Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JÚLI' 1992 E R L E N T Vandræðabarn hneykslar enn Þótt unglingsstúlkan Drew Barrymore sé hætt að nota eiturlyf og drekki ekki áfengi er hún ekki hætt að hneyksla Bandaríkja- menn. Hún varð heimsfræg þegar hún lék sætu litlu stúlkuna í bíó- myndinni E.T., barn að aldri. Svo lagðist hún í taumlaust sukk og var orðin forfallin alkóhólisti, 13 ára að aldri. Hún fór í meðferð, skrifaði bók, hefur verið þurr í þrjú ár og lék ekki fyrir löngu í nokkuð vinsælli kvikmynd, Poi- son Ivy. í nýjasta hefti tímaritsins Interview birtast svo nektarmynd- ir af Drew Barrymore, næstum eins og fjölskyldumyndir þar sem hún skemmtir sér glöð í hópi vina og vinkvenna. Landar hennar eru ekki síst hneykslaðir á því að það glittir í tvö ef ekki þrjú húðflúr á líkama hennar... Sílíkon vita hættulaust Voru læknar að mála skrattann á vegginn þegar þeir bitu í sig að það væri háskalegt að nota sílíkon til að stækka brjóst kvenna. í Bandaríkjunum var til dæmis lagt tímabundið bann á slíkar læknis- aðgerðir. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til þess að þetta sé nán- ast hættulaust, allténd virðist ekki hægt að sjá óeðlilega aukningu krabbameinstilfella hjá þeim íjölda kvenna sem hefur sílíkon í þrjóstunum (100 þúsund í Frakk- landi, e.t.v. tvær milljónir í Banda- ríkjunum. önnur rannsóknin var gerð í Frakklandi og spannar fjór- tán ára tímabil, en hin í Kanada og hefur nýlega birst í New England Journal of Medicine — hvorug leiðir semsagt í ljós krabbameins- hættu, þótt dæmi séu um að kon- ur haft haft óþægindi af sílíkoni í brjóstum. Fegurðardísir á borð við Cher og Birgitte Nielsen ættu því að geta sofið rólegar... Eyðnihneykslið í Frakklandi Sakborningarnir gætu átt á hættu að fá þriggja mánaða til fimm ára fangelsisdóm. Á kaldhæðnis- legan hátt veltir skopteiknari fyrir sér refsingunni. Læknar dregnir fyrir d Helmingurinn af 3.000 dreyra- sjúklingum í Frakklandi er sýktur af eyðni. 250 hafa látist. Þeim var öllum gefið sýkt blóð fyrir árið 1985, en þá fyrst var farið að gera ráðstafnir til að forðast sýkt blóð. Michel Garretta, framkvæmda- stjóra franska Blóðbankans — CNTS— tókst að þagga málið niður, þar til blaðran sprakk síðla sumars í fyrra. Málið hefur gert mikinn usla í stjórn Mitterands og sumir vilja meina að ábyrgðin liggi á æðstu stöðum. Niðurstaðan varð sú, að fjórir læknar voru dregnir til ábyrgðar og standa nú yfir þeim réttarhöld. Garretta og samstarfsmaður hans, Jean-Pierre Allain, eru tveir þeirra. Hinir eru Jacques Roux og Robert Netter, háttsettir menn í heilbrigðisráðu- neytinu. Aðdraganda málsins má rekja til ársins 1982. Þá ákváðu yfir- menn CNTS að framleiða full- kominn hreinisbúnað fyrir blóð vegna þess að sala á innfluttum tækjum, sem ríkið hafði nýverið veitt sjálfu sér einkarétt á, gekk ekki sem skyldi. Ráðuneytið og Tryggingastofnun lögðu fram 80 prósent af fjármagninu í þessa nýju framleiðslu. Búnaðurinn var tilbúinn í árslok 1983, án þess að í honum væri gert ráð fyrir að hægt væri að koma í veg fyrir sýkingu á hinum illræmda vírusi. Á sama tíma kom í ljós að blóð ffá CNTS var sýkt. Nú voru góð