Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 16.JÚLÍ 1992 25 STJÓRNMÁL Lýðskrum ritstjóranna HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ÓLI BJÖRN KARASON Ólafur Ragnar hinn víðförli Á námsárum mínum í Bret- landi varð ég þess var, að óskráð samkomulag var á milli bresku blaðanna um eins konar verka- skiptingu. Daily Mail kappkostaði að vera auðlæsilegt og íylgdi lýð- stefnu, pópulisma, elti vinsælar tilhneigingar og hreyfingar eða reyndi jafnvel að skjóta sér fram fyrir þær. The Times var hins veg- ar friðsæll reitur upplýstrar um- ræðu, sem lét sveiflur almenn- ingsálitsins ekki hafa of mikil áhrif á sig. Það biað var þegar alls er gáð, aldrei ölvað, þótt stundum þættu mér ritstjórnarpistlarnir fulldrýldnir. Ég var að vona, að með þeim tveimur alvörublöðum sem eftir eru á íslenska dagblaðamarkaðn- um, myndi takast svipuð verka- skipting. DV myndi vera hinn hressandi gustur almenningsálits- ins, hóflegs pópulisma, en Morg- unblaðið hin lygna tjörn, þar sem menn gætu verið í friði fyrir æs- ingum og óhófi. Því miður hef ég orðið fyrir vonbrigðum. Bæði blöðin fylgja pópulisma og leiðast jafnvel út í blygðunarlaust lýð- skrum. Þetta sást best, eftir að Kjaradómur kvað upp fyrri úr- skurð sinn síðast í júnímánuði. Þá gripu þeir Ellert Schram og Styrmir Gunnarson penna og deildu hart á Kjaradóm, og Jónas Kristjánsson skrifaði líka eitur- snjallan leiðara um íslensku yfir- stéttina. En ferst þessum mönn- um? Ellert og Styrmir eru báðir ófúsir að gefa kost á sér til stjórn- málastarfa, þar sem tekjuvon sé þar minni en í blaðamennsku. Geta menn, sem ekki hafa efni á að sinna stjórnmálastörfum, hneykslast á háum launum stjóm- málamanna? Og telst hátekjumað- urinn Jónas Kristjánsson ekki til þeirrar hástéttar, sem hann dró sundur og saman í háði í blaði sínu? Mér verður á að segja um þessa menn það, sem áður var sagtum bultingarmenn: Efþeir ætla að bæta heiminn, þá ættu þeir að byrja á sjálfúm sér. Þeir Ellert og Styrmir eru báðir lögffæðingar, og þess vegna hefði mátt vænta nokkurs skilnings á úrskurði Kjaradóms frá þeim. Auðvitað gerði Kjaradómur ekki annað en að svara þeirri spurn- ingu, sem til hans var beint lögum samkvæmt, og ég sé ekki betur en hann hafi svarað henni alveg rétt í fyrri úrskurði sínum. Dómsorðið var alls ekki rangt. Þegar stjórnvöld mátu stjórn- málaástandið svo, að ekki mætti bera þessa spurningu upp við dóminn, þá settu þau bráða- birgðalög um, að dómurinn ætti að svara annarri spumingu, og ég sé ekki betur en Kjaradómur hafi líka svarað henni rétt. Ef taka á mið af aðstæðum á launamarkaði og tímabundnum sjónarmiðum, þá mega æðstu embættismenn ríkisins ekki fá meiri kauphækkun en félagar í Alþýðusambandinu og samtökum opinberra starfs- manna. En með upphrópunum sínum og lýðskrumskrifum hafa ritsjórar beggja alvörudagblaðanna beint athyglinni frá þremur aðalatrið- um þessa máls. Hið fyrsta er að eðlilegast er að greiða ráðherrum og dómurum góð laun og sleppa alveg ýmsum fríðindum og föld- um hlunnindum þeirra. Annað aðalatriðið er að það er stórkost- legt alvörumál hversu illa hæsta- réttardómarar eru launaðir. Nú fást snjöllustu lögffæðingar lands- ins ekki í Hæstarétt, vegna þess hversu bág launakjörin eru. Þeir hafa ekki efni á því að setjast í Hæstarétt fremur en Styrmir og Ellert á þing. Þriðja atriðið er að miklu