Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLI 1992 BÆTIFLÁKAR OKUR FLUTT ÚR LANDI Með því móti að selja sömu miðana aftur og aftur, komast forráðamennirnir hjá því að greiða þau gjöld sem þeitn ber, af hverjum seldum miða hér á landi. Víkverji er hreint undr- andi á linkind réttra yftrvalda, svo sem skatta- og tollayfirvalda, að hafa ekki haft náið eftirlit með þessum erlendu okrurum og séð til þess að sá hluti okursins sem lögum samkvœmt átti að verða eftir í landinuyrði það.“ Víkverji Morgunblaðsins, óénægður með enska tívolíð. Ragnar Gunnarsson, deild- arstjóri rannsóknardeildar Ríkisskattstjóra: „Ég get stað- fest að skattayfirvöld hafi ekki verið með neina linkind þarna. Þetta hefur verið athugað af yfir- völdum og það er ekki rétt að þessu máli hafi ekki verið sinnt.“ BANNAÐ AÐ REYKJA „Ég er reyk- ingamaður og hef dvalist á Landspítalan- um og þar er bannað að reykja innan- dyra og ekki einu sitmi afdrep í skoti eða geymslu fyrir mig og mína líka tíl að svala reykinga- þörfinni. Þetta reykingabann veldur mér miklum óþœgindum og er orðið óþolandi.“ ísak, lesendabréf í DV Þorsteinn Blöndal, sérffæð- ingur á lyflækningadeild Landspítalans: „Ég held að það eigi ekki að reykja innanhúss og þá gildir einu hvort það eru sjúkrastofnannir eða híbýli fólks. Ástæðan fyrir því er sú að það er aldrei hægt að ganga þannig frá að reykurinn berist ekki til hinna sem ekki reykja, hann veldur sjúkdómum hjá þeim og enginn á að þurfa að taka við sjúkdómum frá öðr- ___« um. BJÓR ÓGNAR ALMANNAHAG „Hvers vegna mega veitinga- hús ekki setja borð og stóla út á gangstéttir efhægt er? Hvaða nei- kvœðar afleiðingar hefur þaðfyr- ir almannahag að fólk drekki bjór utan húss en ekki innan? Þetta er auðvitað fáránlegt og frekar ástæða til að breyta reglu- gerð um þetta en beita lögregl- unni á almenning.“ Víkverji Morgunblaðsins Hjalti Zóphóníasson, í dómsmálaráðuneytinu „Dómsmálaráðherra segir að hann hafi verið borinn ofurliði í flokknum þegar hann ætlaði að veita Flugleiðum leyfi til að hafa bjórsölu I vélunum innanlands og vill meina að það gamla við- horf sé ríkjandi á Alþingi að þetta eiga að vera í sem mestum skorðum. Þótt hann hafið viljað færa þetta í einhveija frjálsræði- sátt, sé við hið háa Alþingi að eiga, og í þessu tilfelli var það hans eigin flokkur sem kom í veg fyrir að þetta yrði lagt fram sem stjórnarfrumvarp.“ ÓKEYPIS í SJÓNVARPINU „Hvað varðar „hagsmunaað- ila“ hefur undirritaður margoft fjallað um allskyns kynninga- og ayglýsingamyndir er hafa smogið inn á dagskrá ríkissjónvarpsins undir merkjutn innlendrar dag- skrárgerðar. Undirritaður hefur líka varað mjög við þeirri stefnu að innlend dagskrá sjónvarpsins lúti kvótaskipulagi. Slíkur pró- sentureikningur á ekki við þegar menn vilja skapa vandaða inn- lenda dagskrd..“ Ólafur Jóhannesson í fjölmiðapistli í Morgunblaðinu Halldór Blöndal er landbúnaðarráð- herra B E S T Halldór er hreinn og beinn. Hann er mjög skemmtilegur í hópi manna og með skemmtilegri mönnum að eiga tal við. Og hann er ágætur hagyrðingur. Halldór er góður tæki- færisræðumaður sem átti sér lengi þann draum að verða ráð- herra og sá draumur rættist. V E R S T Það hefur sagt um Hall- dór að hann hafi komið mest á óvart af ráðherr- um Sjálfstæðisflokksins fyrir dugnað og annað slíkten þaðséspurn- ingin hvort það lýsi rík- isstjórninni eða Hall- dóri sjálfum. Sveinn Einarsson, dagskrár- stjóri hjá sjónvarpinu: „í fyrsta lagi berst miklu meira af slíku efni en nokkurn tíma er sýnt hérna, við reynum að fara eftir því hvort við teljum að málefhið sé brýnt eða ekki. Það er mikil ásókn í að koma að kynninga- myndum um félagskap eða fyr- irtæki. En við veljum úr það sem við teljum að eigi erindi við hinn almenna áhorfenda og það er miklu meira sem við höfiium en tökum. Ég held að það sé miklu meira um þetta á Stöð tvö að þeir taki að sér efifi endurgjalds- laust.