Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 23. JÚLÍ 1992 í » R Ó T T I R Handknattleikslið Gróttu LIÐIÐ S HVARF Þó að kaup og sala hafi verið íjörug á meðal handknattleiks- manna hefur sjálf- sagt enginn lent eins í því og Gróttumenn, því allt byrjunarliðið hvarf. „Við áttum alls ekki von á þessu en þegar laugssonar varaformanns bendirtil. Bara einn fór af stað fóru stjórnin og annarflokkureftir. fleiri að hugsa sér til hreyfings. Við eigum efnilega stráka í öðrum flokki og nú reynir á þá,“ sagði Kristján Guðlaugsson, varaformaður Gróttu, en þeir Sel- timingar lentu í því að byrjunarlið þeirra var keypt í burtu. Þar fer íyrstur í flokki Alexander Revine, sem fór til Víkings, en aðrir eru Friðleifúr Friðleifsson, Guðmund- ur Albertsson, Jón örvar Kristins- son, Páll Björnsson, Stefán Arn- arsson og Svavar Magnússon. f staðin á að reyna að kaupa serba, en síðan hafa Huginn M. Egilsson, Sigurður Sævarsson og Þorlákur Ámason komið til baka. Hverjir verða stjörnur í Barcelona? Daley Thompson reynirað vinna sitt fjórða Ólympíugull. Frjálsar íþróttir vekja mesta at- hygli áhorfenda í Barcelona. 100 metra hlaupið á Ieikunum í Seoul var neínt hlaup aldarinnar. Nú er Carl Lewis fjarri góðu gamni þar. Ben Johnson verður hins vegar meðal þátttakenda en er ekki lík- legur til afreka. Keppnin verður að öllum líkindum milli Leroy Burells frá Bandaríkjunum og Bretans Linford Chrislies. Hins stökkinu. Gervihnattasport IBlill'l'Mminn 13.00 Tour de France Eurosport, Bein útsending frá fræg- ustu hjólreiðakeppni ver- aldrar. 13.30 Volvo mótið (golfi Screen- sport. Bein útsending frá Hollandi þar sem bestu kylfmgar Evrópu reyna með sér. 21.00 Ástralski fótboltinn Sky Sports. Engar hlífar og eng- ir hjálmar. Ofboðsleg harka. m arxm a .jKjutiaji 14.00 18 erfiðistu golfbrautir Am- eríku Sky Sports. Gary Play- er fylgir áhorfendum um þær brautlr sem erfíðast er talið að leika. 16.00 Ólympluleikamir Eurosport. Keppnin I fótbolta er hafin I Barcelona. Bein útsend- ing frá leik Italíu og Banda- ríkjanna. Kanarnir eru alltaf að verða sterkari. Klukkan 18.00 leika Spánverjar og Kólumbíumenn. Spánverj- ar eiga ekki vlsan stuðning áhorfenda þvl margir Kata- lóníumenn munu styðja Kólumblu. 18.00 Hulk Hogan Sky Sports. Mynd um feril þessa fræga fjölbragðaglfmukappa. Sumir telja þetta frat, aðrir eru ógurlega hrifnir. 11.30 Kanó siglingar Screensport. Myndir frá heimsmeistara- keppninni I siglingum á kanóum og kajökum. Bus- last niður flúðir og strauma. 12.00 Tennis Eurosport. Bein út- sending frá opna austur- riska mótinu. 22.00 Strandblak Sky Sports. (s- lendingar hafa sjálfsagt margir spilað blak á sólar- ströndum. Hér má sjá at- vinnumenn í greininni berjast um heimsmeistara- titilinn. 9.00 Þrlþ’raut Sky Sports. Þetta er talin erfiðasta (þróttagrein- in. 1500 metra sund, 40 kílómetra hjólreiðar og loks 10 kilómetra hlaup. Allt I einni lotu án hvíldar. 10.30 Snóker Screensport. Svip- myndir frá bestu leikjum allra tlma. 13.45 Tour de France Eurosport. Bein útsending frá loka- spretti hjólreiðakeppnínn- ar miklu. sprett- h a r ð a Merline > Ottey frá „ .. , T Bubka a Jamaíku stgrar líklega 100 llklega sigur vis- metra hlaup ann' stanga- kvenna. Tugþrauta- kappinn Dal- ey Thompson á möguleika á að vinna sitt fjórða Ólymp- íugull. Það hefst þó varla. Bandaríkja- , , ,. mennirnir ^ndmgarmr Dan O’Br/en et|akaPPivið og Dave John- heimsmethaf- son eru taldir ann Barkley í sigurstrang- spjótkasti. legastir. Margir muna eftir hinu ótrú- lega heimsmeti Mike Powells og Powell er mættur til að reyna að gera betur. Lewis berst ugglaust einnig um verðlaunasæti og sjálf- sagt Larry Mirricks einnig. Um sigurvegarann í stangastökki þarf varla að efast. Eitthvað meirihátt- ar þarf gerast til að Serge Bubka