Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLf 1992 BÆTIFLÁKAR OG SVO ER ÞETTA LÍKA ROKRASSGAT „Eitt er það sem ávallt stendur uppúr, þegar verið er að leita or- saka fyrirfœkkun ferðamanna: það er verðlagið á Islandi. Matur og viðurgjörningur allur eryfir- leitt verðlagður svo himinhátt að dæmi eru um ferðaskrifstofur, sem neita að selja ferðir til ís- lands afþeim sökum.“ Tíminn, forystugrein Birgir Þorgilsson, ferðamál- stjóri: „Ég get ekki nefnt neina ferðaskrifstofu sem hefur neit- að að selja ferðir til Islands. Á hinn bóginn má frekar segja að fólk veigri sér við að kaupa ferðir til fslands þar sem verð- lagið hér þykir hátt. Það er frek- ar að fólk hrökklist frá af þeim sökum." VONANDI VAR VÍNIÐ GOTT „Á leiðinni heim frá Kaup- mannhöfn var borinti fram heit- ur hádegisverður, sem Víkverji taldi hreint ekki boðlegan. Við nánari eftirgrennslan viðflug- freyjur kom á daginn að þessir mauksoðnu kjötbitar, setn flutu í eigin fitu og einhverri torkenni- legri hveitisósu, íjylgd með held- ur leiðinlegum dósagulrótum, gengu undir nafninu kálfasteik. Sessunautar Víkverja, setn voru tveir Danir, höfðu á orði að þeir hefðu aldrei áður fengið jafnlé- legan viðurgjörning áferðum sínutn ttieð Flugleiðum, og verð- ur Víkverji að gera orð þeirra að sínum.“ Víkverji Morgunblaðsins Hörður Jónsson, hjá flug- eldhúsi Flugleiða: „Þessi matur kemur ekki frá flugeldhúsi Flug- leiða heldur SAS í Kaupmanna- höfn. Á sumrin kaupum við mat frá erlendu stöðvunum á heim- leið því þá eru fleiri sæti í vélun- um. Á veturna er maturinn frá okkur bæði á útleið og heim- leið.“ SELJUM VEÐRIÐ „Ég held í sannleika sagt að þeimfari ört fœkkandi sem hafa nokkra trú á spám Veðurstof- utmar og starfsemi hennaryfir- leitt. Ég legg t.d. eindregið til að Veðurstofan verði seld áhuga- sömum veðurfrœðingum og vís- indamönnum sem vilja hefja hana til nokkurs vegs og virðing- ar. En til vara vil ég láta leggja Veðurstofuna niður.“ Gunnar Einarsson, lesendabréf í DV aðrir bílar í sömu umferðarstefu, ogtaka óspart framúr." G.R., lesendabréf í DV Sigfús Bjarnason, formaður Frama, félags leigubílstjóra: „Ég hef ekki orðið var við þetta. Það er nú svo að atvinnubílstjór- ar eru yfirleitt öruggari í umferð- Jón Asgeirsson er formaður Hand- knattleikssambands ís- lands Það eru fáir mertn i íþróttahreyfingunni sem er eins gott að vinna með. Það eru aldrei nein vandamál, bara mál til að leysa og yfirleitt er það gert á léttan og góðan máta. Hann er mjög traustur og góður maður i alla staði, heiðarlegur og ákveðinn líka. Það virðist sem hann taki stundum ofmikið að sér. Hann segir aldrei nei og er alltaf tilbuinn að taka að sér alla hluti. Hann á það þvi til að lofa upp iermina á sér og þótt menn séu allir af vilja gerðir komast þeir ekki yfir allt. inni en aðrir og því leyfa þeir sér hugsanlega meira. En ég kannast ekki við að atvinnubílstjórar keyri á ólöglegum hraða. Það er mjög fátítt að leigubílstjórar lendi í slysum og tölur ífá trygg- ingafélögunum sýna að leigubfl- stjórar eru yfirleitt í rétti ef þeir lenda í slysum." Páll Berþórsson, veður- stofustjóri: „Þetta er algeng hugsun ef eitthvað kemur fyrir menn. Það rignir ofan í heyflekk hjá þeim og þá fara þeir til hreppstjórans og spyrja hvort ekki sé hægt að kæra Veðurstof- una fyrir þetta. Sömu hugsun skýtur upp þegar menn eru komnir úr skyrtunni og ætla út í sólina en þá dregur fýrir. En í al- vöru talað held ég að Veðurstof- unni hafi farið mikið fram síð- asta áratuginn. Það er kannski ekki allt okkar ágætu veðurfræð- ingum að þakka. Það hafa orðið miklar framfarir í spátækni og spárnar eru greinilega betri en þær voru.“ ITAKII LEIGU BÍ LSTJÓR AR GLANNA „Mér þykja leigubílar vera fartiir að taka meira til sín í um- ferðitmi en áður. Þannigsé ég iðulega að leigubílum er ekið hraðar en góðu hófu gegnir, þar sem síst skyldi. Ekki endilega á ólöglegum hraða, bara hraðar en TILBÚINN FISKUR „Flestir eru sammála umaðís- lenskur fiskur séfrábœrt hráefni og því of gott til að flytja það út óunnið, enda verðlltið tniðað við það sem fiskurinn væri ef hattn væri fullunninn, tilbúinn sem réttir fyrir heimili, veitingastaði eða stofnanir.