Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JÚLI 1992 Þeir leika alltaf elskhugann Tenórar eru frægari en aðrir söngvarar. Það er staðreynd, sem ekki einu sinni bassar neita. Eða hver kannast ekki við nöfn eins og Pavarotti, Placido Domingo og José Carr- eras? Að ógleymdum Enrico Caruso, frægasta tenórsöngvara allra tíma. Enginn man eftir bassasöngvara sem notið hefur sambærilegrar frægðar. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir þessari hylli. Kannski eru tenórsöngvarar meiri sjarmörar? Hafa þeir kímnigáfuna á hreinu? Eru einfald- lega betri söngvarar? Eða hafa þeir mest heillandi raddsviðið? Eru þess vegna margar af fallegustu aríum óperubókmenntanna skrifaðar fyrir þá? Og hverjir eru íslensku tenórarnir? Hversu langt hafa þeir náð? Hvaða möguleika eiga þeir? Við leituðum til bæði tenóra og annarra söngvara til að fá svör við þessum spurning- um og komumst að ýmsu. Það er staðreynd að færri karl- menn leggja stund á söngnám en konur. Af 120 nemendum við Söngskólann í Reykjavík var að- eins 21 karlmaður við nám síðast- liðinn vetur. Þar af sjö tenórar. Ásrún Davíðsdóttir skólastjóri, segir að það sé líklega óvenju hátt hlutfall. „Það er offramboð á sópr- önum og þeir hafa þess vegna ekki efni á því að vera stórir upp á sig. Tenórarnir eru aftur á móti til- tölulega fáir, því þetta eru óvenju- legar raddir. Þeir geta þess vegna látið ganga meira á eftir sér,“ segir Ásrún. „Tenór er ekki fyrr kom- inn inn í skólann, en hann er kominn í óperukórinn á meðan stelpurnar þurfa stundum að bíða í mörg ár eftir að komast þar að.“ HEIMSKIR TENÓRAR, LYGNIR B ASSAR Léttur rígur á milli tenóra og bassa hefur lengi viðgengist í kór- um. Það er til að mynda sagt um tenórana að þeir séu ekki mjög vel gefnir, því þeir þurfa að hafa gott pláss í kollinum til að röddin hljómi vel. „Þeim mun vitlausari, þeim mun betri,“ segir Jón Rúnar Arason, nýútskrifaður tenór úr Söngskólanum. „Það eru helst ljóskur sem komast með tærnar þar sem tenórar hafa hælana hvað heimsku varðar.“ Á móti er sagt að bassarnir séu hraðlygnir og alltaf að blekkja ten- órana, enda mun gáfaðri. Þeir eru heldur ekki sagðir eins félagslynd- ir, heldur rotti sig saman úti í horni. Kannski það sé eitthvað til í þessu í alvörunni, því í kór Lang- holtskirkju halda bassarnir sér árshátíð. Fara saman, ásamt eigin- konunum, út á land. „Tenórarnir eru líka farnir að halda árshátíð til að herma eftir okkur. Þeir setja upp óperu, til að gera grín að okk- ur, og verða þess vegna að bjóða öllum,“ segir Gunnlaugur Snæv- arr, bassi í kórnum og fyrrum tenór. AÐ SPRINGA ÚR MONTI Tenórar eru gjarnan taldir montnari en aðrir söngvarar. Það orðspor hefur viljað loða við okk- ar þekktasta söngvara, Kristján Jóhannsson. „Ef tenórar virðast montnir, þá er það bara af því þeir eru að peppa sig upp,“ segir Olöf Kolbrún Harðardóttir óperusöng- kona, en hún hefur sungið á móti flestum af okkar bestu tenórum. „Tenórar hafa hátt raddsvið, sem er óeðlilegt fyrir karlmenn og það kostar mikla vinnu og úthald að æfa raddirnar vel. Þetta er línu- dans hjá þeim og þeir eru því ekki alltof öruggir með sig. Þeir þurfa á því að halda að fá hrós frá kolleg- unum.