Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16.JÚLÍ 1992 Poppið FIMMTUDAGUR Guðmundur Rúnar ^F^jBtrúbadúr skemmtir gest- Fógetans. Hann ku W2Bsvngja allt á milli himins og jarðar, er jarðbundinn í byrjun en tek- ur svo létta sveif í lokin. • Þúsund andlit verða á Púlsinum á milli tíu og tólf í kvöld. Að auki kem- ur fram hljómsveitin Sú Ellen. Báðar sveitirnar eiga lög á safnplötunni Bandalög 5. Sigrún Eva Ármannsdótt- ir (júróvision) er söngvari Þúsund andlita en aðrir meðlimir eru Arnold Ludvig og Birgir Jóhann, sem sömdu lagið Tálsýn, Jóhann og Tómas. Bak- raddirnar, Ceceíla og Hrafnhildur, hafa þótt standa sig með stakri prýði enda fengu þær báðar gott fyrir stíl í barnaskóla. Norðfirska hjómsveitin Sú Ellen verður upphitunarhljómsveit Þúsund andlita. Það er orðið miklu meira inni að vera upphitunarhljóm- sveit (sbr. Sykurmolarnir og Jet Black Joe)en aðalsveit. • Júdas spilar á Gauknum í kvöld, gerir kombakk. Semsagt gömlu brýn- in Maggi Kjartans og félagar ætla að rifja upp forna tíð og kanna hvort þeir geti enn látið blóðið streyma um æðar unga fólksins. ■****'*‘WMOTM • Óskar og Ingólfur eru vinir en hvorugur verður í fríi um helgina því bæði föstudags- og laugardagskvöld verða þeir staddir á krá þeirra Grafa- vogs- og Árbæjarbúa er nefnist Feiti dvergurinn. Borðin þar eru sérstak- lega hönnuð til að dansa á, jafnvel feitustu dvergarnir geta stigið trylltan borðdans. • Rokkfélagið FIRE Inc er skamm- stöfun fyrir Félag íslenskra rokkhljóm- sveita erlendis, hvað sem það svo á að formerkja. En félagið sem saman- stendur af ungum rokkeldhugum ætlar að efna til síðbúinnar þjóðhá- tíðar í kjallara Hlaðvarpans við Vestur- götu þetta kvöld, frá 21.30. Aðgangs- eyri verður stillt í hóf svo um munar, en meðal skemmtikrafta sem troða upp eru hljómsveitirnar Púff, Kolrassa Krókríðandi, Stilliuppsteypa og Cur- ver. • Vonlausa tríóið er keflvískt að uppruna eins og svo margar aðrar vonlausar hljómsveitir. Nafngiftin mun þó merkja allt annað en að hér sé vonlaust tríó á ferð. Þetta munu vera mjög hæfir einstaklingar með litla trú á sjálfum sér. Þess vegna þurfa þeir á góðum stuðningi að halda á Fógetanum þegar þeir ætla að fremja sína suðurríkjatónlist, eins- konar vatnatónlist frá Mississippi. Engin önnur íslensk hljómsveit frem- ur sömu tónlist og þeir en þeir spila á banjo, bassa og kassagítar og syngja auk þess raddað. Vonlausa tríóið færir líf í geldustu tónlist og það jafnvel ís- lenska. • Todmobile spilar, spilar og spilar og mæta nú ferskir til leiks á Hressó í kvöld úr sveitasælunni í Ólafsfriði og Skagafirði þar sem þeir léku fyrir Hall- björn Hjartarson og félaga um síð- ustu helgi. Líklega spila þeir vöggu- Ijóð í kvöld eða jafnvel gospeltónlist, hver veit. • Crossroads spila í Grjótinu. Lengi vel voru þeir víst blúsband, en í Grjót- ið eru þeir ráðnir upp á þau býtti að þeir spili rokk & ról. Enda vilja þeir helst ekki sjá annað í Grjótinu. • Stjórnin hennar Siggu verður óvænt á Tveimur vinum á föstudags- kvöld. Þeir hættu við að þreyja lands- byggðina í kvöld enda erfitt að spila í þeim sveitum þar sem haldin voru stórböll um síðustu helgi. • Þúsund andlit munu einnig koma fram á föstudagskvöld á Púlsinum og ef fólk passar sig ekki á sælu-dælu- stundinni á milli ellefu og tólf geta andlitin orðið allt að tífalt fleiri og stundin orðið að ælu-vælu-stund. LAUGARDAGUR • Stálfélagið telst til þyngri rokk- hljómsveita hér á landi. Þeir félagarnir ætla að hafa mikinn hávaða á Tveim- ur vinum á