Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLl' 1992 15 Framkvæmdastjóri kvikmyndasjóðs BRYNDÍS FEKK FLEST ATKV Á fundi stjórnar kvikmynda- sjóðs í síðustu viku voru greidd atkvæði um með hveijum stjórnin myndi mæla í starf framkvæmda- stjóra sjóðsins. Tíu manns sóttu um stöðuna, en á endanum voru það þrír sem helst komu til greina, Bryndís Schram, Laufey Guðjóns- dóttir og Sigmundur Örn Arn- grímsson. Á stjórnarfundinum voru greidd atkvæði á milli kvennanna og niðurstaðan var sú að Bryndís fékk þrjú atkvæði, en Laufey tvö. Bryndís fékk atkvæði þeirra Ragn- ars Artialds stjórnarformanns, Hrafns Gunnlaugssonar og Frið- berts Pálssonar forstjóra Háskóla- bíós. Með ráðningu Laufeyjar mæltu þau Lárus Ýmir Óskarsson og Edda Þórarinsdóttir. Endanlega ákvörðun um ráðn- inguna tekur Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, en honum barst bréf Ragnars Arnalds með niðurstöðunni snemma í þessari viku. Ólafur er í sumarieyfi þessa dagana og ekki er vitað hvenær hann tekur ákvörðun í málinu. LJÓNAGRYFJA KVIKMYNDANNA Tilefni þess að staða fram- kvæmdastjóra var laus til um- sóknar er að fyrri framkvæmda- stjóri, Þorsteinn Jónsson, óskaði eftir ársleyfi ffá störfum, en var þá sagt upp. Sú ráðstöfun tengdist heiftarlegum deilum innan stjórn- ar kvikmyndasjóðs og reyndar meðal kvikmyndagerðarmanna yfirleitt. Þar hafa myndast blokkir sem út á við kristallast einkum í persónum Hraftis Gunnlaugsson- ar og Þráins Bertelssonar, en sá síðarnefndi er formaður nýs Fé- lags kvikmyndastjóra sem stofnað var í vetur þegar umsvif Hrafns í stjórnum og ráðum kvikmynda- iðnaðarins þóttu orðin of mikil. Hrafh er formaður Félags kvik- mynda/e/Ástjóra, en Þorsteinn var einn þeirra sem gengu úr því féiagi með Þráni á sínum tíma. Það á reyndar einnig um Lárus Ými, en þeir Hrafn hafa eldað grátt silfur saman í stjóm kvikmyndasjóðs. I’ kvikmyndasjóði taka þessi átök á sig hvað harkalegasta mynd, enda er þaðan úthlutað langmestu fé sem fer til kvik- myndagerðar hérlendis og komast mun færri að en vilja. Björgvin Guðmundsson í Utanríkisráðuneytinu 50 þúsund í protabúinu Hálfú ári eftir að Björgvin Guð- mundsson var ráðinn sérstakur viðskiptafulltrúi í utanríkisráðu- neytinu er lokið meðferð á þrota- búi fyrirtækis hans, Islensks ný- fiskjar hf. í búinu fundust um fimmtíu þúsund krónur, en fyrir- tækið skuldaði tæplega sjötíu milljónir þegar yfir lauk. Bústjóri þrotabúsins var Steinunn Guð- bjartsdóttir. Björgvin og sonur hans Rúnar fóm sjálfir fram á það um miðjan janúar að fyrirtækið yrði tekið til skipta. Fallist var á það samdæg- urs. BEINT TIL STARFA í UTAN- RÍKISRÁÐUNEYTINU Björgvin var ráðinn til starfa sem fúlltrúi í viðskiptadeild Utan- ríkisráðuneytisins skömmu fyrir síðustu áramót, áður en strangari reglur gengu í gildi um manna- ráðningar á vegum hins opinbera, og um það leyti sem ljóst var ekki yrði um frekari rekstur á vegum íslensks nýfiskjar að ræða. Sam- kvæmt upplýsingum ráðuneytis- ins var heimild fyrir stöðunni, þótt enginn hefði gegnt henni um nokkurt skeið. Staðan var ekki auglýst laus til umsóknar. Björg- vin tilheyrir eldri kynslóð Reykja- víkurkrata og á sér langan feril sem áhrifamaður í Alþýðuflokkn- um. Hann er meðal annars fyrr- um borgarfulltrúi flokksins, fyrr- um forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur og fyrrum ráðuneyt- isstjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Þegar PRESSAN fjallaði fyrst um fslenskan nýfisk í febrúar síð- astliðnum var tilefnið að ekki hafði verið skilað inn skilagrein- um vegna staðgreiðsluskatta nokkurra starfsmanna. Þá höfðu ekki heldur verið greidd stéttarfé- lagsgjöld til Dagsbrúnar, en nokkrum dögum eftir að PRESS- AN hóf fyrirspurnir sínar voru gerð skil á hvoru tveggja.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.