ráð dýr. Það varð að hætta ffamleiðslunni, játa að hún væri orðin ónothæf áður en hún var tekin í notkun og að- vara ráðuneyti og lækna. Stjórn- endur CNTS völdu þögnina. Og það þótt þeim hefði borist bréf frá bandarískum framleiðanda, Tra- venol-Hyland, fýrr á árinu. í bréfi Travenol- Hyland, sem sent var til allra yfirmanna stofnana þar sem dreyrasjúkir fá aðhlynningu, segir að þrátt fyrir að menn þekki ekki ennþá þennan hættulega vírus, séu miklar líkur á að hann smitað- ist með blóði. Fyrirtækið bauð viðtakendum bréfanna að kaupa hreinisbúnað með hitatæki, en þá vissu menn að með hita er hægt að gera ákveðna vírusa óvirka. Þeir hjá Travenol-Hyland vissu ekki hvort tæki þeirra hefði áhrif á HIV vírusinn, en álitu að notkun þess minnkaði hættuna á smitun. Michel Garetta fékk bréfið í hend- urvorið 1983. Jean-Pierre Allain, sem stjórn- aði rannsóknar- og þróunardeild CNTS taldi ekld ástæðu til að taka bréfíð alvarlega og sagði í réttin- um að hann hafi ekki talið það neitt annað en auglýsingu. Jean- Pierre Soulier, þáverandi fram- kvæmdastjóri CNTS, virðist hafa verið sömu skoðunar. Að minnsta kosti gerði hann ekkert í málinu, þrátt fyrir að Luc Montagnier, prófessor hjá Pasteur stofnuninni, væri búinn að segja honum að lík- lega væri hægt að koma í veg fyrir að dreyrasjúldingar smituðust við blóðgjöf með því að hita blóðið. Á þessum sama tíma kom upp fyrsta tilfellið þar sem dreyrasjúk- lingur smitaðist af eyðni. Og skömmu síðar vöknuðu grun- semdir um að fleiri væru sýktir. Enginn gerði neitt í málinu. Talið er að gróðasjónarmið hafi ráðið ferðinni; Garretta hafi talið mikilvægara að bjarga buddunni en mannslífúm. Þegar Allain var spurður að því í réttinum hvort honum, sem lælcni, hafi ekki borið skylda til að draga úr hættunni á smitun, svar- aði hann blákalt: „Á þessum tíma, var ekkert vitað um eyðnismitun nema í Bandaríkjunum"! NU ANDAR SUDRIÐ Bill Clinton ullaði ffaman í hefðirnar þegar hann valdi Al Gore sem varaforsetaefni sitt. Líklega er þetta þó einhver skynsamlegasta ákvörðun sem hann hefur tekið lengi. Það er sagt að Al Gore sé lifandi sönnun þess að stjórnmálamenn geti verið myndarlegir og klárir líka. Þetta segir að vísu meira um Dan Quayle en A1 Gore, en mað- urinn sem Bill Clinton valdi sér við hlið í kosningabaráttunni á líklega eftir að hjálpa honum meira en í fyrstu mætti ætla. Viðbrögðin við tilnefningu Gore voru fyrirsjáanleg. Helst var til þess tekið hversu líkir þeir Clin- ton eru, Suðurríkjamenn á svip- uðum aldri og svipaðra skoðana um margt. Þetta gengur gegn þeirri hefðbundnu skoðun að frambjóðendurnir eigi að vera ólíkir að uppruna og skoðunum til að höfða til sem flestra. í reynd er uppeldi þeirra og ferill mjög ólíkur og ákvörðun Clintons end- urspeglar fyrst og fremst þau ein- földu pólitísku sannindi að það er lífsnauðsynlegt fyrir demókrata að sigra í Suðurríkjunum ef þeir ætla að komast í Hvíta húsið í haust. Bil! Clinton ólst upp föðurlaus við mikla fátækt. A1 Gore fæddist inn í vel stæða fjölskyldu og pabbi hans og alnafni var öldungadeild- arþingmaður árum saman. Clin- ton fór í Yale og Gore í Harvard, en á meðan Clinton púaði gras