Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 2
I ÞETTA BLAÐ ER FÚLT .. .eins og sóknarnefndin (Keflavfk er út Iprestinn sinn og lesa má um á blaðsiðu 12. Nefndin vill hann burt og það er þv( kannski skiljanlegt að presturinn sé fúll á móti. ...og þetta blað er fúlt eins og aumingjans mennirnir sem töldu sig eiga hluti I Stöð 2 þang- að til þeir fréttu að það væri búið að selja þá. Og eins og hjá prestin- um og sóknarnefndinni þá eru fleiri fúlir á Stöð- inni en þessir menn, eins og sjá má á blað- slðu 18. Fyrrum félagar þeirra seldu bréfin þeirraaf þvlaðþeir voru fúlir út I þá fyrir að vilja ekki starfa með sér. ...og þetta blað erfúlt yflr þvl að hafa ekki komist inn á lista yfir þá (slendinga sem þjóðin ber mestan hlýhug til og sjá má á blaðsíðu 32. Það var ekki einn maður sem nefndi það til sög- unnar. ...og það er dálítið fúlt yfir þvl að útlendingar skuli sffellt vera að setja ofan I við okkur íslend- inga. Nú slðast með þvl að útskýra fyrir okkur hvað félagafrelsi er og lesa má um á blaðsíðu 20. ...Ilka vegna slælegs ár- angurs (slendinga á Ólympluleikunum. Eins og sjá má á blaðsíðu 37 hefði vart dugað þvl sundfólkið hefði stung- ið sér til sunds tfu metr- um framar I iauginni. ...en þótt þaðséfúlt ætlar það að harka af sér. Þó ekki með öllum þeim birgðum af áfengi sem Viddi barþjónn mælir með á blaðsíðu 42 aðfólktaki með sérl útileguna um verslunar- mannahelgina. Hvert ætlar formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur um verslunarmannahelgina? „Það eru rólegheit iReykjavik og égætla nota mérþað að vera heima igarðinum að reita arfa. Ég nota aðrar helgar til þess að ferðast." Magnús L. Sveinsson er formaður versl- unarmannafélags Reykjavlkur, félagsins sem mesta ferðamannahelgi ársins er kennd við. FIMMTUDAGUR PRESSAN 30-IÚLf 1992 F R E M S T MAGNÚS JÓHANNESSON. Líklegasti kandídatinn í ráðuneytisstjóra- stólinn hjá Eiði. GUÐMUNDUR EINARSSON. Sumir kratar telja tímabært að hann fái öruggt starf. LAUS STAÐA RÁÐUNEYT- ISSTjÓRA Hafnar eru vangaveltur um hver taki við af Páli Líndal sem ráðuneytisstjóri I Umhverfisráðu- neytinu. Þar hafa kratar náttúr- lega töglin og hagldimar (líki Eiðs Guðnasonar ráðherra. Og því verður náttúrlega ekki hjá því komist að einhverjir kratar séu nefndir til starfans. Þar fer ffemst- ur Guðmundur Einarsson íyrr- um alþingismaður og aðstoðar- maður Jóns Sigurðssonar. Guð- mundur er lífífæðingur að mennt og telja ýmsir kratar að tímabært sé orðið að koma honum í varan- legt embætti. Til sögunnar er einnig nefndur Magnús Jónsson, veðurfræðing- ur og varaþingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Flestum þykir þó að álitlegasti kandítdatinn hljóti að vera Magn- ús Jóhannesson, aðstoðarmaður Eiðs ( Umhverfisráðuneytinu. Magnús er annars siglingamála- stjóri, en hefur fengið leyfi til að starfa í ráðuneytinu. Og hann er líklega sá íslenskur embættismað- ur sem hefur hvað víðtækasta þekkingu á umhverfismálum, sér- staklega mengun sjávar, og líka mikla reynslu af að vinna að samningum um umhverfisvemd á alþjóðavettvangi. Magnús er hins vegar sjálfstæðismaður. STEINGRÍMURJ. TEKUR VÖLDIN Þegar lætin voru sem mest út af aflaniðurskurðinum nýskeð birt- ist Steingrímur J. Sigfússon á sjónvarpsskerminum og kynnti áiyktun þingflokks Alþýðubanda- lagsins um málið. Það virtist ekki fara á milli mála að hann talaði íyrir hönd flokksins. Staðreyndin er hins vegar að niðurstaðan var fengin á fundi þar sem sátu aðeins sex af n(u þing- mönnum flokksins, en hvergi nærri voru Ólafur Ragnar Gríms- son og Margrét Frímannsdóttir þingflokksformaður. Þeir munu hafa tekið það upp á sitt eindæmi að boða til þessa fundar Steingrímur J. og Jóhann Arsælsson, líklega í krafti þess að þeir eru fulltrúar flokksins í sjáv- arútvegsnefnd. Á hinn bóginn mun þetta vera ( hæsta máta óvenjulegt í þinginu, ef ekki fá- heyrt, enda er það í verkahring þingflokksformanns að kalla sam- an þingflokksfundar. Margrét Frí- mannsdóttir