Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JÚLI' 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin iiEjf • Anna Margrét Kalda- I Æ'óns er sópransöngkona Lpflílsem heldur tónleika í HLLJBGerðubergi við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Gerðuberg kl. 20. • Sólrún Bragadóttir flytur nor- ræna Ijóðatónlist við undirleik Þórar- ins Stefánssonar pianóleikara. Hafnar- borg kl. 20.30. FOSTUDAGUR • Sumartónleikar á Norðurlandi. Þarna syngja Bodil Kvaran og Birgitte Rutkær Ewerlöf sópransöngkonur, en með þeim spilar Lasse Ewerlöf á org- el. Á efnisskrá eru verk eftir Purcell, Carl Nielsen, Hugo Wolf, dönsk þjóð- lög og negrasálmar. Húsavíkurkirkja kl. 20.30. LAUGARDAGUR • Sumartónleikar ( Skálholti. Fyrir aðra helgi sumartónleikanna hefur Hilmar Orn Agnarsson, fyrrum ný- bylgjupoppari ( Þey og núverandi dómorganisti I Skáiholti, æft kam- merkór, sem flytur kórverk eftir Pa- lestrina, Schutz og og Jóhann Seb- astian Bach. Tónleikarnir hefjast klukkan 15, en klukkan 17 leikur Uwe Eschner svftur og fantasíur eftir Bach og Dowland á gítar. Skálholtskirkja kl. 15& 17. • Sumartónleikar á Norðurlandi. Tvær sópransöngkonur, eitt orgel. Reykjahlíðarkirkja kl. 20.30. SUNNUDAGUR • Sumartónleikar í Skálholti. Uwe Eschner leikur á gítar svítur og fantas- (ur eftir Bach og Dowland klukkan 15. Klukkan 17 er svo messa með þátt- öku kammerkórs. Skálholtskirkja kl. 15 & 17. • Sumartónleikar á Norðurlandi. Tveír sópranar, eitt orgel. Akureyrar- kirkjakl. 17. Leikhús FOSTUDAGUR i Beðið eftir Godot. Eftir Ilistafár júnímánaðar, þegar gekk á með tveimur lista- hátlðum, er allt dottið í dúnalogn eða svona hérumbil. Stúd- entaleikhúsið reynir þó að klóra ( bakkann og sýnir þetta meistaraverk Samuels Beckett uppi á háalofti I Hafnarstrætinu. Því hefur stundum verið haldið fram að lélegum leikur- um láti best að túlka þumbaraháttinn og einfeldningsskaþinn í persónum Becketts, og eru ágætar íslenskar uppfærslur á Godot taldar til marks um þetta. Ekki viljum við fullyrða að leikararnir í Stúdentaleikhúsinu séu lélegir, en þeir eru óvanir — og því standa þeir kannski vel að vígi I glím- unni við furðufuglinn Beckett. Galdraloftið kl. 20.30. • Augnablik. Leikhús eða ekki leik- hús, llklega þó heldur menningar- dagskrá með leikrænu ívafi, sumar- kvöld á Akureyri. Harpa Arnardóttir fer með .Einleik fyrir Hörpu í himna- ríki", leikþátt eftir Sjón. Ásta tvíbura- systir hennar spilar að sögn á harm- oníku. Einar Kristján Einarsson spilar hins vegar á gltar, tónverk eftir Karól- (nu Eirlksdóttur. Og Gyrðir Eliasson les úr bókinni sinni Heykvlsl og gúmmískór. I hléinu verður boðið upp á pönnukökur. Samkomuhúsið á Akureyri, kl. 21. Ókaypis | • Safn Einars Jónssonar er Idásamlega klástrófóbísk Idraugaborg og stemm- linqin þannig að annað- hvort lætur maður hrífast með eða verður blátt áfram ómótt. Höggmyndagarðurinn fyrir utan er hins vegar bjartur (góðu veðri. Myndheimur Einars er auðvitað stóreinkennilegur; fullur af my- stík, symbólisma og þjóðremb- ingslegum ofvexti sem manni finnst að í öðrum löndum hafi náð fullum þroska (fasisma. Málverk Einars eru svo sérstakrar athygli verð. Þau minna á hippatímann. • Það stendur v(st til að taka nið- ur fastasýninguna sem hefur staðið I Þjóðminjasafninu svona hérum- bil frá því það var opnað. Það á að gera safnið nútímalegra. Nú er hins vegar alveg Ijóst að téð sýn- ing hefur staðið svo lengi að hún hún hefur orðið menningarsögu- legt gildi. Því er spurning hvort ekki eigi að varðveita hana, kannski setja hana á safn. Og í framhaldi af því má einfaldlega leggja til að Þjóðminjasafnið verði sett á safn, svona alveg eins og það leggur sig, plús gömlu góð- legu konurnar sem hafa passað munina af kostgæfni, þótt stund- um hafi þær reyndar sofnað við prjónana. Myndlist !