Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLI' 1992 HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á vonbrigðum vik- unnar. Ónefndir heimildar- menn sögðu að hann hefði hótað að segja af sér ef hann þyrfti að skera niður fleiri bændur á næsta ári hlutfalls- lega en til dæmis Sighvatur Björgvinsson þyrfti að fækka sjúklingum. Halldór sagði að þetta hefði aldrei staðið til, sem er náttúrlega synd. Það hefði nefnilega verið athyglisvert að heyra viðbrögð samráðherra hans við slíkri hótun — „Jæja, Halldór minn, ertu að hætta? Þetta var gaman á meðan það entist. Vertu blessaður“ — eða eitthvað í þá veruna. Svona svipað og ef Jóhanna Sigurðar- dóttir hefði hótað að segja af sér einn ganginn enn. En Hall- dór gerði þessa frétt sumsé að ekki-ffétt, öfugt við STEFÁN Steinsson lækni og útvarps- stjórabróður í Búðardal, sem tókst að gera þrjár ekki-fréttir að fréttum. Hann sagði að blaðamenn ættu ekki að gera meinta hrörnun Nóbelskálds- ins, utanlandsferðir forsetans og fánaburð útvarpsstjórans að viðfangsefni. Þessi skoðun er jafnskemmtileg og aðrar skoðanir læknisins. Það hefur til dæmis engum dottið í hug að halda að ferðalög og fjárút- lát forsetaembættisins væru svo ofurviðkvæmt persónulegt vandamál Vigdísar Fitmboga- dóttur, þótt með góðum vilja megi svo sem segja það um fánaáráttu útvarpsstjóra. En það hefur enginn gert nema læknirinn. Það hefur heldur engum nema MAGNÚSI Jónssyni veðurfræðingi dottið í hug að mæla hvaða áhrif vind- urinn hefur á viðgang þorsk- stofnsins. Hann fann út að það er mikilvægara fyrir þjóðarbú- ið í hvers konar roki þorskur- inn gerir það heldur en hversu margir þorskar gera það yfir höfuð. Það ætti einhver fiski- fræðingurinn, sem er í betra sambandi við þorskana en Magnús, að láta þá vita að það þýðir ekkert að standa í þessu veseni í norðangarra og snjó- komu. Það ætti líka einhver að segja Framsóknarmönnum að STEINGRÍMUR Hermannsson er loksins búinn að finna fyrirmyndina að Framsóknarríkinu. Hann er nýkominn frá Tævan, þar sem ríkir „skipulögð markaðs- hyggja“ sem Steingrímur dá- samar svo að annað eins hefur ekki sést síðan Kiljan skrifaði um Sovét. Hann boðar frekari útlistingar á því sem við getum lært af Kínverjum, en við get- um aðeins vonað þeirra vegna að hann hafi sagt þeim hvemig „skipulagða markaðshyggjan“ fór með bændur á íslandi. Biðstaða eftir greiðslustöðvun Asiaco: Annað hvort kemur á undan, peningarn- ir eða gjaldþrotið. Skúli Pálsson lögfræðingur. Fór út í sumarhúsaævintýri með Páli í Strandanaustum. Skrifaði undir ábyrgðir og hefur nú ver- ið tekinn til gjaldþrotaskipta. fjármagni til að bjarga fyrirtækinu. Um leið og greiðslustöðvunar- fresturinn rann út urðu skiptalok í persónulegu þrotabúi Páls og einkafýrirtækis hans Strandavar- ar. Búið reyndist eignalaust með öllu og fékkst því ekkert upp í tæplega 42ja milljón króna kröfur. Þá rak Páll fýrirtækið Stranda- naust á Ströndum, sem hann átti ásamt Skúla Pálssyni lögffæðingi. Sama dag og persónulegt þrotabú Páls var gert upp, 30. júní, var Skúli tekinn til gjaldþrotaskipta vegna ábyrgða sem hann gekkst í vegna fýrirtækisins. í síðustu viku, 23. júlí, fór síðan fram nauðungarsala á 7 sumar- húsum sem Strandanaust átti og rak