laugardagskvöldið. Þeim sem eru slæmir á taugum verður meinaður aðgangur. • Crossroads í Grjótinu. Það sakar ekki að vera kúl. • Tveir logar eru orðnir ansi fastir á Rauða Ijóninu og ætla ekki teyjga sig aftur í Ingólfscafe eins og þeir gerðu á mánudaginn. Angurblíð Eyjalög og íslenskir slagarar. • Vonlausa tríóið á Fógetanum. Suðurríkjasæla og sveitahúmor. • Smellir eru hljómsveit hússins á Dansbarnum. Raggi Bjarna syngur, en líka Eva Ásrún sem loksins fær að syngja eitthvað annað en bakraddir. Það er góð tilbreyting fyrir hana og líka fyrirokkur hin. • Viðar og Þórir kántrímeistarar skemmta í Borgarvirkinu á föstudags- og laugardagskvöld. Þangað sækir fólk frá liðlega þrítugu til níræðs, sumir er með kantríhatta en aðrir ekki. í Borgarvirkinu fást nefnilega ekta amerískir kántríhattar sem kosta 5.900 krónur. SUNNUDAGUR • Sú Ellen. Bobby og JR verða á Gauknum sunnudagskvöld. Þeir verða þá þegar búnir að hita upp á Púlsinum á föstudagskvöld og verða vonandi orðnir vel heitir á sunnudag- inn. Barir > Það var svo sem auð- Ivitað að loksins þegar maður hafði fundið sér almennilegan bar skyldi kvikna í kofanum! En svona um hásumar er kannski líka rétt að finna sér bar, þar sem unnt er að njóta veðurblíðunnar. Til þess er Hressingarskálinn allra bara heppi- legastur. Að vísu má segja að frá- leitar reglur um verslunartíma áfengis setji strik í reikninginn, en meðan dagur er jafnlangur og raun ber vitni, getur maður svo- sem beðið til klukkan sex. Eigi að síður væri nú ólíkt skemmtilegra að geta teygað einn og einn Grön í sólskininu. Hressó er ágætur bar, hann sækir mjög blandaður hóp- ur, allt frá háöldruðum menning- ar(hálf)vitum til kornungra pönk- ara. Garðurinn hefur líka verið gerður mun skemmtilegri og þægilegri til langdvalar en var, ekki síst með tilliti til tónlistar- flutnings. Hljómburðurinn er kannski ekki sá besti í bænum, en hann er mun betri en búast mætti við undir berum himni. Áfengisúr- valið á Hressó mætti að ósekju vera betra og eins er starfsliðið mjög misáhugasamt um fljóta og góða þjónustu. Stemmningin velt- ur hins vegar ekki einungis á því og hún er yfirleitt með ágætum. Þess ber að geta að um helgar skiptir staðurinn svolítið um svip, því þá eru gestirnir flestir í yngri kantinum og hika ekki við að stíga trylltan dans á parketinu í innri sal, þeim er veit út að garðinum. Aðal Hressó er þó og verður sú staðreynd að hann er í nafla borg- arinnar og fyrir vikið fær hann ★★★ Sveitaböll • Freyvangur, Eyjafirði. Síðan skein sól. • Hreðavatnsskáli. Ómar Einarsson trúbadúr LAUGARDAGUR • Ólafsvík. Stjórnin. • Miðgarður, Skagafirði. Síðan skein sól. • Þotan, Keflavík. Todmobile. • Hreðavatnsskáli. Gammel dansk. Sýningar Það var svo geggjað. Árbæjarsafn er löngu hætt kMjLájflað snúast bara um moldar- ^^BVkofa og gömul hús, heldur líka um fólk, sumt í ekki alltof fjarlægri fortíð. Til dæmis hippasýningin sem ber með sér andblæ áranna 1968 til 1972, þegar herbergi unglinga öng- uðu af reykelsi, allir gengu í útvíðum buxum og karlmenn voru hæst- ánægðir með að skvetta á sig Old Spice-rakspíra. Opið kl. 10-18. • Húsavernd á íslandi. Aðalstræti er sorglegt dæmi um þegar menn vilja hvort tveggja halda og sleppa, vernda og rífa. Vissir hlutar Akureyrar eru á hinn bóginn fagurt dæmi um skynsamlega húsavernd. í Bogasal Þjóðminjasafns stendur yfir sýning þar sem er rakin saga húsaverndar á Islandi. Opiðkl. 