í Oxford fór Gore sem hermaður til Víetnam. Hann daðraði við blaða- mennsku eftir heimkomuna, en var kosinn fulltrúadeildarþing- maður 28 ára gamall árið 1976. Suðurríkjamaður númer eitt. Aðaláhugamál Víetnam- kyn- slóðarinnar, frjálsar ástir og grasreykingar, hafa bakað hon- um vandræði. Þar var hann í átta ár, en færði sig yfir í öldungadeildina um leið og hann hafði aldur til. Hann hefur einbeitt sér að neytendamálum, afvopnunarmálum og ekki síst umhverfisvemd. SUÐRIÐ SKIPTIR SKÖPUM Það er smám saman að renna upp fyrir bandarískum stjórn- málaskýrendum hversu miklu máli það skiptir fyrir forsetafram- bjóðendur að ganga vel í Suður- ríkjunum. Repúblikanar hafa vit- að þetta lengi og það hefur verið einn lykillinn að velgengni þeirra síðasta aldarfjórðunginn. Fram- bjóðandi sem sigrar í Suðurríkj- unum þarf ekki nema einn þriðja kjörmanna í Norðurríkjunum til að tryggja sér sigur. Það er ekld langt síðan það var óhugsandi að vera annað en demókrati í Suðurríkjunum. Þetta á sér sögulegar skýringar sem ná aftur til borgarastyrjaldar, en síð- asta aldarfjórðunginn hefur þetta smám saman verið að breytast. Ef ffá er talinn Jimmy Carter (Suður- ríkjamaður sjálfur) hafa demó- kratar ekki mælst þar í forseta- kosningum síðan Lyndon John- son var og hét. Strax árið 1966 fjölgaði veru- lega fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana og Nixon nýtti sér ERLENT SJÓNARHORN JEANE KIRKPATRICK Utanríkisstefnu á að tengja lýðrœðisþróun Lýræðisríkjum heimsins hefur fjölgað svo ört undanfarinn ára- tug að það er freistandi að líta á þessa þróun sem óumflýjanlegan árangur „sögulegrar nauðsynjar“, líkt og Francis Fukuyama gerði í hinni ffægu grein sinni um enda- lok sögunnar. Vísbendingar um hið gagnstæða eru hins vegar farnar að hrannast upp. Þrátt fýrir að valdaránstilraun hersins í Venezueia hafi mis- heppnast í vetur vakti hún menn upp af þeim draumi að lýðræðið væri loks búið að hreiðra um sig í nýja heiminum öllum að Kúbu undanskilinni. „Valdarán" Al- berto Fujimori Perúforseta sýndi að þar á bæ var lýðræðið ekki fast í sessi og á Haítí dó lýðræðið vöggudauða. Það er augljóslega ekki ffemur hægt að reiða sig á að „söguleg nauðsyn“ viðhaldi lýðræði í Vest- urálfu en að hæfileiki mannsins til þess að versla muni tryggja verslunarfrelsi einn og sér. Við þurfum heldur ekkert að reiða okkur á hana, því við kunnum orðið nokkuð góð skil á lýðræði, hvernig það verður til og hvernig það lognast út af. Á hinn bóginn vantar okkur tækin til að fóstra það. Við eigum í litlum vandræðum þegar byggja þarf upp hagkerfi veikburða landa. Vesturlönd láta sér ekld nægja að senda peninga, heldur hafa alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðabankann og Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn það hlut- verk að fylgjast með hagkerfum viðkomandi landa, gefa holl ráð, búa til endurreisnaráætlanir og annaðíþeim dúr. Oftlega mótmæla viðkomandi ríkisstjórnir og segja hina alþjóð- legu ráðgjafa ekki þekkja nægi- lega vel til sérkenna iandsins, þeir virði fúllveldi ríkjanna að vettugi, beiti of harkalegum aðgerðum og svo ffamvegis. Og þetta kann allt saman að vera satt