Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 42
29. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Fimmtudagur 23. júlí Því miður er kostnaður við fram- leiðslu á hverju kilói um 5.500 krón- ur þannig að gerviþorskurinn er ekki enn samkeppnisfær — segir Haraldur Ragnarsson uppfinninga- maður. En ef þorskkvótinn fer niður fyrir 10 þúsund tonn er líklegt að gerviþorskaframleiðslan borgi sig. íslenskur uppfinningamaður FANN UPP AÐFERÐ TIL AÐ ÚTBÚA GERVIÞORSK Notar lúðu, kartöflumjöl, spínatmassa og jánblendi í uppskriftina. Ekki sárlega góður matur Gerviþorskurinn lítur út eins og þorskur en smakkast eins og sambland af gulrótum og kísiljárni — segir Skúli Hansen matreiðslumaður íslenska handknattleikslandsliðið FER TIL BARCELÓNA OG VERÐ- UR TIL TAKS EF EINHVER ÞJÓÐ VERÐUR SETT í LEIKBANN Getur reynst snúið efóeirðir breiðast út í Eþíópíu og við þurfum að taka þátt í langhlaupunum — segir Þorbergur Aðalasteinsson landsliðsþjálfari. Mér finnst miklu meira gaman að erlendum fréttum nú eftir að ég varð formaður Handknattleikssambandsins — segir Jón Ás- geirsson. Nú fylgist maður af lifandi áhuga með ástandinu í löndum sem maður hafði ekki einu sinni hugmynd um að væru til. Heimir Steinsson útvarpsstjóri verður fánaberi íslensku sveitarinnar á Ólympíuleikunum í Barcelona. Þetta var ákveðið á skyndifundi Ólympíunefndarinnar I gær eftir að eindregin tilmæli þar um höfðu borist nefndinni. „Ég hef fylgst með því I undanförnum leikjum hvernig fánaberar hafa borið sig að. Þótt ég vilji ekki kvarta undan framgöngu þeirra er því ekki að neita að mér fínnst margt mega betur fara. Ég á von á að min aðferð muni vekja at- hygli og jafnvel verða til þess að aðrar þjóðir taki hana upp" sagði Heimir Steinsson i gærkvöldi þar sem hann var við æfíngar. Nefnd þingmanna um launamálin Samkvæmt tillögum nefndarinnar fengju þing- menn hærri laun efþeir samþykktu fleiri lög. Árni Johnsen er sá þingmaður sem kæmi verst út úr nýja akkorðskerfinu. Hann mætti í fáar atkvæðagreiðslur og gat ekki gert upp hug sinn gagnvart þeim málum sem hann tók þó þátt í að afgreiða. Samkvæmt tillögum nefnarinnarfá þingmenn ekki borgað ef þeir skila auðu. „Það er svipað og að greiða manni fyrir að moka ekki skurð" segir f skýrslu nefndarinnar. Segir Davíð Oddsson forsætisráðherra en hann hefur fengið bréffrá manni sem segist heita Þorsteinn og vera í haldi í kjallaranum hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. i Reykjavfk, 23. júlí „Þegar litið er yfir starfsferil Þorsteins sem sjávarútvegsráð- herra er ekki loku fyrir það skotið að mann gruni ýmislegt" sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali við GP í morgun. Ástæðan fyrir efasemdum ráð- herrans er sú að hann fékk nýlega bréf sem smyglað hafði verið frá skrifstofum Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Bréfið er skrifað af manni sem segist vera Þorsteinn Pálsson og ásakar hann útvegsmenn fyrir að hafa rænt sér og látið leikara ganga í störf sín í staðinn. „Þeir eru með leikarann í vas- anum. Hann gerir alit sem Krist- ján segir honum. Á meðan dúsi ég hér í kjallaranum og fæ bara að horfa á gervihnattasjónvarp“ stendur meðal annars í bréfinu sem Davíð sýndi blaðamanni GP. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera,“ segir Davíð. „Sá Þorsteinn sem situr á skrifstofu sjávarút- vegsráðherra segist vera sá rétti og Ingibjörg Rafhar, eiginkona Þor- steins, segist ekki finna neinn mun á eiginmanni sínum. Ef um einhverjar breytingar sé að ræða séu þær frekar til bóta. Það er því mjög erfitt að leggja trúnað á þetta bréf. Auk þess má spyrja hvort nokkur trygging sé fyrir því að sá Þorsteinn sem situr í kjallaranum hjá LÍÚ sé endilega betri ráðherra en leikarinn. Ég man vel eftir Þor- steini sem forsætisráðherra og verð að segja að sú minning hvet- ur mann ekki til að fá hann lausan úr haldi“ sagði Davíð Oddsson. „Ég veit ekki til þess að það sé nokkur Þorsteinn í þessu húsi - sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIU, í samtali við GP. „Allavega hef ég ekki séð hann enda á ég sjaldan leið niður í kjall- ara.“ Er þetta Þorsteinn eða er þetta leikari? Leiöretting f síðasta GP var ranghermt að Ólafur Ragnar Grímsson hefði verið valinn forsetafram- bjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Þetta er ekki rétt. Flokkurinn valdi Bill Clin- ton, fyrrum fylkisstjóra. Ólafur Ragnar var hins vegar kosinn skemmtilegasti félaginn úr hópi erlendra gesta á flokks- þinginu og besta Ijósmynda- fyrirsætan af félagi kvenljós- myndara í New York. GP aí rekstrarvanda Erum að leita að erlendu áhættufjármagni — segirKjartan Erlingsson ritstjóri. Fyrrum starfsmenn Prövdu buðust til að leggja til ýmis tæki, meðal annars tölvur. Eftir að hafa reynt þær erum við hins vegar ekki alveg vissir um að þær muni nýtast okkur. Ekki nema lesendur okkar sætti sig við kírelíska letrið — segir Kjartan ritstjóri. COMBhCAIVIP COMBI CAMP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á fjöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. Tjaldvagnasýning | helgina Qpið ki. 13-17 combi-caivip COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfariri ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og tií afgreidslu strax. TITANhf v__________/ TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.