skyn- samlegra er að fækka mönnum í æðstu stjórn ríkisins og greiða þeim, sem eftir eru, betur. Við höfum ekkert að gera með 63 þingmenn, sem sitja að skrafi all- an ársins hring. Til ársins 1920 höfðum við 20 þingmenn, sem komu saman annað hvort ár. Við þyrftum nú ekki nema 40-50 þingmenn, sem kæmu saman í einn eða tvo mánuði á ári til að setja raunveruleg lög, almennar reglur um hegðun og hátterni borgaranna. Og auðvitað þurfúm við ekki heldur tíu ráðherra. Þeir gera ekki annað en að trufla hver annan. Fimm ráðherrar með tals- vert hærra kaup en ráðherrar hafa nú myndu skila þjóðinni betri af- köstum og betri stjórn. En ég vona að sú tíð komi að Morgunblaðið verði griðastaður upplýstrar umræðu. Það á sér allt of glæsilega fortíð undir ritstjórn Valtýs Stefánssonar og Bjarna Benediktssonar til þess að það geti orðið að lýðskrumsblaði. Við þurfúm eðlilega verkaskiptingu á milliþessogDV. „Ellert og Styrm- ir eru báðir ófús- ir að gefa kost á sér til stjórn- málastarfa, þar sem tekjuvon sé þar minni en í blaðamennsku. Geta menn, sem ekki hafa efni á að sinna stjórn- málastörfum, hneykslast á há- um launum stjórnmála- manna?“ Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, er í New York á þingi demókrata. Honum var boðið og hann mætti, enda ekki þekktur fyrir að neita góðum boðum. Þetta vissi Walter Mondale, sem bandarískir kjós- endur eru lítt hrifnir af, frekar en íslenskir kjósendur, sem gerðu ÓI- af Ragnar nær útlægan í nokkur ár. Þá byrjaði Ólafur á heims- hornaflakki. Enginn íslenskur stjórnmála- maður er jafn duglegur að ferðast um heiminn og Ólafur Ragnar Grímsson, og enginn er duglegri að afla sér boðskorta frá háum herrum úti í heimi. Líklegast hefur Ólafur Ragnar tekið í hendina á fleiri heimsþekktum stjórnmála- leiðtogum, en nokkur annar fs- lendingur og kynnst þeim náið í gegnum handaband. Formaður Alþýðubandalagsins hafði reynd- ar ekki mikið að gera hér á landi, enda kjósendur ekki hrifnir af honum og vildu í besta falli kjósa hann sem varaþingmann og því snéri hann sér að formennsku í þingmannasamtökum, sem eng- inn vissi að væru til fyrr en ís- lenskir fjölmiðlungar voru búnir að taka viðtöl á viðtöl ofan við Ól- af Ragnar, enda ekki á hverjum degi sem maður sem ekki á sæti á þjóðþingi er kjörinn formaður samtaka þingmanna, sem enginn þekkir. Ég er ekki einn þeirra sem saknaði Ólafs Ragnars sérstaklega þegar hann var á flakki milli Sví- þjóðar, Grikklands og Indlands. í sjálfú sér er mér sama þótt Ólafur geri langan stans í New York. En mér þykir miður að fjölmiðlungar hér heima skuli enn halda uppi til- teknum hætti — ræða við hann og lofa honum að blaðra um demókrata sem sérstaka samherja sína í stjórnmálum. Það er mál að linni. Ég hef stundum á tilfinning- unni að Ólafur Ragnar umskrifi söguna í hvert sinn sem hann birt- ist á skjánum. Væri ekki rétt að fréttamenn hugleiddu að læða einni og einni spurningu að Ólafi Ragnari þegar þeir telja sig knúna til að eiga við hann viðtöl? Hvað er formaður Alþýðu- bandalagsins að vilja upp á dekk hjá bandarískum demókrötum, sem nú eru undir forystu ungra manna frá Suðurríkjunum? Hvemig í ósköpunum hefúr tals- maður þess flolcks, sem hefúr alla tíð úthrópað Bandaríkin og bandaríska stjórnmálamenn, geð í sér að þekkjast boð ffá mönnum sem standa hægra megin við Sjálf- stæðisflokkinn í stjórnmálum? Er