Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLI 1992 heilsu aðferðir að ná andlegri Ertu óánægður með sjálfan þig og hvernig þú hagar lífi þínu? Langar þig að koma lagi á sam- skiptin í fjölskyldunni eða reyna að skilja unglinginn þinn? Á hverju ári er auglýstur fjöldinn all- ur af námskeiðum, þar sem lofað er lausn á vandanum. Sum þeirra geta verið góð og stundum verða þátttakendur fyrir sterkri upplif- um. Sjaldnast gefst þó tími til að takast á við vandann frá rótum og vinna úr tilfinningunum. Viður- kenndir sérfræðingar: læknar, fé- lagsfræðingar og sáfræðingar, eru því að öllum líkindum öruggasti valkosturinn fyrir flesta. Gamla góða Freudíska sálgreiningin og margra ára meðferð er ekki lengur eina aðferðin sem sálfræðingar nota. Þeir styðjast við ýmsar kenningar og gjarnan fleiri en eina. Enda þurfa ekki allir margra ára sálgreiningu til að koma sín- um málum í lag. Eitt námskeið getur nægt eða nokkur viðtöl hjá sálfræðingi. Aðrir þurfa lengri tíma, jafnvel regluleg viðtöl eða meðferð í tvö til þrjú ár. Aðferð- irnar við að hjálpa fólki að ná aft- ur andlegri heilsu, sem nefndar eru hér að neðan, eru flestar not- aðar af íslenskum sálfræðingum og öðrum sérfræðingum, nema rebirth og fyrsta öskrið, en þeir styðjast einnig við aðferðir sem ekki eru nefndar. Til dæmis loco therapy. Og hvað skyldu svo her- legheitin kosta? Hver tími hjá sál- fræðingi kostar á bilinu 2.200 til rúmlega 3.000 krónur, en nám- skeið getur kostað allt upp í 10.000-20.000 krónur. „REBIRTH" Fyrsta augnablik lífsins, fyrsti andardrátturinn: Að fæðast er að anda. Síðar meir í lífinu er hægt að missa andann, kafna. Takmarkið með rebirth — endurfæðing á ís- lensku — er að finna aftur fyrstu orkuna, andardráttinn. Með með- ferðarfræðingi, einn eða með öðr- um, uppréttur eða liggjandi út af. Hann leggur hönd á höfuðið eða magann. Biður mann að draga andann. Ekkert gerist. Loftið vantar. Það þarf að ná stjórn á önduninni, varlega. Þá fyrst er hægt að fara út á aðrar og við- kvæmari brautir: Upplifa aftur skelftngu fæðingarinnar. Hræðsla, ofbeldi, aðskilnaður, allt er þetta lifað upp aftur. Meðferðarfræð- ingurinn aðstoðar, líkt og ljós- móðir við barnsfæðingu. Það er andað og andað aftur. Hraðinn er aukinn, líkaminn spennist, hnú- arnir kreppast. Andardrátturinn stöðvast. I tíu sekúndur, tuttugu sekúndur. Eilífið. Sumir verða hræddir, stundum öskra þeir. Anda svo á ný. Þegar það gerist hafa þeir fundið aftur lífshvötina. Ef eitthvað vit á að vera í meðferð- inni, þýðir ekkert að reyna að ná árangri í einum tíma. Það gerist ekki nema með markvissum framförum. FYRSTA ÖSKRIÐ (Primal screain) Hugmyndin að baki þessari að- ferð, er að kafa eftir því „fyrsta“. „Hverjar eru tilfinningar þínar við þessar aðstæður? Segðu það, tjáðu þig,“ er grunnaðferðin. Takmark- ið er að komast að því við hvaða aðstæður tilfinningar eins og reiði, leiði eða ást, hafa verið bældar niður. öskrið kemur eins og bón- us og er merki um að tilfmningin hafi verið upplifuð á ný. Þessi teg- und meðferðar átti sitt blóma- skeið á byrjun áttunda áratugar- ins, en hugmyndina má rekja til beatnik tímabilsins og Kaliforníu- búans Arthus Janov: Það var losn- að við reiðina með því að berja púða. Þannig lærðist aftur „tungumál tilfinninganna“. En út ffá þessu spruttu ýmsar öfgar. Það gekk svo langt að rnaður þurfti ekki að hlusta á aðra, ef mann iangaði ekki til þess. Núna hafa flestir snúið við þessu baki, en þó má tengja þetta öðrum meðferð- um, eins og vinnu með tilfinning- ar. í þeim tilfellum er stundum Öskrið kemur eins og bónus og er merki um tilfinningin hafi verið upplifuð á ný. að gert ráð fyrir tímabili, þar sem sjúklingurinn einangrar sig frá daglegu lífi og vinnur stíft með sínum meðferðarfræðingi. GESTALT-MEÐFERÐ „Aðalatriðið er ekki hvernig komið er fram við mig, heldur hvernig ég bregst við því, hvernig komið er fram við mig.