Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JÚLÍ 1992 Þeir eiga það sameiginlegt að vera þjáningabræður, „á kantinum" til margra ára, og að þeirra sögn síðustu rónarnir „á bísanum“. Þeir drekka sinn „kogga" í sátt og samlyndi sem heldur þeim gangandi, rölta um götur borgarinnar dag hvern svo þeir stirðni ekki upp og hreiðra um sig í kirkjugarði á nóttunni í ná- býli við framliðna vini sína. í AÐLIGÖTUNNAR ERU SNYRTIMENNI Þeir eru hreinlega til fara, þrenningarnir þar sem þeir sitja sólbrúnir á langa bekknum við Ráðhúsið með ljósbleikan vökva á piastflöskum. Þeir þekkja alla bekki í Reykjavík jafn vel, ef ekki betur en fingur sína og eru að eig- in sögn mikil snyrtimenni. „Það fór fyrir brjóstið á okkur að sjá myndbirtingu í síðustu PRESSU af subbulegu klósetti í kirkjugörð- unum og viljum að það komi fram að þetta er ekki eftir okkur. Við eyðileggjum ekki heimili okk- ar, göngum vel um og erum snyrtimenni," segir Lárus. Ef til vill má leika sér að því að ímynda sér þá félaga sem aðal götunnar, þrír rónar sem hafa gengið um borgina í mörg herr- ans ár. Að sögn Lárusar hafa 43 af upphaflega hópnum lagt í ferðina yfir móðuna miklu á síðustu fimm árum. Hann líkir lífi sínu við draugasögu, „helvítis fyllirísr- öfl“, sem hann óskar engum lif- andi manni að upplifa. „Líf mitt er eins og band sem búið er að snúa upp á, maður vill bara rugla hug- ann, rugla því sem maður vill ekki hafa“. ALLIRSEMEINN Lárus, Gunnar og Óli hafa hald- ið hópinn í fjögur ár en hafa þekkst miklu lengur og haldið til, að mestu leyti, í kirkjugarðinum í Fossvogi í um þrjátíu ár. „Okkar lífsmottó er: Allir sem einn, við lif- um eftir þessari kenningu,“ segir Lárus. „Algjört mottó, annað er ekki til,“ tekur Gunnar undir, „það má aldrei gleyma félaganum, aldrei. Það er okkur heilagt. Þetta er ekki svona hjá þeim sem eru í dópinu því þeir hugsa bara um sig“. Lárus og „sonurinn" Gunnar eru nánir, þeir styðja hvor annan. Á einhvern hátt óaðskiljanlegir. „Ég þarf að frá orku frá honum og hann frá mér,“ segir Gunnar og styður hendi á öxl Lárusar. „Það er nauðsynlegt til að komast af stað á morgnana, skelþunnur. Lárus verður að tala rétt og gefa frá sér rétta orku til að ég geti drukkið þann rauða í morgunsár- ið, sem er ekkert geðslegur og því síður gott að renna niður“. GÓÐIR VINIR í KIRKJU- GARÐINUM Eitthvað eru þeir svekktir út af erfiðleikum við að komast inn á gistiheimilið við Þingholtsstræti yfir nótt og segjast sjálfir ekki vita til þess að þeir eigi það skilið. „Eitt get ég sagt,“ segir Lárus „að þó að við fáum ekki að fara þarna inn, eigum við marga vini sem búa sex fetum fyrir neðan okkur úti í kirkjugarði. Þeir halda verndar- hendi yfir okkur. Við erum bara smaa letrið Buxurnar hennar Fergie eru frá Vers- Og aðrarfrá Fenwicks Ef einhvern tímann er ástæða til að harma sambands- slitin við Dani er það þegar breska press- an er skoðuð. Ef við (slend- ingar ættum konungsfjöl- skyldu á borð við þá bresku væru blöðin ekki svona leiðinleg yfir sumartímann. Þótt sú danska sé ef til vill ekki hálfdrættingur ace af skemmtileg- h e i t u m , dramatík og fýlugirni á við bresku konungsfjölskylduna gætu fréttir af henni heldur en ekki lífgað upp á langa sólarlausa sumardaga okkar (slendinga. Ef við hefðum bara skilið við Dant en haldið í kónginn. Þá þyrftum við ekki að þýða bækur um Diönu og lystarstols- og hjónabands- v a n d r æ ð i hennar. T ö k u m dæmi af ein- um legg bresku kon- ungsfjölskyld- unnar— eða öllu heldur t v e i m u r I e g g j u m Fergie, fyrrum