11-16. • Höfnin í Reykjavík er í raun eit- thvert stórkostlegasta mannvirki íslands. Sýning í Hafnarhúsinu rekur sögu hafnarinnar, mestanpart frá tíma framkvæmda kringum 1915.. SIMSVARINN Vafastígsl Tískuorðaleikurfflfi í ár, er án allra efasemda svokallaðar spóneringar. Orðið er komið af enska orðinu „transpose", sem segir allnokkru meira en hin vafasama íslenskun orðs- ins. Stafavíxl væri nær lagi eða snúíska, eins og sumir vilja kalla leikinn. Hann byggir í stuttu máli á því að fyrsta staf í orði setningar er víxlað við fyrsta staf næsta orðs. Við þetta geta orðið til hinar skemmtilegustu orðræður og saklausar setningar eiga það til að fá, vægast sagt, tvíræða merkingu. Þannig verður: Litla kók — Kitla lók. Hver ræður hér ríkjum — Hver ríður hér rækjum. Hagar-Sund — Sagar hund. Hótel Borg — Bótel horg. Bíður í röðum — Ríður í böðum. Fólk í hernum — Hólk í fernum. Dauð roUa — Rauð doUa. Leikstjóri — Steikljóri. Fax á ljóni — Lax á fjóni. Beikon og egg — Eikon og begg. komið á framfæri er- lendis, en þær sem eru að verða mjög góðar hér heima og bundnar eru vonir við eru þ æ r H r a f n - h i 1 d u r Sigurðar- dóttir, Elín Ástvaldsdóttir, Laufey Bjarnadóttir, Thelma Guðmunds- dóttir, Árný Hlín Hilm- arsdóttir, Brynja og ekki síst þær Rán, Rakel og Hlín Mogens- dóttir, sem eru áber- andi flottar. Bíófæðið breytist KAFFI, KÖKUR OG NACHOS EKKERT LÉTTVÍN55ULL TA Kkl • R“dd?drykkir ■ 1 ▼ ■ ▼ ■ i tisku a borunum Það þýðir ekkert að vera klassískt sæt í fyrirsætu- bransanum í dag. Nú er það spurningin um að vera með góðan karakter í andlitinu og helst eitthvað einkennilegt. Stórt nef er því ekki lengur lýti, heldur telst það til fegurð- ar. Módelin þurfa að vera há- vaxin, yfir einn og sjötíu, með stórar varir, hæfilega stór brjóst og kvenlegar línur. Hér heima er þó nokkuð fyrir stelpurnar að gera en þær bestu stefna út og hafa nokkrar hafa náð töluverðum árangri. Það er vin- sælt að byrja í Mílanó á Ítalíu því þar er auðveldara að safna í möppu skiptir höfuðmáli þegar París, New York og víðar og Linda Péturs, sem er mest í London en stendur þessa dagana fyrir námskeiðahaldi á Islandi. Bryndís Bjarnadóttir, sem er í miklu uppáhaldi hér heima hefur undanfarið verið úti í Míl- anó og þar hafa Nanna Guðbergsdótt- ir, Bima Braga og Unnur Valdís líka ver- ið. Flestum fyrir- sætunum hafa íslendingar í fýr- irsætustörfum Eftir áratugalangt poppát og kókdrykkju í kvikmyndahúsum borgarinnar hafa nokkur bíóhús- anna tekið upp á að bjóða fjöl- breyttara fæði meðan á bíósýning- um stendur. Sambíóin riðu á vað- ið í nóvember síðastliðnum og komu sér upp Nachoshitakössum með tilheyrandi sósugerð og nú er svo komið að maður getur sest inn í dimma bíósalina, borðað Nachosflögur og sullað yfir sig sósu undir spennandi myndum. Björn Árnason, framkvæmda- stjóri Sambíóanna, sagði flögurn- ar mælast vel fyrir. Hins vegar væri annað um pylsurnar, sem þeir reyndu að bjóða upp á í vetur, að segja. Þær væru komnar í frí, að minnsta kosti yfir sumartím- ann. Háskólabíó hefur einnig fleira upp á að bjóða en popp og kók. og biður um annan. Áhrifin eru mögnuð. Óróinn kemur af kampavíninu, koníakið fer beint upp í haus og Cointreau-ið gerir hana örlítið þvoglumælta. Ef drukknir eru of margir slíkir geta áhrifin orðið jafhslæm (æl, æl) og þau geta orðið góð, kunni fólk sér hóf. Þetta er eitt lítið dæmi um þá ruddadrykki sem Islendingar hafa tileinkað sér að undaförnu. Sam- nefnið yfir drykki af þessum toga er „Hot Shots“ eða heit skot. Samsullið „Long Island Icetea“ (,,killer“) hefur einnig vætt marg- ar kverkarnar að undanförnu. í honum