Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLÍ 1992 ÞORSTEINN Antonsson rithöfundur á ádrepu vikunnar um valda- hroka stjórnmálamanna, „ör- yrkjabandalögin EFTA, EBE, EES og GATT“, merkingar- lausa milljarða og geðveikislegt bros á vörum fulltrúa fslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Bráðsnarpir sprettir hjá Þorsteini — verst að það nennir lfklega enginn að lesa þá, nema þeir sem eru að flýja bráðniðurdrepandi úttektir ÞÓRÐAR Friðjónssonar, sem reyndi að segja stjórnmálamönnum hvað við myndum græða á að hætta að strádrepa þorskinn. Það var eins og þau væru stödd á uppboði, Davíð Odds- son, Sighvatur Björgvinsson, Margrét Frímannsdóttir og allir hinir sem kepptust við að segja okkur hvað Þórður væri vit- laus afþvf að hann gleymdi að reikna út hvað það væri erfitt fyrir þau að trúa honum af því að þá yrðu einhver fyrirtæki að fara á hausinn af því að þau geta ekki borgað skuldirnar sínar af því að stjórnmála- mennirnir eru búnir að lána þeim of mikið. Þórður þarf að finna upp svoleiðis sársauka- vísitölu fyrir næstu skýrslu. En einn maður getur örugglega borgað skuldirnar sínar. Það er STEFÁN Friðfinnsson, forstjóri íslenskra aðalverktaka, sem ákvað að byrja á framkvæmdum á Vell- inum fyrir þrjú þúsund og sex hundruð milljónir án þess að vita hvort öryrkjabandalagið NATÓ gæti eða vildi borga honum fyrir það. Svona menn kunna að bjarga sér og óttast ekki kreppuna. Ogyfirmaður Stefáns, Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra er líka búinn að fmna varalausn fyrir Völlinn ef NATÓ skyldi klikka. í síðustu viku byrjuðu nefnilega viðræður um auka- aðild fslands að VES, Vestur- Evrópusambandinu, sem er enn ein eymdarskammstöfun- in og eymdarbandalag sem veit ekki hvers vegna það er til. En þeir sem velktust í vafa vita núna hvers vegna Tíminn er til ennþá. Meðal gesta í veislu for- setans fyrir Weizsácker Þýska- landsforseta voru nefnilega hvorki ritstjórar Moggans né DV, en þar var JÓN Kristjánsson ritstjóri Tímans. Hann þakkaði fyrir sig með því að birta í heild sinni ræðu Þýskalandsforseta. Þar var náttúrlega ekkert að finna um bölvunina sem fylgir EES, en þeim mun meira um ffiðar- tíma í nýrri Evrópu. Kjarkaður maður og höfðingjahollur, Tímaritstjórinn. Þorgeir Hjaltason í Listljósi hf. REYNIR AFTUR EFTIR TVÆR TILRAUNIR í SKANUINAVÍU í vetur var stofnað fyrirtækið Lisdjós hf., sem hyggst hefja ffam- leiðslu á nýrri gerð ljósaskilta, sem aðstandendur þess segja byltingu í slíkri framleiðslu. Listljós er í sam- bandi við fyrirtæki erlendis og tel- ur góða möguleika á að þessi vara seljist í miklu magni á mörkuðum ytra. Skilti þessi eru þriðja eða fjórða kynslóð ljósaskilta sem höf- undurinn, Þorgeir Daníel Hjalta- son, hefur reynt að koma á kopp- inn í tíu ár, meðal annars í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku, með mjög misjöfnum árangri. Þorgeir var lengi í samstarfi við Guðna Erlendsson og um miðjan síðasta áratug stóðu þeir saman að stofnun fyrirtækisins Zignlite í Noregi, en áður höfðu fengist þró- unar- og bankalán í Svíþjóð til þessarar nýsköpunar. Framleiðsla Signlite vakti töluverða athygli og nokkuð var fjallað um uppfínn- ingu þeirra félaga í norskum blöð- um. Effir tveggja ára starf í Noregi hættu þeir hins vegar starfsemi þar og fluttu sig um set til Dan- merkur. Þorgeir Daníel Hjaltason og Guðni Erlendsson á upphafsárunum í Noregi. í Danmörku komu þeir félagar á fót fyrirtækinu Visual Marketing og hófu framleiðslu á endurbættri útgáfu skiltanna, sem kallaðist Neox. Á viðskiptasíðu DV í októ- ber 1986 kemur ffam í viðtali við Þorgeir að fyrirtækið sé komið yfir byrjunarörðugleika og sé að heíja sölu á skiltunum víða um heim. Meðal annars kemur ffam að þeg- ar hafi pantað skilti stórfyrirtæki á borð við Carlsberg, Tuborg, Telef- unken, Pepsi, Bacardi og Ikea og fyrirtækið Waste Management í Bandaríkjunum hyggist ganga til samstarfs við Visual Marketing. Nokkru