beri ekki sigur úr býtum. Og það sama má líka segja um spjótkastið. Fátt virðist geta kom- ið í veg fyrir sigur Bretans Sfeve Barckley en við vonumst að sjálf- sögðu eftir því að okkar menn Sig- urður og Einar nái að kasta lengra en aðrir á leikunum. Boxari eina von Dana Box er ein keppnisgreinanna á Ólympíuleikunum. Islendingar eignast víst aldrei keppnismann í boxi þar sem sú íþrótt er bönnuð hér á landi eins og allir vita. Frændur vorir Danir hafa ekki séð ástæðu til að banna box og hnefa- leikakappinn Brian Nielsen er einn þeirra sem Danir vonast eftir að sjá á verðlaunapalli. Nielsen þessi er ákaflega Vinsæll í Danmörku og enginn boxari hefur náð annarri eins hylli almennings þar. Bangs- inn frá Vestur-Sjálandi þykir gíf- urlega höggþungur og eiga góða möguleika á verðlaunum. Súlurnar sýna hversu marga verðlaunapeninga Norðurlandaþjóðirnar hafa unnið á Ólympíuleikunum og hversu marga peninga Islendingar „ættu" að hafa unnið til ef höfðatölureglunni góðu er beitt. 500 400 300 200 100 477 Ef íslendingar væru jafngóðir þróttamenn og Finnar (sem eru um fimm milljónir talsins) ættu þeir því að hafa unnið til 18 verðlaunapeninga, hvort sem þeir væru úr gulli, silfri eða bronzi. Hin sorglega stað- reynd sést hins vegar lengst til hægri, íslendingar hafa aðeins unnið tvo peninga, annan úr silfri, en hinn úr bronzi. 137 Finnland Svíþjóð Noregur 7 Ö Danmörk ísland Hverjir hafa fengið flest ólympíugull miðað við höfðatölu? ÍSLENDINGAR EKKI HÁLFDRÆ TTINGAR Á VIÐ NORÐUR- LANDAÞJÓÐIRNAR UNG íslendingar eru gjarnir á að skýla sér á bak við fámenni sitt þegar þeir bera sig saman við aðr- ar þjóðir. Með því að taka tölfræð- ina í sína þjónustu hefur okkur oftar en ekki tekist að fegra árang- ur okkar og atgervi samanborið við önnur þjóðlönd. Á þennan hátt höíum við oft orðið fegurstir, gáfaðastir og sterkastir á ýmsum sviðum án mikillar fyrirhafnar. Með þessum hætti hugðist blaða- maður PRESSUNNAR einnig ýta undir þjóðarstolt okkar íslend- inga og bera saman árangur ís- lenskra þróttamanna og erlendra á Ólympíuleikum, bæði sumar- og vetrarleikum. En niðurstað an kom afar mikið á óvart. Alls óvænt brást höfðatölu- brellan og í ljós kom, að við stöndum flestum þjóðum alls ekki á sporði í þróttum. Reyndar er nokkuð mis- munandi hve mikið íslenskir þrótta menn þurfa að bæta sig, til að geta talist jafnok ar annarra að mynda eiga þeir langt í land með að jafna afrek annarra Norðurlandabúa, sem virðast hafa verið einkar duglegir við að safna verðlaunum í gegn- um tíðina, eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Islendingar hafa sem kunnugt er aðeins unnið til tveggja verðlauna á Ólympíuleik- um, til silfurverðlauna í Melbo- urne árið 1956 og bronsverðlauna á leikunum í Los Angeles árið 1984. Við komust einna næst því að ná sambærilegum árangri við Bandaríkjamenn en vegna hins mikla íbúafjölda Bandaríkjanna, þurfum við einungis rúma tvo verðlaunapeninga fil að jafna ár- angur þeirra. Þrátt fyrir þetta hafa Bandaríkjamenn unnið til 1.831 verðlauna alls á Ólympíuleikum. Til þess að jafna árangur Þjóðverja (V- Þýskaland og Á-Þýskaland tekin saman) Þyrffum við að hafa krækt okkur 13.75 & ÓSIGRANDI f stórmóti Víkings í tennis, sem fram fór um síðustu helgi, var ekki laust við að ung stúlka úr tennisfélaginu Fjölni vekti nokkra athygli fyrir frábæra frammistöðu. Hrafnhildur Hannesdóttir, sem eraðeins 14 ára gömul, sigraði í einliðaleik kvenna, tvenndarleik og í ein- liðaleik telpna. Fyrir þá sem fylgjast grannt með tennis hér á fslandi var árangur Hrafnhildar ekki nein nýlunda, því í þau tvö ár sem hún hefur æft íþróttina hefur hún staðið sig afburðavel í mótum og mörgum þykir hún ein efnilegasta tenniskona sem (slendingar hafa átt. Hrafnhildur kynntist tennis- íþróttinni fyrst