Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLI 1992 Dylgjur og rógburður blaðamanns Frétt PRESS- UNNAR í síð- ustu viku. PRESSUNNI hefur borist eft- irfarandi bréf frá fyrrum framkvæmdastjóra Sölufé- lags garðyrkjumanna: f PRESSUNNI 16. júlí birtist á bls. 15 grein þar sem meðal ann- ars var fjallað um störf mín hjá Sölufélagi garðyrkjumanna sem og viðskilnað minn við fyrirtækið. Hér er svo frjálslega farið með staðreyndir að ég get ekki látið hjá líða að leiðréta öll efnisatriði sem varða undirritaðan í áðurnefndri grein. Það er mér óskiljanlegt hvað vakir fyrir „blaðamanninum" Karli Th. Birgissyni með þvílíkum rógburði og staðhæfiilausum full- yrðingum sem koma frarn í um- ræddri grein. Greinin hefst með órökstuddum staðhæfmgum um að forsvarsmenn Sölufélagsins hafi gengið um sjóði þess án vit- undar stjórnar. Þetta eru þvílíkar dylgjur að þær eru vart svaraverð- ar, enda var svo komið fjárhags- lega fyrir Sölufélagi garðyrkju- manna, þegar undirritaður settist þar í framkvæmdastjórastól að um sjóði fyrirtækisins var vart að ræða. Varðandi fullyrðingar um utanlandsferðir og bílaafnot vil ég taka skýrt fram að hvað mig varð- ar var farið í einu og öllu eftir starfssamningi mínum við fyrir- tækið. Þá er látið að því liggja að ég hafi á fyrstu mánuðum mínum í starfi fengið lán hjá Landsbanka Islands á Selfossi fyrir einn stjórn- armanna Sölufélagsins, þar sem Sölufélagið er greiðandi og við- komandi stjórnarmaður ábyrgð- armaður. Hér eru enn ein ósann- indin á ferð. Skuldabréf þetta var til orðið nokkrum mánuðum áð- ur en ég kom til starfa hjá félaginu og tilurð þess því mér algerlega óviðkomandi. Stjórn félagsins var fullkunnugt um þetta bréf enda fór stjórnarformaðurinn, Örn Einarsson, ásamt félagskjörnum endurskoðanda félagsins á fund viðkomandi stjórnarmanns til að finna viðunandi lausn á þessu máli. Alvarlegasta ásökunin í þessari grein er sú að ég hafi greitt mér persónulega 4 miljónir króna daginn sem ég hætti störfum. Þetta eru þvílík ósannindi og dylgjur um óheiðarleika að fá- heyrt er. Sannleikurinn er sá að við mig var gerður starfsloka- samningur undirritaður af öllum stjórnarmönnum félagsins og samþykktur af endurskoðendum þess. I þessum starfslokasamn- ingi var meðal annars greiðsla vegna uppsagnarfrests, ógreiddra lífeyrissjóðsgjalda og fleira.Hér var ekki um 4 milljónir að ræða heldur mun lægri upphæð sem er reyndar ekki að fullu greidd af hálfu Sölufélagsins. Grein þessi er svo hroðvirknis- lega unnin og full af ósannindum að ekki er einu sinni farið rétt með nöfn stjórnarmanna. Enn ein ósannindin eru þau að ég hafi ásamt tveimur stjórnar- mönnum Sölufélagsins stofnað Grænmeti hf. og látið að því liggja að það hafi verið gert til höfuðs Sölufélagi garðyrkjumanna. Stað- reyndin er sú að Grænmeti hf. var I stofnað af öðrum aðilum, töluvert áður en ég hætti störfum hjá Sölu- félaginu, og kom ég þar hvergi nærri. Að lokum vil ég árétta að öll þau atriði sem ég hef reifað hér að framan er hægt að staðreyna með fyrirliggjandi skriflegum gögnum. Hér á ég t.d. við skuldabréf vegna Árna Rúnars, starfssamning og starfslokasamning minn, sem og fundargerðir stjórnar Sölufélags- ins. Jafnframt vil ég taka fram að