Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JÚLf 1992 17 • Símavændier stundað hérlendis • Stúlkur taka að sér að „dúlla" við eldri menn; baða þá og nudda. • Viðskiptavinir vændishúsa hafa valið sér konu afmyndum í möppu. • Konursem eiga við geðræn vandamál að stríða selja blíðu sína fyrir húsaskjól. Þótt saga ungu reykvísku konunnar, sem leiddist út í vændi 12 ára gömul, og birtist í PRESSUNNI fyrir viku hafi verið sérstök er hún ekki eindæmi. Þótt það sé almennt ekki viðurkennt að vændi sé stundað á íslandi er það engu að síður staðreynd. Hér er fjallað nánar um bakgrunn þess lífs sem unga konan sagði frá. tveggja aðila, viðskipti sem lúta lögmálinu um vöruskipti. Þá er spurt: Hví skyldu vændiskonur ekki vera verndaðar löglega og þeim veitt sérstök þjónusta innan heilbrigð- iskerfisins? Vændiskonur gætu þá stofhað með sér samtök, nokkurs konar stéttarfélag eins og fyrir- finnst í Bretlandi. Helstu rökin gegn lögverndun eru þau að vegna smæðar samfé- lagsins muni það aldrei samþykkja vændi þó svo að lögin gerðu það. Vændiskonur ættu því enn erfið- ara uppdráttar í þjóðfélaginu og þær útskúfaðar og úthrópaðar. Aftur á móti er það mun meira ágreiningsatriði hvort vændiskon- um skuli refsað íyrir atvinnu sína, sérstaklega í ljósi þess að við- skiptavinum þeirra er ekki refsað. Það þarf jú tvo í tangó. Einnig hef- ur komið í ljós á viðtölum við vændiskonur að töluverður fjöldi þeirra velur þetta „starf' til að brúa bilið fjárhagslega. ÖI.IKAR HUGMYNDIR KARI.A OG KVENNA Karlmenn sem kaupa sér vændiskonu gera það oft á all ólíkum forsendum. Viðfangs- rannsóknir gerðar á Norðulönd- um, í Hollandi og Þýskalandi sýna að það er hægt að skipta þeim í þrjá hópa. f fyrsta lagi menn sem ekki geta náð sér í eða bundist konum ákveðnum böndum, svo- kallaðir lausamenn. Þá er hópur samsettur af yngri karlmönnum sem eru giftir eða í sambúð sem eru að sækjast eftir tilbreytingu. Þeir vilja gjarnan eiga keypta konu utan hjónabandsins sem sér um þeirra kynlífsóra. Síðasti hóp- urinn er eldri karlmenn sem vilja gjaman eiga gott kynlíf með eigin- konum sínum en konan einhverra hluta vegna misst áhugann. Rannsóknir sýna líka að viðhorf og hugmyndir kvenna og karla til kynlífs eru mjög ólík. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en í sambúð eða hjónabandi. Reyndar hefur opnari umræða um kynlíf nú á síðustu árum haft áhrif á þetta. Viðhorf kvenna og samfé- lagsins eru að breytast hægt og sígandi. íslenskar konur hafa nokkra sérstöðu þegar að viðhorfi til kyn- h'fs kemur. Hérlendis fæst félags- legt samþykki fyrir því að konur sofi oft hjá og komi ekki alltaf með sama karlmanninn heim til sín. Það gerir það að verkum að fé- lagslega er auðveldara að stunda vændi hér á landi en til dæmis á Norðurlöndum. Erlendar rannsóknir sýna að mjög fáar konur hafa náð sér sið- ferðislega sem einstaklingar eftir stundum vændis 1 einhvern tíma. Þær eiga erfitt uppdráttar í þjóðfé- laginu og búa margar þeirra ævi- langt við þann ótta að vera afhjúp- aðar ef þær hafa einhvern tíman stundað vændi og tekist að kom- ast aftur í raðir hinna hefðbundnu borgara. Þessi ótti hlýtur að vera magn- aðri hér á landi en annars staðar vegna smæðar samfélagsins og vegna þess að fátt virðist réttlæta vændið. Á öllum Norðurlöndun- um hefur verið komið upp mið- stöðvum fýrir vændiskonur sem vilja leggja starfið á hilluna og þurfa á aðstoð að halda. Hér á landi er enginn staður til þar sem þessar konur geta sótt sér aðstoð til að hætta í vændi. Það eru því fáir möguleikar fyrir þær að lifa eðlilegu lífi og munu ekki gera það nema þær hjálpi sér sjálf- ar. Hvorki lagalega kerfið, það fé- Hansína