Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLI 1992 E R L E N T f t u r b e r Leikkonan Demi Moore hneykslaði Banda- ríkjamenn í ágúst í fyrra þegar hún birtist nakin og kasólétt á forsíðu tímaritsins Vanity Fair. Og nú erhún aftur komin á forsíðu ágústheftis sama tímarits, kappklædd að því virðist. Það er þó mesti misskilningur þvíMoore er allsnakin sem fyrr. Hins vegar hefur flinkur málari gert sér að leik að mála á líkama hennar eftirmynd af fatnaði, bindi, skyrtu, vesti ogjakkaföt. Undir málningunni er Demi Moore allsber. Það tók víst eina fimmtán tíma að mála líkama leikkonunnar, sem virðist jafniturvaxinn og áðuren hún fæddi barn- ið. Hún kvað hafa þjálfað sig þrjá tíma á dag til aðná því takmarki. POLITIKEN Þýsk freigáta í Bonn er deilt um þá ákvörðun stjómarinnar að liðsinna alþjóðlega flotanum sem hefur eftirlit með hafnbanni Sameinuðu þjóðanna gegn Serbíu. Jafnaðarmenn álíta að nærvera þýsks herafla, freigátu og þriggja orrustuflugvéla, utan yfirráðasvæðis NATO brjóti í bága við stjómar- skrána. Bonnstjórnin er í meginatriðum sammála túlkun jafnaðar- manna, en segir að umsvif flotadeildarinnar verði á alþjóðlegu hafsvæði. Áhöfninni sé ekki ætlað að stöðva skip sem brjóti hafribannið, ekki verði heldur skotið nema í sjálfsvöm. Þannig brjóti þessi ákvörðun ekki í bága við stjórnarskrána. Þessar deilur eru í hæsta máta yfirborðskenndar. Enginn trúir að Serbíumenn verði meðfærilegri þótt þýskt skip bætist í evrópskan flota, sem er meinað að beita valdi til að stöðva hafnbannsbtjóta. Þannig er nærvera flotans í besta falli pólitísk aðvörun til Serbíustjórnar. í versta falli er hún tilraun til að breiða yfir ráðleysi Evrópuríkja — sérstaklega þó Evrópubandalagsins — andspænis mesta blóðbaði í Evrópu síðan í heimstyrjöldinni. Deilurnar í Bonn snúast því ekki um hörmungarnar í Bosníu- Herseg- óvínu, heldur um hlutverk Þýskalands í veröldinni. Stjórnarskráin þýska er afleiðing heimsstyrjaldarinnar. Sigurvegarnir og velflestir Þjóðverjar vildu fyrirbyggja að þýsk hernaðarhyggja léti aftur á sér kræla. Nú er spurt hvort ekki sé tímabært að Þýskalandi verði heimilt að haga sér eins og önnur lýðræðisríki innan SÞ, í því skyni að afstýra ófriði eða stilla til friðar. í næstum hálfa öld hafa'(Vestur-) Þjóðverjar sýnt berlega að þeir eru lýðræðislega sinnaðir. Því teljum við að svarið eigi að vera já. Það þýðir ekki að við eigum að gleyma, heldur að við eigum að fyrirgefa og taka Þýskalandi eins og hverri annarri lýðræðisþjóð. J\/lii()ur vikunnar Juan Antonio Samaranch Ólympíuleikar hefjast í Barcelona um helgina. Það er líklega sama hvernig íþrótta- fréttamenn fetta sig og bretta, maður leikanna verður eftir sem áður Juan Antonio Samar- anch, formaður Alþjóða- ólympíunefndarinnar. Leik- arnir hafa sjaldan farið fram í skugga jafn mikillar gagnrýni og nú og að miklum hluta beinist hún að Samaranch. Fjölmiðlar hafa rifjað upp að Samaranch var dyggur stuðn- ingsmaður Francos, einræðis- herra á Spáni, allt þar til yfir lauk. Honum er legið á hálsi fyrir að hafa gert Ólympíuieik- ana að efnahagslegu stórveldi þar sem auglýsendur vaða uppi — slíkt eigi lítið skylt við hugsjón leikanna. Ólympíu- nefndinni sem hann veitir for- stöðu er álasað fýrir að stunda hrossakaup í