Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23.JÚLf 1992 27 STJÓRNMÁL Þetta er Hafró að kenna! Hafrannsóknarstofnun er þessa dagana eitthvert óvinsælasta fyrir- brigðið í samfélaginu. Hver gáfu- maðurinn á fætur öðrum keppist við að lýsa yfir andstöðu sinni við ábendingar fiskifræðinganna um leiðir úr þeim vanda sem við höf- um búið sjálfum okkur með of- veiði á helstu nytjastofnum. Til dæmis hlær snillingurinn Sighvatur Björgvinsson dátt í Sjónvarpinu að þeim endemum fræðinganna að fiskistofnarnir séu einhvers konar bankareikn- ingur sem minnki ef tekið er af höfuðstólnum. Fiskifræðingarnir hafi áður spáð aukningu á þessu ári, og nú dugi engar heimskuleg- ar afsakanir. Tillögur Hafró um að byggja upp þorskstofninn séu á móti áætlunum sjávarútvegsfyrir- tækjanna og ríkisstjórnarinnar, og þar með marklausar. Hér tali hinsvegar sá sem vitið hefúr. Og nú er Davíð forsætisráð- herra farinn að segja brandara um þá á Hafró, — fiskurinn sé alltaf flúinn þegar þeir koma. Ha, ha, ha. I rauninni sé ástandið í þorsk- stofninum pólitískt mál rétt eins og valdajafnvægið í Sjálfstæðis- flokknum. Þeir í hagsmunavörninni eru líka karlar í krapinu, og eru ekkert að liggja á rökstuddu áliti sínu á raunverulegri líðan þorsksins í sjónum. Of nærri stofninum? Dettur einhverjum í hug að þorsk- stofninn sé kominn á dauðastigið? svaraði einn í fréttatíma núna í vikunni, og hristi af sér ómerkar áhyggjur með víðfrægu vestfirsku æðruleysi. Helstu áhrifavaldar og álitsgjaf- ar — að undanteknum sjávarút- vegsráðherra, sem ýmsum þykir hafa vaxið nokkuð óvænt við þessa snerru — virðast á þennan hátt vera að undirbúa þjóð sína undir ákvörðun sem gangi á skjön við álit og tillögur fiskifræðing- anna. Þeir viija fresta samdrættin- um í von um að vandamálið hverfi á meðan. Það er ekki erfitt að skilja að fulltrúar sjávarútvegsfyrirtækja og byggðarlaga sem standa höllum fæti skuli þráast í lengstu lög við að trúa því sem vísindamenn Haf- rannsóknarstofnunar leggja fram og leggja til, studdir af erlendum sérfræðinguin sem fengnir voru til að reikna uppá nýtt vegna sí- felldra efasemda um hæfni þeirra í Hafró, — um daginn minnti doktór John Pope frá Lowestoft okkur í fullri kurteisi á ástæðurnar fyrir tveggja ára þorskveiðibanni við strendur Kanada. En hvað gengur ríkisstjórninni til? Hefur ekki verið boðað í heilt ár með miklum lúðrablæstri að hér sé komin sjálf „Ríkisstjórn hinna djörfu ákvarðana11, hin ábyrga ríkisstjórn, sem ekki lætur stjórnast af ómerkilegum sérhags- munum, heldur ber fyrir brjósti langtímahagsmuni og almanna- heill? Kannski brestur ríkisstjórnina kjark til að taka skynsamlega ákvörðun um að skera niður þorskveiðar vegna þess að slíkri ákvörðun fylgdi annaðhvort, illi- legur efnahagssamdráttur og hrakningar fyrir hana sjálfa, — eða allt önnur pólitík en stjórnin setti íbakpokann sinn í upphafi. Nú má að vísu vinna með ýms- um hætti á móti tekjuskerðingu vegna minni þorskafla, með meiri sókn í aðra stofna til dæmis, og veiðum á fjarlægum miðum, að ógleymdri hinni margfrægu betri nýtingu