Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3Q.)ÚLÍ 1992 Tilraun til valdaráns á Stöð 2 ÞETTHER ÞJOFNABU Fjórmenningaklíkan reynir að endurheimta meirihlutann í Stöð 2 með því að selja sjálfri sér hlut einstaklinga að þeim forspurð- um. Þeir íhuga að svara fyrir sig með því að steypa Jóhanni J. Ólafssyni af stóli sem stjórnarformanni á stjórnarfundi í dag. Með óvæntri sölu á hlut Fjöl- miðlunar sf. í íslenska útvarpsfé- laginu (Stöð 2 og Bylgjunni) má segja að verið sé að fremja valda- rán sem varla á sér hliðstæðu í ís- lensku viðskiptalífi. f krafti um- ráða sinna yfir Fjölmiðlun hafa þrír stjórnarmenn í reynd selt sjálfúm sér hlut annarra hluthafa án vitundar þeirra og hugsanlega endurheimt þannig meirihluta í Stöð 2, sem þeir misstu fyrir að- eins mánuði. „Þetta er einfaldlega þjófnað- ur,“ sagði Skúli Jóhannesson, kaupmaður í Tékk-kristal og einn þeirra sem áttu hið selda hutafé, í samtali við PRESSUNA. TILSTÓÐ AÐ ÚTDEILA HLUTAFÉNU Miðlun sf. var stofnað fyrir tveimur árum með samkomulagi 10 einstaklinga um kaup á alls um 150 milljóna eignarhlut í Stöð 2. Þessir menn gerðu með sér sam- komulag til tveggja ára með sér- stökum ákvæðum um slit á félag- inu og rann þessi frestur út um síðustu mánaðamót. f fyrstu var samkomulagið innan hópsins all- gott og var samkomulag um þrjá menn í stjórn, en nú eru blokkirn- ar tvær og var „fjórmenningaklík- an“ með meirihluta. í þessari klíku eru Jóhann J. Ól- afsson, Haraldur Haraldsson, Jón Ólafsson og Guðjón Oddsson. Hinn óánægði minnihluti saman- stendur af að minnsta kosti fimm af þeim sex sem eftir standa, en það eru Jóhann Óli Guðmundsson í Securitas, Skúli Jóhannesson, As- geir Bolli Kristinsson í Sautján, Garðar Siggeirsson í Herragarðin- um og Oddur Pétursson í Kjallar- anum. Síðastur tíu eigenda Fjöl- miðlunar er Víðir Finnbogason í samnefndri heildsölu, en blaðinu er ekki kunnugt um afstöðu hans f málinu. Ekkert vafamál er að fjórmenn- ingarnir hafa vænan meirihluta í Fjölmiðlun, að minnsta kosti 55 til 60 prósent hlutafjár. Þar af er Har- aldur einn með þriðjung, Jón Ól- afsson með 15,3 prósent og Jó- hann J. Ólafsson með 6,7 prósent. f minnihlutanum eru Bolli og Skúli stærstir með sitthvor 11,3 prósentin og Garðar með 6,7 pró- Þremenningarnir í stjórn Fjttlmiðlunar... Jóhann J. Ólafsson Haraldur Haraldsson JónÓlafsson ætla að tryggja sjálfum sér meirihluta í Stöð 2 með því að selja leppfyrirtæki hlut einstaklinga á borð við Skúla Jóhannesson íTékk-kristal Garðar Sigurgeirsson í Herragarðinum. sent. í stjórn Fjölmiðlunar sitja þeir Jóhann, Jón Ólafsson og Haraldur. Þeir höfðu samkvæmt ofan- greindum samningi umboð til að fara með öll atkvæði félagsins, en sá samningur rann út um mán- aðamótin. Til stóð að slíta félaginu og skipta hlutafénu á milli félags- manna, en það dróst af ýmsum ástæðum. Nú er það of seint, þar sem stjórnin hefur selt allt hluta- féð þriðja aðila, að