“ Gestalt nærist á straumum úr fyrirbæra- fræðinni, tilvistarstefnunni og hugmyndum Reich, og gengur út á að einstaklingurinn finni til ábyrgðar á eigin lífi. Tilgangurinn er að fá viðkomandi til að skilja dýpstu ástæðurnar fyrir þeim mistökum sem hann kann að gera, og í öðru lagi hvern ávinning hann hefur af að gera þau. Til dæmis hvernig hann lætur sér mistakast til að láta vorkenna sér, eða til að virðast ekki betri en pabbi, o.s.ffv. Einstaklingar, hjón, fjölskyldur og/eða hópar eru teknir í meðferð, en hún gengur út á að spilað er á mismunandi aðferðir til að tjá sig: frá notkun orða til þess að leika hlutverk fyrir aðra eða sjálfan sig, en einnig er notuð myndlist og stuðst við drauma. Takmarkið er að vinna með fimm þætti: líkam- ann, tilfinningar, skyiisemina, fé- Iagslífið og hið andlega. Líkams- tjáning sjúklingsins er undir smá- Meðferðarfrœðingurinn að- stoðar, líkt og Ijós- imóðir við barns- fæðingu. Það er andað og andað aftur. Hraðinn er aukinn, líkaminn spennist, hnúarnir kreppast, Andardrátturinn stöðvast. sjá (hvers v e g n a kreppir hann hnefana um leið og hann segist elska móður sína?...), og meðferðarfræðingurinn er við- staddur til að komast að því hvar mótstaðan liggur, hvað það er sem sífellt eitrar „góð samskipti hans við sjálfan sig og aðra“. Markmiðið er ekki að reyna að finna rétt hlutverk handa hverjum og einum, heldur að losa um öf- garnar í persónuleikanum. Þetta er meðferð sem endurnýjar árás- argirnina og virkjar hana sem lífs- hvöt. Þetta er aðferð til að finna sjálfum sér stað í veröldinni. FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ Kenningin er einföld: þegar einn í fjölskyldunni er veikur, þarf að lækna allan ættbálkinn. Saman. Annars hindra þeir nánustu sjúk- linginn — áfengissjúkling, barn sem á við námsörðugleika að stríða, o.s.frv. — óafvitandi í að ná sér á strik. Hvers vegna? Af því að án þess að vita það, skipulegg- ur fjölskyldan allt sem hún gerir með tilliti til sjúkdómseinkenna blórabögguls síns. Ef þau hverfa hefur því, sem hefur viðhaldið veiku jafnvægi í fjölskyldunni, verið kippt burt. Það er ástæðan fyrir þversagnakenndri mótstöðu fjölskyldunnar gegn því að sjúklingnum batni. Síðustu árin hafa fjölskyldumeðferðir verið vinsælar: sál- j greiningarstraum- ar, atferlisstraumar I og „kerfi“ frá Palo Alto skólanum, hafa mest verið not- ‘ uð. Nýjasta aðferðin í út- löndunum er að vinna eftir ströngum ritúal. „Sjúklingurinn" og hans nánustu spjalla saman inni í einu herbergi með einum eða tveimur meðferðafræðingum, undir vökulu auga myndbands- upptöku- v é 1 a r . H i n u H megin zJf v ’ ® f*'® ógagn- sætt gler, |11r.. ráða sér- ' ffæðingar í það sem gerist. Fjölskyldan veit |S auðvitað um allan þennan viðbúnað. pv Meðferðarfræðingur- inn — oftast sálfræðingur — reynir fyrst að „treysta þau bönd sem löngu eru brostin". „Tvöföld skilaboð" eru dregin fram í dagsljósið: Þegar það sem sagt er er mótsagnakennt („leyfðu því að gerast að sjálfdáðum", end- urtekur stjórnsöm móðir við son sinn, sem verður sífellt ráðvilltari) og eitrar samskiptin. Meðferðar- fræðingurinn hjálpar fjölskyld- unni að verða meðvituð urn regl- ur, tabú og goðsagnir í samskipt- um innan hennar, sem hún hefur sett sér sjálf, og afarnir og ömm- umar eiga oft heiðurinn af. Allt er þetta gert til að koma á nýju skipulagi í fjölskyldunni og draga þannig úr, eða láta hverfa, sjúk- dómseinkenni sem áður voru henni nauðsynleg til að viðhalda stöðugleika. SKYNDIMEÐFERÐ Farið var að bjóða upp á svo- kallaða skyndimeðferð, (strategic therapy), í Bandaríkjunum á átt- unda áratugnum, þegar trygg- ingafyrirtækin hættu að endur- greiða viðskiptavinum sínum, sem áttu við sálfræðilega vanda- mál að glíma, nema takmarkaðan fjölda af tímum (eitt ár í mesta lagi). Þar sem ekki gefst tími til að leita langt aftur í fortíðina á skömmum tíma, þá er ekki spurt „hvers vegna á Jón við þetta vandamál að stríða?“, heldur „hvernig má Ieysa úr því eins fljótt og auðið er?“ ... Þannig er aðferð- in sjálf ekki endilega aðalatriðið. f skyndimeðferð er unnið með að- stæður sjúklingsins (sambýlis- manni og fjölskyldu er stundum boðið að mæta) og það hvernig hann bregst við breytingum, og honum er boðið upp á aðferð til að minnka áhrif einkennanna. Ef viðkomandi þjáist af hræðslu í umferðinni og finnst líka heitur ananas ógeðslegur, — sem getur alveg verið — er hann látinn fara út í umferðina einmitt þegar allir eru á leið heim úr vinnunni. Ef hann gerir það ekki, verður hann að borða heita ananasinn (ojl). Haldið þið að hann gæti það? Hann kýs hræðsluna fremur en ógeðið, og sigrast þannig á um- ferðarhræðslunni. Hræðsla er af- stæð. Með því að gefa sjúkdóms- einkennin sem lækningu og brjóta niður varnirnar, hefur verið tekið fýrir ffekari þróun þeirra. ERICKSON DÁLEIÐSLA Þegar Milton Erickson fékk mænuveikina 17 ára gamall, átti hans þess kost að hlusta á þá sem sögðu „þú ert búinn að vera“ eða berjast. Hann valdi síðari kostinn og lærði að nota uppsprettur eigin sálarkima. Til þess að aðrir mættu njóta góðs af því sem undirvit- undin býr yfir, þróaði hann með- ferðarkerfi byggt á dáleiðslu: hann setti meðvitundina og mótstöðu hennar „á vakt“ og gat þannig náð til þátta sem venjulega eru grafnir í undirvitundinni. Þar geymum við okkar verstu martraðir, en einnig okkar bestu eiginleika. Er- ickson var að þessu á fjórða ára- tugnum, en nú, 60 árum síðar, er hann að komast aftur í tísku. Mál- ið snýst ekki um að dáleiða sjúk- lingana, veifandi ffaman í þá pen- dúl og segja „láttu þér líða betur, ég vil það“. Meðferðarfræðingur- inn veikir meðvitundina með því að segja frá einhverju leiðinlegu eða sem erfitt er að skilja, þar til sjúklingurinn „tekur við sér“. Hann verður móttækilegri. Og meðferðarfræðingurinn getur „ögrað undirvitundinni". Þannig getur hann útskýrt fyrir einstak- lingi sem verður skelfingu lostinn þurfi hann að fara í lyffu, að dag- inn eftir geti hann farið í lyffunni upp á fyrstu hæð, í næstu viku upp á þá aðra. Stundum notar hann líkingamál, tungumál undir- vitundarinnar. HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ Það byrjar allt með „lélegum“ lærdómi. Til dæmis tengir barn, sem kerfisbundið hefur verið refs- að af foreldrum sínum, sjálfstæði við refsingu. Til frambúðar. Jafn- vel þegar komið er á fullorðinsár,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.