Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 11

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JÚLÍ 1992 11 Kristinn Sigtryggsson eftir Arnarflugstímann Saumastofa Kristins Tex-stíll fór á haus- inn. Saumastofa Kristins Akró keypti eignirnar á 3.5 milljónir en ekkert fékkst upp í tuttugu-og-einnar milljónar króna kröfur. Rekstur Akró hefur stöðvast og kröfur eru farnar að berast. Kröfur eru farnar að berast til sýslumannsins á Akranesi vegna saumastofunnar Akró, sem þó hefur ekki enn verið tekin form- lega til gjaldþrotaskipta. Starfsemi Akró stöðvaðist í apríl síðastliðn- um og skuldar fyrirtækið 16 til 17 starfsmönnum laun fyrir mars, orlof og lífeyrisiðgjöld. Lauk þar með annarri tilraun Kristins Sig- tryggssonar, fyrrum forstjóra Am- arflugs, og meðeiganda hans Úsk- ars B. Haukssonar til að reka saumastofu á Akranesi, en þeir voru stjórnarmenn og fram- kvæmdastjórar hins gjaldþrota fé- lags Tex-stíls, en eignir þess keypti Akró af þrotabúinu. Fyrirtækin saumuðu einkum tískufatnað og ekki síst fyrir tískubúðina Punkt- inn, sem Kristinn á og rekur. „STAL ENGUAF JÓNIISKÍF- UNNI“ Kristinn var forstjóri Arnar- flugs, sem fór á hvínandi hausinn sem kunnug er. Hann var síðar ráðinn til starfa hjá Jóni Ólafssyni í Skífunni, en hætti þar vegna deilna við Jón. Samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR var Kristinn í þeim deilum sakaður um mis- ferli, en Kristinn neitar því að nokkuð slíkt hafi átt sér stað og Kristinn Sigtryggsson. Or rekstri flugfélags í hljómpiötuútgáfu, saumastofurekstur og tísku- bransann. Kristinn Sigtryggsson vildi ann- ars lítið tjá sig um þessi mál. „Rekstur Akró stöðvaðist vissu- lega, en ætlunin er að nota sumar- ið til að skoða möguleikann á áframhaldandi rekstri. Þetta er lítil saumastofa og slíkur rekstur er erfiður því hann keppir við svo mikla láglaunamarkaði. Þetta var tilraun til að nýta þessi tæki og það tókst ekki sem skyldi. Þetta er einfalt mál og við erum nú að skoða hvað sé hægt að gera í stöð- unni.“ tíminn muni leiða það í ljós. „Slík- ar ásakanir eru alrangar. Þetta mál er flókið og á viðkvæmu stigi og ég vil ekki tjá mig um það, en hitt er víst að ég stal engum peningum ffá Jóni Ólafssyni,“ segir Kristinn. En Kristinn hefur komið víðar við, hann á tískubúðina Punktinn, sem er með verslanir á Laugaveg- inum og í Kringlunni. Saumastof- urnar Tex-stíll og Akró fram- leiddu einkum fatnað fyrir þessar verslanir. FYKRIEIGANDITEX-STÍLS MEÐ 40 MILLJÓNA KRÓNA ÞROTABÚ Tex-stíll hf. var stofnað í nóv- ember 1987 utan um saumastofu á Akranesi og verslun í Reykjavík. Aðaleigandi Tex-stíls í upphafi var Stefán Jörundsson og fjölskylda hans, með 75 prósent hlutafjár, en Kristinn og Omar áttu 12.5 pró- sent hvor. Reksturinn gekk hins vegar illa og fyrirtækið var úr- skurðað gjaldþrota 1 október 1990. Þá störfuðu hjá því um 20 manns og þeir Kristinn og Óskar voru einir skráðir í stjóm og ffam- kvæmdastjóm. Stefán var hins vegar áfram með talsverðar ábyrgðir á sér og var hann tekinn tiJ persónulegra gjaldþrotaskipta í september 1991. Það þrotabú var gert upp í janúar síðastliðnum og fundust engar eignir hjá Stefáni og fékkst því ekkert upp í nálægt 40 millj- ónakröfur.- TILBOÐIFYRRIEIGENDA TEKIÐ ÞÓTT NOKKUR HAFIBORIST Magnús Norðdal héraðsdóms- lögmaður var ráðinn bústjóri og fékk hann nokkur tilboð í eignir þrotabúsins, sem aðallega voru tæki. Magnús ákvað að taka 3.5 millj- óna króna tilboði frá Jilutafélaginu Akró, sem stofnað hafði verið 1. september 1990, liðlega mánuði fýrir gjaldþrot Tex-stíls. Stofhend- ur Akró voru þeir Kristinn og Óskar og tók bústjórinn því til- boði fyrrum eigenda Tex-stíls. Almennar kröfur í þrotabú Tex-stíls vom um 23 milljónir, en þar af var 1.5 milljóna kröfu hafn- að. Samþykktar forgangskröfur vom upp á 5,2 milljónir. Það tókst að greiða eins kröfu utan skulda- raðar upp á 900 þúsund, ffá Iðn- lánasjóði. Ríkissjóður greiddi helming forgangskrafnanna, en ekkert fékkst upp í almennu kröf- urnar. Af hinum töpuðu almennu kröfum áttu íslandsbanki, Spari- sjóðurinn í Reykjavík og Spari- sjóður vélstjóra um 4 milljónir hver. Tæplega þrjár milljónir voru vegna skatta. FUNDU FRAMKVÆMDA- STJÓRA í FJÖLSKYLDU BÚ- STJÓRANS Andvirði seldu eignanna rann upp í forgangskröfur. Akró keypti þær á 3.5 milljónir tveimur mán- uðum eftir gjaldþrotaúrskurð og greiddi fyrir þær með skuldabréf- um til 43ja mánaða, en það gera rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði, fyrir utan vexti og kostn- að. Þess má geta að á árinu 1991, effir að skiptin á Tex-stíl hófust og áður en þeim lauk, var Hrönn Norðdahl ráðin framkvæmda- stjóri Akró. Hún er systir Magnús- ar bústjóra. Kristinn fullyrti í sam- tali við blaðið að sú ráðning væri gjörsamlega óskyld viðræðunum um kaup Akró á eignum Tex-stíls. MEB BHOTTllBlgm OGTVI^^H ABAHI Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.