“ ATKVÆÐASHÖLU N ALLABALLA „/ stuttu máli hefur aðferð Al- þýðubandalagsmanna verið þessi: Koma dyggum fylgismönn- um inn í ríkisgeirann, ekki síst í fræðslu og menningargeirann, búa til óþarfar stöður, veita helstu trúnaðarmönnum ríflegar sporslur í lautni og kvaka síðan um þá sem búa við lág laun og geta með því náð talsverðu fylgi láglaunaðra starfsmanna ríkis- geirans.“ Siglaugur Brynleifsson, rithöfundur í Morgunblaðinu Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags- ins: „Þetta er vond sagnfræði hjá manninum eins og sést af þvt að eina dæmið sem hann tekur í greininni er menningarfulltrú- inn í London en hann er eins og allir vita alkunnur krati, sem Jón Baldvin skipaði.“ F Y R S T R E M S T Svavar Gestsson er fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, ritstjóri Þjóðviljans og félagi í Sósíalistaflokknum, sem öðrum vinstriflokk- um fremur hélt góðu sambandi við austurblokkina. Stal nómenklatúran peningunum? Hver eru þín viðbrögð viðfrétt- um af meintu Rússagulli Máls og Metmingar? „Þau eru ekki mikil. Spurning- in er hvort þessir peningar hafa einhvern tíma komið hingað eða hvað þetta er yfirhöfúð." Þú ert ekki sannfœrður utn það? „Nei, ég er það ekki. Ég veit ekkert um málið annað en það sem fréttamaðurinn segir, að það hafi verið samþykkt að veita þennan stuðning og svo það sem talsmenn Máls og Menningar segja, að það hafi engir fjármunir skilað sér inn I þeirra bókhald. Þannig að það eru einhverjir hnökrar á þessari leið.“ Kom þérþessi frétt á óvart? „Það er auðvitað allur andskot- inn til í þessum hlutum, en ég hef aldrei velt fyrir mér hvort þetta væri til í dæminu. Þannig séð kemur mér þetta á óvart. Ég veit yfirleitt ekkert hvaða draugagang- ur þetta er.“ Nú hefur Morgunblaðið löngutn talað um Rússagull og það var af- greittsem kaldastríðslygi. “ „Jú, þeir voru með fúllyrðingar um slíkt, en ég varð ekki var við þá peninga í mínu lífi. Eins og þeir vita, sem hafa til dæmis unnið við Þjóðviljann I gegnum tíðina, gáfú þeir Þjóðviljanum að borða með sér, en ekki öfúgt.“ Er ekki samt kotninn tími tilfyr- ir hreyfmguna að tala um þessa sögu? „Það hefur aldrei staðið á henni að gera það. Við fögnum því, en það verður þá að gerast með hlut- lægum hætti, en ekki með þrætu- bókarlist kalda stríðsins. Ég tel að umræðan sem varð um daginn hafi verið mjög gagnleg, sérstak- lega frá sjónarmiði Alþýðubanda- lagsins. Þar kom mjög skýrt fram að einlægt nudd í sovéska sendi- ráðinu í alls konar fólki hjá okkur bar engan árangur. Þeir viður- kenna það sjálfir í þessum pappír- um. Það var niðurstaðan úr þeim umræðum.“ Þau skjöl og þessar upplýsingar benda samt til sterkari tengsla en þið hafið viljað vera láta. „Ég get náttúrlega ekki skoðað nýrun og hjörtun í hverjum ein- asta manni. Það var vitað að Krist- inn Andrésson hafði allt aðrar skoðanir á samskiptum við Sovét- ríkin en Alþýðubandalagið. Hann átti enga samleið með Alþýðu- bandalaginuþar." Hvernig viltu þá endurmeta þessa sögu? „Það þarf ekkert að endurmeta þessa sögu. Alþýðubandalagið hefúr gert hreint fyrir sínum dyr- um fyrir löngu og um það er ekk- ert nýtt að segja. En það er allt gagnlegt sem dregið er fram af upplýsingum og fróðleik. Þetta er mjög athyglisvert og ekkert und- arlegt að fréttamaðurinn taki það upp með þeim hætti sem hann gerir. Spurningin er hvort þetta hafi skilað sér eða til dæmis hvort nómenklatúran hafi stolið þessu. Það er greinilega einhver drauga- gangur í málinu. Svona mildir peningar verða ekki faldir auð- veldlega.“ T V í F A R A R „Loksins kom kynþokkafull fegurðardrotting“, sagði fólk þegar Anna Margrét Jónsdóttir var kjörin ungfrú ísland fyrir fáeinum árum. Hún hefur verið í sviðljósinu æ síðan sem ein af eftirsóttari myndefhum íslenskra ljósmyndara. Hún er líka eftirsótt myndefni, hin nýfráskilda 39 ára gamla porno- stjarna ítölsku stjómmálanna, Cicciolina sem hrærði heldur betur upp í ítalska þingheimnum og heimtaði meiri ást. Ekki veitti af að senda Önnu Möggu á þing til að fá ferskt blóð í þingheim. Við erum orðin þreytt á gömlum lúnum þing- mönnum. Önnur Möggu á þing! Meiri ást í þingsalinn!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.