B. Einarsdóttir, afbrotafræðingur Konur ná valdi yfir sjálfum sér og öðrum með því að selja líkama sinn „Nýlegar rannsóknir ffá Nor- egi sýna greinilega að konur sem velja sér vændi sem starfsgrein hafa oft ekki haft neina aðra val- kosti í upphafi. Þessar konur eiga margt sameiginlegt, m.a. erfiða bernsku, hafa búið á mörgum stöðum, verið í iitlum tengslum við kynforeldra sína cg átt erfitt með að mynda tengsi við annað fólk. Nærri 70% af þessum kon- um hafa verið misnotaðar kyn- ferðislega sem börn af kynfor- eldrumeðaöðrum. Það sem þessar konur fá út úr þessu er að þær ná verulegu valdi bæði yfir sínu eigin h'fi og annara með því að selja líkama sinn. Bæði fá þær fjármuni í aðra hönd, og það ríkulega, og svo sýnir þetta „starf' þeim það að þær kunna einhverja starfsgrein og það mjög vel. Þetta gefur þeim ákveðið „öryggi“, þær fá viðu- kenningu 1 starfi og vald. Vændiskonur velja sér ekki þessa starfsgrein út frá sömu for- sendum og aðrir vegna þess að samfélögin hafa í fæstum tilfell- um samþykkt þetta sem starfs- grein. Þetta á sérstaklega við um íslenska samfélagið. Við höfum enga hefð fyrir vændi og það hef- ur aldrei verið samþykkt. Á þeim forsendum finnst mér óraunhæft að ræða um lögverndun á vændi vegna smæðar samfélagsins. Konur fengju því aldrei uppreisn æru þrátt fyrir að vændi yrði lög- legt. Konur velja sjaldnast þessa starfsgrein. Þær leiðast út 1 hana vegna erfiðra aðstæðna og ann- ara aðstæðna, t.d. kynferðisof- beldis. Þess vegna get ég ekki fall- ist á refsingar í formi fangelsunar í einhvem ákveðinn tíma. Ég get ekki fallist á að verið sé að gera konuna og hennar „val“ glæp- „Konur velja sjaldnast þessa starfsgrein." samlegt og að umræðan snúist um það að það sé eingöngu kon- an sem stendur í þessu, ekki karlmaðurinn. Ég vil leggja miklu meiri áherslu á að það sé refsivert að kaupa vændi ekki síður en að selja það.“ samþykkt siðferð- islega.“ f þriðja lagi er um dýrara vændi að ræða, eða svokallaðar fylgisk- onur sem eru leigðar meðal ann- ars til kvöldverða. Þessar konur þurfa að vera laglegar, ræðnar og meðvitaðar um málefni líðandi stundar. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að símavændi sé stundað hér á landi þar sem vændiskonur em pantaðar á ákveðinn stað að ósk viðskiptavina. Menn úr viðskipta- lífinu notfæra sér þessa þjónustu. Þá eru starfandi fleiri en eitt vændishús. f því sambandi hefur einum heimildarmanni PRESS- UNNAR verið boðin yfirlitsm- appa með andlitsmyndum af nokkrum konum sem hann gat valið úr. Heimildarmaður sagðist hafa beðið í hálfa klukkustund þar «til konan birtist en hann keypti sér drykk á meðan á biðinni stóð. Þá eru heimildir fyrir því að karl- menn stundi vændi á fslandi, en þó í litlum mæli. Að lokum eru heimildir fyrir þjónustu sem inni- heldur ekki bein kynmök heldur taka stúlkur að sér að „dúlla“ við eldri menn, elda fyrir þá, baða og nudda. Þá er ljóst að konur sem eiga við geðræn vandamál að stríða og eru „á götunni“ selja oft blíðu sína í skiptum fyrir húsa- skjól. ÚR TVEIMUR ÁRUM í FJÖG- UR f vetur voru samþykkt á Al- þingi ný ákvæði í hegningarlögum sem varða vændi. f fyrsta lagi var refsing fyrir stundun vændis sér til framfærslu hækkuð úr tveimur árum í fjögur. Þá var vændi af hálfu samkynhneigðra gert refsi- vert en í gömlu lögunum var svo ekki. Lágmarksrefsing er óbreytt þrír mánuðir. Margir vilja líta á vændi sem eðlilegan viðskiptasamning milli lags- lega né heldur trygg- ingakerfið bjóða þessum konum sérstaka aðstoð eða vemda stöðu þeirra. Umræðan um vændi er einfaldlega ekki félagslega sam- þykkt._________________________ Anna H. Hamar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.