Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 6
/ 6 I FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLÍ 1992 F Y R S T F R E M S T Útgáfa Máls og menningar ÞRJÚ BINDIAF LENÍN OG CHE GUEVARA Á RÚSSAULLSÁRUNUM Herra Ólafur Skúlason biskup Sókndjarfur tengiliður í vörn Mikið íjári er Ólafur Skúlason kominn í leiðinlega stöðu. Ekki svo að skilja að hann eigi ekki er- indi í biskupsstól. Þvert á móti. Hann er ágætlega reffilegur bisk- up. Það er heldur hitt að það standa einhvern veginn að honum öll spjót. Prestarnir eru hundfúlir út af laununum. Gunnar í Kross- inum er sífellt að ergja Ólaf svo hann hefur neyðst til að stofna sérstakar hjálparsveitir til að hjálpa þeim sem hafa lent í Gunn- ari og hans nótum til að fóta sig „Eflífiðfœrifram á fótboltavelli nyti hann sín best sem sókndjarfur tengi- liður með litlar varnarskyldur. Hann væri eftil vill fullfrekur á boltann ogþœtti ofsárt að gefa hannfrá sér. “ aftur á lífsins vegi. Síðan hækkar Kjaradómur laun Ólafs og hann var ekki fyrr búinn að þakka dómnum og Guði fyrir en Kjara- dómur dregur hækkunina til baka. Og síðan er fólk að býsnast út af því að kirkjan fái 1,5 milljarð króna frá ríki og þjóð til að halda sér gangandi. Þessi staða á ekki vel við Ólaf. Hann er ekki varnarmaður. Ef líf- ið færi fram á fótboltavelli mundi hann njóta sín best sem sókn- djarfur tengiliður með litlar varn- arskyldur. Hann væri ef til vill full- frekur á boltann og þætti of sárt að gefa hann frá sér; en hann rnyndi engu að síður standa sig vel. En hann nyti sín aldrei í öft- ustu vörn. f raun er eitthvað sorglegt við það að Ólafur þurfi að verja prest- ana og hina lútersk-evangelísku kirkju. Alveg eins og það er sorg- legt að fólk skuli vera farið að hnýtast út í forsetaembættið. Kannski er þetta óumflýjanlegt. Tímarnir breytast og það sem einu sinni þótti óumdeilanlega heilagt verður með tímanum sjálf- sagt og hættir að njóta forréttinda. En gallinn við þetta er sá að í þessum embættum er alltaf fólk sem hefur sóst eftir þessum óum- deilanlega heiðarleika sem fylgdu embættunum á meðan það var að alast upp. Þegar fólkið er síðan sest í þá stóla sem það hefur keppt að er ef til vill komin upp allt önn- ur staða. Þetta fólk er því að hálfu leyti svikið um það sem það taldi sig eiga rétt á. Þeir sem muna eftir svipnum á fyrsta ráðherranum sem var þú- aður í sjónvarpinu vita hvað það getur verið sárt að sætta sig við þetta. Af sömu ástæðum sætti Ólafur Skúlason sig illa við það þegar Morgunblaðið íjallaði um hann í þættinum Svipmynd. Þar var brugðið upp mynd af Ólafi og sagt að hann væri lítill kennimaður. Ólafur mun hafa brugðist illa við. Morgunblaðið birti greinar um biskupinn og kirkjuna í nokkrum blöðum á eftir þar sem það dró í land. Síðan hefur blaðið ekki birt svipmyndir af íslenskum sam- tímamönnum. Þetta sannar að þrátt fyrir að Ólafur virki hálf ótraustvekjandi í vörninni fyrir kirkjuna á hann til skriðtæklingar sem duga að minnsta kosti á Moggann._________ .45 Það var árið 1970. Allir (eða flestir) voru fjarskalega róttækir og mestu spámenn samtíðarinnar, fyrir utan popphetjur á borð við Bítlana og Rolling Stones, voru byltingarforkólfar, sumir löngu dauðir — Marx, Engels, Lenín, Ho frændi, Fidel Castró og Maó for- maður, sem þá stóð í