“ Það gerir tenórunum ekki auð- veldara fyrir, að þegar fólk kemur til að heyra þá syngja fallega aríu í vinsælli óperu, hefur það fyrir- fram mótaðar skoðanir á hlut- verkinu. Það getur líka verið erfitt að vera tenór í kór, því þar er alltaf verið að skamma þá: Þaðgerðist í tíurtda takti að tetiór afleiðimii hrakti ogsópraninn seig ogsvignaðioghneig en bassinn að sjálfsögðu blakti ALLTAF í HLUTVERKI ELSKHUGANS Tenórar njóta meiri aðdáunar en aðrir karlsöngvarar og það er sagt um þá, að þeir séu meiri sjar- rnörar. I óperum eru þeir oftast í hlutverki elskhugans eða hetjunn- ar, á meðan bassar verða oft að láta sér lynda hlutverk pabbans og barítonar hlutverk illmennisins. „Ungi elskhuginn og hreysti- mennið er auðvitað meira spenn- andi, en það er viðburður ef bar- íton eða bassi er í svoleiðis hlut- verki,“ segir Ásrún. Og hvers vegna skyldu bassamir ekki fá að vera elskhugar? „Þeir hafa þótt luralegir,“ segir Gunnlaugur bassi. „Þeir era þunglamalegri og stirð- ari í söng, enda með miklu þyngri rödd. Ætli það sé ekki þess vegna sem tenórar fá að syngja öll glans- númerin.“ Tenórarnir eru þá kannski, eftir allt saman, myndarlegri og meiri sjarmörar en karlmenn í öðrum röddum. — Samt syngja hvorki Kristinn Sigmundsson né Bergþór Pálsson tenór! — Eða mega ten- órarnir bara þakka allar vinsæld- irnar raddsviðinu. „Ég held við eigum það sameig- inlegt, söngvarar og áheyrendur, að dást meira af þeim sem syngja hátt,“ segir Ólöf Kolbrún. „Og þegar tenór tekst vel til með háu tónana, fer um mann sæluhrollur og maður brosir út að eyrum í hálftíma á eftir. Meira að segja viðvaningar þekkja nöfn á tenór- um, af því þetta er svo sérstök raddgerð og heillandi." EKKISAMA TENÓR OG TENÓR Hvaða tenór sem er getur ekki sungið hvaða hlutverk sem er. Fínast þykir að syngja dramatísk hlutverkum í óperum, en það hentar ekki hvaða rödd sem er. Það má flokka tenóra niður í nokkra hópa, en það fer allt eftir því hvar á ferlinum söngvarinn er, hvar hann lendir. Þannig geta ungar raddir ekki tekist á við þung hlutverk, fyrr en þær eru búnar að syngja í nokkur ár. Röddin verður styrkari og stærri með árunum, þótt sumir syngi reynar alltaf létt- ari hlutverkin. Raddirnar flokkast í tenór buffo, lýriskan tenór, lý- riskan spinto, ungan hetjutenór og hetjutenór, sem er dramatískast- ur. Spíl-tenórar eða tenórar buffo, hafa léttar hreyfanlegar raddir, sem liggja vel fram og þeir þurfa að geta borið textann skýrt ffam. Þetta eru stundum kallaðir leik- tenórar, af því þeir þurfa að vera góðir leikarar. Tenór buffo er aldrei í aðalhlutverki. Hann syng- ur alltaf annan tenór. Hlutverkin eru oftast grínhlutverk eða léttari persónur, eins og Monostatos í Töfraflautunni, sem er reyndar ill- menni, og Peppo í 11 Pagliacci. Fyrra hlutverkið söng Jón Rún- ar Arason í vetur, en hið síðara Sigurður Bjömsson. Sigurður hef- ur haldið þessari léttu rödd í gegn- um árin. Lýriski tenórinn er ekki ólíkur þeim fyrrnefnda. Söngvararnir eru yfirleitt ungir og þurfa að vera myndarlegir tU að geta talist trú- verðugir elskhugar. Þeir syngja hlutverk eins og Demorino í Ástardrykknum og Edgardo í Lucia de Lammermoor og Alfredo í La Traviata. Einnig Pinkerton í Butterfly, en reyndari söngvarar eru víst ekki hrifnir af því hlut- verki, því tenórinn kemur ekki fbarn nema í fyrsta þætti og í mý- flugumyndílokin. Þorgeir Andrésson hefur í vetur áesbósw- Hið íslenska tenóraeftirlit hefur meðal annars starfað í tengslum við kór Langholtskirkju og Óperukórinn. Eftirlitið skoðar tenóra reglulega. Efeitthvað er að, er„klippt" á raddböndin, einnig efþeirsyngja óskoðaðir. Efsöngvarar vilja flytjast milli radda, t.d. efbaríton villsyngja tenór, skrifar tenóraeftirlitið upp á sölupappíra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.