var þó boðuð til fundar — með hringingu frá símastúlku á Alþingi. Ekki hefur þetta þó komið öll- um á óvart sem þekkja innviði Al- þýðubandalagsins. I haust gerðu Svavar Gestsson og bandamenn hans nefnilega kröftuga tilraun til að velta Margréti úr sessi og setja Svavar (hennar stað. í fyrsta sinn sfðan Svavar kom á þing 1978 sit- ur hann nú sem óbreyttur þing- maður, en hingað til hefur hann verið ráðherra eða flokksformað- ur. Mun honum líka það illa og hefði formennska í þingflokknum verið ágæt sárabót. Þessar aðfarir hafa hleypt illu blóði í Margréti Frímannsdóttur og er talið líklegt að ófriðlegt verði á þingflokksfundum á ágúst. BJARNI BAUKURVILL STÖÐUHÆKKUN PRESSAN hefur oftar en einu sinni fjallað um umdeild og/eða vafasöm bankaviðskipti íkringum Bjama Magnússon, útibússtjóra í Breiðholtsútibúi Landsbankans í Mjóddinni. Má þar nefna banka- fyrirgreiðslu tfl handa Ólafi Bjömssyni í ÓS á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldu Bjama var undirverktaki hjá Ós. Ennffemur hlut hans í viðskiptum Grétars Hanssonar og Alberts Rútsson- ar rútuútgerðarmanna. Vitað er tfl þess að þessi og fleiri mál Bjama hafi komið til kasta banka- stjórnar og innra eftirlits Lands- bankans. En Bjarni er hvergi nærri af baki dottinn. Landsbankinn er að taka upp nýtt skipulag í útibúaneti sínu. Það felur meðal annars í sér að ráðnir verða svokallaðir um- dæmisstjórar fyrir einstök land- svæði og ltka þrjú svæði í Reykja- vík — við aðalbankann, Austur- bæjarútibú og Breiðholtsútibú. Á Milli 40 og 50 manns sóttu um þessar þrjár umdæmisstjórastöð- ur, þeirra á meðal ríkjandi útibús- stjórar: Jóhann Ágústsson í aðal- banka, Þorkell Magnússon í Austurbæjarútibúi og Bjarni „baukur“ í Breiðholtsútibúi. Auk þess að gegna sömu ábyrgð og áð- Blautbolskeppni, „dónalag“ og berar konur á Eiðum Erþað tilviljun? „Ég hringdi í Rás 2 og kvartaði yfir þtfí að lagið hefði ekkert ver- ið spflað. Þar var mér tjáð að þeir ritskoðuðu texta ekki lengur. Það er því undir hveijum og ein- um útvarpsmanni komið hvort þeir spila lagið eða ekki. Þeir hljóta því að vera svona siðvand- ir á Rás 2,“ sagði Alffeð Alfreðs- son einn af aðstandendum Eiða- hátíðarinnar og umboðsmaður Bubba um nýja Eiðalagið „Ég vfl bara ríða“ sem glymur öllum stundum á Bylgjunni en heyrist ekki á Rás 2. „Mér finnst það undarlegt í ljósi þess að ég heyrði enn meira „dónalag" á Rás 2 ný- lega sem er lag með Alice Cooper og heitir Cold Alice sem fjallar um náin samneyti hans við við köldu Alice en hún er köld af því hún er dauð.“ En auk nýja Eiðalagsins sem virðist fara fyrir brjóstið á ýms- um hefur skuggamynd af ítur- Dónalagið hans Bubba glymur öllum stundum á Bylgjunni en heyrist ekki á Rás 2. vöxnum kvenmanni á auglýsing- aplaggati Eiðarhátíðarinnar hrist upp í ýmsum Kvennalistakonum sem kært hafa til jafnréttisráðs. En auk þess er blautbolskeppni haldin. Er þessi samsetning tilviljun? „Það er ótrúleg tilviljun að Bubbi skuli koma með þetta lag, á sama tíma skuli vera blautbols- keppni og þetta plaggat. Þetta hangir ekki saman af okkar hálfu. Við ætluðum að sjálfsögðu ekki að vera með nein vandræði. Við tökum hins vegar létt á plag- gat-málinu enda er það mál alveg fáránlegt. í júníhefti Veru, sem er tímarit þessarra kvenna, eru ýmsar „dónalegar'* myndir. í raun og veru finnst mér það tölu- blað mjög flott vegna þess að þar er tekið á karlamálum eins og við karlarnir tökum á kvennamál- um; á þriðju hverri síðu er mynd af nöktum karlmönnum. Meira að segja Stígamót, sem verða hér fyrir austan ætla að gefa yfirlýs- ingu um það að þær taki ekki undir með Kvennalistakonun- um. Þeim finnst þessi kæra fá- ránleg.