stórræðum menningarbyltingarinnar. En í Kreml ríkti Bresnjev; það þótti yfirleitt ekkert sérstaklega góð lat- ína að binda trúss við hann. En þeir voru til — og líklega ekki svo fáir — sem einhverra hluta vegna gátu ekki fengið af sér að segja skilið við gömlu góðu Sovétríkin, brjóstvörn byltingar- innar síðan 1917. Og það var á þessum tíma að Kristinn E. Andr- ésson, menningarforstjóri ís- lenskra kommúnista, fékk styrk frá móðurflokknum eystra; ekki bara einu sinni heldur tvisvar, segja skjöl í Moskvu. 6,8 milljónir króna að núvirði 1970, kannski annað eins 1968. Gögn bókafor- lagsins, Máls og menningar, gefa ekkert út á þetta — kannski fóru peningarnir í að borga bankalán? — Og enn hefur heldur ekkert komið fram til að sanna eða afs- anna þrálátar sögusagnir sem eitt sinn voru uppi um að ómælt af rúblum hefði farið í að byggja hús forlagsins við Laugaveg. En húsið fékk og hefur síðan haft viður- nefnið „rúblan“. Ennþá eru leyndarmálin stærri en svörin. Samt er hægt að velta því fyrir sér í hvað rúblurnar fóru eða þá hverju þær komu til leiðar. Mál og menning fór ekki á haus- inn, en hóf í kringum 1970 kröft- uga útgáfu á pappírskiljum (þær voru þá nýjung á íslandi) sem voru sérstaldega gerðar til að falla róttækum í geð — og kannski efla þá í trúnni. 1970 gaf Mál og menning til dæmis út „Frásögur úr bylting- unni“ uppreisnarsegginn Che Guevara, sem æskulýður Vestur- landa sá í rómantískum bjarma. Þetta er uppskrift af því hvernig á að gera byltingu með fámennum og þaulskipulögðum skæruliða- hópi, ein undirdeildin í „Þáttum úr sögu sósíalismans" eftir Jóhatm PálArnason sem kom út sama ár. Árið eftir kom svo út kiljan „Og svo fór ég að skjóta“ eftir Mark Lane með átakanlegum lýsingum úr Vietnamstríðinu. Enginn sem hana las gat með nokkru móti fellt sig við hernað Bandaríkjamanna í Indókína, ekki frekar en þeir sem lásu „Kalda stríðið“ eftir David Horowitz gátu kvittað undir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, en sú kilja kom út ögn síðar. Að ógleymdri „Um lesþörfina“, en í þeirri bók sagði Austurríski spek- ingurinn Ernst Fischer að þótt ýmsir rithöfundar væru góðir af- lestrar, hefðu engir réttan samfé- lagsskilning nema marxisminn hefði verið með í farteskinu. Eftir lestur slíkra bóka var það líkt og fullnusta að komast í verk sem veittu yfirgripsmikil og altæk svör: 1970, á ári rúblanna, gaf Mál og menning út heilar þrjár bækur eftir sjálfan V.I. Lenín. Sovétmönnum hefur sjálfsagt ekki þótt miður að sjá í stórum upplögum og á aðgengilegri ís- lensku höfuðverk eins og „Ríki og bylting", „Vinstri róttækni" og „Hvað ber að gera?“, sem er nokk- urs konar uppskriftabók bylting- arsinnans. I kaupbæti kom svo þriðja bindi ritgerða eftir Maó for- mann, en sjálfsagt hafa Kremlar- sinnar verið mátulega upprifnir yfir því. Loks skrifaði Kristinn E. Andr- ésson sjálfur bók og gaf út. Hún hét „Enginn er eyland" og rekur sögu Rauðra penna, byltingar- sinnuðu rithöfundanna sem stofnuðu Mál og menningu. Þar er sagt glöggt frá ýmsu, en öðru sleppt. Lík Leníns í grafhýsi hans í Kreml Á L I T Verður hjá því komist að fækka sauðfjárbændum? SIGURÐUR LÍNDAL prófessor Spurningin ætti ekki að vera hvort óhjá- kvæmilegt sé að fækka sauðfjár- bændum, held- ur hvort fækkun bænda sé ekki óhjákvæmileg