kringum leikana, þetta sé sjálfvalin klíka forrétt- indamanna, sem sumir skirrist ekki við að þiggja gjafir í óhóf- legu magni og jafnvel mútur. Leikarnir þykja einnig hafa sett ofan eftir ítrekuð lyfjahneyksli og er nefndin gagnrýnd fyrir að taka á lyfjamálunum með vett- lingatökum. Síðasta uppákom- an er svo sú þráhyggja Samar- anchs að láta einskis ófreistað til að koma íþróttamönnum frá Serbíu og Svartíjallalandi á leikana, í trássi við samskipta- bann Sameinuðu þjóðanna. Þetta breytir þó eklti því að leikarnir verða haldnir í Barc- elona, heimaborg Samaranchs, sem hann varð eitt sinn að yfir- gefa með skömm, eftir að hafa ríkt þar í naftti Francos. um kvöldið var búið að loka 13 þúsund gyðinga við ömurlegar aðstæður inni á Velodrome d’Hi- ver hjólreiðavellinum í miðri Par- ís. Þar af voru fjögur þúsund börn. Flest fólkið var flutt í svokallað- ar Drancy-búðir, norðaustan við París. Börn á aldrinum 2 til 16 ára voru skilin frá mæðrum sínum, sem voru sendar austur í álfu, og sett í sérstakar fangabúðir í Pit- hiviers, þar sem eldri systkini reyndu að ala önn fyrir yngri systkinum sínum. Á endanum þótti stjórninni komið nóg og Pi- erre Laval forsætisráðherra (sem var tekinn af lífi eftir stríðið) bað Þjóðverja að senda börnin austur. Þjóðverjarnir hikuðu, en loks rúlluðu gripavagnarnir af stað, eftir sérstakri áætlun frönsku ríkis- járnbrautanna — til Auschwitz. Það var svo ekki fyrr en sumarið 1943 að SS- sveitirnar yfirtóku búð- imar. Alls voru um 80 þús- und gyðingar fluttir nauð- ugir frá Frakklandi í stríðinu. Það var um það bil fjórðungur gyðinga sem þar voru búsettir. Aðeins um 2600 sneru aftur úr dauðabúðun- um. ötulasti baráttumaðurinn gegn því að Frakkar nái að útmá þenn- an blett á sögu sinni er nasista- veiðarinn Serge Klarsfeld. Hann hefur skrifað tveggja binda bók sem hann nefitir Vichy-Auschwitz, og íjallar um örlög franskra gyð- inga á hernámsárunum. Klarsfeld lærði lögfræði, gagngert til að geta rannsakað glæpi nasistatímans. Sjálfur á Klarsfeld líka persónu- legra harma að hefna; faðir hans var handtekinn í „rassíunni" miklu 16. júlí og týndi lífinu í Au- schwitz. Klarsfeld komst undan, hann, systir hans og móðir voru í feium öll stríðsárin, lengi vel í sér- stökum skáp sem faðir hans hafði útbúið. f viðtali við danska blaðið Po- litiken segir Klarsfeld að Frakkar eigi erfitt með að viðurkenna ill- virki Vichy- stjórnarinnar. f þeirra augum hafi Þjóðverjar tekið gyð- ingana, ekki franska Iögreglan sem sá um að fínkemba hverfi þeirra. Það sé hins vegar alveg ljóst að gyðingahatur hafi verið opinber stefna Vichy-stjómarinn- ar. Þetta hafi Frökkum gengið illa að skilja, enda hafi það verið leið- togum þjóðarinnar eftir stríðið hagfelldara að gefa til kynna að Frakkar hafi sameinast hetjulega í stuðningi við andspymuhreyfing- una og hersveitir De Gaulles. Þess vegna hafi ýmislegt verið á huldu með örlög hinna 80 þúsund gyð- inga. En Frakkar hafa að undanförnu þurft að horfast í augu við andúð á gyðingum sem lengi hefur marað í hálfu kafi þjóðarsálarinnar og verður áleitið umhugsunarefni nú þegar hægri öfgamenn vaða uppi. Það vakti svo mikla hneykslun fyrir stuttu þegar dómstóll felldi niður mál Paul Touviers lögreglu- foringja sem var ákærður fyrir morð