Ólafur Ragnar að verða íhalds- samari með aldrinum? Bandarískir kjósendur geta velt því fyrir sér hvort demókrötum sé treystandi að fara með forseta- embætti Bandaríkjanna á meðan þeir senda boðskort um allar triss- ur til andstæðinga sinna. Það er jafn ffáleitt af þeim að bjóða Ólafi Ragnari og ef breski íhaldsflokk- urinn sendi honum boðskort á landsfund. Og það er jafn fráleitt af formanni Alþýðubandalagsins að þiggja boð íhaldsmanna í Bret- landi og setjast á þing demókrata í New YorL En kannski að Alþýðu- bandalagið sé þannig flokkir að hann þurfi nauðsynlega einhvern móðurflokk í útlöndum, ekki síst eftir hrun Sovétrlkjanna. Kannski að alþjóðahyggjan snúist fyrst og fremst um farseðla til útlanda fyrir formanninn? Óli Björn Kdrason „Ég er ekki einn þeirra sem sakn- aði Ólafs Ragn- ars sérstaklega þegar hann var á flakki milli Sví- þjóðar, Grikk- lands og Ind- lands. í sjálfu sér er mér sama þótt Ólafurgeri lang- an stans í New York. “ U N D I R Ö X I N N I Hvers vegna eru læknar svona æstir yfir þessum uppsögnum, Sverrir? „Það skiptir okkur öllu máli að fá skýringar á ástæðunni fyrir uppsögnunum, en við teljum ekki svo vera. Það eru menn ráðnir til að gefa stjórn spítalans faglegar ráðleggingar varðandi ráðningar og uppsagnir lækna, en það var aldrei leitað til þeirra með þessar uppsagnir eins og hefði átt að gera.“ Má ekki reka lækna eins og annað fólk? „Það er ekki spurningin, því auðvitað má segja öllum upp. En ef lækni er sagt upp er eðli- legt að tala við yfirmann hans eða hann sjálfan fyrst. Það var ekki gert í þessu tilfelli. Ef yfir- maðurinn mótmælir ekki upp- sögninni á að leita til Lækna- ráðs, sem gefur ráðleggingar um uppsagnir og ráðningar lækna. Okkur kemur spánskt fyrir sjón- ir að það var ekki gert.“ En er rétt að gera meira mál úr því þegar læknum er sagt upp en öðru starfsfólki?" „Það hefur ekki mörgum verið sagt upp. Efþessir læknar hefðu verið ráðnir tímabundið, hefði ekki verið neitt óeðlilegt við það þótt þeir hefðu ekki verið end- urráðnir. Slíkt gerist oft. En það er ekki hægt að segja fólki upp eftir geðþótta. Það verður að vera einhver ástæða fyrir upp- sögninni. Við höfum ekki fengið nein ákveðin svör við því hver hún er. Það hefúr verið sagt að hún sé sparnaður, en enginn hefur getað sagt okkur eftir hvaða reglu uppsagnirnar eru framkvæmdar. Við teljum líka að hægt sé að ná fram spamaði effir öðrum leiðum.“ Ef þið efist um að sparnaður sé raunveruleg ástæða uppsagn- anna, hljótið þið að hafa grunnsemdir um hver hún er? „Nei, við höfum það í rauninni ekki. Þetta kemur flatt upp á okkur. En við eigum eff ir að hitta formann stjórnarnefndarinnar og fá svör við því á hverju þessi ákvörðun byggist. Það gerum við um leið og hann kemur úr fríi og já getur meira en vel verið að málið leysist skynsamlega.“ Eiga aðrar reglur að gilda um uppsagnir lækna, en annarra regna þjóðfélagsins? „Nei, alls ekki. Við erum ekki fastráðnir opinberir starfsmenn og kjarasamningar vernda okk- ur ekki fyrir slíku á neinn hátt. En læknar eru ráðnir eftir fag- legu mati og því finnst okkur að hið sama eigi að gilda um upp- sagnir.“_____________________ Sverrir Bergmann er formaður Læknafélags íslands sem hefur mót- mælt uppsögnum tveggja lækna, Ingólfs Sveinssonar og Matthíasar Kjeld, á Landsspítalanum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.