minnihlutan- um forspurðum. ER mHERJI I.EPPUR FYRIR FJÓRMENNINGA? Kaupandinn er Útherji hf., að- eins mánaðargamalt fyrirtæki, stofnað 30. júní sl. með hlutafé upp á aðeins 500 þúsund krónur. Stofnendur eru tilteknir tveir, Gunnar Þór Ólafsson og Páll Gúst- afsson, en Gunnar Þór er skráður fyrir 99.998 prósent hlutafjársins og fyrirtækið skráð á heimili hans. Páll leggur aðeins til 10 krónur. Tilgangur Útherja er sagður „kaup og sala hvers kyns verð- og viðsldptabréfa“ með meiru. Þetta nýstoftiaða félag, með aðeins 500 þúsund króna hlutafé, byrjar stórt: kaupir hlutabréf fyrir 240 milljónir króna eða nær fimm- hundruðfalt hlutaféð. Gunnar var um árabil náinn samstarfsmaður Haraldar Har- aldssonar. þeir störfúðu saman í fyrirtæki sínu Andra, en eftir að slettist upp á vinskapinn þar keypti Haraldur Gunnar út úr Andra. Þeir störfúðu síðar saman í íslenska úthafsútgerðarfélaginu, sem gerði út skip við Alaska- strendur - - eða gerðu það ekki út, því veiðileyfi fékkst aldrei og fyrir- tækið fór á bullandi hausinn. Það var þó aldrei gert upp því það tókst að semja um skuldir og er talið að þeir félagar hafi tapað að minnsta kosti 30 milljónum króna á ævintýrinu. Þótt þeim Haraldi og Gunnari Þór hafi sinnast um skeið lagaðist samkomulagið síðar. Þeir voru á meðal þeira einstaklmga sem áttu Kreditkort í upphafi. Hlutur þeirra og fleiri manna var keyptur síðar af Islandsbanka. Meðal ann- ars notaði Haraldur það fé til að kaupa sig inn í Stöð 2. Þeir félagar eru einnig sameigendur í Korti hf. Kjörin við kaup Útherja á hlutafénu eru þau að 15 prósent er greitt út, eða sem svarar 36 millj- ónum, síðan ekkert í 2 ár en effir- stöðvar með vöxtum til 12 ára. Þessar eftirstöðvar samsvara 17 milljónum á ári f 12 ár fýrir utan vexti og annan tilfallandi kostnað. Þetta er það tilboð sem Jóhann J. Ólafsson og félagar gátu ekki stað- ist, en andstæðingar þeirra í minnihlutanum í Fjölmiðlun telja gjafverð. „Fyrirtækið Útherji er bara leikur fjórmenningaklíkunnar,“ sagði Skúli Jóhannesson í samtali við blaðið. „Þeir eru hinir raun- verulegu kaupendur og Gunnar Þór er leppur þeirra. Þeir tala um góð kjör, gott tilboð. Nú var sölu- gengið 1,6 en það gæti allt eins og líkast til farið í 2 fljótlega og þess vegna allt upp í 4 þegar fram í sækti. Hér er fyrst og fremst valdafíkn á ferðinni og sá leiðin- legi grunur læðist að manni, þegar svona er djöflast á samstarfsfélög- um til að halda völdum, að þessir menn hafi eitthvað að fela. Þeir koma eins og þjófar að nóttu og hafa ekki fyrir því að boða 10 manns á fúnd. Við hinir hefðum gjarnan viljað vita sitthvað um kaupandann, stöðu þess félags og tryggingar.