og rétt. Á móti kemur að þörfin fýrir efnahags- aðstoð er oftast sárari en virðing- armissirinn. Yfirleitt sætta ríkin sig við meðöl alþjóðastofnananna að lokum og oftar en ekki lifir sjúldingurinn. En af hverju eru engar slíkar stofnanir til á sviði lýðræðisupp- byggingar? Sennilegast af því að menn hafa lagt meiri áherslu á efúahag en lýðræði, þrátt fýrir að líklega viti menn meira urn hið síðamefnda. Enn sem komið er eru Banda- ríkin eina landið í heiminum, sem hefur reynt með kerfis- bundnum hætti að móta utanrík- isstefnu sína með það fyrir aug- um að efla lýðræði í heiminum og árangurinn hefur verið vægast sagt misjafn. Viðleitni í þessa átt hefur til dæmis aldrei verið reynd 1 samskiptum við arabaheiminn eða önnur Afríkuríki en Suður- Afríku. Það er helst gagnvart Sov- étríkjunum fyrrverandi og róm- önsku Ameríku, sem þessa hefúr verið freistað, og það vegna þrýst- ings ffá Bandaríkjaþingi en ekki vegna stefnu Hvíta hússins eða utanríkisráðuneytis. Og Kína er enn með bestu kjarasamningana! En hugmyndin er þrátt fyrir allt til staðar. Það á að láta utan- „Afhverju eru eng- ar [alþjóðastofnan- ir] til á sviði lýð- rœð isuppbygging- ar? Sennilega afþví að menn hafa lagt meiri áherslu á efnahag en lýð- rœði... “ ríkisstefnuna í garð einstakra ríkja hvetja til lýðræðis og virð- ingar fýrir mannréttindum. Hötundurer tyrrverandi sendiherra Bandarikjanna hjá SÞ. Suðurríkjamaður númertvö. Prófaði líka grasið, en barðist í Víetnam. Eftirlæti Suðurríkja- manna, þótt þeir vildu ekki sjá hann í New York. óánægju hvítra Suðurríkjamanna á kerfisbundinn hátt. Það var hins vegar Ronald Reagan sem innsigl- aði meirihluta Repúblikana með málflutningi sem sameinaði kántríklúbbinn og kántrikrána (yfirstétt og lægri stéttir). BUSH MISSIR FÓTFEST- UNA George Bush er hefðbundinn yfirstéttarrepúblikani af Austur- ströndinni, en kemst upp með að þykjast vera frá Texas af því að fjölskyldan hefúr lengi átt þar ol- íufýTÍrtæki. Hann tók Suðrið með trompi árið 1988, en efnahags- kreppan, sem staðið hefúr í tvö ár, er þegar orðin Bush dýrkeypt meðal lægri tekjuhópa, sem voru lykilkjósendahópur repúblikana. í fýllcisstjórakosningum í Louisiana í haust þótti það frekar til vand- ræða en hitt, þegar Bush lýsti stuðningi við fýlkisstjórann Bud- dy Roemer (einn af þeim sem skiptu um flokk). Roemer var rassskelltur í forkosningum. Það er í þennan knérunn sem Clinton er að höggva með valinu á A1 Gore. Það kom í ljós í forkosn- ingum fyrir forsetakjör 1988 að Gore hefur mikið aðdráttarafl í Suðurríkjunum, þótt aðrir, til dæmis New York-búar, vildu ekki sjá hann. Hann er líka búinn að ganga í gegnum skoðun sem ætti að tryggja að hann hefúr engin lflc í lestinni á borð við þau sem Clin- ton hefur sjálfur burðast með. Gore vitnar gjarna í texta eftir Dire Straits, en eiginkona hans, „Tip- per“, hefur verið áberandi í bar- áttu fýrir þvf að settir séu viðvör- unarmiðar á hljómplötur sem henta ekki viðkvæmum sálum. Fyrir það fær Gore prik í Biblíu- beltinu, þótt frjálslyndir annars staðar líti á það sem bölvaðan slettirekuskap.________________ Kart Ih.Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.