Áfangar. E ★ Bærinn á Laufási og fleiri ellismell- ir. 19.19 19.19 20.00 Klassapíur. ★★ Amerísk fyndni. 20.25 Heima er best. ★★ Amerískur vandamálaþáttur. 21.15 Arsenio Hall. ★★★ Amerisk aðferð til að komast að kjarna málanna. 22.00 Drengur með fortíð (I Know My First Name Is Steven) 1:2 ★★ Svo til sönn saga um dreng sem var rænt og skilað aftur sjö árum síðar. Amerísk. 23.35 Samskipadeildin. 23.45 Lokaslagurinn (Homeboy) 1990. E ★★ Það er fátt í þessa mynd spunnið utan hvað Mickey Ro- urke leikur undarlega vel án þess að segja meira en fimmtán setningar. Amerísk. ★★★★ Pottþétt ★★★ Ágætt ★★ Lala ★ Leiðinlegt 0 Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.