Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JÚLÍ 1992 27 jflwGS&P J ERLINGUR VIGFÚSSON: r ■ Ws SIGURÐUR BJÖRNSSON: sungið hlutverk skrifuð fyrir lý- riskan tenór; Tamino í Töfraflaut- f :t\\i m JÓN ÞOR- STEINSSON: Er búinn að syngja hist og her í Þýskalandi sl. 15-20 ár. Er fast- ráðinn við Kölnaróperuna. Hef- ur aldrei sungið í stórum hús- um. KRISTJÁN JÓ- HANNSSON: Hefur náð lengst allra íslenskra söngvara. Syngur hjá stærstu og bestu óperuhúsum heims, eins og La Scala, Verona, Metro- politan, New York City Opera, óperunum í Chicago og Barcel- ona. Hann er líka hæst launað- ur. Fær líklega milljón fyrir kvöldið, eins og tíðkast með söngvara eins og hann. JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON: Söng nokkur hlutverk í íslensku óperunni, en virðist vera hættur að syngja og hafa snúið sér al- farið að lögfræðistörfum. MAGNÚS JÓNSSON: Tók við af Stefáni Islandi í Kaup- mannahöfn og söng mest italskar óperur. Hefði líka geta náð miklu lengra, en kaus að vera kyrr í Köben. Var lengi í Stuttgart, en söng einnig í Gratz og Munchen. Hann er létturtenór og hefur þótt standa sig ágætlega í Moz- art og óperettum, þar sem hann hefur sungið aðalhlutverk. JÓN RÚNAR ARASON: Hann er yngstur, nýútskrifaður og óskrifað blað, þótt hann hafi verið íTöfraflautunni i vetur. Hann á eftir að læra meira í út- löndum, áður en nokkuð verður hægt að segja um hann. ÓLAFURÁRNI BJARNASON: Hann hefur verið í Þýskalandi að undanförnu og mun syngja í Gelschenkirchen í vetur. Hann er sagður „rosalegt efni" og tal- ið að hann geti náð langt. Jafn- vel eins langt og Kristján... EINAR KRIST- JÁNSSON: Var á sama tíma og Magnús við Konunglegu óperuna í Kaup- mannahöfn. Síðar í Þýskalandi. Hann er dálítið sér á parti, því eftir að hafa sungið mest Moz- art óperur, sneri hann sér að módern óperum. Hann var með góða rödd og fékk vandsungin og vandlærð hlutverk. GARÐAR CORTES: Hef- ur kosið að vera á Islandi og lít- ið reynt fyrir sér úti. Hefði ef- laust getað náð mjög langt og hefur að vissu leyti gert það; ráðinn óperustjóri hjá Stokk- hólmsóperunni, sem telst með betri húsum eins og Kaup- mannahafnaróperan. STEFÁN (S- LANDI: Hann var allan sinn feril hjá Konung- legu óperunni í Kaupmanna- höfn, þar sem hann átti mikilli velgengni að fagna. Hefði getað náð mjög langt hefði hann haft áhuga á því. unni, Cassio í Othello og Rudolfo í La Bohéme. Sama gerði Ólafur Árni Bjarnason í hlutverki Her- togans í Rigoletto í vor. Hlutverk Rudolfo er reyndar fyrir svokall- aðan ítalskan tenór, en það er sterkari rödd, með klingjandi hátt c, sem sópraninn verður að geta fallið auðveldlega íyrir. Lýriskur spinto og ungur hetju- tenór, hefur þykkari rödd og hann leggur út í hlutverk eins og Don José í Carmen, Foscari, Florestan í Fidelio og Cavaradossi í Tosca. Magnús Jónsson, Garðar Cortes og Kristján Jóhannsson hafa allir sungið hlutverk fyrir þessar rad- dir, en Kristján er einmitt í þessum flokki radda núna. Hinn „hreinræktaði" hetjuten- ór er fær um að syngja hlutverk eins og Othello í samnefndri óperu og Wagner-óperur. Þær eru þyngstar af öllum óperum og ekki á allra færi. Við höfum þó átt einn þekktan Wagner söngvara, Pétur Jónsson, sem var hátt skrifaður í Þýskalandi fyrir stríð. Okkar þekktustu söngvarar, Magnús Jónsson, Stefán Islandi, Þorsteinn Hannesson og Garðar Cortes byrj- uðu allir á byrjuninni, sem léttir tenórar og hafa endað, ýmist í dramatíkinni eða sem spintar, sem verður að teljast hápunktur- inn. Af okkar ungu söngvurum, hef- ur Ólafur Árni Bjarnason