Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLI 1992 ÞETTA BLAÐ ER FALT ...e/ns ogprest- arnir, þótt þeirséu kannski ekki falir fyrirhvað sem er, eins og heyra má á Geir Waage á blaðsiðu 30. Hann er ekki alveg tiibúinn til að láta bjóðasérþað hrökkbrauð sem stjórnvöld hafa veitt honum. ...einsog þægilegar stöður í utanrikisráðuneytinu. Þar er hægt aðkaupa slikan sess með áralangri þjón- ustu við Alþýðuflokkinn. Það er minna spurt að reynslu og þekkingu og enn siður árangri á þeim svið- um sem starfið snýst um. Um þetta má lesa á blað- siðu 11. ...eins og ýmiss konar að- ferðir til að endurheimta geðheisluna og lesa má um á blað- síðu 28. Þær eru sjálfsagt jafnmargar aðferðunum við að missa vitið og eflaust miklu kostnaðarsamari. ...eins og alliræðstu menn þessararþjóðar. Þóttþeir séu ekki falir fyrir þau smánarlaun sem almenn- ingur vildi helstaföllu skammta þeim, eru þeirfalir fyrirnán- astekki neittisam- anburði við það sem kjaradómur vildi láta þá fá. Það má sjá launaseðla æðstu embætt- ismanna ríkisins á blaðsiðu 24. Eins og almenningur vill hafa þá. ...og þetta blað erfalt eins og svo margar afþeim freistingum sem fólk vill falla fyrir á blaðsiðu 36. $ ...og þetta blað er falt fyrir 230 krónur. Er ekki hægt að nota gatið á bæjarsjóði, Sigurður? „Það er ekki nógu langt.“ SigurOur Geirdal er bæjarstjóri Kópavogs. Bæjarfélagið skuldar nú 2.7 milljánir króna, en vill heldur teggja jarðgöng undir Fossvogsdalinn, en hraðbraut ofanjarðar, til aðbæta samgöngur á höfuðborgar- svæðinu. F Y R S T F R E M S T JÓHANN SIGURJÓNSSON. Vann hann starfið i happdrætti? HJÁLMAR W. HANN- ESSON. Sendiherrann er einmana eins og hrópandinn meðal hvalveiðiandstæðinga í Þýskalandi. ÍSLAND í ÞÝSKUM LESENDADÁLKUM Það er varla algengt að íslensk- ur sendiherra riti virtu heimsblaði bréf til að leiðrétta rangfærslur. Þetta gerðist þó í liðinni viku þeg- ar birtist í Der Spiegel, besta og mesta fréttatímariti Þýskalands, bréf frá Hjálmari W. Hannes- syni, sendiherra íslands í Bonn. Tilefnið er stór grein um hval- veiðar sem birtist í blaðinu í byrj- un mánaðarins og var heldur and- snúin hvalveiðiþjóðum. Hjálmar gerir ekki efnislegar athugasemdir við greinina, en leiðréttir þá hæpnu fullyrðingu að fiskafli Is- lendinga hafi næstum fjórfaldast síðan 1989, úr 506 þúsund tonn- um í næstum 2 milljónir tonna! Málflutningur Hjálmars eða fs- lendinga virðist þó ekki fá mikinn hljómgrunn hjá lesendum blaðs- ins sem láta gamminn geysa í les- endadálki blaðsins. Petra Walp- uski-Benedlx frá Berlín spyr hver geti stöðvað hvalveiðimennina sem líklega komi því til leiðar að sjávarspendýr hverfi í náinni framtíð. Martina Hirtz frá Lubeck vonar að margt fólk leggi baráttunni gegn hvaladrápi lið. Stephan Laudien frá Jena spyr hvort heimurinn sé hvort eð er ekki orðinn svo fátækur að enginn taki eftir því þótt hvalirnir deyji út. Dýpst í árinni tekur þó lesand- inn Henry Gruchot frá Mtinchen. í Spiegel-greininni er vitnað í þau orð Jóhanns Sigurjónssonar sjávarlíffræðings að hvalveiðar séu fslendingum „lífsnauðsynleg- ar“. Gruchot telur þetta af og frá og segir: „Þessi „sjávarlíffræðing- ur“ (nafnbótina hefur hann lík- lega unnið í happdrætti), Jóhann Sigurjónsson, er búið að kaupa hann eða er maðurinn svona heimskur eða læst hann bara vera það?“ íslendingar eiga sér þó ágætan málsvara í Eiríki Bragasyni sem skrifar blaðinu frá Reykjavík og spyr: „Af hverju er ekki skrifuð svona viðkvæmnisleg grein um þýska kjúklinga?