eiginkonu Andr- ésar prins. Eitt heitasta málið í Bretlandi í dag er skyndileg sveifla hennar í tískunni. Hún hefur lagt öll pils á hilluna. í stað þeirra klæðir hún sig í níð- þ r ö n g a r sokkabuxur skreyttar sól- k e r f u m , blómagörð- um, doppum eða enn ó r æ ð a r i munstrum. Við (slend- ingar hljótum að finna til minnimáttarkenndar gagnvart svona sýningum. Konunglegir leggir með áteiknuðum ,,stretch"-bux- um eru ein- hvern veginn svo miklu heitara efni að velta sér upp úr en dragtir Beru í Listasafninu og Vigdísar á Bessastöðum eða hattar Sal- óme. Ef til vi11 liggur vandi okkar að hluta til i því hversu settlegar fatapælingar okkar eru þegar kemur að ráða- mönnum. Að minnsta kosti virð- ast Bretar ekki þurfa að örvænta yfir lokun frystihússins á Bíldudal eða freklegri ásókn útlendinga í sjávarútveg sinn. Nei, þar virðist allt vera í stak- asta lagi. Bretar geta hallað sér aftur, rennt yfir dagblöðin og upp eftir leggjunum á Fergie á milli þess sem þeir spá um lífslík- ur hjónabands Díönu og Karls. enn aðrarfrá Stefanel og enn aðrar frá Sock Shop og loks einarfrá Paulo Cavali „Ég er stjórnandi þessa flokks“. Það er Lárus Fjeldsteð Jakobsson sem á orðið en hann hreiðrari fyrst um sig „á kantinum“, eða götunni, árið 1973. Á þeim árum var hann „voðalega sætur“ að eigin sögn, sjómaður í húð og hár á Síríusi og gekk með bindi. „Þetta er vinur minn og sonur, Gunnar“ segir Lárus og bendir á félaga sinn, „ég kalla hann alltaf son minn“. Gunnar Sigurjónsson er 36 ára og hefur verið róni frá 13 ára aldri, leitað skjóls í þvottahúsum, stigagöngum, á almenningsklósettum, opnum bílum og bát- um, yljað sér í Öskjuhlíðinni og sofið í tjaldi í kirkjugarði. „Og þetta er afi okkar, hann Óli“ segir Lárus og bendir á Ólaf Garðar Jónsson, fyrrverandi sjómann og landkönnuð beggja vegna Atlandshafsins. „Líttu á hann, búinn að vera á sjónum í 30 ár en á engin föt. Hann er búinn að gefa allt saman, hann er svo voðalega greiðvikinn strákur.“ þrír strákarnir eftir og hljótum að lifa þetta af.“ Ef einum okkar er úthýst úr Þingholstræti segja hinir nei takk og ganga út, það er alveg klárt,“ segir Gunnar. „Við erum nefni- lega á svörtum lista. Það er ansi hart að þurfa að fara út í dóp til að komast inn í Þingholtsstrætið." Lárus tekur í sama streng. „Svo koma menn dauðadrukknir þarna og snarvitlausir og fá inni, en við voða rólegir og fi'nir ætlum að leggja okkur ískaldir með bull- andi bronkítes er vísað ífá. Haldið þið að þetta sé heilbrigt. Við telj- um okkur ekki hafa gert neitt á þeirra hlut. Ef það þarf að fara í dópið, og stela og svíkja vini sína til að kom- ast þarna inn, er farið að harðna á dalnum. Og það skal ég egja hér og nú að það verður aldrei gert af Lárusi Fjeldsteð, Gunnari Sigur- jónssyni og Ólafi Garðari að fara í dópið og stela og svíkja vini sín. Við stelum aldrei nokkurn tímann eða svíkjum, og reykjum aldrei dóp. Það eru hreinar línur. Við drekkum það sem við eigum aura fyrir. Þótt að ég sé harður ét ég ekkert dóp. Ég er með of blá augu til að gera það, of mikinn hrein- leika og sannleika í mér. ÞETTA ÞJÓÐFÉLAG ER ROTIÐ Þeim vinum þykir peningun- um í þjóðfélaginu misskipt og segja veru sína í kirkjugarðinum ágætt dæmi um það. „Ég hefði aldrei trúað því að íslenska þjóð- félagið væri svona rotið. Þeir eru að hjálpa blámönnum úti í heimi að kaupa byssur. Það á að vera fyrir mat, en það eru keyptar byss- ur sem drepa börn. Það veit ég,“ Lárusi er mikið niðri fyrir. „Ekki of æstur Lalli,“ segir Gunni vina- lega. „Nei, ég er reiður Gunni,“ er svarað um hæl. „Þú getur nú talað eins og maður...