og nauðungarflutninga á tíma Vichy-stjórnarinnar. Málinu hefur verið áfrýjað, en margir em gramir réttinum fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að Vichy-stjórnin hafi ekki getað framið glæpi gegn mannkyninu vegna þess að hún hafi ekki haft neina heillega kynþáttastefnu á borð við stefhu nasista. Nú, þegar fimmtíu ár eru liðin frá því að nauðungarflutningarnir hófust, hafa margir orðið til að gagnýna þegjandahátt stjórnvalda. Fjöldi menntamanna hefur skorað á Francois Mitterrand forseta að lýsa því yfir að „Vichy, franskt ríki“ hafi staðið fýrir ofsóknum og glæpum á hendur gyðingum. Mitterrand hefur vikið sér undan og sagði í ræðu á Bastilludaginn að Vichy og franska lýðveldið væri tvennt ólíkt, fjórða lýðveldið sem stofnað var 1946 hefði einmitt byggt á höfnun Vichy-stjórnar- farsins. 16. júní fór svo Mitterrand og lagði blómsveig við innganginn að hjólreiðavellinum þar sem gyð- ingum var safnað saman fimmtíu ámm áður. Sama dag urðu ýmsir til að minnast þess að tæpum fimmtán árum áður Iét annar for- seti leggja blóm á leiði hershöfð- ingja. Það var þegar Valéry Gis- card d'Estaing sendi blóm til eyj- arinnar If, þar sem Pétain hers- höfðingi og leiðtogi Vichy-stjórn- arinnar lést í útlegð. Stríðsglæpir /'Noregur.. það er ág! y Frakkland með lík í lestinni Á síðustu vikum hafa birst ótal blaðagreinar og ýmsir sjón- varpsþættir, þar sem eru færð- ar sönnur á að Vichy-stjórnin hafi tekið beinan þátt í of- sóknum gegn gyðingum, ólíkt þeirri útbreiddu sögu- skoðun að þar hafi Þjóðverj- ar staðið einir að verki. Þvert á móti hafi hún haft frumkvæðið að gyðingaof- sóknum. Frá mars 1941 til maí 1942 gaf Vichy-stjórnin út 46 lagagreinar og 56 reglugerðir sem beind- ust gegn gyðingum. Strax sumarið 1940, ekki löngu eftir hernám Þjóðverja, var gerð lagabreyting og leiddi af sér að gyðingar, margir á flótta undan 16. júní síðastliðinn voru fimmtíu ár frá „svarta fimmtudegin- um“, þegar fjölda- handtökur á gyðing- um í Frakklandi stríðsáranna áttu sér stað í fyrsta sinn. Nú er spurt áleitinna spurninga um hlut franskra yfirvalda í of- sóknum gegn gyðing- um. Margt bendir til að þær hafi verið með velvilja og jafnvel að frumkvæði Vichy- stjórnarinnar, sem var leppstjórn þýska her- námsliðsins. Þetta hafa frönsk stjórnvöld þó verið treg til að við- urkenna. nasismanum, sem fengu ríkis- borgararétt á árunum 1933 til 1939 misstu hann aftur. Allar þessar ráðstafanir voru sam- þykktar og undirskrifaðar af Pi- erre Pétain marskálki, stríðshetju úr fyrra stríði og leiðtoga Vichy- stjórnarinnar. Gyðingum var meinað að gegna störfum hjá hinu opinbera eða öðrum störfum sem gátu leitt til samneytis þeirra við annað fólk. Verslanir í eigu gyð- inga voru sérstaklega merktar. Smátt og smátt varð þróunin sú að þeir urðu réttindalaus undir- þjóð, sem var skylduð til auð- kenna sig með áberandi gulri Davíðsstjörnu. Franska lögreglan tók svo bein- an þátt í fyrstu fjöldahandtökun- um, 16. júlí 1942 og allt bendir til þess að þær hafi farið fram án þess að Þjóðverjar hafi beinlínis átt ffumkvæðið. Áætlað er að um níu þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum. Þeir fóru um Parísarborg frá klukkan fimm um morguninn;

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.