• Oaði, Helgi Þorgils & Tumi. Á sumarsýningu Norræna hússins leggja þeir til málverk Daði Guð- björnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Tumi Magnússon. Allir eru þeir ágætir húmoristar og mála myndir sem eru fullar af skemmtilegum hug- myndum og upþátækjum — og oft svolítið sumarlegri þirtu. Opið kl. 14- 19. • Donald Judd. Það er varla ýkja al- gengt að heimsfrægir listamenn haldi sýningar norður við heim- skautsbaug. En Donald Judd, sem auk þess að vera (slandsvinur, er ein- hver nafntogaðasti minimalisti (víðri veröld, heldur þessa dagana hálf- gerða leynisýningu ( Slunkaríki, við- kunnanlega og sæta gallerfinu þeirra á (safirði. Hann sýnir reyndar ekki mörg verk, en þau munu kosta ófá kýrver ð.Opiðkl. 16-18. • Sumarsýning í Hulduhólum sem standa við Vesturlandsveginn, á vinstri hönd þegar keyrt er norður, kippkorn frá Mosfellssveitinni. Þar er til húsa Steinunn Marteinsdóttir leirl- istakona sem stendur fyrir sumarsýn- ingu heima hjá sér. Þarna sýna Sveinn Björnsson og Inga Hllf Ás- geirsdóttir málverk, Steinunn leir- muni og Sverrir Ólafsson skúlptúr. Opið lau. & sun. kl. 14-19, fim. & fös. kl 19-22. • 2000 ára litadýrð. ( kvikindisskap sagði einhver að með því að flytja inn fornar mósaíkmyndir og gamla kjóla frá Jórdaníu hefði Beru Nordal tekist að breyta Listasafni íslands í Þjóð- minjasafn. Svona aðfinnslur eiga þó varla rétt á sér því sýningin er sérdeil- islega falleg og hefur orðið fjarska vinsæl. Kjólarnir minna að sönnu á það t(mabil (tfskunni sem kennt er við hippa og mussur, en við mósaík- myndirnar getur maður látið sig dreyma, langt aftur í rómverska og arabíska forneskju. Opið kl. 12-18. • Hlynur Helgason er ungur lista- maður sem sýnir .skúlptúrísk mál- verk, málverk á þrlvlðum fleti" í Ný- listasafninu. Það er að segja — hann hefur komist að þvi að málverk þarf ekki endilega að vera slétt og ferkant- að. Sumt í myndunum hans minnir samt dálítið mikíð á kúbisma, sérstak- lega Braque. I Nýló stendur l(ka sum- arsýning á verkum í eigu safnsins. Opiðkl. 14-18. • Grétar, Jón Axel & Siggi Örlygs. Nýja gallerfið í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu er alveg óvenju glæsi- legt, stórt, hrátt og bjart. Þar sýna þessa dagana Grétar Reynisson, Jón Axel Björnsson og Sigurður Örlygs- son; þeir slðartöldu eru þekktir fyrir kröftug og stór verk sem ættu að sóma sér vel á veggjum gallerísins. Opiðki. 14-18. • Kjarval. Fyrir túristana, en llka fyrir okkur hin. I austursal Kjarvalsstaða hanga uþþi verk eftir meistarann úr einkasafni Eyrúnar Guðmundsdóttur, sem var mikil hollvinkona Kjarvals og gaf honum oft að borða. Op/'ð kl. 10- 19. • Æskuteikningar Sigurjóns minna okkur á að enginn er fæddur listamaður, þótt sumir hafi jú meiri hæfileika en aðrir. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá æskuárum Sigurjóns Ólafssonar á Eyrarbakka, en flestar frá árunum 1924-27, þegar Sigurjón stundaði nám (Iðnskólan- um. Skemmtileg sýning og svo er alltaf gaman að koma ( Sigurjóns- safnið á fallega staðnum í Laugar- nesinu, úti við sundin blá. Opið ki.14- 17. Yfir sjöhundruð manns sóttu Kerlingafjöll um síð- ustu helgi. Að auki var í fýrsta sinn í sögunni upp- selt á hinar margrómuðu kvöldvökur Kerlingafjalla- Hvernig var helgin í Kerlinga- fjöllum? Anna Margrét flugfreyja og (yrirsæta „Það var mjög gaman en veðrið var ekki alveg nógu gott. Það skiptust á skin og skúrir. Kerlingafjöllin voru eins og útibú frá Ingólfscafé um helgina.“ Berglind og Sigrún heimshornaflakkarar og flugfreyjur „Frábært, gott veður, skemmtilegt fólk og æðisleg stemmning eins og alltaf í Kerlingafjöllum.“ Reynir í Tangó „Helgin var skemmtileg en að þvi er ég best veit hefur aldrei verið jafnmikið sukk í fjöllunum, að minnsta kosti ekki í þau tólf ár sem ég hef komið hingað. £g fór mikið á skíði en það voru aftur á móti margir sem höfðu ekki einu sinni skíði meðferðis. Þeir sukkuðu þeim mun meira. Þetta var eins og á útihátíð um verslunar- mannahelgina.