fýrir vestan. Uppboðsbeiðandi var Islandsbanki og voru húsin slegin bankanum. Ekki tókst að fá upplýsingar um uppboðsandvirð- ið, en uppboðsins var krafist vegna vanskila á 23 milljón króna skuldabréfi fyrirtækisins í bank- anum. Heimildamenn blaðsins segja að rekstur Páls á Strandanausti hafi verið „glórulaust rugl“ frá upphaft, eins og flest annað sem Páll hafi tekið sér fyrir hendur. Óskiljanlegt væri að Skúli hafi látið plata sig út í samstarf við Pál. Skúli vildi aðspurður ekkert tjá sig um málið, en staðfesti að ástæðan fyr- ir því að hann hefði nú verið úrt- skurðaður til gjaldþrotaskipta væri fyrst og ffemst ábyrgðir sem hann hefði tekið á sig vegna fyrir- tækis þeirra Páls. Málefni Asiaco eru enn í bið- stöðu, mánuði eftir að greiðslu- stöðvunarfrestur fyrirtækisins rann út. Á sama tíma hefur per- sónulegt 42ja milljón króna þrota- bú Páls Þorgeirssonar, kaupanda fyrirtækisins, verið gert upp eign- arlaust og meðeigandi Páls í fyrir- tækinu verið tekinn til gjaldþrota- skipta, auk þess sem 7 sumarhús þess fyrirtækis hafa verið slegin fs- landsbanka á uppboði. Að sögn Baldvins Hafsteinsson- ar lögfræðings, umsjónarmanns greiðslustöðvunar Asiaco, var ákveðið að sjá til um hvemig rætt- ist úr hjá fýrirtækinu. „Annað hvort kemur þá á undan, peningar í fyrirtækið eða gjaldþrot þess“ sagði Baldvin. Samkvæmt heim- ildum blaðsins leitar Páll Þorgeirs- son enn logandi ljósum að erlendu Páll Þorgeirsson. Hægri höndin að kaupa Asiaco fyrir hundruð milljón króna. Vinstri höndin gjaldþrota og búln að missa sjö sumarhús til fslandsbanka. Asiaco-ævintýri Páls Þorgeirssonar MEBEIGAN GJALDÞRO 7 SUMARH SLEGIN ÍSLANDS Áætluð mistök lækna 200 á ári Árlega berast landlæknisemb- ættinu 150-200 kvartanir og kær- ur vegna ætlaðra mistaka lækna. Landlækni berast kvartanir ýmist beint frá viðkomandi sjúk- lingi, eða frá dómurum og lög- fræðingum sem fara með mál fyr- ir læknaráð. Á tveggja ára tímabili 1989-1991, afgreiddu læknaráð og landlæknir 45 kvörtunar- og kærumál. í flestum tilfellum eða 24, var ekki álitið að um mistök væri að ræða, en í 19 tilfellum var talið að gáleysi hefði átt sér stað og tvö tilfelli voru vafatilfelli. Við þessi 45 mál bætast níu slysa- tryggingarmál og fjögur mál, þar sem deilt var um hvort lækni hafi verið gefnar nægilegar upplýsing- ar fyrir meðferð. Óánægja vegna skotæfinga í Höfnum Nokkur kurr er á meðal íbúa Hafnarhrepps á Suðurnesjum vegna umfangsmikilla skotæf- inga Skotveiðifélags Suður- nesja á landi hreppsins. Skot- æfingarnar fara fram of nærri byggð og þjóðvegi að mati heimildarmanna blaðsins. Æfingarnar fara fram á svæði sem áður var lokað og notað af varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli. Varnarliðið hef- ur fýrir nokkru afhent hreppn- um svæðið og fjarlægt sinn búnað af því. Landið telst því ekki lengur innan varnarsvæð- isins svokallaða. Samkvæmt heimildum blaðsins kannast hvorki embætti lögreglustjór- ans í Keflavík né dómsmála- ráðuneytið við að leyfi hafi ver- ið gefið fyrir þessum skotæf- ingum, en skotmenn bera því við að Björgvin Lúthersson, oddviti hreppsins, hafi veitt leyfið. Engin samþykkt hreppsnefndar liggi þó þar að baki.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.