“, „Gunnar, ég er REIÐUR...“ Við skiptum um umræðuefni. GÆTIMISST HENDINA „Sjáið á mér hendina," segir Gunnar og réttir fram eitthvað sem líkist helst gipsi. Hægri hand- leggurinn er vafinn hvítum sára- umbúðum fram á fingur. „Ég datt á svelli í vetur og fékk sár á oln- bogann, þetta kallast tennisoln- bogi. Þetta grær ekki og er farið að breiðast út um allan handlegginn því pensillínið sem ég er á virkar ekki. Út af drykkjunni. Nú er búið að segja mér að ég eigi á hættu að missa handlegginn." Einn veturinn lá Gunnar vafinn gæru í skýli við Laugaveginn. „Það snjóaði á mig og rigndi eftir því sem veðurguðunum þóknað- ist. Þetta endaði með því að það var ráðist á mig og ég skorinn í ffaman, kinnbeins- og nefbrotinn — fyrir það eitt að þykjast vera lif- andi“. Lárus segist ekki vera í Reykja- vík á veturna heldur fara norður á sjó í um 9 mánuði í senn. Gunnar og Ólafur eru hættir á sjónum fyr- ir mörgum árum og Lárusi þykir það súrt í broti. „Ég kom með 300.000 krónur í vasanum í haust hingað suður en það var farið eftir sólarhringinn,11 segir hann og brosirgóðlátlega. ÞETTA VAR EKKIS VONA í GAMLADAGA Félagarriir eru sannfærðir um að heimur heimilislausra hafi tek- ið miklum breytingum á síðustu árum og sé nú miklu hættulegri. „f dag ganga menn um með hnífa. Þetta var ekki svona í gamla daga og er orðið einum of gróft.“ Gunnar er alvörugefinn. „Þeir eru á fullu í sprautum, étandi hörð efrii að ekki sé talað um ungling- ana allt niður í 12 ára, en það dæmi er alveg rosalegt. Þrettán ára var ég kominn á kaf í brenni- vínið en komst aldrei í eiturlyfin sem betur fer. Ég hata þau en nota þau náttúrulega ef ég lendi inni á stofhunum til að ná mér niður“. Þeir eru búnir að fylla á brús- ana á nýjan leik og halda áffam að spjalla og velta vöngum yfir fortíð og nútíð. Eldri kona vindur sér að þeim, spjallar örlítið við Ólaf og segir honum að synir hennar hafi hent henni út í dag. Hún er á göt- unni. „Þessa höfum við aldrei séð áður,“ segja þeir og væntumþykjan leynir sér ekki í tali þeirra. „Við getum líka grátið,“ segja þeir. „Við megum ekkert sárt sjá og okkur þykir vænst um börn, gamalmenni og þá sem eiga bágt. Sjáið til, á bak við brosin okkar er grátur"._ Anna H. Hamar Erfitt að meta fólk undir áhrifum Kristinn Ólafsson umsjónarmaður gistiheimilisins við Þingholtsstræti hefur eftirfarandi að segja vegna ásakana þremenninganna. „Reglum var breytt hjá okkur og áfengisneysla bönnuð á heim- ilinu. Það hefur brunnið við að menn hafi brotið þessar reglur og þeir áminntir. 50 prósent afþeim sem til okkar koma eru fyrst og fremst áfengisneytendur en hinn hópurinn er með önnur vímu- efnavandamál. Auðvitað er oft erfitt að meta hvort lyfjafólk er undir áhrifum eða ekki. Á hinn bóginn er öðruvísi farið með áfengisneytendur. Það er vanda- mál sem hver og einn vaktmaður verður að skera úr um. Það er regla að fólk sé ekki undir áhrif- um áfengis en oft verður að líta fram hjá því. Tveir þessara manna hafa fengið að koma drukknir inn yfir 100 sinnum. Ég gat bara ekki fallist á að þeir færu að nota áfengi inni á gistiheimil- inu, því sinnaðist okkur. Lárus hefur verið hjá okkur fáar nætur en Óli Garðar og Gunnar aftur meira. Þeir hafa ekki mikið sótt til okkar síðan í vor, komið einu sinni og fengu þá að vera. Það er aftur á móti ekki rétt að þeir séu á svörtum lista því hann er ekki til. Þeim er velkomið að kíkja við. Ég skil tilfinningar þeirra vel.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.