mesta möguleika á að feta í fótspor þess- ara manna. Hann hefur allt sem þarf til að bera. Gunnar og Guð- björn Guðbjörnssynir eru reyndar taldir efnilegir líka, en þeir eru báðir meira lýriskir. Þó er ómögu- legt að vita hvað þeir eiga eftir að gera í framtíðinni. FÁ MILLJÓN Á KVÖLDI Það er eins með raddirnar og húsin. Ópera er ekki það sama og ópera. Það þarf engum blöðum um það að fletta að Kristján Jó- hannsson er sá af okkar söngvur- um, sem hefur náð lengst. Hann hefur sungið við stærstu húsin, La Scala, New York City Opera, óper- urnar í Chicago og Barcelona og útileikhúsin í Róm og Verona. Sigurður Dementz hefur iíka sungið í Scala. Þessi hús fastráða sjaldnast söngvara, en það tíðkast reyndar hvergi í Bandaríkjunum. Þar eru líka hæstu launin, en fyrr- nefnd hús eru meðal þeirra sem borga best. Kristján hefur kosið að fastráða sig hvergi. Menn eins og hann fá miklu hærri laun en fastráðnir söngvarar. Enda eru tekjurnar óöruggar, þeir greiða ekki í lífeyr- issjóði og þurfa því að safna til mögru áranna. Söngvarar sem ferðast á milli þessara húsa geta fengið yfir milljón á kvöldi og þarf ekkert að efast um að Kristján er einhvers staðar á því rólinu. Fast- ráðinn söngvari, í aðalhlutverkum hjá góðu húsi eins og Covent Gar- den og Vínarópenmni, hefur hálfa til eina milljón á mánuði. Það hefur enginn íslenskur söngvari, reynt að leggja út á sömu braut og þá sem Kristján hefur valið sér. En til að ná jafn langt og hann hefur gert, þarf ekki aðeins að vera góður söngvari. Það þarf líka góðan umboðsmann ogheppni. Margrét Elisabet Olafsdóttir. Síðast var hann við Ríkisóper- una í Amsterdam. Hann hefur aldrei sungið annað en smá- hlutverk og í kórum. Hjá góðum óperum er reyndar erfitt að komast að í kór, en það telst varla mikill frami. GUNNAR GUÐBJÖRNS- SON: Er ráðinn hjá óperunni í Wiesbaden. Hann þykirefnileg- ur, ekki síður í Ijóðasöng en Mozart-óperum. Hann hefur m.a. haldið einsöngstónleika í Covent Garden óperunni í London og Albert Hall. Það fer minna fyrir bróður Gunnars, Guðbirni, en hann hefur verið í óperum í Þýskalandi og Sviss. PÉTURJÓNS- SON: Naut mikillar hylli, sem söngvari í Wagner- óperum í Þýskalandi. ÞORGEIR ANDRÉSSON: Hann fór að syngja einsöngs- hlutverk hér heima fyrir tveimur árum og hefur síðan verið nokk- uð áberandi. Hann söng einu sinni í kór óperunnar í Ham- borg, þar sem hann hafði helm- ingi hærri laun en sem verk- fræðingurá Islandi. ÞORSTEINN HANNESSON: Var lengi í Covent Garden, þar sem hann söng stór hiutverk, en gekk þó misjafnlega. K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hvers vegnafást smokkar ekki í öll um kaupfélögum og í hverri búðar- holu í landinu? „Har de kondomer?" spurði rauðleitur danskur glókollur af- greiðslustúlkuna í kaupfélaginu. Hún hristi höfuðið og gaf í skyn að hún skildi ekki hvað hann átti við. Var þetta kannski heiti á einhverri nýrri súkkulaðitegund? í sömu andrá kom samlandi henni til bjargar og sagði að maðurinn væri að spyrja um verjur. Smokkarnir reyndust ekki vera til og Daninn gekk tómhentur út. Það setti að hon- um hroll og hann hristi höfuðið; þetta er eina búðin á staðnum og hún selur ekki smokka — nú um mitt sumar þegar ferðafólk flæðir um landið! Þýðir nokkuð að hafa smokkana frammi í rekkun- um — verður þeim ekki bara stolið vegna feimni kúnnans annars vegar og afgreiðslufólks hins vegar? I kaupfélögum landsins er til sölu flest það sem ferðalanga kann að vanhaga um — matur til að seðja grunnþörfina fyrir næringu, sólarolía til að verja húðina gegn sjaldséðum