blaðamaður PRESSUNNAR hafði ekki samband við mig vegna þessa máls og hefur mér því ekki gefist færi á að leiðrétta þesar rangfærslur og gjörsamlega til- hæfulausu ávirðingar. Þær rangfærslur sem koma fram í umræddri frétt og mig varða eru svo alvarlegs eðlis að í raum er mér skapi næst að stefna PRESSUNNI nú þegar til greiðslu skaðabóta og birtingar leiðrétt- ingar og afsökunarbeiðni. Ég hef þó að svo stöddu ákveðið að gefa PRESSUNNI kost á að birta bréf þetta í heild, óbreytt, í næsta tölu- blaði að því tilskyldu að það birt- ist á jafn áberandi stað og um- rædd frétt ásamt afsökunarbeiðni af hálfu Pressunnar. Verði ekki orðið við þessari kröfu að fullu áskil ég mér rétt til þess að höfða mál gegn PRESSUNNI eins og áð- ur sagði. Virðingarfyllst, Valdemar St. Jónsson. Mismunun félagsmanna dn vitundar stjórnar Hver svo sem ástæðan er, les Valdemar Jónasson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna, meira um sjálfan sig út úr nefndri frétt en í henni stendur. Fréttin er enda ekki um hann, heldur viðskipti eins stjóm- armanna Sölufélagsins við það og aðra. Það er líka ástæðan fyrir því að fjallað var um störf hans á mjög almennan hátt, án frekari útlist- ana eða tiltekinna dæma. Ur því sem komið er er hins vegar sjálf- sagt að draga fram nákvæmari staðreyndir málsins eins og þær liggja fyrir blaðamanni. Efnisatriðin, sem Valdemar gerir athugasemd við, eru þessi: 1) Að svo virtist sem forsvars- menn fyrirtækisins hafi gengið um sjóði þess án vitundar og samþykkis stjómar. Hér eru for- svarsmenn reyndar ekki nafn- greindir, en Valdemar kýs að taka þessa setningu til sín. Hér verður látið nægja að nefna tvö dæmi. Annars vegar greiðslur Valdemars til Árna Rúnars Baldurssonar stjórnarmanns verulega umfram það sem Árni hafði lagt inn. / þessu fólst mismunun gagnvart fé- lagsmönnum og brot d starfsregl- utn félagsins. Fyrir þessu ld ekki samþykki stjómar. Hins vegar veð- setningu Valdemars á eignum fé- lagsins vegna ábyrgðar sem það gekk í úti í Þýskalandi og er nú að falla á félagið. Þessi dbyrgð kotn hvergifram í bókhaldi félagsins og fyrir veðsetningunni ld ekki sam- þykki stjórnar, sem vissi ekki að dbyrgðin næði til viðskiptamanna Sölufélagsins í Þýskalandi og sam- þykkti því ekki þessa skuldbind- ingu eins oghún var í reynd. 2) Að um bílaafnot og utan- landsferðir hafi í einu og öllu verið farið eftir starfssamningi hans. I fréttinni er hvergi nefnt að svo hafi ekki verið og því er ekki ljós ástæðan fyrir því að Valdemar mótmælir því sérstaklega. Hins vegar má, að tilefninu gefnu, minna á ferð framkvæmdastjór- ans ogjjölskyldu til Flórida d Saga Class, sem kostaði félagið um 360 þúsund krónur. Hvorugt sam- rýmdist starfssamningi, en hvor- ugt þótti heldur þess eðlis að ástæða væri til að geta þess sér- staklega í ff éttinni. 3) Að Valdemar hafi látið Sölufélagið taka lán sem rann til Árna Rúnars Valdimarssonar. Þann 17. ágúst 1989, skömmu eft- ir að Valdemar tók við hjá Sölufé- laginu, var gefið út skuldabréf á Landsbankann á Selfossi að upp- hæð 2.013.000, sem Valdemar undirritaði fyrir hönd Sölufélags- ins sem greiðanda, en Árni Rúnar er ábyrgðarmaður. Til var fyrra bréf, þar sem Árni Rúnar var greiðandi, en Sölufélagið í ábyrgð og var „óeðlileg fyrirgreiðsla“, að sögn stjórnarformanns þess. Þeg- ar bréfið fór í vanskil var Valde- mar falið að ganga frá málinu. Það gerði hann með ofangreindum hætti, sem hvort tveggja í senn gekk gegn hugmyndum stjórnar- innar (sem vildi að skuldin greiddist) og kom í veg fyrir að Sölufélagið ætti endurkröfu á Árna Rúnar. Þetta bréf er Sölufé- lagið nú að greiða. 