sjávaraflans, sem hefur eins lengi og elstu menn muna verið efst á stefnuskrá stjórnmála- flokka og hagsmunasamtaka. Hins vegar er áfallið of mikið til að því verði mætt með hefðbund- inni atvinnupólitík Davíðs Odds- sonar og félaga: Að hafa hendur í vösum. Það yrði augljós þörf á einhvers konar opinberum stuðn- ingi við sjávarútvegsfyrirtækin sem verst yrðu úti, og eðlilegt að stofna til samhjálpar við þau byggðarlög sem skerðingin snerti illilegast. Þjóðin öll yrði að sætta sig við versnandi kjör um tíma — sem eðlilegt væri að ríkisstjórnin reyndi að hafa áhrif á með jafnað- arstefnu í skattamálum og vernd- arstefnu í velferðarmálum. Ef skynsemin réði væri einnig eðli- legt að dreifa vandanum á lengri tíma með ríkissjóðshalla og er- „Áhrifavaldarnir og álitsgjafarnir... viljafresta sam- drættinum í von um að vandamálið hverfi á meðan. “ lendum lánunr, sem greidd yrðu aftur með vöxtum af stækkandi höfúðstól í fiskimiðunum. Slík viðreisnarstefna af fullu raunsæi gagnvart ástandinu í þorskstofninum er í mótsögn við óskaheim ríkisstjórnarinnar, og sennilega ekki hugsanleg að óbreyttu stjórnarmunstri. Þess vegna finnst þeim flestum betra að gera eins og fuglinn sem kann ekki að fljúga: stinga höfðinu í sandinn. Smám saman sefjumst við svo öll með sjónvarpinu og blöðunum og setjum hausinn á sama stað og stjórnmálamennirn- ir. Þetta er Hafró að kenna! segja talsmenn ríkisstjórnar sem neitar að horfast í augu við að þorsk- stofninn er að hrynja. Við vitum betur! segja foringjarnir sem ein- mitt voru að komast til manns um það bil sem síldin „hvarf' í lok sjöunda áratugarins. Og við fólkið — í landinu sem einu sinni var viði vaxið milli fjalls og ljöru! Við höldum bara áfram að höggva. RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR Tepruskapur karla Nýjasta tölublað VERU; tíma- rits um konur og kvenfrelsi, „sló í gegn11. Þó prýðir ekki fræg per- sóna forsíðuna. Það er engin(n) í opinskáu einkaviðtali í blaðinu. Þar eru heldur engar krassandi kjaftasögur. Og blaðið hefur auk þess ekkert verið auglýst. Eru augu manna loksins að opnast fyrir því hvað VERA er gott blað og í raun einstakt í íslenskri tím- aritaflóru? Kom þemað, sem er að þessu sinni karlmenn, við þjóðar- sálina? Var umræðan þá eins þörf og ritnefndin hélt þegar efúið var ákveðið? Eða sló blaðið einungis í gegn hjá öðrum fjölmiðlum vegna skorts á bitastæðara efni? Er tilfell- ið að karlar vekj enn meiri eftir- tekt en konur? Eða er fólk aðeins sjokkerað yfir myndskreytingum blaðsins? Erum við svo langt leidd í tepruskap og tvískinnungi að allt verði vitlaust þegar birtast nokkr- ar ljósmyndir af allsberum körl- um? Brá ef til vill aðeins karlþjóð- inni í brún en höfðu konur lúmst gaman að? Það er varla hægt að þverfóta fyrir myndum af nöktum konum. Þær mæta okkur á bifreiðaverk- stæðum á auglýsingamyndum frá dekkjaverksmiðjum, hanga vel- lyktandi í speglum í leigubílum eða rútum, prýða dagatöl á smur- stöðvum og eru jafnvel hafðar sem veggskraut í veiðafæraversl- unum. Margar konur, sem vinna á hefðbundnum karlavinnustöð- um, mega