“ HREINSANIRÁ KONTÓR ALÞÝÐUFLOKKSINS Óánægja margra Alþýðuflokks- manna með framkvæmdastjóra flokksins, Sigurð Tómas Björg- vinsson, hefur nú komið upp á yfirborðið vegna uppsagnar Dóru Hafsteinsdóttur, sem hefur verið starfsmaður flokksins í mörg herrans ár. Dóra mun hafa verið lífið og sálin á skrifstofu flokksins og aldrei orðið vart neinnar óánægju með hennar störf. En nýskeð var henni sagt upp vegna samstarfsörðugleika við framkvæmdastjórann, án alls samráðs við framkvæmdastjórn flokksins og eru menn á þeim bæ hreint ekki ánægðir með með- ferðs málsins. Framkvæmdastjórastaðan hef- ur reyndar lengi verið vandamál innan Alþýðuflokksins og því var brugðið á það ráð í vetur að fá til starfans mann lítt tengdan flokkn- um, meðal annars til að koma í veg fýrir að maður úr einhverri valdablokk innan flokksins fengi stöðuna. Sigurður var gerður að ritstjóra Alþýðublaðsins af sömu ástæðu, en hefur aldrei komið ná- lægt því sem gerist inni á ritstjórn- inni. Það hefur líka komið í ljós að Sigurður er ekki eins hlutlaus og talið var í fyrstu, því hann hefur verið handgenginn Jóni Sigurðs- syni. Dóra hefur þegar fengið til- boð um nýja vinnu — á annarri flokksskrifstofu. GLIT FÆR NAUÐUNGAR- SAMNINGA Staðfestir hafa verið í skiptarétti Reykjavíkur nauðungarsamning- ar fyrir listmunagerðina Glit hf. Samkvæmt þeim greiðir félagið skuldheimtumönnum sínum 21 prósent krafna að meðtöldum vöxtum og kostnaði til 2. mars á þessu ári, sem hljóta að teljast nokkuð hagstæð býtti. Það er semsagt ljóst að Glit er bjargað, að minnsta kosti um sinn. Þetta er fyrirtæki sem Orri Vigfússon, laxveiðifrumkvöðull og fyrrum stjórnarmaður í Stöð 2, byggði upp á sínum tíma. Hann er enn stór hluthafi og varaformaður stjórnar. Formaður er Arþór Helgason, en af stjómarmönnum má nefna Jónu Gróu Sigurðar- dóttur. Fyrirtækið hefur meðal annars framleitt og selt minjagripi úr hrauni (hraunöskubakka), en auk þess er tilgangur þess meðal ann- H L | Ó M A R >• ^ Á næsta ári eru liðin 30 ár frá stofnun hljómsveitarinnar Hljóma og í ár eru liðin 25 ár frá því fyrsta plata þeirra kom út. Árið 1964 kom hins vegar fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar út með Fyrsta kossinum og Bláu augunum þínum. Af þessu tilefni er stefnt að því að ná hljómsveitinni aftur saman með haustinu eða strax í byrjun næsta árs. Sá sem stendur að því að leiða sveitina saman er stór- popparinn Rúnar Júlíusson. Enn er þó ekki ljóst í hvaða mynd hún verður en hún tók nokkrum breytingum á því 6 ára tímabili sem hún starfaði. Upphaflega sveitin var skipuð Gunnari Þóðarsyni, Engilbert Jensen, Rúnari Júlíussyni og Erlingi Björnssyni. Ýmsir söngvarar komu og fóru þar á meðal úlíusson, Karl Hermanns- son, Björgvin Halldórsson og hin eina sanna Shady Owens sem menn eru ekki hvað síst æst- ir í að sjá aftur á sviði. Þess má geta að hún, Rúnar Júl og Gunn- ar Þórðarson splundruðu Hljóm- um árið 1969 stofnuðu Trúbrot sem um þessar mundir er að slá í gegn á nýjan leik. ORRIVIGFÚSSON. Glitið hans fær framhaldslíf. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON. Eins og Aðalráður kóngur sem réðist gegn eigin þegnum. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON. Segir brandara þegar vandræði eru í þingflokknum. EIÐUR GUÐNASON. Vandar um við óreynda þingmenn og fávísa blaðamenn. ars rekstur fasteigna og lánastarf- semi. RAGNHEIÐUR GERIR UPP VIÐ KRATA Ragnheiður Davíðsdóttir, sem sagði sig úr Alþýðuflokknum í kjölfar deilnanna um Menningar- sjóð, fer hamförum gegn sínum gamla flokki í grein í nýjasta hefti Mannlífs. Ragnheiður segir að eft- ir kynni sín af þingflokki jafhaðar- manna (þar sat hún sem vara- þingmaður) beri hún ekki lengur við að þagga niður í þeim sem tali um „sirkusinn við Austurvöll“. Henni