4)Að Valdemar hafi greitt sjálfum sér 4 milljónir króna daginn sem hann hætti störfum. Þessi tala hefur skolast til í með- förum blaðamanns og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á því. Rétt tala er nær 3 milljónum, en þar fýrir utan fengu stjórnarmennirn- ir tveir, sem hættu um leið, hálfa milljón hvor. Þegar til stóð að Valdemar hætti störfum hjá félag- inu fór hann fram á að fá að segja upp sjálfur. Við því var orðið, en hann krafðist þess um leið að fá út greiddan 6 mánaða uppsagnar- frest, laun, lífeyrissjóðsgjöld og ýmis hlunnindi. Þetta er afar óvenjuleg meðferð þegar maður segir sjálfur upp störfum, en hitt er mun óvenjulegra að þess sé krafist að fá slíka greiðslu fyrir- fram með einum tékka. Þessa krafðist Valdemar m.a. með þeim rökum að óvíst væri hvort félagið lifði til að greiða honum smám saman í sex mánuði. Það vissi hann væntanlega öðrum betur. Að þessu samþykktu greiddi Valdemar þeim félögum út um 4 milljónir, þótt félagið væri þá þeg- ar komið nokkrar milljónir fram úr yfirdráttarheimild sinni á hlaupareikningi. Það vissi hann væntanlega líka öðrum betur. 5)Að Valdemar hafi ásamt stjórnarmönnunum tveimur stofnað fyrirtækið Grænmeti hf. Það er bitamunur en ekki fjár hvernig hægt er að túlka þessa at- burðarás. Fyrirtækið var stofnað 13. ágúst 1991, tveimur vikum áð- ur en Valdemar og stjómarmenn- irnir tveir gengu til liðs við það. Það er út af fyrir sig rétt að Valde- mar stofnaði ekki fyrirtækið, held- ur sölustjóri og hægri hönd Valde- mars hjá Sölufélaginu. Þó er ólík- legt að Valdemar hafi verið ókunnugt um það. Hann gerðist enda framkvæmdastjóri þess svo að segja samstundis því sem hann hætti hjá Sölufélaginu. PRESSAN hefur áður fjallað um málefni Sölufélags garðyrkju- nranna og nrun væntanlega gera það aftur ef tilefni gefast. Hér verður ekki beðist afsökunar á því sem rétt er farið með og því síður hinu sem hvergi var haldið fram. Þessar eru staðreyndir málsins, studdar skriflegum gögnum og staðfestum upplýsingum aðstand- enda félagsins. Upphrópanir um rógburð og dylgjur skýra sig sjálf- ar í ljósi þess sem að ofan greinir. Sölufélag garðyrkjumanna er óvenjulegt fyrirtœki. Það er ekki hlutafélag, heldur sameignarfélag garðyrkjubænda. Þeir dttu mikið undir því að vandað væri til fdr- mdlastjórnar þess, ekki síst vegna þess að einstakir bændur voru í persónulegum dbyrgðum fyrirfé- lagið fyrir d annað hundrað millj- ónir. Einstökum bændum varenn- fretnur hyglað tneð fyrirgreiðslu sem samrýmdist ekki reglum fé- lagsins. Þegar stjórnendaskipti urðu í fyrrahaust var félagið gjaldþrota í venjulegum skilningi orðsins. Ef einhver d afsökunarbeiðni skilda eru það bændurnir sem höfðu lagt sjdlfa sig og fölskyldur að veði og vom komnir dfremsta hlunn með að missa allt sitt. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.