“ Sigurður Ágústsson, lesendabréf í DV Þorsteinn Már Baldvinsson, ffamkvæmdastjóri Samherja á Akureyri: „Þetta er frasi sem hefur verið notaður af stjórn- málamönnum í nokkuð mörg ár. Þessi markaður er svo lítill að það getur aldrei nema brot af okkar ftski farið inn á hann. Ef þetta væri hægt þá værum við löngu búnir að gera þetta því það eru ekki bara vitleysingar í íslenskum sjávarútvegi, þótt sumir haldi að svo sé.“ F Y R S T F R E M S T Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokks, sótti flokksþing bandarískra demókrata um síðustu helgi ásamt for- manni Alþýðubandalagsins, Ólafi Ragnari Grímssyni. Að sögn ráðherra voru ekki brugguð launráð ytra og þar fóru því ekki fram stjórnarmyndunarviðræður né heldur umræða um sameiningu tveggja vinstri flokka á íslandi. Ástæða fararinnar var einfaldlega sú að Jóni Baldvin var boðin þátttaka. t , \i Bauð Ólafi í nautasteik Hvers vegna fóruð þið út til að sitja þingið? „Það er til stofnun sem heitir National Democratic Institute og formaður þess er Walter Mon- dale, fyrrum varaforseti. Hann bauð formanni Alþýðuflokksins að sitja þingið." Var Ölafi Ragnari líka boðið? „Þú verður að spyrja hann að því.“ Urðuð þið einhvers vísari á þessu þingi? „Um hvað? Um hvað sem er. Eða fórstu bara afforvitni? „Flokksþing í Bandaríkjunum eru einstætt fyrirbæri í veröldinni og demókrataflokkurinn er elsti núverandi stjórnmálaflokkurinn í heiminum. Pólitík í Bandarflcjun- um er ijölmiðlavæddust í saman- burði við stjórnmál annars staðar. Það að upplifa flokksþing af þessu tagi er út af fyrir sig merkilegt rannsóknarefhi fyrir pólitíkus sem kemur úr öðru umhverfi. Flokks- þingið var að öllu leyti sett upp sem sýning fýrir fjölmiðla. Það var ljóst að það fór fram eftir ná- kvæmlega fyrirfram gerðu kvik- myndahandriti. Allar ræður voru fyrirfram samdar og samræddar, meginatriði, kjörorð og hvatning- arorð birtust á skjá, eða birtust á spjöldum frá flokksþingsfulltrú- um tiltekinna fýlkja og allt í rétt- um sjónvinkli miðað við réttar sjónvarpsmyndatökuvélar. Það var mikill munur að vera í salnum sjálfum þar sem þú hafðir ekki heildarsýn yfir þetta eða að skoða þetta einfaldlega á sjónvarps- skerminum. Út frá mælikvarða fjölmiðlafræðingsins var þetta býsnavelgert. Demókrataflokkurinn hefur verið utan stjórnar frá lokum Cartertímabilsins og bandarísk stjómmál eru í mikilli gerjun.“ Það vilja sumir meina að ástæða fararykkar hafi verið önn- ur. Nefhilega tilraun til sameingin- ar á flokkumykkar Ólafs, eðajafn- vel til að kanna komu allaballa í ríkisstjóm. „Ég bauð Ólafi í nautasteik. Hann er sem kunnugt er stjórn- málafræðingur, og prófessor í þeirri grein, og ég varð var við að hann var afar uppnuminn af þeim fjölmiðlagöldrum sem þama áttu sér stað. Hvað sem líður skoðun- um manna fóru þarna hvorki fharn stjórnarmyndunarviðræður né umræður um sameiningu flokka á íslandi. Það er nú meiri spurning fyrir flokksmenn eða kjósendur Álþýðubandalagsins að spyrja sjálfa sig hvert erindi for- manns flokksins var á þessa sam- kundu, en fátt má finna skylt með bandaríska Demókrataflokknum og Alþýðubandalaginu. Það er þeirra mál útaf fýrir sig.“ Ólafur hefur nú samt talað um „okkur Demókratana". Sýndi hann þess einhver merki þess að hann ætti eitthvað sameiginlegt með þeim? „Eg geri ráð fyrir að glókollur hans hafi heldur skorið sig úr við hlið hins þeldökka Jessie Jackson. En háralitur segir ekki allt.“ En um hvað var svo rætt yfir steikinni? „Það vora almennar borðræð- ur sem ekkert erindi eiga við blaðalesendur annað en það að steikin var medium hjá Olafi en hrá í mínu tilviki.“ GARVLARSON Eins og allir vita hafa listamenn sérstaka sál og sú er heit- ari en anttaðfólk hefur til að bera. Það er því ekki aðfurða þótt þessi sál setji mark sitt á listamennina. Og þar sem sálir þeirra eru svo líkar kemur ekki á óvart að listamennirnir séu það líka. Það á í það minnsta við um Hjálmar H. Ragnars, kórstjóra og tónskáld, ogfranska leikarann Jacques Dutronc, en Dutronc þessi leikur sjálfan van Gogh í nýrri bíómynd. Hann geislarþví ekki bara af sinni eigin listamannssál heldur er hann jafnframt undir áhrifutn frá mestu listamannssál allra tíma; sjálfum van Gogh. Menn geta því rétt ímyndað sér sálina hans Hjálmars. „Bensi minn, hvað segirðu að við tökum strauminn af og leyfum Lilla að ráfa soidið um?"

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.