síðar varð Visual Marketing gjaldþrota, að sögn Þorgeirs einkum vegna þess að það var ekki undir það búið að mæta kröfum sem markaðurinn gerði um fjöldaffamleiðslu á skilt- unum. Fyrir skömmu birtist svo á Stöð 2 ffétt um Listljós, sem að standa ásamt Þorgeiri ÓmarÆgissonJón Pálmason og fyrirtæki hans, Astro hf. á Akureyri, og Þráinn Ingi- mundarson hjá Auglýsingavörum sf. Að sögn aðstandenda fór fréttamaður glannalega með væntanlegar sölutekjur Listljóss, en Ómar Ægisson sagðist í frétt- inni reikna með að fyrirtækið veitti um hundrað manns vinnu á næstu sex mánuðum, ef áætlanir gengju eftir. Þá sagði hann Listljós standa í viðræðum við fyrirtæki á borð við Carlsberg, Clinique og JollyCola. I samtali við PRESSUNA sagði Þorgeir að framleiðsla á þessari nýju útgáfu skiltanna krefðist mun minni fjárfestingar og minni umsvifa en eldri gerðirnar. Hann taldi hana eiga meiri möguleika ef rétt væri á haldið, en sagði jafn- framt lítinn skilning á nýsköpun sem þessari í íslenskum peninga- stofnunum. Stór gjaldþrot á Húsavik Nýlokið er hjá skiptaráðanda í Þingeyjarsýslu skiptameðferð á þrotabúi fiskvinnslufyrirtækis- ins Hreifa hf. á Húsavík, sem tekið var til skipta í desember síðastliðnum. Kröfur í búið námu samtals um 160 milljónum. Ekkert greiddist upp i almennar kröfur, en af um einni og hálfri milljón í forgangskröfur greiddust 127 þúsund krónur. Annað fyrirtæki á Húsavík, Húsvísk matvæli hf„ hefur einn- ig verið gert upp. Kröfur í búið námu samtals 54 milljónum. Upp í kröfur utan skuldaraðar greiddust þrjár milljónir, en ekk- ert greiddist upp í kröfur að fjár- hæð um 51 milljón. Gjalþrot Betri kaupa Eiga inni 1,4 milljónir Frá því að Neytendasamtökin lögðu fram kæru á hendur Betri kaupum í síðustu vikum, hafa hrannast upp kröfur hjá samtök- unum og skiptastjóra þrotabús- ins, Halldóri Birgissyni. Kæran var lögð fram í naftii 18 aðila, sem telja sig eiga inni samtals 1.4 millj- ónir hjá fyrirtækinu. PRESSAN fjallaði um viðskipti fyritækisins 21. maí sl„ en þá lá fyrir fjöldi krafna á hendur fyrirtækinu hjá Neytendasamtökunum. Réttur til að lýsa kröfu í búið rennur út 19. ágúst. Öll húsgögn, sem Betri kaup/Ódýri markaður- inn hafði tekið í umboðssölu, en hafa ekki verð seld, eru nú „fiyst“ inni í verslun fyrirtækisins í Síðu- múlanum. Þeim verður öllum skilað aftur til þeirra, sem komu þangað með þau. Halldór segir að þar til því sé lokið og allar kröfur hafi komið fram, sé ómögulegt að segja til um raunverulegt umfang gjaldþrotsins. Ekki er víst að það eigi nokkurn tíma eftir að koma alveg í ljós, því mikil óreiða er á bókhaldi fyrirtækisins. Neytenda- samtökin hafa heldur ekki hvatt Hjalti Úrsus og aðrir kraftlyftingamenn hafa orðið fyrir áföllum að undanförnu. Fyrst komu fram ásak- anir um viðtæka lyfjanotkun og síðan fjárhagserfiðleikar Kraftlyftingasambandsins. fólk til að gera kröfu í þrotabúið, Neytendasamtakanna. „Það er því þar sem eignir þess eru engar. spuming hvort fólk nenni að gera „Það eina sem það á eru skuldir kröfu í búið ef húsgögnin, sem við viðskiptavini sína,“ segir Jó- það setti þangað í umboðssölu, hannes Gunnarsson formaður hafa verið seld.“ Kraftlyftinga- sambandið Bjargar sér frá gjaldþroti Allar kröfur í þrotabú Kraftlyft- ingasambandsins hafa verið afiur- kallaðar og því hafa kraftlyftinga- menn fengið búið afhent aftur til frjálsrar ráðstöfunar. Öll starfsemi sambandsins hef- ur legið niðri að undanförnu vegna fjárhagserfiðleika en nú mun vera ráðgert að blása lífi í það eftir að tókst að bjarga því frá gjaldþrotinu. Það hefði þó aldrei orðið stórt gjaldþrot þar sem lýst- ar kröfur í búið voru ekki nema um 660 þúsund krónur ásamt kostnaði. Fyrirhugað er að halda aðal- fund sambandsins í september. Meginverkefni hans verður leit að fjáröflunarleiðum til að fylla tóma kassa sambandsins fyrir bikarmót krafflyftingamanna í nóvember.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.