Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLÍ 1992 29 er hugtakið frelsi tengd angist. Nema hann sé „afskilyrtur“, eins og atferlismeðferðarfræðingarnir segja. Aðferðin er einföld (ein- feldningsleg?). Fyrst er að hjálpa sjúklingnum að þekkja þær að- stæður sem vekja hjá honum pín- legar tilfinningar. Síðan er að komast að því hver er uppruni svo óskynsamlegrar trúar og hafa skipti á henni og „eðlilegri“ hugs- un. FÆLNI Þetta getur haft undraverð áhrif á fælni, svo sem hræðslu við að taka lyftur, hræðslu við að roðna, við kóngulær, blóð og hræðsluna við að verða brjálaður... Með- ferðarfræðingurinn kennir sjúk- lingnum að slaka á. f slökunar- ástandinu ímyndar hann sér að- stæður sem vekja með honum angist og byrjar á þeim vægustu. Sá fælni er ónæm, í því ástandi horfist hann í augu við það sem veldur hræðslunni og hún glatar smám saman áður tilfmninga- þrunginni merkingu sinni. KYNLÍFSVANDAMÁL Kynlífsatferlisfræðingar byrja yfirleitt á að vinna bug á allskyns goðsögnum, sem geta eitrað kyn- lt'fið („konan mín er ekki sönn kona: hún fær ekki legganga- fullnæingu...“). Síðan er kvíðinn brotinn niður með því að benda á ný viðhorf gagnvart kynhneigð- inni („að elskast er ekki maraþon- hlaup heldur nautn“ - úffi). Loks kenna þeir pörum að þróa næmi sína með nuddi og ákveðna „kyn- færatækni", eins og „þrýsting“ til að stöðva brátt sáðlát. NIKÓTÍNISMI Tvær aðferðir hafa gefið góðan árangur. Sú fyrri neyðir reykinga- manninn til að fýlgjast nákvæm- lega með nikótínþörf sinni. Þetta er „einkunnabókaraðferðin“. Sjúklingurinn vakir yfir því við hvaða aðstæður hann dregur upp sígarettuna, hve margar hann reykir og gefur þeim einkunnir eins og „ánægju- sígarettan“ eða „ósjálfráðu rettan“. Síðan greinir hann þær ásamt meðferðafræð- ingnum sínum. Þessi aðferð er sérstaklega ætluð þeim sem reykja h'tið. Síðari aðferðin er fremur ætl- uð „raunverulegum" reykinga- mönnum. Hjá þeim er nikótínið tvöfaldri ánetjun: ánetjun á sjálfu Án þess að vita það, skipuleggur fjölskyldan alltsem hún gerir með tilliti til sjúkdómseinkenna blórabögguls síns. Efþau hverfa hefurþví, sem hefur viðhaldið veiku jafnvœgi ífjölskyld- unni, verið kippt burt. Það er ástœðanfyrirþversagnakenndri mótstöðufjölskyldunnargegn því að sjúklingnum batni. efninu, sem hægt er að vinna bug á með að neyta nikótínsins í öðru formi en í tóbaki (tyggja nikótín- tyggjó eða líma plástur á húðina); önnur ánetjunin er sálræns eðlis, því reykingamaðurinn stundar með henni sjálfslækningu; með sígarettunni læknar hann kvíða sinn, þunglyndi og slen... Aðferð- in byggist á að meta sálrænu ánetjunina með prófi og afhjúpa með því kvíðann eða þunglyndið sem reykingunum er ætlað að hylma yfir. Síðan er leitað lausnar við viðeigandi vandamáli. SJÓNSKÖPUN Vitað er að líkamleg veikindi geta átt rætur sínar að rekja til sál- rænna þátta, eins og stress. Hvers vegna ætti þá ekki að vera hægt að leita á vit sálarinnar, til að örva meðvitað og ómeðvitað varnar- kerfi líkamans? Það er markmiðið með vitrænum ímyndunum. Þannig getur hjartveikur maður hægt á hjartslætti sínum með því að ímynda sér að hann ruggi sér í ruggustól, sem brakar í og hann heyri reglulegt blásturshljóð... og hjartslátturinn minnkar. Sjúklingur sem hefur miklar áhyggjur af veikindum sínum get- ur á þennan hátt náð að skilja, annars óskiljanlegar ástæður sjtík- dómsins, og stundum „ávinning" sem af honum hlýst („ég ætti ekki að nota krabbameinið sem aðferð til að njóta umhyggju annarra“). Aðferðin er að sjálfsögðu einskis virði, nema hún sé stunduð reglu- lega. SLÖKUN Þeir sem hafa stundað yoga og zen kannast vel við það ástand sem maður er hvorki sofandi né vakandi, heldur í einskonar þungu sjálfsdáleiðsluástandi. Fjöl- margar aðferðir til slökunar, sem notaðar eru á Vesturlöndum, byggja á sjálfsþjálfun Schultz. f hljóðu, heitu og rökkvuðu her- bergi, stjómar meðferðarfræðing- urinn, með orðum sínum að hvaða hluta líkamans sjúklingur- inn einbeitir sér. Sá sem slakar á er þó aldrei óvirkur. Hann verður að tengja skynjun sína myndum, fantasíum eða hugmyndum. Hann greinir þær síðan með þeim sem stjómar meðferðinni, hvernig hann nær að slaka á (eða ekki) og mótstöðu sína við að láta að stjóm. Það að orða hlutina á með- an á slökun stendur, gerir losun sálveft ænna hnúta auðveldari, Margrét Elisabet Olatsdóttir. Teikningarjón Óskar Einstaklingar, hjón, fjölskyldur og/eða hópar eru teknir í meðferð, en hún gengur út á að spilað er á mismun- andi aðferðir til að tjá sig:frá notkun orða til þess að leika hlutverk fyrir aðra. K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hvað