“ VALDAHLUTFÖLL STÁL í STÁL Jóhann J. Ólafsson segir ákvörðun stjórnar um að selja bréfin fúllkomlega löglega og vísar til þess þegar Eignarhaldsfélag Verslunarbankans ákvað að selja Áramótum hf. sinn 100 milljóna króna hlut fyrir mánuði. Þá var ekki kallaður saman félagsfúndur og segir Jóhann málin sambæri- leg. Lögfróðir menn, sem PRESS- AN ræddi við, treystu sér ekki til að kveða upp úr um þetta, sér- staklega með vísan til þess að samningurinn um samstarfið í Fjölmiðlun rann út um mánaða- mótin og óvissa er um stöðu fé- lagsins. Það var einmitt þessi sala á hlut Eignarhaldsfélagsins sem varð til þess að fjórmenningarnir misstu meirihluta sinn í Stöð 2. Minni- hlutinn í Fjölmiðlun hafði affáðið að ganga til samstarfs við Áramót þegar samstarfinu í Fjölmiðlun lyki og Jóhann J. Ólafsson hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að í því fælust svikin fyrirheit. PRESSAN hefúr heimildir fyrir því að til hafi staðið að kalla saman hluthafafund, sem kysi nýja stjóm, en með sölu Fjölmiðlunar- bréfanna er allsendis óvíst ná- kvæmlega hver valdahlutföll í fé- laginu eru. Á síðasta aðalfundi var virkt hlutafé um 500 milljónir. Fjór- menningar eiga sjálfir um 100 milljónir og nú á Útherji hf. aðrar 150. Áramót hf. eiga 100 milljónir og margir smærri afganginn. Á síðasta aðalfundi réðust úrslit í stjórnarkjöri á brotabroti heildar- atkvæða. SVERÐIN BRÝND GEGN FJÓRMENNINGUM Þeim fjórmenningum hefur tekist að skapa sér marga óvildar- menn nieð afskiptum sínum af Stöð 2 undanfarin ár. Þegar hluta- fjárútboð fór ffam hjá fyrirtækinu árið 1990 fór ÓlafurH. Jónsson, þá stjórnarmaður, fram á upplýsing- ar um hvernig hlutafjárkaupum þeirra fjórmenninga hefði verið háttað. Fram kom að þeir höfðu yfirtekið 65 milljón króna víxil fé- lagsins í Búnaðarbanka og var lit- ið á það sem greiðslu fyrir 61 milljón króna hlut. Samkvæmt hlutafjárlögum er slík skuldajöfn- un óheimil nema með samþykki stjórnar og fúllyrti Ólafur að slík samþykkt lægi ekki fýrir. Jóhann J. Ólafsson, þá einnig stjórnarfor- maður, fúllyrti á blaðamanna- fundi 24. apríl þetta ár, að allt hlutfé væri greitt, en nokkrum dögum síðar sagði endurskoðandi félagsins að 65 milljónir væru enn ógreiddar. Auk þess að krefjast skýringa á þessu fór Ólafúr ffam á að könnuð yrðu viðskipti Jóns Ólafssonar og Skífunnar við Stöð 2. Samkvæmt upplýsingum blaðsins stendur sú rannsókn enn. Það er ekki ofsagt að minni- hlutinn í Fjölmiðlun er ævareiður vegna sölu hlutabréfanna. í dag verður haldinn áður boðaður stjórnarfundur, þar sem þeir munu sitja saman, Jóhann J. Ól- afsson, Haraldur Haraldsson og Jóhann Óli Guðmundsson við sjö- unda mann. Fjórmenningaklíkan hefúr aðeins þrjú atkvæði í stjóm- inni og samkvæmt heimildum blaðsins hefúr komið til umræðu að endurskipa verkum í kraffi meirihluta atkvæða. Hart er lagt að meirihlutanum að leggja fram tillögu þess efnis að Jóhann Óli verði formaður og koma þannig Jóhanni J. Ólafssyni frá völdum. Þegar blaðið fór í prentun hafði ekki verið tekin ákvörðun um þetta, en allt að einu má búast við harkalegum átökum á fundinum. Karl Th. Birgosson og Fríðrik Þór Guömundsson I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.