horfa upp á myndir af fáklæddum konum í annarlegum stellingum á kaffistofunni, salern- inu og í búningsklefanum. Þær sem kvarta verða gjarnan fyrir að- hlátri og gagnrýndar fyrir tepru- skap eða jafnvel öfund. Skiptir engu máli hvernig eða hvers vegna manneskjan er sýnd fá- klædd eða nakin? Er enginn mun- ur gerður á fáránlegri auglýsingu þar sem kvenlíkami er notaður til að selja bíla eða skrúfúr, listrænni ljósmynd, erótík eða klámi? Setj- um við allar ljósmyndir af nöktu fólki í sama flokk? Drögum við myndir af konum í dilka en flokk- um allar myndir af berum körlum semKLÁM? Mun síðustu Veru aðeins verða minnst vegna „tippamyndanna11 sem fóru fyrir brjóstið á fjöld- miðlakörlum og verða uppnefnd Bera-Vera? Eða nær ritnefndin markmiði sínu sem var að stuðla að aukinni umræðu um málefni karla? Þann 24. október síðastlið- inn skipaði félagsmálaráðherra sérstaka nefnd til að kanna stöðu karla í breyttu samfélagi. Mark- mið nefndarinnar er meðal ann- ars að ná ffarn jafnari verkaskipt- ingu og ábyrgð á heimilum og á vinnumarkaðnum, allt málefni sem kvennahreyfingin hefúr bar- ist fyrir undanfarna áratugi. Nefndin efridi til ráðstefnu í vor til að viðra staðreyndir og hugmynd- ir um stöðu karla. Fyrirlesarar bentu á erfitt hlutskipti karla: Karlar lifa skemur en konur og látast fremur af slysförum eða binda endi á líf sitt. Algengara er að karlmenn eigi við vímuefna- vandamál að stríða, heiðri fangelsi eða geðdeildir með nærveru sinni og drengir þurfa frekar á sérfræði- aðstoð að halda í skólum landsins. Þetta eru ógnvekjandi staðreyndir og mál til komið að ræða málin og leita úrræða. Það er því synd ef umræðan fer út um víðan völl og leysist upp í hártoganir um mynd- skreytingar eða tilurð umræðunn- ar. Það er vel skiljanlegt að konur ergi sig yfir því að ríkisvaldið skuli eiga frumkvæðið að umræðu um stöðu karla með því að skipa sér- staka nefnd í málið. Konur hafa alltaf þurft að hafa fyrir því sjálfar að berjast fyrir mannréttindum sínum. Kvennahreyfingin er sprottin úr grasrótinni, rétt eins og Stígamót, Kvennaathvarfið og flest það sem stuðlar að betra lífi kvenna. Gafst ráðherrann upp á því að bíða eftir að frumkvæðið kæmi úr grasrótinni, eða er þetta dæmi um hve karlmenn eru lok- aðir og eiga erfitt með að tjá sig að það þurfi að skipa þá í nefnd til að fá þá til að koma saman og ræða hagsmunamál sín? Á fyrrnefndri ráðstefnu voru karlar tæpur helm- ingu þátttakenda. Skipuleggjend- ur voru ef til vill ekki nógu vel að sér í reynsluheimi karla því að sama dag voru einir þrír spenn- andi fótboltaleikir og samkeppnin um athyglina þvi hörð. Eða hafa karlar engan áhuga á málefninu og er kvenkyns félagsmálaráð- herra að þröngva þessu upp á þá? Lítið hefur frést frá nefndinni síðan, hún er líklega enn að melta hinar skelfilegu upplýsingar sem fram komu. Reyndar var umfjöll- un um stöðu karla þann 18. júní sl. í Pressunni og einn nefndar- manna viðraði á ný fordóma sína í garð kvennahreyfingarinnar og þeirra kvenna sem hafa verið í for- svari hennar. Af málflutoingi hans „Mun síðustu Veru aðeins verða minnst vegna „ tippamyndanna “ semfórufyrir brjóstið ájjöld- miðlakörlum og verða uppnefnd Bera-Vera?