gera pör það oft í viku? Þótt þessi spurning brenni á vörum margra er ekki auðvelt að fá svör við henni. Það verður líka að fara gætilega þegar talað er um tíðni kynmaka. Eg man eftir því að fréttakona á Rás 2 spurði mig eitt sinn um skoðun mína á að íslensk pör gerðu það að meðaltali tvisvar í viku en það kom í ljós í samnorrænni könn- un. Það fyrsta sem mér datt í hug var að magn er ekki sama og gæði. Einnig getur fólk látið vel hvort að öðru og fengið fullnæg- ingu án þess að um samfarir í leggöng sé að ræða, en eru slík blíðuhót talin vera kynmök? Samlífssmynstur para breytist líka með tímanum og hundruðir hluta breyta mynstrinu. Þess vegna er hæpið að álykta að eðlilegast" sé að gera það tvisv- ar í viku. Bandarískar tölur sýna að pör hafa að meðaltali samfarir tvisv- ar sinnum í viku en þegar nær dregur miðjum aldri er samfara- Einnig getur fólk látið vel að hvort öðru ogfengið fullnægingu án þess að um sam- farir í leggöngsé að rœða, en eru slík blíðuhót talin vera kynmök? Samlífssmynstur para breytist Itka með tímanum og hundruðir hluta breyta mynstrinu. tíðnin um það bil einu sinni í viku. Nú sé ég í anda lesendur Pressunnar heimfæra þetta upp á sitt samband. Þeir sem gera það offar verða roggnir og telja sig geta státað af sterkri kynhvöt en hinir sem gera það sjaldnar fá áhyggjur. Það er alveg merkilegt hvað mannskepnunni líður vel þegar hún fellur inn í hópinn. Það gleymist svo oft að þessar tölur eru meðaltalstölur. Tíðnin er í raun afar mismunandi. Til dæmis hafa eitt af hverjum tíu pörum alls ekki samfarir og önn- ur tíu prósent sjaldnar en einu sinni í mánuði. Það er ekki að ófyrirsynju að ég tel að tölur um tíðni kynmaka snúist oft upp í vopn í höndum hjóna. Oftast er það karlmaður- inn sem kvartar undan áhuga- leysi konunnar. Stundum gengur það svo langt að hann ásakar hana um kynkulda, en ásakanir, hvað sem þær snúast um, gera illt verra. Spurningin er frekar hvort parið uppfylli þarfir hvors ann- ars og sambandsins, en í nánu sambandi þarf að huga að þrem ur — báðum einstaklingunum og sambandinu sjálfu. Geta þess- ir einstaklingar talað saman og hlustað hvort á annað án þess að láta þrjósku, stolt og tilfinninga brynjur standa í veginum? Það eru ekki eingöngu karlarnir sem kvarta undan kynköldum kon um. Konurnar bera sig illa og segja að þær fái ekki nógu langan og blíðan forleik — hann vilji bara stinga honum strax inn (áð ur en henni snýst hugur). Þannig eru samfarirnar orðnar að kapp- hlaupi um hvort það megi núna eða ekki, strax eða ekki. Umbúð- irnar eru orðnar aðalatriðið en innihaldið — sjálf kynnautnin og þær tilfinningar sem fylgja — orðið að aukaatriði. Við þessar aðstæður finnst henni sem hon- um sé sama um tilfinningar hennar og þar með sambandið, en honum finnst sem hún gefi skít í sambandið með kynkulda. Ólík nálgun, sem byggir á ólfk- um hugmyndum urn hlutverk kynjanna í samlífinu; hún tengir ást (sem gerir samband gott) við kynlífið, en ekki hann. Við þesar aðstæður getur óöryggi komið í ljós í sambandinu — hún óttast e.t.v. að hann haldi ffamhjá, eða að í næstu viðskiptaferð noti hann „kynkulda" hennar til að réttlæta heimsókn til vændis- konu því karlinn verður alltaf að fá sitt. Hann heldur jafnvel að henni finnist hann ekkert kyn- æsandi lengur og verður að fá staðfestingu á karlmennsku sinni á annan hátt. Takist parinu að pæla í gegn- um allt þetta torf tilfmninga og félagsmótunar komast þau að því að bæði þurfa snertingu og blíðu en líklega fmnst þeim erfitt að láta sínar óskir í ljós, í öllum samböndum koma pör sér upp vissu merkjakerfi til að tékka áþví hvort hinn sé tilkippilegur til ástarleikja. Með því að beita merkjakerfi er einnig verið að passa upp á upp á að særa ekki hinn en mig grunar að þetta komi oft á tíðum í veg fyrir hreinskilni. Kannski segir hún: „Ég held að ég fari í sturtu núna og bara snemma í rúmið“ (ég verð komin upp í rúm ilmandi og hrein eftir svolitla stund...mig langar en þig?). Hann svarar þá kannski: „Þetta var erfiður dagur í vinnunni - Ég dett út eins og skot“ (ég get ekki hugsað mér að erfiða áfram uppi í rúmi.. .nei ég segi pass). Af ofantöldu má sjá að áhuga- leysi í kynlífi er ekki alltaf einfalt. Tvær manneskjur geta ekki alltaf haft jafrimikla löngun til að sýna blíðuhót eða njóta snertingar. Bh'ðuhót þurfa heldur ekki aJltaf að leiða til samfara eða fullnæg- ingar. Væru væntingarnar minni væri kannski minna um „kyn- kulda“. Spyrjiö Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Nýbýlavegi 14,200 Kópavogur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.