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON. Boðaði tfl þingflokksfundar upp á sitt eindæmi. MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR. Svavar vfldi verða þingflokksformaður í stað hennar. BJARNIMAGNÚSSON. Vill komast hærra í bankakerfinu þrátt fyrir vandræðamál. BOGIÁGÚSTSSON. Langar tfl Brussel. ur felur hið nýja starf (sér viðbót- arábyrgð, sem er yfirstjóm þeirra útibúa sem eru á viðkomandi svæði. Bjami blæs því ekki bara á ásakanir um vafasama viðskipta- hætti, heldur bætir um betur og óskar eftir stöðuhækkun. STEINGRÍMUR VEIÐIR LAX í MÚRMANSK Steingrímur Hermannsson lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og gerir víðreist þessa dag- ana. Hann er nýkominn úr heim- sókn til Tævan og undanfarna daga hefur hann verið í Rússlandi, þar sem hann brá sér meðal ann- ars í laxveiði rétt fyrir utan Múrm- ansk, langt norður á Kólaskaga. Þar munu veiðileyfin víst vera eitthvað ódýrari en á íslandi, en ámar ekki síður fengsælar. Annars er viðskiptum blandað í tómstundir í ferðinni, því að með Steingrími í för er Ólafur Ól- afsson, sem nú rekur fyrirtækið Kjalar hf., en var þar áður forstjóri Álafoss sáluga með aðsetur í New York... BOGIVILL ÚT Bogi Ágústsson mun vera þess fýsandi að láta af starfi sínu sem fréttastjóri á Sjónvarpinu. Það er þó ekki einfalt að hlaupa frá slíku embætti og vissara að menn eigi þaðan vísa útgönguleið. Bogi hef- ur lagt talsvert kapp á að telja for- ráðamenn Sjónvarpsins á að rétt sé að koma á laggirnar sérstakri stöðu fréttaritara í Brussel. Mun Bogi sjálfur hugsa sér stöðuna. Og þá hefst líklega enn nýr darraðar- dans ef þarf að ráða nýjan frétta- stjóra... HVER VERÐUR DAG- SKRÁRSTJÓRI RÁSAR2? Á miðnætti annað kvöld renn- ur út umsóknarfrestur um starf dagskrárstjóra á Rás 2. Fráfarandi er Stefán Jón Hafstein, eins og allflestir vita, og hættir hann um mánaðarmót ágúst — september. Eitthvað af umsóknum hafa borist útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni, en ekki er endanlega ljóst hverjir sækjast eftir stöðunni. Það þykir þó víst að þó nokkrir af dægur- máladeildinni hafa hug á því að láta reyna á hæfni sína en líkleg- astur innanhússmanna þykir Sig- urður G. Tómasson, sem einnig telst sá eini sem kemur tfl greina af þeim á rásinni. Hallgrímur Thorsteinsson á Bylgjunni hefur einnig verið nefndur, en sá orð- rómur er að öllum líkindum ekki á rökum reistur. Það verður hins vegar enginn hægðarleikur að feta í fótspor Stefáns og ekki útflokað að starf- inu verði skipt upp á þann hátt að einn aðfli taki að sér framkvæmd- arstjóm en dagskrárstjóm verði í höndum annars. En samkvæmt Heimi „á algerlega eftir að ræða það við nýjan mann“. UMMÆLI VIKUNNAR „ Við, sem erum annarrar skoðunar en Hafrannsóknarstofnun, megum búa við aðþað er híað á okkur. “ Og ef Össur væri enn á Þjóðviljanum „Sjávarútvegsstefna ríkisstjóm- arinnar væri mfldum mun skynsamari en hún er í reynd, ef Þorsteinn Pálsson væribeitar- húsamaður Alþýðu- blaðsins." Safnaðarbréf Alþýðuflokksins. Kristinn Pétursson, fiskimaður. \ KX/ EXl Hafið ÞIÐ EKKI SÉÐ HUND í KÚLU- VARPI? ,Afreksmönnum á Ólympíu- leikum er hampað sem dýriing- um, en staðeyndin er sú að jafnvel hundar geta slegið þeim við.“ Jorge Wagensberg katalónskur dýravinur. ÍTTI ÞF.SSI GEIR HEIJIA í BERG- ÞÖRSHTOLI? „Nú er eins og maður sé að lesa upp úr Njálu: Gunnar, Gejr og Héðinn." SamúelÖrn Erlingsson Isiendingur í Barcelóna. 111 • • • 'Ýkjn&b'finr ^nckkíiii&cyis> ,Ég er að reyna að leita sam- komulags." Þorsteinn Pálsson fyrrum formaöur SjálfstæÖisflokksins. Þoðerubara námsmermsern þurfdaðvarasíg „Kópavogsbúar geta sofið mjög rólega.“ G unnar Birgisson formaður. Veit fólk hvað feist í því ef íeland gengur inn í evr- ópöka efnahaqesvæðið? Veit fólk hverniq það mót err sem á að steypa okkur í? Við neyðumst til dæmis til að borða 7Ö kílóum meira af hveiti á daq. Það eru 50 grömm á daq. A móti þurfum við að draga úr mjólkur- drykkju um helming eða um 97 lítra á ári. Það er ertt glas á dag. Vill fólk láta embættismennina í örussel hrifsa það af sér. öíðan þurfum við að hesthúsa 92 kílóum afgrænmeti í viðbót á ári. Það eru 250 grömm á dag. Heil máltíð. Vill fólk skipta á henni og lambakjötinu okkar?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.