er hún bjó með fjölskyldu sinni í Svíþjóð og frá 4 til 9 ára aldurs var hún tíður verðlaun, til að ná Ungverjum vantar okkur 8.8 verðlaun, Aust- urríkismönnum 5.7 og Svisslend- ingum 8.2. Hinn mikli munur sem er á ár- angri íslendinga og granna okkar Dana, Norðmanna, Finna og Svía skýrist að nokkru leyti af fJammi- stöðu síðasttöldu þjóðanna á vetr- ar-Ólympíuleikum en þó er vert að nefna, að Svíar höfnuðu nær alltaf í einhverju af fyrstu fimm sætunum í sumarleikum allt fram að leikunum í Róm árið 1960. Það virðist því ljóst, að ef íslenska þjóðin vill halda áfram að státa af svipuðum árangri í þróttum og þær þjóðir sem við miðum okkur gjarnan við, verða íslenskir þróttamenn annað hvort að leggja harðar að sér eða leyta á náðir tölfræðinga að nýju. Einn affyrstu sjúk- lingunum sem var lagð- ur inn á hið nýja sjúkra- hús í ólympíuþorpinu Barcelona var ekki íþróttamaður heldur starfsmaður nefndar- innar sem sá um skipu- lag leikanna. Hann var orðinn yfirbugaður af stressi og á endanum féll hann saman og var lagður inn. Spennan hefursífellt veriðað aukast síðasta árið hjá Spánverjunum sem ábyrgir eru fyrir skipu- lagi leikanna og eins víst að fleiri enda á sjúkrahúsi áður en leik- unum lýkur. gestur á tennisvöllum þar i landi ásamt foreldrum sínum og systkynum, sem reyndar leggja öll stund á íþróttina. Skömmu eftir að fjölskyldan fluttist til fs- lands að nýju, hóf Hrafnhildur að æfa tennis reglulega og á þeim tveimur árum sem siðan eru liðin, þykir hún hafa náð undraverðum árangri þráttfyrir ungan aldur. DOPIÐ í sportinu Árið 300 fyrir Krist Grískir íþróttamenn nota of- skynjunarsveppi. 1908 Sigurvegari Ólympíuleik- anna í maraþoni, Thomas Hicks, notar striknfn f litlum skömmtum. 1960 Hjólreiðamaðurinn Knut Jensen deyr eftir að hafa tekið inn amfetamín. 1967 Hjólreiðakappinn Tom Simpson deyr meðan Tour de France- keppnin stendur yfir eftir að hafa notað örv- andi lyf. 1968 Tekin eru upp lyfjapróf á vetrar-Ólympíuleikunum til að finna kvalastillandi og örvandi lyf. 1969 Tugþrautarmanninum Edu- ard de Noorlander er vfsað frá keppni fyrir lyfjamisnotk- un. Hann verður fyrsti íþróttamaðurinn sem vísað er úr stórmóti. 1972 Á Ólympíuleikunum í Munc- hen innleiðir Alþjóðaólymp- íunefndin lyfjapróf í öllum greinum. Fimm hjólreiða- menn falla. 1974 Alþjóða-frjálsíþróttasam- þandið lætur fara fram lyfja- próf á Evrópumeistaramót- inu í Róm til að koma í veg fyrir misnotkun steralyfja. Sovétmaðurinn Vladimir Zhaloshik missir bronsverð- laun sín f 20 kílómetra kapp- göngu eftir að kemst upp um misnotkun hans. 1976 Sjö lyftingamenn falla á lyfjaprófi á Ólympíuleikun- um í Montreal. Kringlukast- arinn Danuta Rosani fellur einnig. 1978 Alþjóða-frjálsíþróttasam- þandið tilkynnir að lágmarks keppnisbann sé 18 mánuðir verði menn uppvísir að lyfja- misnotkun. 1984 Martti Vainio bronsverð- launahafi á Ólympíuleikum í 10 kílómetra hlaupi fellur á prófi eftir að ummerki um stera finnast í þvagi hans. Tveir lyftingamenn falla einnig. 1987 Vestur-þýska sjöþrautarkon- an Birgit Dressel deyr eftir að hafa tekið inn stera. 1988 Ben Johnson missir gull- verðlaun sín í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Seoul eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Júdómaðurinn Kerrith Brown missir brons- verðlaun sín. Fjórir kraftlyft- ingamennfalla einnig. 1990 Heimsmetshafinn ( 400 metra hindrunarhlaupi Butch Reynolds er staðinn að misnotkun stera og hlýt- urtveggja ára keppnisbann. 1991 Þekktur austur-þýskur frjáls- íþróttaþjálfari kveðst hafa útvegað íþróttafólki efni og lyf sem eru á bannlistum. 1992 Þýsku íþróttakonurnar Katrin Krabbe, Grit Brauer og Silke Möller falla á lyfjaprófi. Þær eru settar í bann en um síðir sýknaðar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.