“ að dæma virðist tilgangur nefnd- arinnar sá að verja forréttindi karla og vinna gegn jafrirétti kynj- anna. Eru karlar, undir forystu nefndarinnar, að gera gagnbylt- ingu? Er ætlunin að klekkja á kon- um og því sem kvennabaráttan hefur fært þeim í áranna rás? Er nefndin — jafri þörf og hún er — komin á villigötur? Ég er eflaust ekki sú eina sem er orðin hund- - leið á þessum einstefnu umræð- um og andúð í garð kvennahreyf- ingarinnar. Jafnrétti kynjanna er bæði körlum og konum í hag og því hljótum við að geta átt samleið í baráttunni. Gera karlmenn sér virkilega ekki grein fyrir því að þeir hagnast einnig á breyttum kynhlutverkum og öðruvísi þjóð- félagi? Eða eru karlar alsælir með líf sitt og framtíðarmöguleika sona sinna og sjá enga þörf fyrir breytingar? U N D I R Ö X I N N I Hvernig getur Út- gerðarfélagið leigt Fiskvinnsl- una, gjaldtirota móðurfyrirtækí sitt? „Með gjaldþroti Fiskvinnsl- unnar eru ákveðin tímamót í rekstri hennar. Útgerðarfélagið á reyndar eftir að dragast sjálf- krafa inn í þetta gjaldþrot, en það var skiptastjóri þrotabúsins sem tók ákvörðun um að leigja Útgerðarfélaginu það. Við töld- um ekki óeðlilegt að heimila því að taka þrotabúið á leigu og halda áfram vinnslunni, enda á útgerðin h'til viðskipti við bank- ___« ann. Eins og þú segir mun Út- gerðarfélagið dragast inn í gjaldþrotið. Með það í huga, er réttlætanlegt að leigja því vinnsluna? Útgerðarfélagið er sjálfstætt félag þótt 70 prósent af hlutafé þess sé í eigu Fiskvinnslunnar.11 En það eru sömu menn í stjórn Útgerðarfélagsins og voru í stjórn Fiskvinnslunnar þegar hún var lýst gjaldþrota. „Það er ekki við öðru að bú- ast í ljósi stórrar eignaraðildar Fiskvinnsiunnar í Dtgerðarfé- laginu. Leigusamningurinn við Útgerðarfélagið stendur til loka ágúst. Hann gildir meðan verið er að byrja uppgjör þrotabúsins. Það var ekki talin ástæða til að halda atvinnuástandinu á staðn- um niðri á meðan. Þetta er því brágðabirgðalausn sem gripið var til á meðan þrotabúið er að koma sér af stað.“ Það stendur þá ekki til að framlengja leigusamninginn? „Þú verður að spyrja skipta- stjóra þrotabúsins að því.“ Eruð þið ekkert hræddir við að leggja rekstur Fisk- vinnslunnar aftur í hendum- ar á mönnunum sem komu henni í gjaldþrot? „Það er ekki rétt að h'ta á mál- ið með þessum hætti. Allra síst þegar hvert dagblaðið af öðru í landinu er með stórar yfirlýsing- ar um erfitt ástand í sjávarútveg- inum. Það eru fyrst og fremst ytri skilyrði sem valda því að ekki hefur tekist sem skildi við rekstur Fiskvinnslunnar. Ég tel ekki rétt að persónugera vand- ann.“ Björn Líndal er aðstoðarbanka- stjóri Landsbanka fslands, helsta kröfuhafa þrotabús Fiskvinnslunn- ar á Bíldudal hf. Þegar Fiskvinnsl- an óskaði eftir gjaldþrotaskiptum, óskaði dótturfyrirtæki þess, Út- gerðarfélag Bílddælinga hf. eftir að taka eignir vinnslunanr á leigu og naut til þess stuðnings bank- ans.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.