Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 11

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLÍ 1992 11 Þrotabú íslensks nýfisks, fyrirtækis Björgvins Guðmundssonar DEILT UM VIXLA OG RANNSÖKIÍ HAFIN Á 800J týnduiiM FISKKQÍ Björgvin Guðmundsson,fyrrum aðaleigandi islensks nýfisks og framkvæmdastjóri Marvers á Stokkseyri, nú fulltrúi í viðskipta- deild ráðuneytis flokksbróður síns. Telur að allt að 600 fiskkör hafi verið tekin traustataki. komið ásakanir umaðekki séallt meðfelldu varðandi uppgjörsmál og víxla- viðskipti. Vjð gjaldþrotameðferð á þrota- búi íslensks nýfisks, fyrirtækis Björgvim Guðmundssonar og fjöl- skyldu, sá Steinunn Guðbjartsdótt- ir skiptastjóri ástæðu til að rita Rannsóknarlögreglu ríkisins bréf og óska eftir opinberri rannsókn á því hvað orðið hefði um tilteknar eignir þrotabúsins. Björgvin taldi fyrirtækinu til eignar 600 til 800 ftskkör, á bilinu 7 til 13 milljóna virði, en einungis um 20 fiskkör skiluðu sér við meðferð hins nær 80 milljóna króna þrotabús. Þá hefur fengist staðfest að einn kröfuhafa, Valdimar Elíasson í samnefndri fiskverkun í Reykja- vík, hafi sent eða hyggist senda RLR beiðni um opinbera rann- sókn vegna viðskipta hans við ís- lenskan nýíisk og fýrirtækið Mar- ver á Stokkseyri, þar sem Björgvin var til skamms tíma hluthafi, stjórnarmaður og framkvæmda- stjóri með prókúru. HVAR ERU FISKKÖR AÐ VERÐMÆTI7 TIL13 MILLJÓN KRÓNA? Islenskur nýfiskur, sem að fullu var í eigu Björgvins og fjölskyldu hans, var tekinn til gjaldþrota- skipta í janúar síðastliðnum og rann kröfulýsingafrestur út í lok mars. Við meðferð málsins lýsti Björgvin því yfir að fyrirtækið ætti 600 til 800 fiskkör. Þau munu vera í notkun víða, meðal annars er- lendis. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er verðmæti slíkra fiskkara á milli 10 og 20 þúsund krónur stykkið, þannig að áætla má heildarverðmæti 600 til 800 kara á bilinu 7 til 13 milljónir króna. Steinunn Guðbjartsdóttir skiptastjóri tók þá ákvörðun að gera búið upp en fela RLR að rannsaka hvað orðið hefur urn þessi kör. Kröfur í búið reyndust umtals- verðar, eða nær 70 milljónir í ís- lenskum krónum, sem svarar 8,5 milljónum í sænskum krónum og sem svarar 700 þúsund krónum í dönskum kónum. Lýstar kröfur í heild námu 78 milljónum króna, en engin afstaða var tekin til rétt- mætis almennra krafna. Stærstu kröfurnar átti Lands- bankinn með samtals 16,3 millj- ónir, fslandsbanki með 13,6 millj- ónir, Marver með 13,4 milljónir, danska fyrirtækið NST Fiskeex- port með 8,5 milljónir, Búnaðar- bankinn með 7 milljónir og Valdi- mar Elíasson með 4,8 milljónir. Forgangskröfur, aðallega frá Lífeyrissjóði Dagsbrúnar, voru upp á 875 þúsund krónur og tókst að fá liðlega 52 þúsund krónur upp í þær. I.F.ÍTAÐ AÐ MISMUNIUPP Á 43 MILLJÓNIR KRÓNA Þá hefur jón Þóroddsson lög- maður Valdimars Elíassonar stað- fest að hjá RLR liggi beiðni um rannsókn vegna viðskipta Valdi- mars við fslenskan nýfisk og Mar- ver á Stokkseyri. Jón sagði að hann biði nú viðbragða frá Björg- vini í máli þessu og að þau við- brögð réðu því hvort beiðninni yrði fylgt eftir. Hann sagðist líta fyrst og ffemst á málið sem upp- gjörsdeilu á milli Björgvins og Marvers. Valdimar hefði keypt fisk af Marveri í gegnum íslensk- an nýfisk og nú væri Marver búið að stefna Valdimari um greiðslu á 4,5 milljónum króna. Jón sagði að Valdimar hefði gert full skil á greiðslum vegna fiskkaupanna og að fyrir því lægi yfirlýsing frá Björgvini og enn ffemur yfirlýsing frá honum um að íslenskur ný- fiskur hefði greitt Marveri um- rædda skuld. Hér væri því fyrst og ffemst um að ræða uppgjörsdeilu á milli Björgvins og Marvers að Skiptastjóri þrotabús íslensks nýfisks bað RLR um að rannsaka afdrif 600 til 800 fiskkara að verðmæti um 7 til 13 milljóna króna. Beðið var um rannsókn í deilu um hvar mismunur uppgjörs upp á 4,5 milljónir króna hafi lent. Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Marvers á Stokks- eyri, er sagður hafa skrifað Marver sem ábyrgðaraðila á víxlum íslensks nýfisks án heimildar stjórnar Marvers. hans mati, en að öðru leyti vildi Jón ekki tjá sig um hvað hefði orð- ið um peningana. Samkvæmt heimildum blaðs- ins var fslenskur nýfiskur skráður hluthafi í Marveri og taldist eign- arhlutinn vera 20 prósent og var Björgvin með framkvæmdastjórn undir höndum. Upprunalegir eig- endur fyrirtækisins höfðu lengi þrýst á Björgvin að gera full skil á hlutafjárloforði sínu, en án árang- urs. Fór svo í október 1991 að ný stjórn og framkvæmdastjórn var kosin fyrir fyrirtækið og hvarf Björgvin þá úr stjóminni, sem og sonur hans, Rúnar Björgvinsson, sem varastjórnarmaður, og Sig- urður Viggó Gunnarsson tók við stöðu framkvæmdastjóra af Björgvini. MARVER: EKKERT FINNST UM GREIÐSLUR í BÓKIIALDINU Sigurður sagði í samtali við PRESSUNA að ekkert kæmi ffam í bókhaldi Marvers um að fleiri en tvær greiðslur hefðu borist fyrir- tækinu vegna Valdimars í gegn- um fyrirtæki Björgvins, hvað sem fullyrðingum Valdimars og Björg- vins um full skil liði. Mismuninn upp á 4,5 milljónir króna væri að minnsta kosti ekki að finna í bók- haldi Marvers. Þá staðfesti hann aðspurður að Marver hefði gert kröfu til þess að íslenskur nýfisk- ur stæði skil á samsvarandi upp- hæð eða 4,5 milljónum vegna um- boðssölu íslensks nýfisks til dansks fyrirtækis, sem aldrei greiddi fýrir viðkomandi fisk. Taldi Sigurður að ábyrgðin á þessu lægi hjá Björgvini. Heildar- krafa Marvers í þrotabú íslensks nýfisks var sem fyrr segir 13,4 milljónir króna. Því má bæta við þetta að 4,8 milljóna krafa Valdi- mars í þrotabúið var ekki vegna þessara mála, heldur eldri við- skipta. GERÐIMARVER ÁBYRGT FYRIR VIXLUM ÁN LEYFIS Sigurður sagði aðspurður að árið 1987 hafi íslenskur nýfiskur og Rækjuverksmiðjan Dögun komið inn í Marver sem hluthaf- ar. fslenskur nýfiskur ætlaði að leggja fram 4 milljóna króna hlutafé en aldrei greitt meira en 600 þúsund krónur. Hins vegar hafi fé verið lagt inn á viðskipta- reikninga, þar sem inneignir áttu síðar að breytast í hlutafé, en þeg- ar upp haft verið staðið hafi inn- eign lslensks nýfisks verið nei- kvæð og hafi fyrirtæki Björgvins því aldrei í raun orðið sá hluthafi sem ætlað var. Enda hafi Björgvin ekki tiltekið slíka hlutafjáreign í búskiptunum. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er krafa Hafnarbakka hf„ dótt- urfýrirtækis Eimskipafélagsins, upp á samtals tæpar 2 milljónir Króna, einnig í tengslum við Mar- ver. „Ég get staðfest að eftir að fs- lenskur nýfiskur varð gjaldþrota fór Hafnarbakki að ganga á okkur vegna tiltekinna víxla sem við vissum ekkert um. Kom í ljós að Björgvin hefði sem ffamkvæmda- stjóri og prókúruhafi Marvers slaifað Marver sem ábyrgðaraðila á nokkra víxla vegna skulda ís- lensks nýftsks við Hafnarbakka. Þetta var án leyfis og vitundar stjómar fýrirtækisins. Stærsti víx- illinn er dagsettur mánuði eftir að Björgvin hafði sagt af sér sem framkæmdastjóri Marvers. Þetta skilst mér þó að stafi af því að víxl- ar fóru óútfýlltir til Hafnarbakka, sem síðan hafi fyllt þá út“ sagði Sigurður. KANNAST EKKIVIÐ BEIÐNIR UM OPINBF.RA RANNSÓKN Björgvin Guðmundsson sagði í samtali við blaðið að hann kann- aðist ekki við umræddar rann- sóknarbeiðnir skiptastjóra og Jóns Þóroddsonar. „í fyrsta lagi bað skiptastjóri ekki um rannsókn, heldur gerði ráðstafanir til að leit- að yrði að fiskkörum sem ég greindi frá að fslenskur nýfiskur ætti. Fyrirtækið hafði í gegnum tíðina keypt í kringum 600 slík kör, en þau voru komin út um allt land og jafnvel erlendis eins og gengur og gerist. Sum voru merkt okkar fyrirtæki, sum fýrirtækjum sem við keyptum kör af og sum ómerkt. Það er ómögulegt að geta sér til um verðmæti þeirra og raunveruleg afdrif, helst að ýmsir aðilar hafi tekið þau traustataki" sagði Björgvin. Hann kannaðist heldur ekki við að beðið hefði verið um rannsókn vegna viðskipta íslensks nýfisks, Valdimars Elíassonar og Marvers. „Ég hef ekki heyrt um neina rann- sóknarbeiðni, en veit að Marver hefur stefht Valdimari og er þar á ferðinni venjulegt innheimtumál og uþpgjörsdeila. Þau mál komu búskiptunum ekkert við. Úr því þessi stefna liggur fyrir mun hið sanna koma í Ijós með bókhalds- rannsókn geri ég ráð fyrir, en ég veit ekki betur en að þessi mál séu uppgerð. Eins vil ég láta þess getið að kröfuupphæðir í þrotabú fýrir- tækisins eru fáránlegar og raun- verulegar kröfur ekki nema brot af því sem þar kemur fram.“ Björgvin sagði að hinsvegar hefði það litla þýðingu að tjá sig um þessi mál í íjölmiðlum. Björgvin Guðmundsson var, sem áður hefur komið ffam, ráð- inn til starfa sem fulltrúi í við- skiptadeild Utanríkisráðuneytis- ins skömmu fýrir síðustu áramót eða rétt áður en íslenskur nýftskur var tekinn til gjaldþrotaskipta. Friðrik Þór Guömundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.