þykir lítið koma til lýð- ræðisins í flokknum og líkir Jóni Baldvin Hannibalssyni formanni við Aðalráð konung sem aldrei reisti „her gegn utanaðkomandi innrásum á ríki sitt en þess frekar miskunnarlaust gegn eigin þegn- um“. Hún segir að á síðasta flokksþingi hafi Jón losað sig pent við „óæskilegt“ fólk sem var ósammála honum málefnalega. Við þær hreinsanir hafi hann not- ið dyggrar aðstoðar Ámunda Ámundasonar, „sérlegs ráðgjafa síns í innanríkismálum", og Kristins T. Haraldssonar (Kidda rótara). Jón Baldvin sé „vissulega ekki á flæðiskeri staddur með slíka „andlega jöfra“ og „fræði- menn“ sér við hlið,“ segir Ragn- heiður. Ragnheiður gerir hlut Össurar Skarphéðinssonar, fýrrum sam- herja síns, að umtalsefni og segir að honum sé „vissulega vor- kunn“. Menn verði að skilja „að ungir „hugsjónamenn" á uppleið í pólitík hafa fullt leyfi til að skipta um skoðun og „fórna“ hugsjón- um sínum þegar þeir neyðast til að tryggja persónulega stöðu sína,“ segir Ragnheiður. En Ragnheiður sér líka bjartar hliðar á þingflokknum, fundirnir hafi stundum verið hin besta skemmtun: „Þar ber sérstaklega að nefna Eið Guðnason sem hef- ur óbeðinn tekið að sér að vanda um við óreynda þingmenn, sem kunna ekki þingsköpin, og fávísa blaða- og fr éttamenn sem ekki eru starfi sínu vaxnir.“ Ragnheiður segir að Össur hafi verið einn þeirra nýliða sem Eiður tók í læri. Hann hafi meðtekið ófáar athugasemdir og umvand- anir frá Eiði. Þær hafi þó oft verið óþarfar, segir hún, sérsaklega í ljósi þess að „Össur hafði þegar tileinkað sér afar áhrifaríkan og persónulegan stjórnunarstíl sem fólst í því að segja léttan brandara þegar ágreiningur kom upp í þingflokknum". UMMÆLI VIKUNNAR „Það er leiðinlegt tilþess að vita að ungt námsfólk sem nú var aðfá útborgað ífyrsta skipti í sumar, skuli nota þá peninga á svo óskynsamlegan hátt. “ ÞávarÓlafur Ragnarenní Framsókn „Alþýðubandalagið [er] núí svip- aðri stöðu og Framsóknarflokkur- inn var, þegar aðild að EFTA var á dagskrá fyrir 20 árum og mikið var rætt um jájá og neinei stefnu framsóknarmanna.“ Björn Bjarnason, kaidastriðsritstjóri Árni Helgason, áfengisfjandi. Allt &i Itey í <$áipleiýb- 17 utu... „Þetta er ekta víkinga- hraunogþaðleynist mikið afl í íslenskum stein- tegundum. Einar Vilhjálmsson grjótkastari. m L |X Skyloi Einar hafa PRÓFAÐ ÞETTA? „Menn geta vitaskuld barið höfðinu við steininn, ef þeim fellur sú íþrótt.“ Heimir Steinsson útvarpsprestur. Eigi skal höggva „Prestafélagið er algjörlega vopnlaus aðili.“ Séra Geir Waage formaður. VONT ER þEÍRRA réttIætí „Þegar dómarar fá ekki vinnufrið er sjálfsagt að reka sálmasöng burt af Lækjartorgi.“ OddurÓlafsson Tfmans tönn. Þetta sagði Guðmundur Magnússon lika „Ég stefni að fr ægð og frama og þar af leiðandi ætla ég ekki að starfa sem sagnfræðingur." Hólmfriður Ólafsdóttir galleripia. Ekki skil ég hvað fólk er að býsnast yfir að borgarstjóm hafi lent 350 þúsundum í Gulla stjömu og 5tjömuspekimiðstöð- í ia hans. Hvað er þessi upphasð í samanburði við sjálfan him- igeiminn, sem er það sem fjárfest er í. Það er ekki mikið lagt í ivert kíló og jafrivel þótt menn reikni styrkinn út í tonnum. Ef ið hugsum smátt, gleymum restinni af vetrarbrautinni og ilheimnum og miðum bara við sólina og reikistjömumar þá ega þasr um 2.195.626.&00.OOO.OOO.OOO.OOO.000,- 100.000.000.000.000.000 tonn. Sorgarstjórn var því kki rausnarlegri en svo að hún lagði aðeins 0,000000000- K00000000000000000000<p062732194 krónurfram yrir hvert kiló í sólkerfinu. Það maetti segja mór að ráðhúsvit- rysan hafi kostað meira per kíló. Gaum að þvi!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.