“ Einar Sveinn ballettdansari og nemi (auglýs- ingamarkaðsfræði oq hönnun „Helgin var frábær. Ég sinnti bæði heilbrigði og skemmtunum í fjöllunum um helgina. Svo mikið var fjörið að ég mátti ekki vera að því að sofa." Það eru allir hrifnir af þeim. Þeir hafa spilað með Ný danskri og Sálinni hans Jóns míns. Um verslunarmannahelgina verða þeir með Stjórninni á Eiðum. Samt eru þeir rétt að byrja. Þeir eru strákarnir í Jet Black Joe, efnilegustu og bestu hljóm- sveit sem fram hefur komið á Is- landi í langan tíma. Mennimir að baki nafhsins eru Páll Rósinkrans, Jón Örn Arnarson, Hrafn Thor- oddsen, Starri Sigurðsson og Gunnar Bjami Ragnarsson. Það er sagt um þá að þeir séu jarðbundn- ir en hafi markvissa drauma. Þeir hikuðu ekki við að hætta bæði í skóla og vinnu til að helga sig Jet Black Joe um áramótin. „Þeir eiga ekki krónu en láta það ekki á sig fá. Það er mikil hátíð þegar þeim tekst að nurla saman fýrir pizzu hjá Jóni Bakan.“ Árangur vinnu þeirra og fórna lætur ekki á sér standa. A milli þess sem þeir hita upp fýrir stóru nöfnin á íslandi eru þeir í hljóðveri að taka upp disk undir stjóm Eyþórs Arnalds í Todmobile. „Ég hef aldrei fundið slrkt áður, en öll böndin dýrka þá. Það hefur aldrei verið jafhmikill spenningur innanhúss að vinna með nokkr- um listamanni" segir Dabbi hjá Steinum. Sumir segja að íslenski meðaljóninn sé kindarlegur á svipinn. Skyldi Birgir Andrésson komast að annarri niðurstöðu? BlCCl LEITAR AÐ HINUM ÍSLENSKA SVIP REYKJAVÍKIN MÍN Magga Stína Risaeðla manni erskipað að velja sér uppáhaldsstaði í Reykjavikurborg er eina ráðið að ímynda sér að maðurséí mjög leiðinlegu útlandi og langi „heim tilsín". Þá er maðurstraxkominn á stað númereittogþað er„heim tilsin". En þar leiðist manni svo oft og mörgum sinnum að næsti uppáhalds-áfangastaðurinn hlýtur að vera gamall kirkjugarður í„Vesttán". Nú erum við búin að tileinka okkur frekar nei- kvæðan hugsunarhátt þannig að við hljótum að enda á Hlemmi. Annars er mér sagt að Freddabar sé frábær. Nú setjum við okkur íann- að hugarástand; algleymishamingjukastið. Þá er ekki nema um tvenntað ræða:„Ðe Vesstán sundlaug" og„Síam"! „Meira funk." Hugmyndaflugið er enn á ný komið af stað hjá Birgi Andrés- syni myndlistarmanni, og nú er hann að leita að hinum hreina ís- lenska svip. „Þetta er engin mann- ffæði og örugglega hægt að mæla út réttara höfuðmál og annað,“ segir Birgir. „Ég geng út frá allt öðm og vinn á mun opnari hátt. Ég vel myndir þar sem ég finn þær og það fer algerlega eftir mínum smekk og mínu persónulega mati hverjar þær eru.“ Verkið er í startholunum og því hugsmíð myndlistarmannsins enn sem komið er. „Maður er oft að velta því fýrir sér þegar maður sér fólk: „Hvaðan skyldi þessi nú koma? Ætli hann sé Frakki... Maður gengur út ff; að hver þjóð hafi ákveðin kenni og það em þær sem ég geng út ffá sem myndlist- armaður." Leitin að íslenska meðalandlit- inu er að sögn Birgis eitt af mörg- um plönum sem hann er með í handraðanum sem tengist ein- hverju sem er einkennandi fyrir íslensk fyrirbæri. Þetta er því ekki Æskumynd Sumir eldast jafnmikið að innan og utan og ungi ritarinn með hörkulega svipinn breytt- ist í stofukomma í Vesturbæn- um. Lengi býr þó að fyrstu gerð. Guðrún Helgadóttir alþingis- maður hafði getið sér landsfrægðar fyrir ritstörf áður en hún tók sæti á Alþingi og sýndi á sér nýjar hliðar. En löngu áður en þetta allt gerðist hafði Guðrún gefið vísbending- ar um hvað í vændum var, þeg- ar hún var ráðin í stöðu ritara á rektorsskrifstofu Menntaskól- ans í Reykjavlk. Segja má að þar hafi ritstörfin hafist og um leið valdsmannslegar tilhneigingar, sem fyrst nutu sín fyrir alvöru í forsetastól á Alþingi. Það er ekki annað að sjá en að sem rit- ari hafi Guðrún þegar verið far- in að fata sig vel. eina serían í vinnslu en eins og PRESSAN greindi ffá hefur hann meðal annars lýst eftir myndum úr íslenskum partíum. „Söfhunin í seríumar tekur langan tíma. Það eru fleiri í gangi og ég vinn ekki eftir neinum reglum. Allt sem ég vinn, vinn ég mjög hægt.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.