sólar- geislum, tannkrem og tann- þræðir til að verjast Karíusi og Baktusi, svo ekki sé minnst á leikföng tii að fullnægja afþrey- ingarþörfinni. Það má teljast undarlegt að smokkurinn sé ekki til sölu, hann er vörn gegn kyn- sjúkdómum, m.a. alnæmisveir- unni, og kemur í veg fyrir óráð- gerðar þunganir. Fólk sem vill brúka verjur, hvort sem það er inni í svefnherbergi á sínu heim- ili eða úti í tjaldi í norpandi gjól- unni, er ábyrgt. Það er hlutverk þeirra sem reka verslanir að styðja fólk sem er ábyrgt í kyn- ferðismálum rétt eins og það styður fólk sem vill ekki verða sólargeislum, sulti eða tann- skemmdum að bráð. Þrátt fýrir ýmis rök sem sýna ótvírætt fram á notagildi smokksins finnast margar ástæður fyrir að verslunareig- endur veigra sér við að selja smokka. Sumum finnst óþægi- legt að hafa verjur til sölu því það jýðir að þá þurfi að taka upp sí- mann og hringja í innflutnings- fyrirtæki og segja „Ég ætla að panta einn kassa af smokkum' Þeir sem starfa við að taka á móti pöntunum á verjum hjá inn flutningsfyrirtækjum eru hins vegar vanir slíkum pöntunum og fara ekki að hlæja eða koma með aulabrandara. Þýðir nokkuð að hafa smokkana frammi í rekk unum — verður þeim ekki bara stolið vegna feimni kúnnans annars vegar og afgreiðslufólks hins vegar? Þetta mál er hægt að leysa með því að selja smokka í afgreiðslunni. Effir vissan aðlög- unartíma finnst engum neitt til- tökumál að biðja um smokka eða selja þá. Aðrir innkaupa stjórar eru hræddir við álit sam starfsfólksins. Ef verjur eru til sölu í búðinni erum við þá ekki að ýta undir að unglingar lifi kynlífi? Ég skal segja ykkur eitt; unglingur sem er með verju í vasanum og hyggst nota hana er miklu betur settur en jafnaldri hans sem ætlar sér að hafa kyn- mök og hefur ekki heyrt minnst á veijur. Þeir sem óttast eitthvað í þessum dúr eru einfaldlega börn síns tíma. Það er ekki svo langt síðan þjóðarsálin hét þjóð- arsátt um að halda túlanum rækilega saman yfir öllu sem tengdist kynlífi. Sérstaklega voru það konur sem máttu ekki impra á kynlífi eða sýna því einhvern áhuga því þá voru þær undir eins stimplaðar með brókarsótt. Kynlíf er eitthvað sem ekki má segja að sé gott, heilbrigt og sjálf- sagt. Það er einkamál þeirra sem stunda það og kemur engum öðrum við. Þessi viðhorf eru þrándur í götu smokkasölu. Tepruskapurinn í kringum smokkinn er afar gott dæmi um viðhorf sem eru smám saman að breytast. Ungu fólki þykir svo sjálfsagt að smokkar séu til sölu að meðal þeirra þykir það ekki tilefni sérstakra umræðna. Það er eldra fólkið sem þarf að brjót- ast gegn gamalgrónum lífsgild- um. f þeirra ungdæmi var nyt- semi smokksins ekki almennt viðurkennd. Um síðustu alda- mót kappkostaði hver fjölskylda að eignast sem flest börn. Vegna þess að svo fá börn komust á legg til að hjálpa við vinnu var talið jákvætt að eignast mörg börn — svona tíu til átján börn. Þá hefði lítt stoðað að fara kross- ferð um landið til að hefja verj- una til vegs og virðingar. Kross- farar veijunnar hefðu verið álitn- ir í meira lagi skrýtnir. En nú er árið 1992 og aðrir tímar. Mér finnst ekki að smokkurinn eigi að vera settur upp á stall heldur einfaldlega notaður til síns brúks. Til að það sé hægt verða kaupfélagsstjórar, verslunar- stjórar og búðaeigendur um allt land að vera duglegri að panta verjur. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er að koma verslunar- mannahelgi. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Nýbýlavegi 14,220 Kópavogur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.