eftir því sem af- köst í landbúnaði aukast. Á þessu tvennu er nokkur blæbrigðamun- ur. Ég er þeirrar skoðunar að bændum kunni að fækka nema nýjir markaðir opnist fyrir fram- leiðslu þeirra, sem þá geti tekið við því sem afgangs verður á inn- anlandsmarkaði. Slík fækkun er afar eðlileg í kjölfar aukinnar hag- kvæmni og framþróunar í land- búnaði sem og öðrum atvinnu- greinum. Ég vil þó aftur leggja áherslu á, að með nýjungum í vinnslu lambakjöts og góðri markaðssetnigu hér heima og er- lendis, er ekki sjálfgefið að bænd- um muni fækka á komandi árum. það er að segja ef þeim tekst að selja allt sem þeir framleiða. Að lokum er einnig rétt að geta þess, að ég á afar bágt með að hugsa mér ísland án landbúnaðar en hann þarf ekki nauðsynlega að vera í núverandi horfi. HARALDUR BRIEM læknir l Nei, ég held að hjá því verði ekki B komist. Markaðs- aðstæður hér á i j. ■ ph landi eru slíkar, / '/HNkSS að einungis lítill hluti þess kjöts sem framleitt er, selst. Að sama skapi er það óskynsamlegt að láta alltof stóran fjárstofn, sem engin þörf virðist fyrir, reika um afrétti og spilla náttúrunni. Er vit í því, að ala upp sauð á með miklum tilkostnaði ef hann endar síðan tilveru sína á haugunum og engum til gagns? Ég tel að breytingar sé þörf og lík- lega væri best, að kaupa fullvirð- isrétt af bændum í eitt skipti fýrir öll og fá þá þannig til að bregða búi en hafa um leið aðgöngumiða til að flytja sig í arðvænlegri at- vinnugreinar. VALDIMAR KRISTINSSON starfsm. hagd. Seðlabankans. Já því miður tel ég fækkun bænda nauðsyn- lega, til að þeir sem rekið hafa bú sín skynsam- lega geti áfram lifað af sauðfjár- rækt. Alltof ntik- ið af kjöti er framleitt, miðað við markaðsaðstæður hér. Síðan væri það prýðileg lausn að útvega þeim bændum, er létu af búskap, vinnu við alhliða landgræðslu og þá ekki síst við ræktun skjólbelta. Skjólbelti þessi má rækta um allt land og þau nýtast vel, bæði mönnum og skepnum. Að auki tel ég þau forsendu árangurs í skóg- rækt, þar sem þau skýla vel við- kvæmum gróðri. TU að gera bændum kleift að sinna þessu er nauðsynlegt að kaupa af þeim full- virðisrétt, það er borga þeim fyrir að hætta óhagkvæmri ffamieiðslu, og um leið veita þeim tækifæri til að stunda einhverja gagnlegri at- vinnu. ÞORVALDUR GYLFASON hagfræðingur Já, bæði af efna- hags- og um- hverfisástæðum. Efnahagsrök- in eru skýr. Áframhaldandi fjáraustur í landbúnað er óheyrilega þung byrði á fólkinu í landinu. Kostnaðurinn, sem nú- verandi landbúnaðarstefna legg- ur á skattgreiðendur og neytend- ur, nemur rösklega 20 þúsund krónum á mánuði á hverja fjög- urra mannna fjölskyldu í landinu eða um 400 þúsund krónum á mánuði á hvert bóndabýli. Þessu fé er sóað á altari óhagkvæmra búskaparhátta að austur- evr- ópskri fyrirmynd. Umhverfisrökin skipta líka miklu máli. Við tókum við land- inu grænu og grasi vöxnu og er- um að leggja það í auðn smám saman með hömlulausri ofbeit og uppblæstri. Þessari þróun verð- um við að snúa við með því að stöðva lausagöngu búfjár og hrossa um landið með lagasetn- ingu. Þannig og aðeins þannig er hægt að græða landið til frambúð- ar. Fjárveitingum til landgræðslu á almenningi er kastað á glæ, svo lengi sem skepnurnar ganga lausar. r-\

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.