eru fjórar tegundir brennds víns; gin, vodki, tequila og romm. Að auki er ýmist bætt út í hann góðri skvettu af sætum vermouth eða Campari. Þá er yfir- leitt lítið pláss eftir fyrir uppfyll- ingarefni en kóla- drykkir eru oft- ast notaðir til þess að lita drykk- inn. Þá hefur verið vinsælt að blanda einhvejum sterkum drykk saman við sódavatn. Við það að slá drykknum tvisvar til þrisvar í borðið (með viskustykki vafið um) verður hann nánast ein ffoða og mjög auðvelt er að koma hon- um niður. Sögur herma að þetta reyna á fyrir sér á eftirsóttustu stöðunum, Par- ís, New York og London. Þær fyri- sætur sem hafa náð ár- angri er- lendis eru Kristína, sem nú er úti í Dusseldorf og South Beach Miami, Begga, sem er í Jap- an, Berta Waagfjörð, sem er núna í L.A. en kom við hér heima um daginn, Andrea Brabin, sem er í París, Mi- ami og New York, Brynja Sverris, sem er í Mílanó, Þar var sú leið valin að koma upp kaffivélum sem innihalda ýmsar tegundir af kaffi auk súkkulaði- drykkjar. Úr þess- ari vél er einnig hægt að fá blöndu af kafifi og súkku- laði, svokallað „es- pressó- sjokk“. Friðjón Guð- mundsson, sýn- ingastjóri Há- skólabíós, sagði þess ekki langt að bíða að þar yrði einnig hægt að fá kökur. Ástæðan fyrir því að Háskólabíó fór kaffi- og köku- leiðina er sú að þar fara oft fram tón- leikar og hinir veltiihöfðu vilja gjarnan fá eitt- hvað annað í gogginn í hléum en popp og kók. Ég ætla að fá einfaldan koníak, einfaldan Cointreau og einfaldann kampavín, takk. Þú áttvið „Triple C“. Jáeinmitt. Barþjónninn blandar drykkinn handa dömunni sem bíður í of- væni eftir að drekka hann í einum teyg. Hún skellir honum einu sinni í borðið og drekkur síðan eins og vatn, þurrkar munnvikin Stefán Hjörleifsson gítarleikari í Ný dönsk „Þetta er hjá Stefáni og Rósu. Vinsamlegast skildu eftir skilaboð eftir tóninn." form drykkju sé komið frá Bandaríkja- mönnum sem buðu gjarnan ungu stúlkunum upp á hann í von um að buxurnar dyttu niður um þær. Einnig hefur verið vinsælt að skella ein- um sjússi af bourbon ofan í þykk og mikil yfirfull bjórglös drekkaíbotn. Einn drykkur hefur verið vinsælli en annar undanfömu, en það er margrómaði drykkur Tequila. Eitthvað hef- ur landinn tekið illa eftir þegar hann flutti hann með sér úr ein- hverri reisunni því enn standa deilur um í hvaða röð skuli hafa meðlætið. Sumir byrja á sítrón- unni, demba svo í sig Tequilanu og síðast saltinu. Aðrir fremja þetta blót í öfugri röð. Enn aðrir telja réttu aðferðina að skvetta í sig bæði saltinu og sítrónunni á undan Tequilanu. Þeir þykja hins vegar undarlegir sem halda því fram að saltinu og sítrónunni eigi að torga eftir að Tequil- anu hefur verið slátrað. Það gerir víst minnst gagn ef fólk vill losna við (ójbragðið af Tequilanu. „B52“ er samansettur af þremur einföldum drykkjum; Kahlúa, kon- íaki og Bailey’s. Mikið vandaverk er að setja þennan drykk saman allar víntegund- irnar eiga að raðast aðskildar í glasið. Síðan er kveikt í drykknumoglátið loga í honum um stundarsakir, áður en honum, eins og iiuiuiu drykkjunum, er kom- ið niður í einum munnsopa. Ann- ar vinsæll íkveikjudrykkur er an- isdrykkurinn „Sambukcva Róm- ana“. Mörgum aðferðum er beitt við að koma honum niður. Sumir rétt dreypa á drykknum eftir að hafa látið hann loga glatt um stund en aðrir taka hann í einum sopa á meðan hann er enn skíð- logandi (þeir hörðustu hafa hvorki augnhár né augabrúnir og eru alltaf með rautt, brennt nef).

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.